Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Page 4
4 Fréttir Miðvikudagur 9. september 1998 Unga fólkið er komið til starfa í skólunum enda starfsemi þeirra komin í fullan gang. Þúsund á skólabekk Eitt af því sem einkennir haustið eru nemendur skólanna að taka fram bækurnar og það sem tilheyrir miklum lærdómi og visku- þrá. Framhaldskólinn var settur 26. ágúst síðastliðinn. Nemendur Barnaskólans og Hamarsskóla mættu svo á skólasetningu þriðju- daginn 1. september. Nýnemar í Framhaldsskólanum voru busaðir á föstudaginn var og þeir „niður- lægðir“ og látnir beygja sig og hugta fyrir sér eldri og trúlega vitsmunaríkari eldri nemendum. Ólafur H. Sigurjónsson skóla- meistari Framhaldsskólans segir að busavígslan hafi farið vel fram og verið innan þeirra marka sem væri ásættanleg Hann segist að minnsta kosti ekki vita annað en allir hafi verið ánægðir. í Framhaldsskólanum eru 265 nemendur skráðir nú á verk- og bóknámsbrautum, þó eru fleiri nem- endur á bóknámsbrautum. Við skólann er einnig öldungadeild og frekar dræm aðsókn í hana, nema í spænsku, segir Ólafur. 20 fastir kenn- arar eru við skólann auk stunda- kennara. 10 leiðbeinendur eru og við skólann, þar af eru 4 kennarar sem eru í fjamámi í uppeldis- og kennslufræði. Jóna Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri Bamaskóla Vestmannaeyja, segir erfitt að byrja kennslu á þessu hausti sökum kennaraskorts og þrengsla. Það eru 431 nemandi í skólanum, en það er fjölgun frá því í fyrra, en þegar skóla lauk í vor voru 411 nemendur í skólanum. Fella varð niður dönsku- kennslu í 6. bekk til og með 9. bekk, auk hannyrða á unglingstigi. Leið- beinendur eru í stuðningskennslu smíði og siglingafræði. Þrír bekkir em tvísettir vegna þrengsla, þannig að ef vel ætti að vera þyrfti að fjölga kennslustofum um fjórar til fimm. Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri Hamarsskóla segir 350 nemendur í skólanum í vetur. Það er fækkun frá því í fyrra. Við skólann starfa 30 kennarar og 4 leiðbeinendur. Leið- beinendur eru í myndmennt, stuðn- ingskennslu og aímennri kennslu. Engin kennsla er í heimilisfræðum til áramóta vegna námsleyfis Unnar Tómasdóttur. Halldóra segir góða stemmningu í skólanum og að vet- urinn leggist vel í alla. Keikó keniu Eva Benjamínsdóttir myndlistarmaður bítur í „uggann". Eva Benjamínsdóttir myndlistar- maður kom til Vestmannaeyja í tilefni af komu Keikós til Eyja. Eva er ekki alveg ókunnug Eyjum vegna þess að hún var hér á vertíðum í eina tíð og síðast 1974. Eva segist hins vegar lítið hafa séð af eyjunni þá fyrir loðnu. „Þetta var árið eftir gos og maður sá þá að það ómögulega er mögulegt. Eg gat svo lagt fyrir pening eftir vinnu mína hér og komst í myndlistar- nám til Frakklands. Nú er Eva með í fórum sínum plakat og póstkort sem hún gerði í tilefni af þeim mikla heimsviðburði sem koma Keikós er. Eva segir að hún hafi lengi verið hugfangin af hvölum og ekki síst mjúkum hreyfingum þessara stóru dýra. „Þegar Ijóst vap að háhyrningurinn Keikó kæmi til ísíands mundi ég eftir því að hafa gert mynd af hvalavöðu árið 1982 sem ég kallaði ,Ejölskylduna“. Ég tók mig til og og leitaði uppi myndina og sýndi hana nokkrum vinurn mínum. í framhaldi af því hvöttu þeir mig til að gera eitthvað vegna komu Keikós.“ Eva lét ekki sitja við orðin tóm heldur lét prenta plakat og póstkort sem hún er nú komin með til Eyja. „Ég vildi gera eitthvað vegna komu hans. Af hverju ekki? Þetta er það mikill heimsviðburður að mér finnst ekki annað hægt en að taka vel á móti hvalnum og sýna það í einhverri sýnilegri mynd. Þó að ég hafi gert þessa mynd árið 1982, þá finnst mér vel við hæfi að koma þessari mynd fram í dagsljósið nú, alveg eins og Keikó kemur sjálfur aftur til íslands. Og ef að Keikó verður nú svo lán- samur að komast aftur í faðm fjölskyldunnar og öðlast frelsi, þá erum við komin í hring. Böm í Bandaríkjunum segja að fjölskylda Keikós sé heima á Islandi, þannig að þetta kemur allt heim og saman.“ Póstkortin sem Eva hefur látið gera eru einnig með mynd af hvalavöðunni, en á þeim er prentaður texti á íslensku og ensku. ,£g leitaði í huganum að einhverjum texta sem mér fannst við hæfi og væri lýsandi fyrir myndefnið og tjölskylduna. Sem dæmi um texta er: „Bergmálið er endurkast náttúrunnar“ Þetta finnst mér lýsandi fyrir tímaskeiðið. Þetta er eins og bjúgverpill sem er að koma til baka eftir 21 ár og þar inni er endurkoma Keikós og endurkoma myndarinnar sjálfrar.“ Eva segist hafa verið orðinn leið plasthvölum og fannst í lagi að koma myndlist til skila og einhverri tilfinningu frá sjónum vegna komu Keikós. „Ég átti von á því að Vest- mannaeyingar nýttu sér virkilega þessa aðstöðu og hugsuðu fljótt eitthvað í sambandi við Keikó. Það er fullt af frjóu og hugmyndaríku fólki hér í Eyjum og óþarfi að láta ímyndaðan ótta ná tökum á sér. Þetta er kannski spuming um að gefa sér lausan tauminn. Ég hugsa þetta kannski örðuvísi. Ég var lengi í Bandaríkjunum og þar voru alltaf „Velkominn og Bless veislur“ og hvað er betur við hæfi nú þegar Keikó er að koma. Það er ákveðið uppeldi á Ameríkumönnum sem segir þeim að vera á réttum stað á réttum tíma og mér fannst vera rétti tíminn fyrir mig núna í Eyjum.“ Eva vildi að lokum koma þakklæti til Vestmannaeyinga fyrir góðar móttökur og óskar þeirn allra heilla með Keikó sinn. Sjötíu sóttu Far- skóla safnmanna ióhannseturfarskólann. Farskóli Félags íslenskra safn- manna á suðurlandi og í Vest- mannaeyjum var starfræktur í Vestmannaeyjum 2. til 5. sept- ember. Það voru unt 70 safnmenn sem komu til Eyja að þessu sinni og dvöldu hér. Þetta er tíunda árið sem skólinn er starfræktur og í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Skóla- stjóri skólans nú er Jóhann Friðfinnsson safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja og setti hann skólann í safnaðarheimili Landakirkju á fimmtudaginn. Meðal þess sem fjallað var um f skólanum að þessu sinni voru minjar og margmiðlun þar sem Hallgrímur Thorsteinsson og Halldór Sigurjónsson fjölluðu um hvemig nýta mætti margmiðl- unartæknina til eflingar safnastarfi. Rögnvaldur Guðmundsson, Bjöm G. Bjömsson og Auróra Friðriksdóttir vom með framsöguerindi um ferðaþjónustu og sérsýningar. Einnig vom fluttar framsögur unt fomleifar og ferðamenn, þar sem Hjörleifur Stefánsson, Arthúr B. Bollason og Stefán Öm Stefánsson fjölluðu um fomleifar og kynningu þeirra fyrir ferðamenn. Golfklúbbur Vestmannaeyja 60 ára Golfklúbbur Vestmannaeyja er 60 ára unt þessar mundir. Það var 4. desember 1938 að stofnfundur klúbbsins var haldinn að Hótel Berg og voru stofnfélagar 37. Arið áður höfðu nokkrir einstklingar reynt fyrir sér í golfíþróttinni inni í Herjólfsdal og hefur golf verið leikið í dalnuni síðan að undanskyldu gosárinu og fram til 1977 er búið var að koma vellinum í leikhæft ástand á ný. A meðan var leikið á 6 holu velli utaní Sæfellinu. Frá 1938 var leikið á 6 holu velli í inndalnum í kringum tjörnina en 1968 var farið að leika á 9 holu velli þar sem fyrri 9 holurnar eru á vellinum í dag. Arið 1994 voru síðan seinni 9 holurnar teknar í notkun og þykir völlurinn í Vestmannaeyjum einhver besti 18 holu golfvöllurinn á Islandi í dag. Hefur hróður vallarinns einnig borist út fyrir landssteinana því í virtu bresku golf tímariti sagði blaðamaður völlinn í Eyjum vera meðal 200 bestu golfvalla í Evrópu. I sumar hefur nokkur fjöldi blaðamanna heimsótt okkur og vonumst við til að þeir beri vellinum okkar vel söguna. Þegar GV var stofnaður voru aðeins fyrir 2 golfklúbbar á landinu, Golfklúbbur Islands (síðar Golfklúbbur Reykjavíkur) og Golfklúbbur Akureyrar. Golfsamband Islands var síðan stofnað 1940 og stóðu áðurnefndir golfklúbbar að stofnuninni. Aðrir golfklúbbar komu í raun ekki til sögunnar fyrr en eftir 1960, en á síðasta áratug hefur orðið mikil golfsprengja hér á landi og eru golfklúbbar á íslandi nú yfir 50 talsins I tilefni þessara tímamóta í sögu GV hafa félagar ákveðið að halda afmælismót sem styrkt er af Sparisjóði Vestmannaeyja næsta laugardag og verður afmælishóf í golfskálanum um kvöldið. SÝ SLUMAÐURINN í VESTMANNAEYJUM Bifreiðaeigendur athugið! Þeir bifreiðaeigendur sem enn eiga ógreidd bifreiðagjöld eru minntir á að byrjað er að klippa af bifreiðum vegna þreirra. Gjalddagi bifreiðagjalda vegna 1. tímabils 1998 var 1. júlí og eindagi 15. ágúst. Innheimta ríkissjóðs í Vestmannaeyjum skorar hér með á viðkomandi að gera skil sem allra fyrst, svo komast megi hjá þessum aðgerðum. Ekki má búast við frekari viðvörunum áður en til þeirra kemur. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Innheimta

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.