Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Rauður,gulur,grænn Samband umferðaröryggisnefnda á Suðurlandi hefur ályktað um að skorað verði á bæjarstjórn Vest- mannaeyja að setja upp umferðar- ljós annars vegar á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar og hins vegar á mótum Kirkjuvegar og lllugagötu. Málinu var vísað til skipulagsnefndar sem fer með umferðarmál. Endurnýjunleyfa Bréf frá sýslumanni lá fyrir bæjar- ráði þar sem óskað er umsagnar um endumýjun á vínveitingaleyfi Ragnars Vignis Guðmundssonar vegna Lundans. Félagsmálaráð mun fjalla urn erindið. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd hefur einnig borist beiðni frá sýslumanni um umsögn vegna endumýjunar starfsleyfa fyrir Oddfellow við Strandveg og Pizza 67 við Heiðarveg. Skátafélagiö Faxi óskareftirviðræðum Vegna sextíu ára afmælis Skáta- félagsins Faxa hefur félagið óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna hátíðahalda félagsins. Félagið óskaði einnig eftir við- ræðum við bæjaryfirvöld varðandi aðgengi að Skátastykkinu. Bæjar- stjóri mun hafa fengið erindið til nánari athugunar. Siálfuirk eldfjallavöktun Almannavamanefnd fundaði 10. febrúar síðast liðinn. Þar kynnti bæjartæknifræðingur meðal annars sjálfvirka eldtjallavöktunarkerfið sem sett hefur verið upp í Vestmannaeyjum og tengsl Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar við Al- mannavamanefnd Vestmannaeyja Almannavarnirí önnum Laugardaginn 28. rnars er fyrir- hugað er að halda flugslysaæfíngu á vegum Flugmálastjómar og Al- mannavama Vestmannaeyja. Æf- ingin mun vera hugsuð sem kennsluæfmg. Vegna æfingarinnar var farið yfir búnað og lagermál almannavamamefndar. Einnig er fyrirhugað námskeið fyrir vettvangstjórn. Elíasi Bald- vinssyni og Adólfi Þórssyni var falið að velja menn í væntanlegt vettvangstjórnarnámskeið. í bígerð er heildarskoðun mál- efna almannavarnanefnda á hættu- og neyðartímum og lögum um almannavarnir. Sýslumaður mun hafa kynnt almannavamanefnd bréf frá Almannavömum ríkisins vegna málsins. indurnýjun starfslevfis Fiskimjölsverksmiðjan hefur óskað eftir endurnýjuðu starfsleyfi. Drög að hinu nýja starfsleyfi hafa legið frammi til kynningar og athuga- semda, en frestur til athugasemda rann út 9. febrúar síðastliðinn. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd mun ekki hafa gert neinar athuga- semdir. Samstarfs- og leigusamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og Þróunarfélags Vestmannaeyja vegna uppbyggingar iðngarðs í Vestmannaeyjum. Bjarki Brynjarsson og Benedikt Ragnarsson við undirritun samningsins. Vettvangur fvrir frumkvöðla sem vilja vinna sjálfstætt að hugmyndum sínum Fimmtudaginn 12. febrúar síðast- liðinn var undirritaður samstarfs- og leigusamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og Þróunarfélags Vestmannaeyja vegna uppbygging- ar iðngarðs í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að iðngarðurinn muni hýsa um það bil tíu smá- fyrirtæki á sviði léttari iðnaðar. Iðngarðurinn er ætlaður frum- kvöðlum sem vilja vinna úr hug- myndum með það að markmiði að hefja sjálfstæðan rekstur. Iðngarðurinn verður til húsa að Flötum 25 í sexhundruö fermetra hús- næði í eigu Sparisjóðs Vestmanna- eyja, en hann mun sjá um allt eðlilegt viðhald og bera kostnað af skyldu- tryggingu húseignarinnar. Einstaklingar sem óska eftir þátttöku í iðngarðinum munu taka þátt í námskeiði um stofnun og resktur smáfyrirtækja, þar sem markmið verða skilgreind og viðskiptaáætlanir gerðar. Auk þess sem hver einstak- lingur mun njóta aðstoðar Þróunar- félagsins sem nemur tuttugu vinnu- stundum þeim að kostnaðarlausu. Gert er ráð fyrir að leiga á mánuði fyrir hvert pláss verði 6000 kr. á hvem þátttakenda án ljóss og hita og annars sameiginlegs kostnaðar. Dr. Bjarki A. Brynjarsson sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þróunarfélags Vestmannaeyja vildi undirstrika að iðngarðurinn væri hugsaður sem stuðningur við frumkvöðla í atvinnulífinu, en ekki sem félagslegur stuðningur. Hann benti á að erfitt gæti verið að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd og iðngarðurinn miðaði að því að menn gætu bakkað hver annan upp. Benedikt Ragnarsson sparisjóðs- stjóri, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Sparisjóðs Vestmannaeyja lýsti því yfir að Sparisjóðurinn tæki þátt í þessari atvinnuuppbyggingu með glöðu geði og vonaði að menn myndu nýta sér þennan nýja möguleika til að efla atvinnulíf í Eyjum. Samningurinn tekur gildi I. apríl á þessu ári og mun gilda til tólf mánaða í senn. Athugasemdir heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðisfulltrúi hefur gert nokkrar minniháttar athugasemdir vegna viðbyggingar við Týsheim- ilið við Hásteinsvöll og óskar eftir þvf að tekið verði tillit til þeirra. Athugasemdimar sem heilbrigð- isfulltrúi gerði vom ábendingar um útfærslu vegna sjoppu/sölulúgu sem ráðgei! er að verði í nýbygg- ingunni. Þótti aðstaðan helst til lítil, auk þess sem æskilegt væri að gera ráð fyrir vaski ásamt inntaki fyrir heitt og kalt vatn. Sígurgeir og gildaskálinn Umsókn Sigurgeirs Scheving um rekstur gildaskála að Faxastíg 33 var tekin fyrir hjá heilbrigðis- fulltrúa. Hann gerir engar athuga- semdir við húsnæði gildaskálans. Sýslumaður óskaði eftir untsögn heilbrigðisfulltrúa. Kjörió tækifæri til aö sjáHemma Það hefur ekki farið fram hjá áhugamönnum urn knattspynu að Eyjamaðurinn Herntann Hreiðars- son er að slá í gegn með Crystal Palace í ensku Úrvalsdeildinni. Fram til þessa hafa Eyjamenn þurft að láta sér nægja að fylgjast með pilti í sjónvarpinu en Nú hefur Friðfinnur í Eyjabúð. sem er með umboð fyrir Úrval-Útsýn ákveðið að efna til hópferðar á leik Crystal Palace og Manchester United laugardaginn 24. apríl. Flogið verður út daginn áður og kornið heirn á sunnudeginum. „Mér tókst að útvega nokkur sæti á mjög hagstæðu verði, 42.500 krónur og er þá allt innifalið, flug, gisting, miði á völlinn og skattar," sagði Friðfinnur., Islandsmeistaramót í rafveiturekstri. Bæjarveitur stóðu uppi sem meistarar Niðurstöður fyrsta íslandsmeistara- móts í rafveiturekstri hafa verið birtar Keppnin er í formi könnunar sem gerð er til að bera saman ákveðnar stærðir í rafveiturekstri. Bæjarveitur Vestmannaeyja tóku þátt í keppninni og stóðu uppi sem Islandsmeistarar. Það er Samorka, sameignarfyrirtæki allra orkufyrirtækja á landinu, stendur fyrir keppninni. Könnunin byggir á svokallaðri lykilgreiningu með hug- myndafræði Benchmarking. Könnun- in er byggð á samnorrænu kerfi sem hannað er af norska fyrirtækinu Energi Data og hefur reynst mjög vel við mat á stöðu fyrirtækja sem eru í svipuðum rekstri. Norðmenn eru til að ntynda með um 100 dreifiveitur sem þeir bera saman innbyrðis. í þessari könnun voru borin saman fimm fyrirtæki í rafveiturekstri á íslandi og komu Bæjarveitur Vestamannaeyja best út af þessum fimm fyrirtækjum. Friðrik Friðriksson hjá Bæjarveitunum segir að það sé mjög gagnlegt að taka þátt í þessu til þess að meta hvað þeir séu að gera hagstætt og hvað óhagstætt. Friðrik segir að ákveðnar lykil- stærðir í rekstrinum hafi verið bomar saman í könnuninni. „í fyrsta lagi er metinn kostnaðargmnnur fyrirtækisins og umfang, hverju er verið að kosta við lausn verkefnisins. Um er að ræða flutning á orku til viðskiptavina og í framhaldi af því hversu mikið er urnfang kerfisins sem byggt hefur verið upp.“ Friðrik segir þetta mjög öflugt stjómtæki til þess að veita einokunar- fyrirtækjum aðhald og gefi þeim kost á innbyrðis santanburði. ,,Með þessari könnun getum við metið hvort við erunt að gera hlutina vel eða illa og hvort við erum að kosta of miklu til í samanburði við aðra. Friðrik segir að kostnaðargrunn- urinn byggi á árlegum rekstrarkostn- aði við viðhald og rekstur netsins, kostnaði vegna tapa á netinu, fjár- magnskostnaðar og straumrofs. Kostnaður eftir starfsemi skiptist hins vegar í eftirfarandi deildir; aðveitu- stöðvar, háspennt net, dreifistöðvar, lágspennt net, notendaþjónustu, yfir- stjóm og stoðdeildir „Við komum mjög vel frá þessari könnun," segir Friðrik „og í samanburði þessara fimm fyrirtækja komum við best út. Miðað við hvemig kostnaður skiptist sem hlutfall af heildarkostnaði hjá Bæjarveitunum er starfsmanna- kostnaður um 27%, rekstrarkostnaður um 18%, tapakostnaður 8%, afskriftir unt 26%, vextir af eigin fé 20% og kostnaður vegna rofs um 1%. Ef skoðaður er hlutfallslegur kostnaður eftir deildum hjá bæjarveitunum er aðveitustöð með 8%, háspennt net unt 10%, dreifistöðvar 14%. lágspennt net, 33%, notendaþjónusta 10%, yfirstjóm 6% og stoðdeildir með 19% kostnaðar. Friðrik segir að hluti ástæðunnar fyrir því að Bæjarveitur komi svo vel út sé sú að þær em með blandaða strafsemi og að sameiginlegur kostnaður skiptist á fjórar deildir. Hins vegar sé það athyglisvert að stóru veiturnar komi mjög áberandi illa út og aðrar veitur með blandaða starf- semi komi mun verr út en við. Við emm því með hagstæðustu veituna að þessu leyti miðað við umfang kerfisins, fjölda viðskiptavina, mesta afls og svo framvegis. Við emm því í góðum málum, þó gera megi betur í ýmsum þáttum starfseminnar og við munurn í framhaldi af könnuninni fara í það að bæta þætti sem koma ver út.“ Friðrik segir að þetta séu góð skilaboð til bæjarbúa urn stöðu fyrir- tækisins. „Rekstur rafveitunnar er mjög góður, hins vegar er of hátt innkaupsverð vandi hennar. Inn- kaupsverðið er 15% hærra en í Reykjavík, sem myndi þýða tuttugu milljónir króna í auknum tekjum, ef við kæmumst í bein viðskipti við Landsvirkjun, sem er um 10% af FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & SigurgeirJónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alia fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavílc hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.