Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Miðvikudagur 8. aprfl 1998 Mamma var hradd um að eg yi -það er svo annarra að dæma um það. Ég hefsamt verið lánsamur bæði ístarfi og einkalífi og ég heldað / fyrrum skipherra hjá Gæslunni. Hann býr nú í Eyjum ásamt konu sinni og aðstoða þau soninn við barnaui skoðunum sínum. í viðtalinu heldur hann því fram að smíði á þrefalt stærra skipi en núverandi skip La Þröstur Sigtryggsson fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni býr nú í Vestmannaeyjum ásamt konu sinni Guðrúnu Pálsdóttur sem er Vestmannaeyingur, dóttir Páls Þorbjörnssonar, skipstjóra á Skaftfellingi og fleiri skipum og rak líka verslun í Eyjum. Þröstur er hins vegar frá Núpi í Dýrafirði þar sem faðir hans var prestur. Þröstur og Guðrún, eða Spörri og Dúra, eins og þau eru líka þekkt búa hins vegar einnig á ættaróðali Þrastar í Dýrafirðinum þar sem þau dvelja yfir sumartímann. Þröstur hætti störfum hjá Gæslunni árið 1990 og segist ekki kunna því illa að vera hættur. Hann eigi næg hugðarefni sem hann geti snúið sér að. Þröstur hefur til að mynda mikinn áhuga á tónlist og spilar á orgel, þótt hann láti lítið yfir þeirri kunnáttu. Einnig hefur hann ákveðnar skoðanir á væntanlegu nýju varðskipi. Hann telur það allt of stórt og dýrt í smíðum og rekstri. Nær væri að gera endurbætur á Ægi og Tý og hafa skipið mun minna. Spörri Þröstur er hlýr og skemmtilegur í viðræðu og ekki laust við að lítils háttar galsi glarnpi í augum hans. Hann segist alltaf hafa verið dálítill sprellari, en það sé líka nauðsynlegt í lífinu. En hvemig kom nafnið Spörri til? „Það er þannig til komið að ég var á Foldinni, sem var frystiskip í eigu Foldarinnar hf. Þetta var sex hundruð tonna skip. Þar var Ingólfur Möller skipstjóri og margir aðrir ágætir menn í áhöfn og þar á meðal Pétur Sigurðs- son sem var háseti og seinna kallaður Pétur sjómaður. Hann fann það út að ég væri spörfugl og gaf mér þetta viðurnefni. Hann var þetta vel að sér í fuglafræðinni og vissi það að Þröstur tilheyrir spörfuglunum eins og hrafn- inn. Þar með var ég orðinn Spörri. Ég veit hins vegar ekki hvemig nafnið Dúra er til komið. Hún var kölluð þetta þegar ég kynntist henni og ég var mjög sáttur við það.“ Munaði litlu að hann ílentist hérpegarDúrauarðólétt Þröstur segir að hann sé ekki viss urn að hann sé kominn til Eyja til þess að vera til frambúðar. Hins vegar sé þetta ekki í fyrsta skipti sem hann komi til Eyja og það munaði litlu að hann ílentist í Eyjum í eina tíð. „Það mun- aði ekki miklu þegar ég var búinn að gera Dúru ólétta að fyrsta bami okkar. Þá var hún hér hjá foreldrum sínum, en ég að klára annan bekk í farmann- inum og fór á netavertíð og hélt héma til. Þá munaði ekki miklu að ég ílentist á þeim bát. Hann átti að fara á troll og ég óráðinn, þótt hugur minn hafi staðið til þess að klára Stýri- mannaskólann, en það kom þó inn í myndina að ég yrði fiskimaður í Vestmannaeyjum. Hann hét Guð- varður sem átti þennan bát en útgerðin fór hins vegar á hausinn, eins pg hjá mörgum bjartsýnismönnum. Ég ætl- aði að opinbera með Dúru þetta vor, en hafði ekki fengið borgað hjá út- gerðinni. Ég spurði samt Guðvarð að því hvort hann gæti ekki látið mig fá einhvern aur fyrir hringunum. Þá sagði Guðvarður: „Það þýðir ekkert að skrifa ávísun héma, en ef þú kemst með einhverjum ráðurn til Reykja- víkur, þá skal ég skrifa ávísun. því það getur vel verið að þeir glepjist á að greiða hana út þar.“ Ég gat slegið fyrir fari til Reykjavíkur og þar gleyptu þeir við ávísuninni og ég keypti hringana og gat borgað lánið fyrir farinu." Leiddíst kiaftafögín Þröstur elst upp í sveit. En hvemig kviknar áhuginn á sjónum hjá sveitamanninum? „Ástæðan er sú að mér leiddist í héraðsskólanum á Núpi sem pabbi stofnaði reyndar. Mörg fögin, eins og mannkynssagan, náttúrufræðin og landafræðin, eða þessi kjaftafög leiddust mér mjög. Ég sá engan til- gang í því að vita til dæmis hvenær Napóleon átti afmæli og svo fram- vegis. Bara að eyða fastaminninu í ómerkilega hluti að mínu mati. Ég hafði það líka á tilfinningunni að ef maður færi í menntaskóla, lærði maður bara eftir því í hvaða deild rnaður færi; máladeild eða stærðfræði- deild. Eiginlega að maður ætti bara að læra það sem að manni væri rétt. mig langaði ekkert í slíkt nám. Þóttist hins vegar sjá það að eftir stutt nám í stýrimannaskólanum gæti ég fengið starf sem væri vel launað. Þannig taldi ég mig geta slegið margar tlugur í einu höggi. Ég ætlaði líka í siglingar og skoða allt sem skemmtilegt var að skoða erlendis. Maður hafði heyrt hvað væri undir pilsum kvenna í út- löndunt og að auðvelt væri að komast þangað. Þetta dreymdi mann. Þannig að þú sérð hvað ég er skynsamur strax á unga aldri og fer að heiman sautján ára gamall. Og komst í mínar sigl- ingar. Mér þótti alla tíð gaman á sjó og kynnast nýjum stöðum og nýju fólki. Það voru líka alltaf nokkrir ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON, fyrmm skípherra hjá Landhelgisgæslunni skemmtilegir menn á hverju skipi og alltaf eitthvað að ske.“ Þóttimerkilegtaðuera sigldur Þröstur segir að það haft þótt merkilegt að vera sigldur á þessum árum og það hafi verið mjög eftirsótt af ungum mönnum að komast í siglingar. Hann segir og að megnið af undirmönnum sem voru á skipum Eimskips og Samskips hafi verið menn með stýrimannsréttindi og á sumum skipunum kannski allir undir- menn með réttindi, sem biðu eftir því að pláss losnuðu hjá yftrmönnum. „Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Brúarfossi kom mér hins vegar strax að í eyrarvinnu, við uppskipun eða í skemmunum hjá Eimskip. Þar átti ég að vera þangað til eitthvað losnaði hjá Kristjáni. Eg var búinn að vera heilan vetur í þessari vinnu og kom reglulega á skrifstofumar hjá Eimskip og Ríkisskip og oftast hjá Ríkisskip, því það var ekki eins umsetið að komast á ströndina eða litlu varðbátana. Ég spurði alltaf eftir forstjóranum, Pálma Loftssyni sem þá var hjá Ríkisskip og einu sinni segir hann, greinilega orðinn hundleiður á mér: „Heyrðu Ingólfur vittu hvort þú getur ekki gert eitthvað fyrir þennan unga mann héma,“ og gekk með mér fram til að tala við ráðningastjórann. Nú það fór svo að ég fékk pláss á Faxaborginni, einum af Svíþjóðarbátunum en fékk hettusótt á áttunda eða níunda degi svo hún var ekki lengi vera mín hjá Gæslunni í það skipti, svo komst ég á bát sem hét Hrafnkell og fór svo yftr á Litla Óðin þegar Hrafnkeli var skilað. Þar með var ég kominn í Gæsluna, þar sem ég var í rúm fjömtíu ár. Þröstur segir að það hafi verið legið mikið í höfnum þegar hann var að bytja hjá Gæslunni. „Þetta gátu verið tveir eða þrír mánuðir sem við komum ekki til Reykjavíkur. Maður kom á margar hafnir og héldum jafnvel böll með harmónikkuspili, þar sem við seldum inn fyrir stráka, en frítt fyrir konur. Manni fannst þetta gott. Svo eftir að ég varð stýrimaður þá vom næg viðfangsefni við bjarganir. Við vorum til dæmis mikið héma við Eyjar. Þá var ég á Maríu Júlíu í Vest- mannaeyjagæslu árið 1957. Skipstjór- inn var hins vegar mjög óttasleginn að menn myndu detta íða, þannig að hann þorði aldrei að stoppa neitt þegar við komum í höfn. Ef maður spurði hvort maður mætti skreppa í land héma í Eyjum, þá sagði hann: „Nei það er ekki hægt við emm að fara, við emm að fara. Þá var farið út í vitlaust veður jafnvel til þess að missa rnenn ekki upp á bryggju. Við hættum því að biðja unt landleyfi þó kornið væri í höftt og ættum nákomna í landi. “ Lítiðumtemplarahjá Gæslunni Var ntikið fyllerí í Gæslunni á þessum tíma? ,Menn fengu sér brennivín þar eins og annars staðar og menn fóru jafnvel yfir strikið, en það var ekki nteira en gengur og gerist. Sjálfsagt hefur borið meira á því. Ef voru í einkennisfötum áberandi fullir bar auðvitað á því og sér í lagi á stöðum þar sem varðskip komu sjaldan. Þetta var meiri við- burður heldur en ef sá sem venjulega var alltaf fullur í þorpinu um hverja helgi sást fullur í ntiðri viku. Það var ekki lféttnæmt. Hitt var frétt efmaður sást fullur í einkennisfötum einu sinni á ári og talað lengi urn það. Það var hins vegar ekki mikið um templara í Gæslunni, frekar en á sjónum yfirleitt.“ MágeraTýogÆgiað hentugum skipum með litlum tílkostnaðí Þröstur segir að það sé ólíku saman að jafna þegar bera á saman skip Gæsl- unnar núna eða þegar hann var að byrja. ,Ægir og Týr eru sjóborgir ntiðað við þessi skip sem við vorum á. Ég man að gamli Ægir var mjög leið- inlegur í sjó. Hann var veltikolla og búnaður allur lakari og óhentugur að vinna með. Marfa Júlía var þó með togspil. en það var vegna þess að hún var notuð við fiskirannsóknir.“ Þröstur segir að það megi vel búa Tý og Ægi betur. Þau séu til dærnis ekki liðleg í snúningum og ekki hægt að halda þeim á staðnum við störf í vondum veðrurn. vegna þess að þau skortir stjómhæfni. „Það var nú fyrst og fremst orsökin fyrir því að þeir misstu manninn, þegar Vikartindur strandaði. Ef þau stoppa eða víkja gráðu frá vindi á lítilli ferð slær þeim

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.