Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Page 21

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Page 21
Fimmtudagur 23. apríl 1998 Fréttir 21 Ýmsar heimildir eru til um sumardaginn fyrsta frá fyrri tímum en það er fyrst árið 1921 að hann heldur opinbera innreið í Reykjavík en þá var hann eins og nú helgaður börnunum og nefndur barnadagur. Þá var talsvert gert til gamans og fljótlega tók hann á sig þá mynd sem við þekkjum í dag, með skrúðgöngum og ýmsum uppákomum. Framan af öldinni var hann m.a. nefndur barnadagur sem síðar breyttist í sumar- daginn fyrsta. ..Til sveita á íslandi hefir sumardagurinn fyrsti jafnan verið hinn mesti hátíðisdagur. Víða hefur það tíðkast að fullorðna fólkið færi þá í útileika við bömin, ef það hefir verið hægt vegna veðurs. Eg minnist þess frá minni eigin æsku að eg hlakkaði til þess dags einna mest af þessari ástæðu. Nú bjóða böm þessa bæjar fullorðna fólkinu að koma og horfa á leiki sina og þau treysta því að hver einasti borgari þessa bæjar leggi með gleði sinn litla skerf í þann sjóð sem verja á til þess að hlynna að verja júníkali litlu vorblómin sem vaxa skuggamegin hér mitt á meðal vor.“ Þannig hljóðar hvatning til fólks um að taka þátt í sumardeginum fyrsta í Reykjavík og eiga þær jafn vel við í dag. Það er fom siður að gefa sumargjafir á íslandi og elstu dæmin er að finna frá árinu 1545. í heimildum segir að fólk hafi gert sér dagamun í mat og drykk á sumardaginn fyrsta og hús- bændur gáfu hjúum sínum sumargjafir og hjón gáfu hvort öðru og börnum sínum gjafir. í Vestmannaeyjum og sennilega annars staðar við Suðurströndina þótti sjálfsagt að skipseigandi eða formaður byði hásetum sínum til veislu eftir róður sem hafður var í styttra lagi. Seinna var tekinn upp sá siður í Vestmannaeyjum á sumardaginn fyrsta að hlutur úr róðri þann dag kom í hlut eiginkvenna eða unnusta sjómanna. Þetta átti einkum við netabátana og var hægt um vik að fylgjast með þessu. Hvarvetna á landinu var eftir því tekið hvort frost væri aðfaranótt sumardagsins fyrsta svo að vetur og sumar frysu saman. Þótt menn legðu mismikinn trúnað á, var slíkt með fáum undantekningum talið góðs viti. Flestir væntu þess að þá yrði gott undir bú, sem merkti að nytin úr ánum yrði kostagóð og fitumikil. Aðrir höfðu heyrtað mjólkin yrði mikil ef rigndi fyrstu sumamótt en ekki að sama skapi kostagóð. Sumir létu sér nægja að að huga að skæni á pollum fyrsta sumarmorgun, en algengt var að setja um kvöldið ílát með vatni undir bæjarvegg í skjóli frá morgunsól, og vitja um eldsnemma. Þetta var ýmist skjóla, dallur, skál, diskur, undirskál eða skel sem sýnist einna algengast. Að lokum má geta þess að sumardagurinn fyrsti er einn af ellefu löggiltum fánadögum fslenska lýðveldisins samkvæmt forsetaskipun Sveins Bjömssonar frá 1944, sem Vigdís Finnbogadóttir endumýjaði 1991. Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson. Þeim var mikið niðri fyrir, börnunum á Rauðagerði. F.v. Karen Rut, Rryngeir, Guðný, Gunnar RjörnogJónMarvin. Börn ó Rauðagerði ræða um sumarið og fleiri þætti mannlífsins: Það eru til blóm í blómapottum Það hefur verið vor í lofti undanfarna daga, þó að rigningin steypist úr lofti þegar þetta er skrifað. í leikskólanum Rauðagerði eru börnin farin að hlakka til sumarsins og í tilefni þess spjallaði ég við nokkur barnanna um vorið og sumarkomuna. Þóaðsólin hafl ekki skinið þennan dag sem ég heimsótti Rauðagerði, skein þó sólin í andlitum barnanna og ekki þvældist fyrir þeim að tjá sig um sumarið og allt sem því fylgir. Eg settist niður með Helenu leikskólastjóra Rauðagerðis, Gunnari Birni Þorkelssyni, Jóni Marvin Pálssyni, Guðnýju Bernódusdóttur, Karen Rut Gísladóttur og Bryngeir Egilssyni en þau ætluðu að segja mér sitthvað um sumarið, lífið og tilveruna. „Ég fer út að hjóla, “ segir Jón Marvin. „Og ég er löngu hættur með lítið hjól og þarf engin hjálparadekk." Hin bömin taka undir það að hjól- reiðar fylgi sumrinu. en Guðný segir þó að hún hjóli með hjálparadekkjum. Þau vita alveg að það má ekki hjóla á götunni heldur bara í garðinum heima hjá sér og kannski aðeins á gangstéttinni. „En af hverju erum við að tala við kall,“ segir Jón Marvin og þykist ekkert vita hvað er að ske. Hin bömin hugsa líka málið og finnst allt í einu skrýtið að einhver kall sé að tala við þau og skrifa niður það sem þau segja. „Er ég ekki sumarlegur kall,“ spyr ég- Þau líta hvert á annað og segja jú og ég lít þegar á mig sem ljúfan vorboða, sem kemur með sumarið til Vestmannaeyja. „Heyrðu," segir Jón Marvin. „Val- ur á ekkert hjól, en ég ætla að gefa honum hjól, þegar hann verður þriggja ára.“ „Hvað er hann gamall núna?“ „Ég veit það ekki. Kannski eins, eða tveggja. Hvað er hann gamall,“ spyr hann hina krakkana. „Ég held hann sé eins,“ segir Gunnar Bjöm og hin taka undir það. „Þú ert með sítt hár,“ segir Guðný allt í einu og brosir sínu blíðasta. . Jír það nokkuð of sítt,“ segi ég. „Nei, nei. Ég held að það sé alveg mátulegt," segir Guðný og bætir við, „af hverju ertu að skrifa?" Ég hef það á tilfmningunni að ég sé að missa spjallið út af fyrirhugaðri braut, þegar þau fara að tala um síma- númer. ,,Ég kann alveg símanúmerið heima hjá mér,“ segir Jón Marvin. „Ég kann mitt líka,“ segir Gunnar Bjöm. ,JVlamma skrifaði það á blað og þá lærði ég það utan að.“ Svo verður heilmikil umræða um að- skiljanleg símanúmer og hvemig þau vom lærð og hvernig best væri að læra þau og það væri gott að vita símanúmerið heima hjá sér. Eiginlega bráðnauðsynlegt. Ég og Helena reynum að snúa spjallinu að sumrinu á ný og það gengur liðlega. Það eru Jón Marvin. Gunnar Bjöm og Guðný sem leggja mest til málanna en sem komið er. Bryngeir og Karen eru heldur hlé- drægari eða virðast vera um annað að hugsa en einhvem kall með skrifblokk. „Maður er miklu meira úti á sumrin," segir Jón Marvin. Veturinn er svo kaldur og mikill snjór. Það er samt gaman í snjónum." ,£g rúllaði mér í garðinum, “ segir Guðný. ,,Ég var veikur í 11 daga,“ segir Jón Marvin. „Heyrðu viltu skrifa að ég ætli að fara í afmæli á eftir til vinkonu minnar," segir Guðný. „í sumar ætla ég að fara í fótbolta og fótboltaskóla," segir Jón Marvin. „Með pabba mínum. Við ætlum líka á völlinn. Stóm krakkamir verða ekki með okkur, en stelpumar vinna alltaf. Þær eru stórar." „Þær eru örugglega hundrað og eins árs, eða tuttugu og eins, eða nítján,“ segir Guðný. „Hvað ætlar þú að gera á vellinum?“ „Auðvitað horfa á fótboltann og hrópa: Áfram ÍBV,“ segir hann bæði undrandi og hneykslaður. „Ég fer líka í fótboltaskólann í sumar,“ bætir Gunnar Bjöm við. „En ætlið þið eitthvað að fara í ferðalög í sumar? „Ég hef farið til Noregs," segir Guðný og Jón Marvin bætir við að hann hafi farið til Mæjorka og þar hafi hann séð póníhest, sem hann segir að sé lítill hestur um leið og hann gefur stærðina á honum til kynna með því að mynda meters bil á milli fram réttra handanna. „En hvar eru öll blómin og gróðurinn núna“? .JBlómin deyja á haustin," segir Jón Marvin, en Gunnar Bjöm segir að það séu til blóm í blómapottum. „Það var einu sinni kanína, sem át páskaliljur," bætir hann við. „Ég sá einu sinni gæs sem var með grænt band á fætinum. Það vom allar gæsimar með grænt band á fótunum. Það er gaman hjá gæsunum," segir Guðný. „Það var gæs sem slapp út. Hún skreið undir girðinguna,'1 segir Jón Marvin. „Af hverju flaug hún ekki yfir“? „Sko ég sá þetta kannski ekki alveg, en þegar ég leit allt í einu við þá var hún bara komin yfir girðinguna." Að þessum orðum töluðum var Bryngeir búinn að fá nóg og fór úr samkvæminu og ekki laust við að Karen geispaði. „Kunniði ekki einhverja sumar- sögu?“ Allir segja jú, en enginn vill segja sögu, þar til Guðný segir: ,Einu sinni var lítill kall með sítt hár.“ og svo fer hún að hlæja og sagan verður ekki lengri. „Við leikum okkur saman," segir Gunnar Bjöm og bendir á Jón Mar- vin. „Við eigum heima rétt hjá hvor öðmm og spilum fótbolta." „Hvert fer sumarið á veturna?“ „Það fer til heitu landanna," segja öll í kór. „Já ég held að það fari til útlanda," segir Guðný. Svo telja þau upp fullt af löndum, Danmörk, Italía, Portú- gal... og það er ljóst að þau eru vel að sér í landafræðinni. „Svo þarf veturinn að koma aftur, vegna þess að við eigum snjóþotur.“ segir Gunnar Bjöm. „En hvernig fer sumarið til út- landa?“ „Það bara gufar upp, og veturinn kemur niður í staðinn" segir Gunnar Bjöm. „Nei, það fer með þotu,“ segir Jón Marvin. „Kannski labbar það bara,“ segir Guðný. „En hvernig er sumarið á litinn?“ ,Það er blátt," segja Gunnar Bjöm, Jón Marvin og Guðný. „Eins og himininn og skýin, og allt verður eins og það á vera,“ bætir Guðný við. ,Nei, það er gult,“ segir Karen Rut og Ijómar öll og ég hugsaði með mér að ég hefði unnið mikinn sigur, með því að fá hana til að segja eitthvað. ,En hvað verður um skýin þegar sólin skín?“ ,Þau færast bara frá,“ segja þau. „En hver stjórnar þessu öllu,“ segi ég- „Guð,“ segja þau. „Og hann er á himnninum. Það er nóg pláss fyrir hann þar og þeir sem deyja verða englar.“ Að lokum spyr ég þau hvort þau kunni ekki eitthvert sumarlag. Það stóð ekki á því og þau byrjuðu að syngja: „Sól, sól skín á mig, ský, ský burt með þig“. Ég kvaddi, þakkaði fyrir mig og gekk út í rigninguna og vonaði að söngur bamanna myndi flýta fyrir uppstyttu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.