Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 9. .sepíímbcr 19978 •• '• ó.toiutovtö •• Vai5 'fcr. 140,- * Simiii:: 4$1 3310 • Fax: 481 1293 Nær til allrar heimsbyggðarinnar Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir erfitt að gera sér grein fyrir hvað koma Keikós til Vestmannaeyja sé stór í augum alþjóða fjölmiðla. Það sé þó Ijóst að allir sem hafa aðgang að sjónvarpi hvar sem er í heiminum geta fylgst með ferðalagi Keikós til nýrra heimkynna. Páll segir erfitt að bera flutning Keikós til Vestmannaeyja saman við t.d. leiðtogafund Gorbachov og Reagan. Megin áherslan sé lögð á að Hallur Hallsson, fulltrúi FWKS, sér nú loks fyrir endann á miklum erli meðkomuKeikótilEyja. Keikó sé að kveðja Bandaríkin en minna gert úr því að hann sé að fara til íslands," segir Páll. „CNN og NBC verða með 30 manna lið í Portland en láta sér nægja að taka við myndum frá okkur. Ef við eigum að bera þetta saman við leiðtogafundinn þá hefðu stöðvamar sent lið hingað. Þess ber þó að geta að áherslurnar eru aðrar og áhorfendahópurinn breiðari. Efnið er myndrænna og höfðar frekar til bama og er ekki síður skemmti- en fréttaefni. En allir vilja vera með og öll heimsbyggðin sem hefur aðgang að sjónvarpi getur fylgst með.“ Einn milljarður fylgist með Vestmannaeyjum á morgun Ljóst er að um 250 blaða- og fréttanienn koma til Vestmanna- eyja vegna komu háhyrningsins Keikós. Er það umtalsvert minni fjöldi en gert var ráð fyrir í upphafi en þá var áætlað að allt 700 fjölmiðlamenn kæmu til. Þar fyrir utan er vitað að um 100 manns, gestir og starfsfólk, verði hér við komu Keikós. Vestmannaeyingar þurfa þó ekki að kvíða því að kastljós fjölmiðla beinist ekki að Eyjum því gert er ráð fyrir að einn milljarður fylgist með útsendingum héðan. „Ráðgjafafyrirtæki sem vann fyrir áætlun Free Willie Keikósjóðinn um fjölda fréttamanna gerði ráð fyrir að 750 fjölmiðlamenn myndu kom að flutningnum á Keikó frá Newport til Vestmannaeyja," segir Hallur Hall- sson. „Þessi áætlun hefur gengið eftir en dærnið hefur snúist við hvað varðar fjöldann á hvorum stað. í fyrstu var Skólastarf hófst í síðustu viku en um 1000 nemendur í Vestmannaeyjum sitia á skólabekk í vetur í grunnskólunum tveimur og Framhaldsskólanum. haldið að meirihluti þeirra, um 400 ntanns, yrði í Vestmannaeyjum en nú er Ijóst að fjölmiðlar setja fjar- lægðimar fyrir sig. Niðurstaðan er því sú að hingað koma 240 fréttamenn en í Newport verða þeir um liðlega 400. Þar verður megináhersla lögð á kveðjustund Keikós sem er að yfirgefa Bandaríkin og fer til nýrra heimkynna áíslandi." Hallur segir að þessi fjöldi hafi sótt um blaðamannaskírteini en hann geti átt eftir að fjölga. En það kom fleiri en fjölmiðlamenn í tengslum við komu Keikós. „Frá Free Willie Keikó- sjóðnum og bandaríska flughernum koma einhverjir tugir og með starfsfólki UPS sem flytur Keikó frá flugvellinum verða það um 100 manns.“ Hallur segir að þrátt fyrir þetta þurfi Islendingar og sér í lagi Eyjmenn ekki að óttast að vera eldd í sviðsljósinu á fimmtudaginn. „Ahugi heimspress- unar er gífurlegur og umfjöllunin verður rosalega mikil um allan heim. Stórblöð út um allan heim hafa sett sig í samband við okkur og vilja fá allar mögulega og ómögulega upplýsingar um stöðuna hér. Eðlilega var áhuginn mestur vestan hafs í upphafi en nú eru Norðurlönd og Evrópa að koma sterkari inn. Þá er líka ntikill áhugi í Japan og víðar í Asíu þannig að það verður einn milljarður jarðarbúa sem kemur til með að fylgjast með flutningum á Keikó frá Newport til Vestmannaeyja með einum eða öðrum hætti,“ sagði Hallur að end- ingu. Báturinnsem veiddi Keikó í höin á morgunn Vitað er hvaða bátur veiddi Keikó á sínum tíma og er hann gerður út frá Vestmannaeyjum. Guðrún VE 122, sem áður var gerð út frá Hafnarfirði, stundaði veiðar á háhyrningum í kringum 1980. Vitað er með vissu að Guðrún veiddi háhyminjt sem kallaður var Siggi en fékk nafnið Keikó eftir að hann var fluttur til Ameríku. Guðrún VE er væntanleg til Vestmannaeyja í kvöld og verður hún í höfn á morgun. Er ekki að efa að margir erlendu frétta-mannanna munu hafa áhuga á að kíkja um borð. Kristján og Báravígðtil landakirkiu Séra Kristján Björnsson og séra Bára Friðriksdóttir voru vígð til embættis í Landakirkju síðas- tliðinn sunnudag af Dr.Gunnari Kristjánssyni prófasti Kjalar- nessprófastsdæmis. Sóknarböm fjölmenntu til vígslunnar og hlýddu um leið á fyrstu predikun séra Kristjáns í Landakirkju. I predikun sinni lagði sér Kristján út af dæmi-sögunni um miskunsama sam-verjan og minnti á að nauðsynlegt væri að taka tillit til með-bræðranna, jafnvel þó að menn væm ekki sammála í hinunt mörgu og ólíku máluni sem upp kæmu í samskiptum manna á meðal. Séra Kristján og séra Bára sögðust ánægð með mætingu og hversu vel virkir og áhugasamir kirkjugestir voru við messuna. Mikil guðsdýrðarinnar blfða var þennan sunnudag og spillti ekki fyrir þeirri lofgjörð sem flutt var hinu ágæta almætti. Dagurhafsinsá laugardaginn Ákveðið hefur verið að Dagur hafsins verði haldinn nk. laugar- dag 12. september. Sjávarúútvegsráðuneytið hefur mælst til þess að tvö veiðiskip verði til sýnis á Degi hafsins. Hefur verið ákveðið að loðnuveiðiskipið ísleifur VE 63 og Guðrún VE verði opinn almenningi á laugardaginn. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 ■ sími 481 Vetraráœtlun Herjólfs Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Mán - Lau Kl. 08:15 Kl. 12:00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 aukaferðír föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 *1/ • ' 1 p. /pníar ói/id Sími 4812800 Fax 4812991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.