Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Side 15
Fimmtudagur 29. janúar 1998 Fréttir 15 Hjónaleysi í handbolt- anum en hjá sitt hvoru félaginu Þau Erlingur Richardsson og Vigdís Sigurðardóttir leika bæði í meistaraflokki í handbolta en eru í sinn hvoru liðinu. Erlingur leikur með IBV og er bæði sterkur í vörn og á línunni. Vigdís er aftur á móti í markinu hjá Haukum. Og á meðan Erlingur mátti sætti sig við jafntefli á móti Val um helgina burstuðu Haukar IBV í 1. deildinni. Það hefur sennilega verið sætur sigur eftir tapið gegn ÍBV í bikarnum. Haukastelpurnar náðu fram hefndum gegn IBV í 17. umferð 1. deildarinnar eftir ófarirnar í bikarnum. Leikið var í Hafnarfirði og Iauk honum með yfirburðasigri Hauka, 34-21, í hálfleik var staðan 17 -10. „Það er mest lítið um þennan leik að segja,“ sagði Jón Bragi Amarsson, þjálfari eftir leikinn. „Við gerðum of mikið af mistökum, sendingar voru ónakvæmar og við vorum að klikka í dauðafærum. Á meðan alltgekk upp hjá þeim gekk ekkert upp hjá okkur.“ Stelpumar eiga fimm leiki eftir í deildinni en þær eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig. Stutt er í næstu lið fyrir ofan sem eru með 14 og 15 stig en ÍBV á leik til góða á móti Gróttu/KR. „Framundan er þriggja vikna hlé og verður það notað til að beija í brestina. Vöm og markvarsla era í góðu lagi en við erum að klikka á sendingum og dauðafæram. Getan er lyrir hendi eins og sést af því að við erum að ná toppleikjum en svo dettum við niður. Þetta þarf að laga og stelpumar eru til í slaginn á lokasprettinum," sagði Jón Bragi að lokum. Svemrmeð hausinn í bleyti Sverrir Sverrisson, einn af lykilmönnum ÍBV í fótboltanum, hefur enn ekki gert upp hug sinn um að fara til Svíþjóðar á næstu leiktíð.Formaður knattspyrnudeildar segir að slæmt verði að missa Sverri en komi til þess verði að bregðast við því. „Hann kemur til landsins í dag með tilboð frá Malmö,“ sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymudeildar, í gær. „Hann ætlar að nota tímann ífam yfir helgi til að gera upp hug sinn.“ Jóhannes segir slæmt að missa Sverri, komi til þess en hann er samningsbundinn ÍBV. ,J>að er alltaf erfitt að missa lykilmenn úr liðinu en við því verður að bregðast. Það er hægt að færa menn til og fari Sverrir. föram við strax í að leita að nýjum leikmanni í stað hans. Vonandi kemur þó ekki til þess.“ Zoltan Bellání var markahæstur í leiknum gegn Val. Jafntefíi gegn Val IBV-strákarnir virtust vera með pálmann í höndum í hálfleik á móti Val á sunnudaginn. Leikurinn fór fram að Hlíðarenda og var staðan 13 - 18 Eyjamönnum í hag en það dugði ekki til sigurs og lauk leiknum með jafntefli 28 - 28. ÍBV hafði framkvæði allan fyrri hálfleik og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn mættu grimmir til leiks eftir hlé og vora búnir að jafna eftir tólf mínútur. Eftir það var jafnt á öllum tölum. Á lokamínúuinum misnotaði ÍBV fleiri en eitt tækifæri til að krækja í sigur og varð því að sjá á eftir öðra stiginu til Valsmanna. Mörk ÍBV: Bello 6/3, Robertas 5, Svavar 4, Guðfinnur 4, Hjörtur 4, Erlingur 2, Haraldur 1, Sigurður 1 og Davíð 1. Sigmar Þröstur varði 14 skot. í gærkvöldi mætti ÍBV Haukum á útivelli og verður greint frá þeim leik í næstu viku. Fyrri hópleik IBV og Frétta í vetur, lauk sl. laugardag með æsispennandi úrslitaleik Hrossagaukanna og K- tröllanna, og höfðu K-trölIin betur þegar upp var staðið. Betri röð hópanna var jöfn og reyndist lakari röð K-tröllanna betri en þeirra Hrossagauka. K- tröllin, Birgir Sveinsson og „Sæfells” Halldór Bjamason, áttu frábæran endasprett og unnu sinn úrslitariðil þrátt fyrir að hafa aðeins tekið 1 stig með sér í úrslit. Heyrst hefur að Georg Þór eigi svolítið erfitt þessa dagana á kaffistofu Skeljungs með þá mont„hana” galandi sigursöngvana yfir sér. Getraunaþjónustan óskar þeim félögum til hamingju með sigurinn. Reglan um að lakari röðin gildi var Hrossa- gaukunum ekki kunn fyrir úrslitaleikinn, en sú regla er þó viðhöfð annað árið í röð, og tóku þeir talsverða áhættu á annarri röðinni. Skuldar Getraunaþjónustan keppendum f hópleiknum blað með reglunum, svo ekki komi upp misskilningur af þessu tagi aftur. Tekur Getraunaþjónustan algerlega á sig að hafa ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni í þessu tilviki. Þrátt fyrir að Hrossagaukamir hafi tapað þessari viðureign, munu þeir hljóta vinning þann sem þeir áttu möguleika á og era þeir félagar Halldór sjúkra- hússvörður og Elías sjúkraþjálfi beðnir afsökunar á þessu. Húskross sigraði í Vörina í úrslitaleik um 3. sætið og skipa þann hóp Ólafur Hreinn skólameistari FÍV og frú. Síðari hópleikur ÍBV og Frétta er í fullum gangi og er staðan í riðlunum þessi: A-riðill: Bommi og frú 23, Geiri smart 23, Tveir flottir 23, Húskross 22, Ármenningar 21, Charlotta 21, Flug-eldur 21. Hengdur og spengdur 21. Bláa Ladan 20, Kertasníkir 20, Rauðu djöflarnir 20, Hurðaskellar 19, Munda 19, Men at work 18 og loks Seinheppnir-SH 18. B-riðill: Bæjarins bestu 23, Dumb and dumber 23. Allra bestu vinir Ottós 22(stafrófið virkar) 22, Beyglaður ljósastaur 22, Klaki 22, Villta vestrið 22, Dautt á Vatni 21, Pörupiltar 21, Baukamir 20, Hamar 20, Jójó 20, Mariner 20, Snúrasniffaramir 20 og Tveirátoppnum20. C-riðill: Sig-bræður 24, Búðarráp 23, A-team 22, Doddamir 22, ER 22, HSÞ 22, Andy Cole 21, Hænumar20, Burt með íhaldið 19, Gráni gamli 19, í vörina 19, ER-jrs. 18, Maur 18, Gaui bæjó 16. D-riðill: Reynistaður 25, Austurbæjargengið 24. ÍBV 24, Don Revie 23, Jagama 23, Ktröllin 23. Frosti feiti 21. Kaffi Ermasund 21, Sveitasnakk 21, HH- flokkurinn 20, Sigló-sport 20. V.S.O.P. 19, Klapparar 18, Guðmundur VE 17, Kaffi klikk 17. Nokkrir hópar náðu 10 réttum um helgina og vora það Bommi og frú, Sig-bræður og Doddaramir. Nokkrir menn hafa veitt því athygli að hópurinn Burt með íhaldið er nokkuð fyrir ofan Gaua bæjó! f Mnorad leiknum fór fram önnur untferð og fóra viðureignirnar svona: Guðni Sig - Siguijón Þorkels 9-9, Siguijón Birgis. - Friðfinnur Finnb. 9-9. ER - Klaki 9-9. Georg og félagar - Sigfús Gunnar 9-11, Þrumað á þrettán - Jakob Möller 10-8, Sig-bræður - Bjössi Ella. 10-11, Andy Cole - Haukur Guðj. 9-0, Haraldur Þór - Hlynur Sigmars. 9-10. Hengdur og spengdur - Húskross 7-10, Björgvin Eyjólfs. - Adolf Hauksson 0-9, Huginn Helgason - Ólafur Guðmundsson 8-0, Eggert Garðarsson - Sigg'Óli 9-9 og sat Kári Vigfússon hjá og fékk hann 1 stig. Staðan í Monrad leiknum er því eftirfarandi: Með 6 stig í' 1.- 5. sæti eru Andy Cole. Hlynur Sigmars, Húskross og Sigfús Gunnar. Með 4 stig í 6. - 8. sæti era Bjössi Ella, Guðni Sig. og Sigg'ÓIi. Með 3 stig í 9. - 11. sæti era Haraldur Þór, Haukur Guðj. og Sig- bræður. Með 2 stig í 12. -14. sæti eru Eddi Garðars., ER og Friðfinnur Finnboga. í 15. - 19. sæti með 1 stig eru Georg og félagar, Kári Vigfússon, Klaki, Sigurjón Birgisson og Sigurjón Þorkelsson. Stigalausir enn og saman í botnsætunum era Björgvin Eyjólfs, Hengdur og spengdur, Jakob Möller, Ólafur Guðmunds. og Þrumað á þrettán. Sjáunist á laugardag í kalfi ug bakkelsi frá Vilberg. Getraunaþjónusta ÍBV Undirbúningur á fullu Nú styttist óðum í fyrstu æfinga- leikina hjá meistaraflokki ÍBV í knattspymu og er óhætt að segja að nóg verði um að vera hjá strákunum á næstunni. Fyrirhugaðar eru tvær ferðir utan, sú fyrri þann 20.febrúar til Kýpur en það mun verða eingöngu keppnisferð og ef efni standa til verður sfðari ferðin til Portúgals þann 1 .apríl en sú ferð er ætluð sem æfinga-og keppnisferð. Dvalið verður í viku á hvorurn stað. Einnig mun ÍBV taka þátt í deildarbikamum sem hefst áður en langt um líður en Eyjamenn unnu þennan bikar mjög sannfærandi á síðasta ári. Búningsaðstaða að fæðast Undirbúningur að framkvæmdum við búningsaðstöðu við Hásteins- völl er á lokastigi. Stefnt er að því að skrifa undir samning milli bæjarins og ÍBV- íþróttafélags á fimmtudaginn en hugmyndin er að ÍBV-sjái um að byggja húsið sem verður áfast Týsheimilinu. Verið er að fullgera teikningar en í byggingunni verða tveir búnings- klefar, gufubað, sjoppa og salemis- aðstaða fyrir vallargesti en hún verðurinni íTýsheimilinu. Tómas I. kom- inn til landsins Tómas Ingi Tómasson. sem lék á áram áður með ÍBV í fótboltanum, er kominn heim frá Noregi þar sem hann lék í tvö ár. Hann mun að öllum h'kindum leika hér á landi á næsta ári en hann hefur mætt á æfingar hjá ÍBV í Reykjavík undanfarið. Andrea í gifsi Andrea Atladóttir, einn sterkasti leikmaður ÍBV í handboltanum slasaðist á æfingu um daginn. Hún sneri sig á ökkla og er nú komin í gifs. Óvíst er hvenær Andrea kemst aftur í leikhæft form. María Rós í aðgerð Þetta er ekki eina áfallið sem meistaraflokkur kvenna hefur orðið fyrir undanfarið því María Rós Friðriksdóttir er að fara í aðgerð vegna meiðsla. Enn þynnist hópurinn Það ætlar ekki af stelpunum að ganga því Elísa Sigurðar er farin til útlanda sem au pair.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.