Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 19. febrúar 1998 • 7. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Stofnfundur Bæjarmálafélags V-listans: lflUum flefa sem flestumkostá að gefa síg fram til framboðs og starfa -segir Kristján Eggertsson, gjaldkeri hins nýja félags Stofnfundur Bæjarmálafélags Vestmannaeyjalistans var haldinn sl. fimmtudag. I stjórn hins nýja félags voru kosin þau Hjálmfríður Sveinsdóttir, formaður; Kristján Eggertsson, gjaldkeri; Armann Höskuldsson, ritari og Guðni F. Gunnarsson, meðstjórnandi. Þá var kosin uppstillinganefnd sem þau Sólveig Adólfsdóttir, Stefán Jónasson, Jakob Möller og Sigurgeir Scheving skipa. Gjaldkeri félagsins, Kristján Egg- ertsson, sagði að um 50 manns hefðu mætt á þennan stofnfund, vel blandaður hópur, eins og hann komst að orði. Hugur hefði verið í fólki og að sjálfsögðu ákveðið að bjóða fram V-listann. En er þetta ekki fullseint af stað farið, ekki nema rétt um þrír mánuðir til kosninga? „Ég veit það ekki,“ sagði Kristján. „Það er alltaf umdeilanlegt, sumum finnst þetta of seint af stað farið, öðrum of fljótt. En þetta er alla vega komið vel í gang, nú er verið að vinna frumvinnuna og við viljum gefa sem flestum kost á því að gefa sig fram, bæði til framboðs og einnig til starfa fyrir félagið. Við ætlum að nýta tímann vel og að sjálfsögðu stefnum við á sigur í kosningunum," sagði Kristján Eggertsson. Hlynur Stefánsson var útnefndur iþróttamaúur Vestmannaeyja 1997 sl. laugardag og Haraldur Júlíusson fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur í knattspyrnu og golfi. Sjá bls. bls. 4 og 14. Mynd: sigurgeir Dauft yfir loðnunni og menn orðnir órólegir: Sjómenn lifa bó enn í voninni Það var heldur dauft hljóðið í loðnusjómönnum í gær enda lítið veiðst til þessa. Flotinn hefur verið fyrir austan land þar sem tvo skot hafa komið en enginn kraftur er enn kominn í veiðarnar þó aðeins sé eftir vika af febrúar. Sigmar Gíslason, stýrimaður á Guð- mundi VE, segir að þeir séu að leita en lítið sé að hafa. Hann segir að það hafi verið smáveiði á litlu svæði austur af Skrúðnum en enginn kraftur eða fjör sé í veiðunum. „Við fengum um 80 tonn og lönduðum þvf á Fáskrúðsfirði. Það var mikil áta í aflanum og hann fór aliur í bræðslu. Nú er spáð brælu í nótt, en það verður kannski einhver sjens í kvöld (miðvikudagskvöld).“ Sigmar segir að menn séu orðnir hálfsvekktir á þessu aflaleysi og ekki nema tíu dagar eftir af febrúar sem hingað til hefur gefið mestu loðnuna. Sigurður Georgsson skipstjóri á Heimaey VE, sagði að þeir væru staddir austur af Skrúðsgrunni, þegar haft var samband við hann. Hann segir að þeir hafi landað 300 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði á þriðjudag. Hann segir að loðnan hafi verið góð og farið í frystingu á Rússlands- markað. „Það er lítið að gera eins og er, en hugsanlega verður eitthvað að hafa í nótt, þótt gert sé ráð fyrir brælu. Við fengum 30 - 40 tonn í morgun, en þetta er enginn afli og þrjátíu skip að leita á svæðinu." Hann segir að menn séu samt bjartsýnir á að loðnan skili sér, en að sama skapi ekki eins ánægðir með verðið sem féll um 2000 kr. tonnið á dögunum. Allt er til reiðu til að taka á móti loðnu í Eyjum en enn hefur ekki borist uggi hér á land eftir að verkfall sjómanna leystist í síðustu viku. ísleifur kominn frá Færeyjum eftir gagngerar endurbætur: Fyrstur til að fá loðnu í nót Nótaskipið ísleifur VE 63 kom til Vestmannaeyja í síðustu viku eftir gagngerðar endurbætur. Þær endurbætur voru unnar í skipa- smíðastöðinni í Skáia í Færeyjum og hafa staðið yfir síðan í sept- ember í fyrra. Leifur Ársæisson, útgerðarmaður, sagði að skipið hefði verið lengt unt tvo metra aftur auk þess sem því hefði verið slegið út að aftan. Þá var sett í það ný aðalvél af Wartsiila gerð, 3300 hestöfl eða 2460 kw. Við aðalvél er 155 kw. rafall. Ný ljósavél var einnig sett í skipið, af Caterpillargerð, 700 hestöfl með 550 kw. rafal. Nú er flestallt rafdrifið um borð sem áður var glussadrifið. Af öðru sem endumýjað var má nefna að sett var svokallað Becker-stýri á skipið, ný stýrisvél og ný kraftblökk. Þá var settur nýr sjúkraklefi í skipið. Leifur sagði að burðargetan ykist ekki við þessar breytingar en skipið væri allt annað eftir þær. nánast eins og nýtt. Hann sagði að heildar- kostnaður við þessar breytingar væri um 200 milljónir króna og var mjög ánægður með vinnubrögð Færey- inganna. ísleifur fór til loðnuveiða á sunnudaginn var og var fyrsta nótaskipið til að fá loðnu, fékk kast upp á um 300 tonn. Er það ekki í fyrsta sinn sem þetta mikla afla- og happaskip fær íýrstu loðnuna. LDUNA eingamálin á ægilegan h: Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ, Græðisbraut 1 - sími 4813, Í<H}> i— Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18,00 'Ucriólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 GÆÐAFRAMKÖLLUN Bókabúðin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.