Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Qupperneq 7
KeiHó Hemur
I dag, ílmmtudag 10. september, kl. 10 lendir
C-17, vél bandaríska flughersins, með Keikó
á Vestmannaeyjaflugvelli.
Kortið sýnir leiðina sem farin verður frá
flugvelli, niður að höfn og út í Klettsvík.
Bannað verður að leggja bifreiðum á þessari
leið á tímabilinu 9 til 12.30. Einnig verður
bifreiðaumferð takmörkuð á meðan á
þessum þungaflutningum stendur.
Vestmannaeyjahöfn verður lokuð fyrir
umferð báta og skipa kl. 9 til 14.
Leiðin niður að útsýnispallinum'við
Flakkarann verður eingöngu opin
ökutækjum fréttafólks með passa, en
gangandi umferð er öllum heirnil.
Básaskersbryggja verður lokuð fyrir
almennri umferð meðan á flutningnum
stendur.
Fleiri hundruð fréttamanna auk
starfsmanna Free Willy samtakanna ásamt
íbúum Vestmannaeyja munu fylgjast með
atburðinum.
Með samvinnu okkar allra getur dagurinn
orðið hinn ánægjulegasti. Sýnurn tillitssemi.
Með fyrirfram þökk.
Undirbúningsaðilar
’ : : .
' ■ ’
Kortagerð: Fréttir - Guðmundur Eyjólfsson