Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Miðvikudagur 8. apríl 1998 IMttaaiF Draumur Jonna ryksugusala Ég þakka vinkonu minni henni Margo fyrir áskorunina. Þar sem ég er kominn í matarstúss þá ætla ég að bjóða upp á fjóra rétti, einn mjög góðan fiskrétt og svo tvo lundarétti og eina svartfuglaeggja- köku. Þessir rétttir eru mjög auðveldir í matreiðslu. Fyrst er það fiskrétturinn en þessa uppskrift fékk ég hjá honum Jonna rannsóknarlöggu og ryksugusala í Reykjavík. Jonni hefur alltaf verið vel liðtækur í eldamennskunni, það hef ég sannreynt í eldhúsinu í Bjamarey. Draumur ryksugu- salans: 800 gr ýsuflök eða skötuselur, skorið í bita 300 gr rækjur 10-15 humarhalar, skeldregnir 200 gr ferskir sveppir, sneiddir 1 stk. laukur, saxaður 1 stk. blaðlaukur, sneiddur I stk græn paprika, skorin í bita 1 stk. rauð paprika, skorin í bita 2 stk. gulrætur, skomar í sneiðar 1/2 ds. ananaskurl + safinn 150 gr. hreinn rjómaostur 1/41 rjómi smjör til steikingar 1/2-1 tsk. salt 1 tsk. sítónupipar 1/2 tsk. paprikuduft I tsk. karrý 1 1/2 tsk. súpukraftur Þó að uppskriftin sé svona þá eru það ekki lög því best er að smakka sósuna til og bæta í hana meira kryddi eða minnka það eftir smekk hvers og eins. Þá er það eldamennskan. Lauk- urinn og blaðlaukurinn eru steiktir í smjörinu. Paprikunni, gulrótunum og sveppunum bætt út í ásamt ananaskurlinu og safanum og þetta látið krauma smástund á pönnunni (látið mýkjast). Rjómanum og rjómaostinum bætt út á og látið jafnast. Þegar þetta allt er kornið á pönnuna þá er gott að setja kryddið út í. Síðan er fiskurinn settur út í og látinn krauma með í 8-10 mín. Síðast er humrinum og rækjunum bætt í réttinn og látið krauma í 2-3 mín. Þykkja má sósuna með dökkum sósujafnara. Borið fram með hrísgrjónum, sal- ati og grófu hvítlauksbrauði. Svo er líka ágætt að fara í skýlið til Kela og kaupa franskar kartöflur með, það skemmir ekki. Best er að elda þennan rétt nokkrum tímum áður en á að snæða hann því þá fær fiskurinn að drekka í sig löginn og hann verður gómsætur. Athugið það þaif nokkuð stóra steikarapönnu fyrir þennan rétt. Þar sem stutt er í sumarið og ( framhaldi, eggja- og lundavertíðina þá læt ég fylgja með góðar og auðveldar uppskriftir úr eldhúsinu í Bjamarey. Lundaforréttur Reyktur lundi frá Magga Braga, skorinn í þunna strimla. Ferskjur úr dós, skomar í þunna strimla. Piparrótarsósa. Borið fram með ristuðu brauði og smjörklípu. Með þessu er drukkið „Bjarnar- eyjarskyr" Lundi í sólberjasósu Laukur brúnaður á pönnu í smjöri. Söxuðum sveppum er bætt við og þeir látnir steikjast með lauknum í smástund. Rjóma bætt á pönnuna og síðan kryddað með pipar og koriander. Að lokum er bætt við einu rifi af hvítlauk. Pannan tekin af hitanum og grænmetið tekið af pönnunni. Nokkrar lundabringur flakaðar og skomar í litla teninga og steiktar á pönnu. Þegar kjötið er orðið steikt (3- 4 mín.) er sósunni bætt við og sólberjasultu bætt út á. Best er að smakka sósuna til. Ég þurfti fimm matskeiðar af sólberjasultu áður en ég var ánægður með bragðið. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur, rabarbarasulta og blandað grænmeti. Drykkur: „Bjamareyjarskyr" Svartfuglaeggjakaka Eggjataka í úteyjum er erfið og er því gott eftir puð dagsins þegar menn koma lúnir í hús að fá eitthvað hollt og gott í kroppinn. Þetta á einnig við um okkur hin þegar við komum heint úr vinnunni. Bjamareyingar mæla með svart- fuglaeggjaköku. Svartfuglaeggin eru barin í skál. (Blanda má svartfuglseggin með fýlseggjum eða hænueggjum). Bætt við persilju og ciboulette, söxuð. Piparostur eða annar kryddostur skorinn í litla teninga og blandað út í. Kryddað að lokum með salti og pipar. Hellt á pönnu og látið steikjast. Verði ykkur að góðu. Af góðri reynslu þá ætla ég að skora á vin minn, Þröst Johnsen allt „múligtmann" sem næsta sælkera. Hann er listakokkur og þarf ekki uppskriftir fyrir framan sig við eldamennskuna, heldur galdrar hann þetta af fingrum frani. Hann er sérfræðingur f villibráð, fuglasteik og humarréttum. ég veit að margar frábærar lundauppskriftir eru komnar frá honum þ.á.m. Teriyakilunda- uppskriftin. Ég mæli með því að hann galdri eitthvað fram um páskana og kalli svo í mig til að smakka. - Jæja, þá liggur V-listinn fyrir. Og það kemur okkur algjörlega í opna skjöldu og kemur okkur mikið á óvart að i öðru sæti er enginn annar en Ragnar Óskarsson en hann hefur sem kunnugt er gefið út fjölmargar yfirlýsingar um að hann sé hættur. Ragnar skammaði okkur Fréttamenn og Dagskrá fyrir íhaldsmennsku og falsanir. En við höfðum fyrir mistök, ekki falsað, heldur fyrir mistök farið rangt með tölur úr síðustu kosn- ingum. Það er nefnilega munur á því að falsa og gera mistök eins og íslenskumaður og framhaldsskóla- kennari hlýtur að vita. Ef hann hefði sagt í ógáti að hann væri hættur en meint að hann ætlaði að halda áfram, væru það mistök. En hafi hann gefið yfirlýsingu um að hann ætlaði að hætta en þrátt fyrir það ætlað allan tímann að halda áfram, má þá fara að kalla það falsanir? - Hvort sem framboð Ragnars eru mistök, falsanir eða eitthvað allt annað er listinn að öðru leyti frekar ferskur og töluvert um ný nöfn sem gaman væri að sjá reyna sig í bæjarstjórn. -Sú ótrúlega saga gengur um bæinn að Allaballar hafi ekki getað fundið annan en Ragnar Ó. í sitt saeti á V- listanum og því hafi Ragnar Ó. orðið þrautalendingin. Þessu trúum við ekki. Ragnar hlýtur bara að hafa langað einusinnienn. - Heyrst hefur að ÍV hinir fræknu körfuknattleiksmenn Eyjanna verði með nýja fjáröflun á Þjóðhátíð í sumar. Leigður verði salernisbíll og selt verði inn. Þarna er hugmyndin að hreinlætið verði í fyrirrúmi og þrifið eftir hverja heimsókn. Verðskráin hefur ekki verið birt en nefnt hefur verið kr. 1000,- fyrir lítið og kr. 1500 fyrir stórt. Enginn vafi er á að þetta á eftir að vekja mikla hrifningu meðal þjóðhátíðargesta sem hingað til hafa þurft bókstaflega að fara í svaðið til að gera þarfir sínar,- PABBI EB BESTUR Eyjahljómsveitin D-7 tók þátt í svonefndum Músíktiiraunum í Reykjavík rétt fyrir síðustu mánaðamót. Hijómsveitin fékk mjög lofsamlega dóma, bæði í DV og Morgunblaðinu, en komst samt ekki i úrslit. Ástæðan var sú að þeir fétagar voru i þessari keppni á „röngum forsendum" ef svo mætti að orði komast. Þetta var nefnilega ekki hljómsveita- keppni heldur „músíktilraunir" eins og nafnið bendir til. Og í úrslit fóru m.a. tveir piltar sem mættu með töivuheiia á svið og dönsuðu kringum hann. Engu að síður fengu Eyjamenn mjög góðar viðtökur og lofsamleg ummæli gagnrýnenda og Ijóst að hér eru framtíðarmenn i tónlist á ferð. Söngvari D-7, Ólafur Guðmunds- son, er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Ólafur Kristján Guð- mundsson. Fæðingardagur og ár? 27. október 1979. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Laus og liðugur, bý í foreldrahúsum. Menntun og starf? Vinn í Vinnslu- stöðinni, er í fríi frá námi en ætla að taka upp þráðinn næsta haust. Laun? Misjöfn, oftast mjög góð. Helsti galli? Rosalega uppstökkur. Helsti kostur? Það veit ég ekki. Uppáhaldsmatur? Piparsteik hjá mömmu. Versti matur? Súrsaður matur og hákarl. Uppáhaldsdrykkur? Kók. Uppáhaldstónlist? Brit-tónlistin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með hljómsveitinni að spila og horfa á Liverpool í fótboltanum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Velja á mig föt þegar ég fer út að skemmta mér. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Fara strax til London, á hljómleika með Oasis og á fótboltaleik hjá Liverpool. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Pabbi (Guðmundur Þ.B.) Verst að hann skuli vera hættur í pólitík. Uppáhaldsíþróttamaður? Páll Þor- valdur Almarsson (skemmtilega geð- veikur). Ertu meðlimur í einhverjum félags- skap? Já, Leikfélagi Vestmannaeyja, ÍBV og Liverpool klúbbnum á íslandi. Uppáhaldssjónvarpsefni? Hljóm- leikar með Oasis og hryllingsmyndir, annað horfi ég ekki á. Uppáhaldsbók? Örlög eftir Stephen King. Hver eru helstu áhugamál þín? Tónlist og fótbolti. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að menn séu glaðir í bragði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fólkífýlu. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég fór til London í nóvember 1995 og kom þar á stað sem heitir Hampstead, þar var fallegt. Svo er líka fallegt í Herjólfsdal, sérstaklega meðan áflugeldasýningunni stendur. -Eruð þið sáttir við þessa útkomu ykkar? Við erum mjög sáttir. Þótt við kæmumst ekki í úrslit þá var gagnrýnin sem við fengum mjög jákvæð og það erum við ánægðir með. -Vissuð þið áður en þið tókuð þátt í keppninni að þetta væri ekki eiginleg hæfileikakeppni heldur tilrauna- starfsemi? Við vissum að það yrði „sýrð" músík sem ynni, þetta væri tilraunastarfsemi. En okkur var alveg sama, okkur langaði til að fara með okkar efni. Það eina sem við vonuðum var að fá góða gagnrýni og það gekk eftir. -Hvað er á döfinni hjá D-7 í sumar? Við ætlum að drífa okkur upp á land, Höfn í Hornafirði er inni í myndinni og Selfoss. Annars er þetta ekki planlagt langt fram í tímann. En vonandi verðum við á þjóðhátíð. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Tónlist? Þéttleiki og mikil skemmtun. -D-7? Frábærir peyjar. -Músíktilraunir? Skemmtileg keppni fyrir tónlist sem sker sig úr. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka öllum styrktaraðilum okkar fyrir þeirra framlag sem varð til þess að við komumst í þessa keppni. Það voru íslandsbanki, Herjólfur, Vestmanna- eyjabærogTölvun. 2. april eignuðust Ema Sævaldsdóttir son. Hann vó 16 1/2 mörk og var 56 sm. að lengd. Með litla bróður á myndinni em f.v. Bergur Páll og Andri Þór. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Drengur Þann og Gylfi Siguijónsson Talnaglöggvunarnámskeið fyrir bæjarfultrúa verður haldið dagana 16. og 17. maí nk. Teknar fyrir tölur með mörgum núllum. Endurskoðendur eru einnig velkomnir. Námskeiðsgjald fer eftir þátttöku. Lysthafendur hafi samband við Eggert Björgvinsson talnaglöggvara

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.