Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Page 7
Fimmtudagur 6. ágúst 1998 Fréttir 7 Það er samdóma álít lögreglu og mótshaldara að gestir á þjóðhátíð hafi verið til mikillar fyrirmyndar og þeir hafi verið sér og sínum til mikils sóma. Þegar rignir færist fjöriö inn ítjöldin þarsungið erog spjallaö. Bjarni í Túni létekkisitt eftír liggja í gleðinnioghérer hann meðElínu Sigurgeirsdóttur, brottfluttan Eyjamann upp á arminn. Elín hafðí ekkikomiðá þjóöhátíö í tólf ár ogskemmtisér hiðbesta. Engínn er verri þó hann vökni gætu verið einkunnarorð þjóðháuðarinnar 1998. Vönduð dagskrá sem náði líka til bamanna Unga fólkið kunni að meta það sem fyrir það var þorið. Það var yfirlýst stefna Þjóðhá- tíðarnefndar að efla barnadagskrá á Þjóðhátíð í ár og reyna að láta skemmtiatriði að deginum til höfða meira til barna og fjölskyldufólks. Það verður ekki annað sagt en að mjög vel hafi til tekist. Var ekki annað að heyra á fólki en að sá hluti hátíðarinnar hafi tekist vonum framar, þó að rigning hafi kannski sett svip sinn á hátíðina. Þó voru regnguðimir frekar hóg- værir að deginum til og létu heldur meira til sín taka þegar kvölda tók og næturhrafnarnir fóru á kreik. Það sem hér fer á eftir er aðallega byggt á viðbrögðum dóttur minnar sem er á áttunda ári. Hún var í fyrsta skipti á Þjóðhátfð eins og sá er þetta ritar og verður ekki annað sagt en að upplifun barnshjartans hafi ráðið nokkuð ferðinni hjá báðum. Dagskrá föstudagsins ásamt setn- ingu hátíðarinnar og bamaskemmtun í framhaldi af setningunni tókst mjög vel og var dóttir mín mjög ánægð með það sem boðið var upp á. Þó fannst henni Litlu lærisveinamir og söngvakeppni bama standa upp úr. Brúðuleikhúsið vakti líka mikla ánægju og ekki annað fært en að sjá það tvo daga í röð. Iþróttadagskrá föstudagsins vakti og mikla ánægju, enda veðrið hvað best þá. Það sem mér kom þó mest á óvart hjá henni og kannski ekki síður hjá sjálfum mér var seta í bekkjabflum og skiist mér að slíkt hafi alla tíð höfðað til ungra og gamalla. Þótti okkur báðum mikil upplifun að transporta í þessum bekkjavögnum. Jafnvel þó að töluverð drykkja hafi verið áberandi í bflunum, virtist það ekki hafa neikvæð áhrif á hana né fleiri böm á svipuðu reki. Fólk sýndi mikla stillingu, en söng mikið og hélt uppi líflegum samræðum. Ekki kann ég að segja hvaða það var við bekkjabílaaksturinn sem sló svo rækiega í gegn hjá stelpunni. En oftar en ekki sagði hún: „Fömm annan hring.“ Og svo fómm við annan hring og annan og annan. Enda var það skemmtilegur bónus hjá einum innheimtustjóra á pallinum að nú væri kominn tími til að fá frítt í bekkjabílinn, vegna þess að við vomm búin að fara svo oft. Ekki veit ég hvort við höfum sett met á bekkjabflarúntinum, en að minnsta kosti var það vel þess virði að meðtaka það mannlíf sem þrífst aftan á pöllum bekkjabílanna. Hljómsveitin Hálft í hvom sá um undirleik á bamaballi og fórst þeim það vel úr hendi, enda sagði dóttir mín eitt sinn er hún hlýddi á leik þeirra. „Kunna þeir bara öll lög sem til em í heiminum." Held ég að þetta segi allt sem segja þarf um þau góðu tök sem þeir höfðu á tónlistar- flutningi fyrir börnin, verður síðan ekki vanmetin sú kynning dagskrár- atriða sem var í höndum Ama Johnsen, Jónu Hrannar og Bjarna Karlssonar. Mér hefur reyndar alltaf þótt nokkrum tíðindum sæta hversu Páll Oskar á sterk ítök í yngri kynslóð- inni. Enda vakti það nokkur von- brigði þegar í ljós kom að hann mætti ekki á svæðið. Beið hann nokkum hnekki í huga dóttur minnar og var þá engan vegin næg afsökun að kenna veðrinu um. „Mér finnst að hann hefði alveg getað tekið Herjólf, þó hann sé hræddur við að sigla, sérstaklega úr því að það voru svo margir krakkar sem biðu eftir því að hann myndi syngja.“ Eg átti ekkert svar við þessu og lofaði henni að halda fast við þessa skoðun sem mótaðist í huga hennar af þessum sökum. Brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn eru trúlega þau atriði sem höfða til allra kynslóða. Enda mátti lesa mikla eftirvæntingu úr augum allra, þegar kom að þessum atriðum og hrifningin að sama skapi ótrúleg meðan á þessum atriðum stóð. Eg spurði dóttur mína á mánudaginn að því hvort að hana langaði til þess að fara aftur á Þjóð- hátíð að ári. Hún hugsaði sig um nokkra stund og spurði svo: ,Ætlar þú að fara?“ Ég fór eitthvað að velta fyrir mér að maður vissi ekki alltaf sinn næturstað og rétt að taka bara einn dag í einu og bætti við. „Það er nú heilt ár í næstu Þjóðhátíð." „Ef þú ætlar að fara þá fer ég.“ Við það situr, eins og staðan er í dag. En engu að síður verða þessir þrír dagar á Þjóðhátíð í Herjólfsdal ógleymanlegir. B.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.