Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Qupperneq 4
CJiuLtLnc^ Ojstcecki tiL aá atíast SÍáííCUUÍLL Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson og Ómar Garðarsson Prentvinnsla: Eyjaprent - Fréttir Texti: Arnþór Helgason, Benedikt Gestsson og Ómar Garðarsson Útlit og umbrot: Guðmundur Eyjólfsson Þann 20. júlí næst komandi eru 30 ár frá því að vatnsleiðslan milli lands og Eyja var vígð. Það voru merk tímamót í sögu Vestmannaeyja og stórt framfaraspor til betri lífshátta, jafnt í atvinnu- og heilbrigðismálum. Öflun neysluvatns í Vestmanna- eyjum var löngum einn erfiðasti hjalli sem Eyjamenn þurftu að yfirstíga til þess að lífvænlegt væri í Vest- mannaeyjum. Eyjamenn háðu því margvíslega baráttu á þeim vísgstöðvum. I heimildum frá fyrstu árum 18. aldar getur séra Gizur Pétursson um vatnsbunu í Klettshelli, „að vídd sem hálftunnu sponsgat" sem hins vegar fór á kaf á flóði. Einnig nefnir hann svipaðar vatns- uppsprettur undir Stórahöfða. Séra Jón Austmann segir heimildum frá 1839 um „fagra vatnsæð, sem hefir góðan smekki" í Klettsvíkinni. Einnig nefnir hann vatn sem rennur úr kletti í Eysteinsvík. Þessar vatnsæðar voru hins vegar ekki aðgengilegar og nýttust mönnum engan vegin í daglegri lífsbaráttu. Aðeins eitt vatnsból sæmilega gott er frá náttúrunnar hendi hér í Eyju. Það er vatnsbólið í Herjólfsdal, en það er mjög takmarkað að vatnsmagni. Einnig má nefna Vilpu sem ágætan uppsprettubrunn. Menn grófu því brunna nálægt húsum sínum til þess að ná rigningarvatni, sem seig niður í gegnum jarðveginn. Um eiginlegt grunnvatn er því ekki að ræða vegna þess hve undirstaða Eyjanna er mjög sprungið hraun og vatn hripar fyrir- stöðulítið í gegnum það. Þess vegna tæmdust brunnarnir fljótt í frostum og þurrkatíð og ekki annað fært en að reiða vatn alla leið innan úr Herjólfsdal. Síðar fóru menn að safna vatni af húsþökum í steinspeyptar þrær, eða brunna sem Eyjamenn kölluðu. Með auknunt kröfum um heilbrigðishætti þótt þetta engan vegin fullnægjandi. Einnig safnaðist olíusót og (áður kolaryk) á húsþökin sem mengaði vatnið. Fram undir 1968 hafði mjög miklum fiskiðnaði verið komið á fót í Eyjum. Hann hafði að verulegu leyti notast við klórhreinsaðan sjó til fiskþvottar o.fl. Mikla tæringu stafaði af þeirri notkun í vélum frystíhúsanna og þótti ekki boðlegur þegar kröfur jukust um aukið hreinlæti. Arið 1964 var svo reynt að bora eftirvatni. Taldarvorunokkrarlíkur á að þar fyndist vatn í millilögum basaltlaga. Það vatn sem fannst var hins vegar nokkuð sjóblandað og árangur Jressara boranna sem náðu allt niður á 1565 metra dýpi bar ekki þann árangur sem vonir manna voru bundnar við. Talið er að jarðsig á Vestmannaeyjasvæðinu valdi því að áðumefnd millilög standist ekki lengur á við sambærileg millilög uppi álandi. Taliðvaraðnotamættiþetta vatn í fyrirhugaða sundlaug, ef auka mætti vatnsrennslið, þó að ekki væri það neysluhæft. Einnig kornu upp hug-myndir um að vinna vatn úr sjó en kostnaður við slíkt þótti óheyri- legur. Þegar séð varð að engar af framantöldum leiðum til vatnsöflunar reyndust færar, eða hagkvæmar var farið að kanna möguleikann að leiða vatn frá meginlandinu út í Eyjar. Var lagt í miklar undirbúningsrannsóknir til að kanna hagkvæmni þess, en niðurstöður þeirra leiddu til þess að ákveðið var að leggja út í frakvæmdir við vatnsleyðslu. Þetta átak var talið óumflýjanlegt, ef áframhaldandi uppbygging átti að eiga sér stað í Vestmannaeyjum. Islendingum, öðrum en Vestmanna- eyingum hættir til að meta vatnið sem næstum jafn sjálfsagðan hlut og andrúmsloftið, þess vegna hafa Vestmannaeyingar verið mjög meðvitaðir um öflun neysluvatns svo að byggð mætti blómstra í Eyjum. Vatnið ofan af landi var tekið úr lind í 215 metra hæð í landi Syðstu-Merkur undir Eyjafjöllum. Byggt er yfir lindina, svo að útilokað er að yfirborðsvatn eða óhreinindi komist í vatnið. Vatnið er svo leitt í 250 millimetra víðum leiðslum 22 km vegalengd til sjávar. Vatnsskorturin heyrir nú fortíðinni til, sem og önnur óárann sem talin var standa búsetu í Eyjum fyrir þrifum, eins og ginklofinn, verslunar-ein- okunin, eldiviðarskorturinn og vöntun haffærra skipa. Það er því ekkert til fyrirstöðu að byggð geti blómstrað í Vestmannaeyjum um ókomin ár. Byggt á ræðu Magnúsar Magnússonar fv. bæjarstjóra við víxslu vatnslciðslunnar 20. iúlí 1968. Unnið við lagningu leiðslunnar milli lands og Eyja. Næst á myndinni má sjá leiðsluna hringaða upp um borð í skipinu. Gunnar Marmundsson vélvirkja- meistari og starfsmaður Bæjarveitna Vestmannaeyja sér um viðhald og eftirlit með vatnsleyðslu Vestmanna- eyinga. Tilsjónarsvæði hans nær frá upptökum vatnsins í Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum og nær niður að dælustöð syðst á Landeyjasandi. Leiðslan er tuttugu og tveggja kílómetra löng og að mörgu að hyggja varðandi viðhald hennar og eftirlit ekki síður en þess búnaðar sem dælustöðin hýsir. A þessunt tuttugu og tveggja metra kafla verða flestar bilanir á leiðslunni en Vestmanna- eyingar verða þeirra sjaldnast varir. Leiðslan liggur yfir gömlu Markar- fljótsbrúnna og sandinn og það er mikið verk að halda lögninni í fullkomnu lagi. Einnig em kranahús á leiðinni sem þarf að fylgjast með „Það sem menn óttast aðallega er þó stöðugt landbrot Markarfljóts og að gamla brúin geti gefið sig. Einnig ef sá mikli Suðurlandskjálfri kæmi sem menn hafa verið að spá undanfarin á léti á sér kræla. Það er þó enginn ástæða til að óttast stóráföll. Það er vel fylgst með leiðslunni og öllum hugsanlegum uppákomum af hendi náttúrunnar." Gunnar segir í viðtali við Fréttir haustið 1996 að stærsta bilun á leiðslunni hafi orðið í febrúar 1988. „Þá þurfti stórarvirkar vinnuvélar til að brjóta 50 sm þykkan ís og veita Alunum í nýjan faraveg til að komast að biluninni. Þetta er í eina skiptið sem Vestmannayjabær hefur orðið vatnslaus vegna bilunar og vatnstank- urinn við Löngulág tæmdist." Astæðan fyrir því að dælustöðin var reist á Landeyjasandi er fyrst og fremst vegna þess að það þótti hag- kvæmasti kosturinn. Mesta viðhaldið við húsið sjálft er vegna sandfoks sem oft getur orðið stórfenglegt. Getur oft blásið hressilega í austanáttum og hefur þurft að klæða austurgaflinn á fimm ára fresti. Gunnar sér einn um eftirlits- og viðhaldsstarfið og hann finnur því tíl mikillar ábyrgðar. Þetta er eina vatnsleiðsla sinnar tegundar á íslandi og ekki hægt að leita til margra Á myndinn hér að ofan sést leiðslan lögð frá skipinu. Til hægrierveriðaðdraga leiðslunauppá Landeyjasand ef eitthver stór bilun verður, þó hefur sonur hans og reyndar fjölskyldan öll verið honum innan handar ef svo ber undir. Eftirlit og viðgerðir standa þó og falla með Gunnari og hann er á vaktinni alla daga ársins, hvort sem honum líkar betur eða verr. Það er sjálfvirkt símboðakerfi sem fer í gang ef eitthvað bilar og eini möguleikinn til þess að stöðva við- vörunarkerfið er að fara í dælustöðina. Gunnar segir að helstu breytingamar síðustu ára varðandi eftirlit sé aukin sjálfvirkni. Ég get stjómað þrýst- ingnum heiman að frá mér í Hvolsvelli. Einnig er hægt að stjóma þessu frá Bæjarveitunum og svo á þennan venjulega handvirka hátt úr dælustöðinni. Sjálvirknin gengur hins vegar út á það að vatnshæðin í tanknum í Vestmannaeyjum setur dælumar af stað ef á þarf að halda." segir Gunnar að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.