Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. ágúst 1998 Fréttir 5 I læri hjá besta kokki í heimi -Sigurður Gíslason matreiðslumaður á Fjörunni hefur víða leitað fanga tilað afla sér þekkingar í matreiðslu Þegar Siguróur og Völundur Snær uoru í Oregon brugðu beir áleikog dekkuðu borð úti í miðri á. Það burftí heilmikið príl til að komast á staðínn en útkoman uar frábær eins og myndin ber með sér. Veitingastaðurinn Fjaran í Vestmannaeyjum hefur á þremur mánuðum náð að skapa sér nafn sem einn af athyglisverðari matsölustöðum landsins. Á það jafnt við um mat og þjónustu og hafa bæði erlendir og innlendir gestir séð ástæðu til að kíkja í eldhúsið til að þakka fyrir matinn. Forsætisráðherra Svíþjóðar og Craig McCaw, sem er einn af 20 ríkustu mönnum Banda- ríkjanna, eru meðal þeirra sem heilsuðu upp á fólkið í eldhúsinu en þar ræður ríkum Sigurður Gíslason matreiðslumeistari. Af gronum sjómannsænum Sigurður er borinn og bamfæddur Vestmannaeyingur, móðurafi hans var Binni í Gröf en foreldrar hans eru Sjöfn Kolbrún Benóysdóttir, Bobba, og Gísli Sigmarsson skipstjóri. Þó Sigurður sæki ekki á sömu mið og faðir hans og afi er metnaðurinn sá sami. Sigurður er ekki nema 23 ára en hefur reynt að afla sér víðtækrar þekkingar og reynslu í fagi sínu. Sjálfur segist hann hafa byijað í kjöt- farsinu þaðan sem leiðin lá í í Perluna þar sem hann vann með færustu matsveinum landsins. Hann lét það ekki nægja, hélt til Bandaríkjanna þar sem hann vann á þekktu hóteli en hann var ekki ánægður fyrr en hann hafði náð því að vinna í tvo mánuði hjá þekktasta kokki veraldar, Charlie Trotter. Charlie bauð Sigurði vinnu en hann lét ekki freistast, fannst meira spennandi að fara heim til Islands og koma á laggimar nýjum veitingastað í Eyjum. Staðurinn er Fjaran þar sem gestir hafa notið snilldar Sigurðar síð- ustu vikumar. Byrjaðí 13 ára í kokkaríinu „Ég byrjaði að vinna með Grímsa bróður í kokkamennsku þegar ég var 13 ára. Eftir þau kynni kom ekkert annað til greina en að læra til matsvcins," segir Sigurður í samtali við Fréttir. „í þessu starfi kemur svo margt til greina, þú getur ferðast hvert sem er, unnið í hvaða landi sem er og jafnvel fengið vinnu á snekkjum sem sigla um öll heimsins höf.“ Strax fimmtán ára var hann byrjaður að læra en hann ætlaði sér ekki að hræra í sömu sósunni allan námstímann. „Ég byrjaði sem lærl- ingur á Pottinum og pönnunni. Næst fór ég yfir á Pasta Basta þar sem ég var í eitt ár en svo fór ég í Perluna sem er besti skóli fyrir matsveina á Islandi í dag. Þar ráða ríkjum Sturla Birgisson matreiðslumeistari ársins hér á landi í tvö ár í röð og Gísli Thoroddsen forsetakokkur. Ég fór með honum í nokkrar forsetaveislur og hitti bæði frú Vigdísi Finnbogadóttur og herra Olaf Ragnar Grímsson. Vigdís kom alltaf inn í eldhús og fylgdist með því sem þar var að gerast og þegar ég var þama í fyrsta skipti kom hún og heilsaði upp á mig.“ Sigurður segir að það hafi alltaf verið takmark sitt að læra sem víðast og lét sér ekki nægja að vinna hér á landi á námstímanum. „Þegar ég var að læra vann ég í nokkra mánuði á þekktum veitingastað í Lyon í Frakk- landi. Með því að fá inni í Perlunni var ég kominn á toppinn hér á landi og þar vildi ég klára námið sem ég gerði. En sama daginn og ég útskrifaðist tók ég flug til Oregon í Bandaríkjunum þar sem ég hafði ráðið mig á Col- ombia George hótelið í bænum Hood River.“ Charlie Troner Sigurður segir að Colombia George hótelið sé hátt skrifað og þar hafi hann haldið áfram að safna í reynslu- bankann. Sjálfur Keikó var þama í nágrenninu en Sigurður segist ekki hafa gefíð sér tíma til að heilsa upp á hann. „Þama byrjaði ég að lesa um Charlie Trotter í Chicago, sem í dag er sennilega frægasti kokkur heimsins. Það er talað um ítölsku og frönsku matarlínumar og nú er farið að tala um Charlie Trotter línuna sem sýnir að hann er enginn meðalskussi í faginu." Með Sigurði var vinur hans og félagi Völundur Snær og Hildur unn- usta hans og Berglind Sigmarsdóttir unnusta Sigurðar. „Forvitni mín var vakin þannig að ég hringdi í kappann og pantaði mat fyrir fjóra. Hann var mjög hissa þegar hann heyrði að fjórir Islendingar vildu koma og borða hjá sér.“ Þremur mánuðum síðar lögðu þau fjögur af stað til Chicago á gömlum Éord. „Til þess að komast til Chicago þurftum við að keyra þvert yfir Bandaríkin en við lögðum lykkju á leið okkar og fómm til Kalifomíu. Þar fómm við til Carmel til að hitta veit- ingamann sem við þekkjum. Þaðan lá leiðin til Chicago til að borða hjá Charlie Trotter," segir Sigurður en hvemig var að kynnast matseld snillingsins? „Það er ótrúlegasta rothögg sem ég hef orðið fyrir og þessi reynsla opnaði mér nýjar víddir í matargerð. Um leið var ég ákveðinn í að þama vildi ég fá vinnu til að kynnast vinnubrögðum meistarans." Sigurður segir erfitt að lýsa mat- seldinni og hvað Charlie Trotter hefur náð langt. „A veitingastaðnum em öll nýjustu og flottustu tæki sem völ er á. Staðinn sækir fína og ríka fólkið sem kemur fljúgandi á einkaþotum sínum til Chicago til þess eins að fá sér að borða hjá Charlie Trotter. Það þarf að panta borð með þriggja til fjögurra mánaða fyrirvara og inni í eldhúsinu er sex manna borð til að borða við. Þar gefst gestum kostur á að fylgjast með því sem fram fer í eldhúsinu og er það pantað sex til sjö mánuði fram í tímann. Þetta borð kostar sitt og er það bara fínasta og ríkasta liðið sem kemst að.“ Það er ekki að orðlengja það að Sigurði og Völundi Snæ leist vel á staðinn og báðir vom ákveðnir í að fá þar vinnu til að kynnast leyndar- dómum meistarans. Rættist draumur beggja fyrr á þessu ári. „Við töluðum við Charlie og sögðum honum frá þessum áhuga okkar. Hann gaf ekkert út á að það. Eftir að ég kom heim hringdi ég þrisvar fjómm sinnum í hann og sagðist vilja fá vinnu. Hann sagði, eins og satt var, að hann þekkti mig ekki en áhugi minn varð til þess að hann lét loks undan. Ég fékk vinnu og var hjá honum í tvo mánuði á þessu ári, kauplaust. En ég var ekki sá eini sem ekki fékk laun því af 20 manna starfsliði vom kannski fimm á launum. Aðrir vom þama til að læra en þeir sem em á launum fá ve! borgað..“ Þarna segist Sigurður hafa séð ótrúlega hluti gerast og ekkert var til sparað til að mæta þörfum við- skiptavinarins. „Charlie er að fá fisk sendan frá Hawaii, Japan og víðar, allt ferskan fisk. Ég spurði hvort hann væri til í að panta fisk frá Vest- mannaeyjum. Hann sagði það ekki útilokað, verðið skipti ekki máli heldur ferskleikinn.“ Vinnuálagið hjá Charlie Trotter er allt að því ómanneskulegt og þá tvo mánuði sem Sigurður var hjá meistamum gáfust íjórir upp og hættu. „Það, að þeir skyldu gefast upp, gaf mér rosalega mikla orku því ég var ákveðinn í að gefast ekki upp. Það er heragi í eldhúsinu, ekkert útvarp og bannað að syngja í vinnunni. Það má svo sannarlega segja að staðurinn sé rekinn á fullkominn hátt.“ Charlie bauð Sigurði vinnu sem hann segir að haft verið mikil viður- kenning fyrir sig. „Við kynntumst ágætlega og hann hjálpaði mér að finna betra húsnæði en fyrst var ég í hótelholu sem ekki hefði þótt mönnum bjóðandi hér á landi.“ Vinnutíminn var langur og úr takt við allar reglugerðir um vinnuvernd sem hellast yfir íslendinga þessi misserin. „Við mættum í vinnu klukkan tólf á hádegi. Klukkan Ijögur var matur fyrir starfsfólkið en frá því vann maður stanslaust til klukkan þrjú um nóttina. Eldhúsinu var lokað klukkan hálf tólf en þá tóku þrifin við. Svona er þetta sex daga vikunnar." En það er ekki nóg með að mikil áhersla sé lögð á matinn, vínið skipar líka stóran sess. „Charlie hefur sömu stefnu og við á Fjörunni hvað varðar vínlistann. Hann miðast við matseð- ilinn eins og hann er hverju sinni. Það má geta þess að vínþjónninn á staðnum fékk æðstu viðurkenningu á sínu sviði á þessu ári.“ Charlie Trotter hefur náð þessum árangri á tíu ámm og getur leyft sér að bjóða upp á dýrasta veitingastað í Bandaríkjunum. Algengt verð er 8000 til 9000 krónur fýrir manninn án víns. „En maturinn er miklu meira en hverrar krónu virði. Þangað kemur fólk alls staðar að úr heiminum til þess eins að fá sér að borða. Charlie er orðinn ríkur og á marga vini meðal ríka og fína fólksins. Allt miðast við að mæta þörfum þessa fólks. Yfirmat- reiðslumaðurinn skipar fyrir í eldhús- inu þar sem allir stefna að einu marki, fullkomnun." Ferskt hráefní lykíll að góðummat Hvað lærðir þú helst af því að vinna hjá snillingnum? „Það er hvað ferskt hráefni skiptir miklu og hvað fólk er reiðubúið að leggja á sig til að búa góðan mat. Einnig lærði maður sitthvað um stjóm og rekstur á veitingastað.“ Eins og áður hefur komið fram hafa gestir Fjörunnar fengið að njóta kunnáttu Sigurðar Gíslasonar í sumar. Meðal þeirra eru Craig McCaw formaður stjómar Free Willy Keiko sjóðsins sem er einn af tuttugu ríkustu mönnum Bandaríkjanna og Göran Person forsætisráðherra. Þó Sigurður vilji ekki gera mikið úr því sýna viðbrögð þeirra að Fjaran er einn af athyglisverðari veitingastöðum lands- ins. „Craig sagðist ekki hafa smakkað betri mat og Göran Person rak allan hópinn inn í eldhús til að þakka fyrir matinn. En við emm ekki bara að fá góð viðbrögð við matnum, góð þjón- usta hefur lfka vakið athygli. Við etum með fagfólk bæði í matreiðslu og þjónustu og það er að skila sér. Fyrir mig er þetta skemmtilegt því þegar ég fékk boð um að koma heim og byggja upp Fjömna gat ég ekki sagt nei. Það er einstakt tækifæri fyrir ungan mann að fá svona tækifæri. Hvort ég ílendist hér verður að koma í ljós. Eins og er er ég mjög ánægður með lífið en ég er með atvinnutilboð frá Chicago og Miami þannig að það er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Sigurður Gíslason að lokum. Sigurður og Charlie Troner sem að margra áliti er einn fremsti matreiðslusnillingur heims. Lengi hefur verið ræn um franska og ítalska línu í matseld en í dag hefur Tronerlína bæst við.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.