Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Side 12
Blaðamannafundur í gærkvöldi:
Áhyggjur sjónvarps-
manna og morðhót-
anir voru efst á baugi
Blaðamannafundur var haldinn í
Kivvanishúsinu kl 18:00 í kvöld,
þar sem fulltrúar og aðstand-
endur Keikós og flutnings hans til
Vestmannaeyja sátu fyrir svörum.
Ofarlega í huga fjölmiðlamanna
sem sátu fundinn voru áhyggjur af
skipulagi morgundagsins og hvort
menn hefðu nægan tíma til að koma
sér á rnilli staða. Sérstaklega höfðu
sjónvarpsgengin áhyggjur af þessu
þurfandi að draga með sér miidð af
tækjum og búnaði. Einnig var mikið
spurt um hvoit beinar lifandi myndir
yrðu sendar frá flugvélinni sem
flytur Keikó til íslands. Svar fulltúa
bandaríska hersins á fundinum var á
þá leið að svo yrði ekki, heldur yrði
ferðin tekin upp á myndband, sem
fjölmiðlafólk fengi svo til ráðstöf-
unar á morgun. Mestur áhyggju-
skjálfti fjölmiðlamanna var því
róaður.
Maður í yfirheyrslu vegna
Keikó hótana
Samkvæmt því sem út var látið
ganga fyrir blaðantannafundinn í
kvöld var að um stutta kynningu yrði
að ræða á skipulagi og framkvæmd
flutningsins á Keikó. Breyttist það
þó fljótt og fjöLmiðlfólk spurði mikið
um morðhótanir þær sem Keikó
hefur fengið. Breytti því fundurinn
nokkuð um stefnu og lengdist að
sama skapi. Keikó hefur fengið
fjórar morðhótanir og þá síðustu 7.
september síðastliðinn og var rnaður
handtekinn og yfirheyrður á
Eskifirði í framhaldi af þeirri hótun.
Honum var þó sleppt nokkru síðar.
Hallur Hallsson sagði á fundinum að
þessar morðhótanir væru að
sjálfsögðu leiðinlegar og þeim sem
að stæðu lítt til sóma, en hann
ítrekaði hins vegar á fundinum að
þetta væri ekki háttur íslendinga og
Keikó yrði vel gætt, jafnt í
fluttningnum sem og í framtíðinni.
Hann upplýsti og að líklega væru
þetta sömu aðilar sem stæðu að
öllum hótununum.
Vel fylgst með fæðunni
Blaðamenn á fundinum sem boð-
aður var í kvöld höfðu og miklar
áhyggju af því hvemig Keikó gengi
að aðagast breyttu mataræði í
Klettsvíkinn. Spurt var og um það
hvort að ekki væri örugglega vel
fylgst með því sem ofan í hann færi,
sérstaklega í Ijósi drápshótananna.
Því vai' til svarað að færustu sér-
fræðingar í næringarfræðum og
heilsufræði fæðunnar myndu sjá um
að tryggja heilbrigða fæðu í hvalinn
og tryggt í bak og fyrir livað ofan í
hann færi.
Allt bendir til að Keikó kom
klukkan 10 í fyrramálið. Böm munu
fylgja honurn á leiðinni með fána og
klædd Keikóbolum.
Frí verður í skólum í fyrramálið og
eitthvað verður um frí frá vinnu.
Fólk í ísfélaginu getur tekið sér frí ef
það vill en rnælst er til að fólk í
Vinnslustöðinni mæti.
Þessir unglingar voru á bak viðlás og slá í Framhaldsskólanu á föstudaginn var, enda
var verið að busa þá og betra að enginn slyppi frá þeirri manndómsvígslu.1
Fjórir krakkar f rá Vestmannaeyjum og
Eskifirði á slóðum Keikós í Portland
Rannsóknarsetur Háskólans í
Vestmannaeyjum lætur ekki deigan
síga varðandi komu Keikós til Eyja.
Það er ljóst að þeir vilja fylgjast
með ferð Keikós alla leið frá
Oregon.
í því skini fór forstöðumaður
Rannsóknarsetursins Páll Marvin
Jónsson til Oregon til þess að sjá
hvemig flutningurinn færi fram og
hvemig hvalnum reiddi af í
háloftunum, en hann mun koma með
Keikóvélinni til Vestmannaeyja.
Páll Marbvin sagði að ferðin hafi
gengið vel, þegar samband náðist við
hann í úlpuverslun í Oregon. „Nei
það er ekki kalt héma,“ sagði Páll
Marvin. „Það er fínasta veður, hins
vegar er betra að vera vel klæddur um
borð í flugvélinni sem flytja mun
Keikó til Vestmannaeyja og mér láðist
að taka með mér góða úlpu.“
Auk þess fóm fjórir krakkar með Páli
Marvin í boði Rannsóknar-setursins.
Tveir þeirra eru frá Vestmanna-
eyjurn, Rtkharður Öm Atlason úr
Bamaskóla Vestmannaeyja og Guð-
björg Erla Ríkharðsdóttir úr Hamars-
skóla. Einnig var tveimur krökkum
frá Eskifirði boðið í ferðina, þeim
Önnu S Kristjánsdóttur og Hálfdáni
Helga Helgasyni. Með krökkunum er
og Bryndís Bogadóttir kennari við
Bamaskóla Vestmanna-eyja.
Ferð krakkana til Oregon er liður í
því að viðhalda og koma á tengslum
milli Oregon og Vestmannaeyja og
Eskifjarðar og viðhalda ræktarsemi
sem nýtast mætti krökkum í námi,
jafnt á íslandi sem og í Oregon. Með
það í huga mun Intemetið verða notað
og krakkar sem sjá nú háhymingin
góða halda til Vestmannaeyja munu
því fá reglulegar fréttir af honum.
Islensku krakkamir heimsóttu skóla í
Oregon og kynntu Island og öfluðu
sér heimilda um líf og aðstæður
Keikós í Oregon og munu svo miðla
til krakkana fregnum af Kekó í
Klettsvíkinni í framtíðinn. Krakk-
amir munu svo koma til Islands á
mánudaginn. Ferðin er greidd af
Rannsóknarsetrinu, en helmingur
hótelkostnaðar er greiddur úr sjóðurn
Free Willy Keikó samtakanna.
frá
laugardaga
sunnudaga
8.00 tilkl. 19.00
9.00-19.00
10.00-19.00
Open
saturdays
sundays1
8.00
9.00
10.00
19.00
19.00
19.00