Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 4
4 miM VÍMMfl CO flflfl Fimmtudaaur 4. iúní 1998 Háttvísi í golfi Þegar komið er út á golfvöll er að mörgu að hyggja. Nokkuð strangar reglur eru um hvernig golfleikurum ber að haga sér á vellinum og er mikið lagt upp úr því að ekki sé vikið frá þeim. í fyrstu skal nefnd umgengni um völlinn sjálfan. Mikilvægt er að þeir sem leika golf lagi þær skemmdir sem þeir kunna að valda á vellinum. Er þar fyrst og fremst um að ræða kylfuför eftir högg og holuför á flötum eftir bolta. Kylfuför eru þannig að þegar bolti er sleginn, er oft ristur upp torfusnepill um leið og er ákaflega mikilvægt að koma honum fyrir á sínum stað aftur, bæði vegna útlits vallar sem og að mjög vont er að lenda með boltann sinn í fari eftir einhvern annan leikmann sem ekki hefur lagað eftir sig. Slíkur bolti getur verið ósláanlegur. Boltaför á flötum myndast af háum boltum sem koma inn á flöt. Myndast þá í flestum tilvikum lítil dæld í flötina þar sem boltinn lenti. Sérstakir flatargafflar eru til þess gerðir að laga þessar dældir og eiga allir golfleikarar að eiga slíkt tæki. Þessi ofangreindu atriði eru mjög mikilvæg og allir þeir sem leika golf eiga að hafa í huga að skilja við eins og þeir vilja koma að því aftur. Þriðja atriðið er að fleygja aldrei rusli inni á golfvelli, frekar en annars staðar í náttúrunni. Það er mikilvægt öllum sem leika golf að völlurinn sé vel hirtur og snyrtilegur því að það er hluti af ánægjunni við golfleik. í golfleiknum sjálfum eru ákveðnar siðareglur sem of langt mál væri að telja allar upp. Þó skal hér getið nokkurra þeirra mikil- vægustu. Aldrei skal vera með neinn hávaða eða óhljóð á golfvelli. Mikillar einbeitingar er þörf við að leika golf og mikilvægt að engin hvell og óvænt hljóð heyrist. í golfi er leikið í hópum, 2, 3 eða 4 saman. Óheimilt er að leika saman fleiri en fjórir í hóp og leikmaður, sem leikur einn, hefur engan rétt gagnvart öðrum golfleikurum og ber ætíð að víkja þótt það sé látið óátalið þegar fáir eru að leik á vellinum. Eftir að slegið hefur verið af teig skal sá næstur slá sem lengst er frá holu. Engum leikmanni í sama hópi er heimilt að fara fram fyrir þann stað sem bolti hans liggur fyrr en hann hefur leikið honum. Er það bæði gert til að koma í veg fyrir slys og til þess að skemma ekki einbeitingu þess sem á að leika. Leika skal hratt yfir völlinn, án óþarfa tafa. Þeir sem leika hægt skulu hleypa þeim sem á eftir koma og leika hraðar fram úr. Ef bolti finnst ekki hefur leikmaður fimm mínútur til að finna hann. Ef hann finnst ekki á þeim tíma ber honum að leika höggið aftur frá þeim stað er síðast var slegið. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um hvernig ber að haga sér á golfvelli. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast flókið en raunin er sú að með því að framfylgja reglum gerir leikmaður leikinn skemmtilegri og með tillitssemi verður hann skemmtilegri öllum þeim er leika völlinn á sama tíma Góða skemmtun í golfi. Stjórn GV og formenn nefnda Formaður: Gunnar Gunnarsson Varaformaður: ..Sigurður Þór Sveinsson Gjaldkeri: .Aðalsteinn Sigurjónsson Ritari: Sigurgeir Jónsson Meðstjórnandi: Atli Elíasson Varamaður: Leifur Gunnarsson Varamaður: ..Sigurður Guðmundsson Vallarstjóri: Aðalsteinn Ingvarsson Framkvæmdastjóri: Ævar Þórisson Sími í golfskála 481 -2363 -Fax 481-2362 Form. kappleikjanefndar: Elsa Valgeirsdóttir Form. vallarnefndar: Gísli H. Jónasson Form. húsnefndar: ....Jónas Þ. Þorsteinsson Form. aganefndar: Erlingur Einarsson Form. unglinganefndar: . Haraldur Óskarsson Form. afmælisnefndar: ... Bergur Sigmundsson í golfverslun GV fæst allt það sem kylfingar þurfa. Golfsett, stakar kylfur og járn, boltar, hanskar, pokar, kerrur, skór og fatnaður. Viðurkennd merki. Verslið hjá þeim sem reynsluna hafa. Viltu læra golf? Nú er tækifærið Nýliðanámskeið fyrir alla, unga sem aldna. Upplagt fyrir hvers kyns klúbba, gönguhópa o.s.frv. Sérstakt afmælistilboð í tilefni af 60 ára afmæli GV. Kr. 10 þúsund fyrir 17 ára og eldri. Kr. 5 þúsund fyrir yngri en 17 ára. Innifalið í þessu er kennsla hjá Gary BrocScs, á tímanum 17.00 - 18.00 virka daga og klúbbgjald í GV. Klúbburinn leggur til bolta og kylfur ef óskað er. Þetta tilboð gildir frá 4. júní til 4. júlf. Golfkennsla hjá Gary Brooks Nú geta félagsmenn skráð sig í kennslu hjá Gary Brooks. í sjoppunni liggur frammi dagbók þar sem félagsmenn geta skráð sig. Félagsmenn eru hvattirtil að nýta sér þetta tækifæri meðan við höfum Gary hjá okkur. Einkatímar: Verð + pakkaverð: Hver tími kostar kr. 800. Fimm tímar kosta kr. 3.000. Tíu tímar kosta kr. 6.000. Afsláttarmiðar eru seldir í sjoppunni og þarf að staðgreiða þá. Hvaá kostar að vera í GV? Árgjald fyrir 18 ára og eldri er 30 þúsund kr. Hjónagjald er 2 x 25 þúsund kr. Nýliðagjald er kr. 15 þúsund. Nemendagjald 14 ára og eldri er 15 þúsund kr. Árgjald unglinga að 13 ára aldri er 6 þúsund kr. Skápaleiga á ári er kr. 5 þúsund. Vallargjald er kr. 1500 á dag. Mót hjá GV í sumar: 06. júní ..........Net hf. og Hampiðjan, punktak. 7/8 forgj. 12. júní..............Kvennaparadís, Hatta og kjólakeppni. 13. júní ........................Heimsókn í Nesklúbbinn. 13. júní........................Kvennaparadís, Opið mót. 14. júní........................Kvennaparadís, Opið mót. 15. -19. júní...........Golfævintýri í Eyjum, fyrir unglinga. 19. júní...................Sveinsstaðaættarmót, lokað mót 20. júní...................Sveinsstaðaættarmót, lokað mót 20. júní .....................Jónsmessumót, snærisleikur 27. júní ............Kiwanis/Oddfellow/Akóges, lokað mót. 04. júlí .........Goslokamót, 18 holur með og án forgjafar. 10. júlí ...............Volcano Open, 3 holur með forgjöf. 11-12. júlí.........Volcano open, forgj. 0-12,13-24, 25-36. 15.-18. júlí ................Meistaramót GV, allir flokkar. 25. júlí.................Sjómanna og útvegsmannamótið 08. ágúst ........Stöðvamótið, 18 holur með og án forgjafar 15. ágúst ....Coca Cola mótið 18 holur með og án forgjafar. 22. ágúst ......................Suðurlandsmótið, hópferð. 22.-23. ágúst .......................Sveitakeppni öldunga 29. ágúst ....Hjóna og parakeppni, pútt eða annað hvert högg. 5.-6. sept. íslenska mótaröðin, 54 holur m. og án, holukeppni. 12. sept.....Glenfiddich mótið, 18 holur með og án forgjafar. 19. sept......Sparisjóðsmótið, 18 holur með og án forgjafar. 26. sept.................60 ára afmælismót og afmælishóf. 03. okt..................Bændaglíma, 18 holur, reglugerð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.