Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Page 3

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Page 3
Fimmtudagur4. júní 1998 COlfllLÖiiUJ! VGIIIIJKINWWJI00 flJUl 3 Golfævintýri í Eyj u m í þriðja sinn stendur GV fyrir Golfævintýri í Eyjum. Það er ætlað kylfingum á aldrinum 9 - 16 ára og er stærsta uppákoma í golfi fyrir þennan aldurshóp á íslandi. Golfævintýrið verður dagana 15.- 19. júnf. Dagskrá þessara daga byggist upp á æfingum, kennslu, leikjum, keppni og ýmsum uppákomum Boðið er upp á pakka á mjög hagstæðu verði fyrir aðkomufólk. I honum eru ferðir með Herjólfi til og frá Eyjum, akstur frá skipi og til skips, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður fjóra daga, tvær sundlaugrterðir, skoðunarferð með bát og bfl, skoðunarferð í Náttúrugripasafnið, úteyjaferð (ef veður leyfir), gisting í Hamarsskóla, bíóferð, golfkennsla og keppni í fjóra daga, verðlaun og viðurkenningar og lokahóf. Allt þetta býðst á aðeins 9.500 kr. Kylfingar frá GV greiða minna. Fastmótuð dagskrá er í gangi alla dagana. Þar gegnir golfið að sjálfsögðu aðalhlutverki, kennsla, æfingar og keppni. leiðbeinendur eru frá GV en að auki hafa fararstjórar hópanna tekið þátt í þeim þætti dagskrárinnar. Að auki eru svo ýmsar uppákomur sem flestar eru hugsaðar með það fyrir augum að kynna Vestmannaeyjar fyrir keppendum og sýna að hér er hægt að gera fleira skemmtilegt en að spila golf. Árið 1996 tóku 136 krakkar þátt í Golfævintýrinu og í fyrra svipaður fjöldi. Þegar er búið að panta mikið fyrir Golfævintýrið íjúní í ár og sýnt að nýtt aðsóknarmet verður slegið. Það hefur verið einróma álit keppenda og fararstjóra að Golfævintýrið sé hreint frábært og GV til mikils sóma. Sumir hafa látið skrá sig strax að afloknu móti og eru að hlakka til allt árið. Hið lága verð hefur einnig vakið athygli, þ.e. að unnt skuli vera að bjóða upp á allt þetta fyrir innan við 10.000 krónur. Ein skýring þess er sú að GV á nokkra trygga bakhjarla sem hafa stutt við bakið á þessari starfsemi. meðal þeirra eru Nesberg hf., B. Magnússon, Hagi hf., íslandsbanki Vestmanijptyjum, Herjólfur hf., Vilberg kökuhús, Magnúsarbakarí og A^erðarþjónustan. Golfævintýri í fyrra og skemmtu sér vel. Hér eru þeir á púttæfingasvæðinu, stóra og glæsilega, íbyggnir á svip og kanna leguna. Sigurgeir Jónsson skrifar „uolf, er það eitthvað fyrir mig?" Skrifari hefur lúmskan grun um að margir hafi einhvem tímann hugsað eitthvað á þessa leið. Kannski í sunnudagsbfltúr inni í Dal þegar allt var fullt af fólki að berja hvíta bolta og rölta á eftir þeim. Skrifari hafði velt þessari spumingu fyrir sér urn margra ára skeið áður en hann tók af skarið. Raunar var það ekki hann sjálfur sem ákvað það (frekar en annað) heldur ákváðu eiginkonan og bömin að gefa honum golfsett á 50 ára afntælinu. Þar með varð hann að byrja. Hann var svo heppinn að fá leiðsögn þeirra bræðra Þorsteins og Júlíusar Hallgrímssona í upphafi og býr enn að því (þó svo að þeim þyki forgjöf skrifara lækka hægt. Þetta kemurallt). Skrifari vill eindregið ráðleggja öllum þeim sem hyggjast hefja golftðkun að fá sér leiðsögn áður en byrjað er; ekki bara vaða út á völl og fara að lemja. Öll þessi litlu atriði eins og grip, staða og hæfileg sveifla em nokkuð sem byrjendur hafa ekki hugmynd um en vanur maður (og helst golfkennari) em fljótir að sjá og lagfæra. Nú til dags er hvers kyns hreyfing og útivera mjög í tísku. Á hverjum degi má sjá fólk af ýmsasta tagi hlaupandi og skokkandi úti um allar trissur sér til heilsubótar. Skrifari var ekki og hefur ekki verið ntikið fyrir slík heilsuhlaup þar til hann upp- götvaði golfið. Það er svo miklu uppbyggilegra að rölta fjóra til fimm kílómetra ef maður hefur ákveðið markmið í Ituga með því, þ.e.a.s. að reyna að koma litlurn bolta ofan í Af golfleik holu, nokkrum sinnum á leiðinni. Það gjörbreytir öllu. Hitt að rölta stefnulítið, er í huga skrifara bara eitthvað til að ná af sér björg- unarhring á mitti eða lækka blóð- þrýsting. Ogþaðerlíkahægtígolfi. Golf er heiðursmannaíþrótt. I því felst að menn verða að hafa til að bera ákveðinn hugarþroska. Hver kylfingur telur sjálfur högg sín og gefur upp að lokinni holu. Og þá gildir heiðarleikinn. Menn eru ein- faldlega að svindla á sjálfum sér, reyni þeir að svindla. Þetta er öfugt við handbolta og fótbolta þegar menn eru að „fiska” víti, stundum með vafasömum hætti. Golf er afslappandi (þó svo að afslöppunin geti nú farið út um þúfur í 18 holu keppni í roki og rigningu). En fátt veit skrifari ánægjulegra en að rölta með góðu holli í góðu veðri, svo sem níu eða átján holur, setjast síðan niður í golfskálanum og Ijúka hringnum með góðu spjalli og kannski einhverju öðru, t.d. kaffi- bolla. Skrifari er kominn hátt á sex- tugsaldur. Margt er það sem hann iðrast þegr hann lítur yfir farinn veg. Mest iðrast hann þó þess að hafa ekki byrjað fyrr að spila golf (væri sennilega orðinn margfaldur íslandsmeistari hefði hann byrjað fyrr). Hinu gleðst hann yfir, að hafa byrjað þó um síðir væri. Golfið hefúr veitt honum ómældar ánægju- stundir, aflað honum nýrra kunn- ingja, eflt þol og lækkað blóð- þrýsting. Er hægt að biðja um meira? Sigurg. Hlynur Stefánsson, nemandi: Til að verða betri en pabbi. Magnúsína Ágústsdóttir, verslunarmaður: Af því að það er svo rosalega gaman. Þessu fylgir útivera og góð hreyfing og svo er þetta íþrótt sem hjón geta stundað saman. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, nemi: Það er svo skemmtilegt. Eg er búin að æfa golf í fjögur ár og ætla sko ömgglega að halda því áfram. Karl Haraldsson, nemi: Það er svo svakalega skemmtilegt. Gisting m/morgunverði ísverslun og skyndibitastaður Allt þetta, ásamt öðru ísjakinn Brimhólabraut 1 Sími: 481 2920 - 481 1389 Fax: 481 2951 VORAÆTLUN ISLANDSFLUGS gerirfleirum fært að fljúga Moraun-. hádeais oa sfðdeaisflug

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.