Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Side 2
2 Fréttir Föstudagurinn 11. september 1998 Greindarvísitalaní Ystakletti hækkar! Gísli Víkingsson, helsti háhyni- ingasérfræðingur Hafrannsóknar- stofnunnar, var spurður að þvf í viðtali í sjónvarpinu í vikunni hvort háhyrningar væru skynsamar skepnur. Ekki vildi Gísli gera mikið úr gáfnafari þeirra en sagði að ef meta ætti greind þeima væri hægt að segja að greindarfar þeirra lægi einhversstaðar á milli hunda og apa. Einhverjir gáurngar, trúlega úr Bjargveiðimannafélaginu, voru tljótir að grípa þetta á lofti og sögðu að nú væri ljóst að greindarvísitala Ysataklettsinga myndi hækka all verulega eftir að Keikó yrði orðinn íbúi í Klettsvíkinni. Veröur fleiri háhyrníngiim komiö fyrir I Klettsvík Á blaðamannafundi Free Willy samtakanna síðdegis í gær kom fram að alveg væri hugsanlegt að fleiri háhyrningar yrðu fluttir til Eyja og komið fyrir hjá Keikó í Klettsvíkinni þannig að hann fengi félagsskap. Þá kom einnig fram á fundinum að Free Willy menn horfðu til þess að næsta skref í þá átt að veita Keikó frelsi og sleppa honutn út í náttúruna gæti orðið að stækka kví hans þannig að öll Klettsvíkin yrði kvíin. Net yrði á strengt milli Ystakletts og Heimakletts til að loktt Klettsvíkina af og þá væri kví hans orðin nokkuð stór og skrefið að fullu frelsi yrði styttra. Keikó fékk heimsókn ígær Þegar blaðamannafundur Free Willy samtakanna stóð sem hæst síðdegis í gær fékk Robert Ratliffe einn forsvarsmanna sanrtakanna símhringingu og í framhaldi af því tilkynnti hann að þjálfarar Keikós úti á kvínni hefðu verið að hringja og láta vita af því að Keikó væri kominn í samband við aðra hvali. Hnísa hefði sést við búrið og þau hefðu verið að senda hljóðmerki sín á milli. Flugvirkjar væntanlegirídag C-17 flugvélin senr kotn með Keikó í gær er enn föst á flug- brautinni vegna þeimt bilana sem urðu á henni. Flugvirkjar frá bandaríska hernum sem komu til landsins í morgun eru væntanlegir til Eyja í dag til að skoða skemmdir og meta framhaldið. Þar til þeirri skoðun lýkur verður vélin ekki hreyfð en að henni lokinni verður ákveðið hvott gert verður við vélina þar sem hún stendur eða hvort hægt verður að færa hana til og opna þannig flugvöllinn sem er lokaður allri umferð. Koma Keikós var vel skipulagt sjónarspil Fjölmiðlamenn urðu að sæna sig við langa bið á fluguelli í norðan trekknum. Mikill fjöldi fylgdist með á Básaskersbryggju bar sem búrinu var skípað útáprammann. Eftirvæntingin vegna komu há- hyrningsins Keikós til Vestmanna- eyja náði hámarki þegar flutningavélin sem flutti hvalinn frá Portland kom inn til lendingar. Allt í kringum flugvöllinn voru hópar fólks, bæjarbúar, gestir og síðast en ekki síst fjölmiðlafólk frá öllum heimshornum. sem var mest áberandi. Beindi það myndavélum og sjónvarpsmyndavélum að flug- vélinni sem lenti rétt fyrir klukkan tíu á fimmtudagsmorguninn. Það fór því ekki á milli mála að Vestmannaeyjar voru í sviðsljósi heimspressunar, þar sem þrjú stærstu nöfnin voru Clinton Bandaríkjaforseti og Jeltsin forseti Rússlands með sín vændræði og svo Keikó sem kominn var til Islands eftir tæplega 20 ára dvöl í Ameríku. Þama mátti sjá fréttamenn frá Arg- entínu, Bandaríkjunum, Norðurlönd- um, Englandi auk íslenskra sem gengdu mikilvægu hlutverki í að konia sjónvarpsmyndum til allrar heimsbyggðarinnar. Fyrir Vestmanna- eyinga var þetta ný reynsla og þarna sáu þeir fyrst hvað Keikó er stórt nafn á heimsvísu og hvað flutningur hans til Eyja hefur vakið mikla athygli. Vegna bilunar á flugvélinni komst hún ekki á tilætlaðan stað til af- ferntingar og m.a. þess vegna tók lengri tíma að losa farminn en ætlað var. Fólk lét það ekki á sig fá og beið í köldum norðan næðingi eftir því að Keikó liti dagsins ljós í nýjum heimkynnum. Þegar Keikó loks komst út úr gvélinni var lítið annað að sjá en búrið sem sett var á flutningavagn. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar á flugvellinum og var öllurn haldið í ákveðinni fjarlægð frá Keikó og giltu þær reyndar allt þar til Keikó var kominn á sinn stað í kvínni í Klettsvík. Eftir tafimar á flugvellinu gekk flutningurinn að öllu leyti snurðulaust. Bílalestin ók niður að höfn og var fagnað af fjölda bama sem biðu meðfram leiðinni sem farin var. Á Básaskersbryggju beið pramminn sem flutti Keikó síðasta hluta leiðarinnar. Á prammanum, sent lóðsbátarnir fóru með út í Klettsvík, var krani sem hífði búrið um borð og svo Keikó í kvínna. Gekk þetta samkvæmt áætlun og um tvö leytið var Keikó kominn á sinn stað í Kvínni eftir langt og strangt ferðalag frá Vesturströnd Bandaríkjanna sem samtals hafði tekið um 16 klukkutíma. Sjálfur virtist Keikó feginn að vera loksins kominn „heim“ og tók strax sundtökin og þáði undireins matarbita. Mikil eftirvænting ríkti þegar Keikó var slakað niður í kvína. Á meðan Keikó hékk í hengirúminu rótaðist hann ekki en strax og hann fann fyrir sjónunr tók hann við sér og mátti sjá að mönnum létti. Ekki síst þjálfurum hans sem fylgdu honum frá Portland. Var greinilegt að þeirn var létt enda vom þeir að sjá árangur margra mánaða undirbúnings sem á allan hátt gekk upp og var öllu sem að verkinu komu til mikils sóma. IngvaríSkogumá blaðamanna- fundinum Það veltu rnargir því fyrir sér fyrir hvaða fjölmiðil Ingvar Sigurjóns- son. frá Skógum, væri að vinna er hann mætti á blaðamannafund Free Willy samtakanna í Kiwanishúsinu síðdegis í gær. Ingvíæ fylgdist mjög áhugasamur með öllu og ef hann sá tvo ntenn eða fleiri á tali var hann fljótur að stinga hausnum á milli til að hlera, eins og góðra fréttamana er siður. Blaðamannafundurinn fór fram á ensku, eins og gefur að skilja, enda öll heimspressan á staðnum og sent út frá fundinum unt víða veröld. Fulltrúar bandaríska hersins, Free Willy samtakanna og fleiri sátu fyrir svörum og pressan spurði þá grimmt unt hin ýrnsu atriði. Undir lok fundarins kont fyrir- spum um hvort gerðar hefðu verið einhverjar ráðstafanir með ferðir til lands þar sem flugvöllurinn væri lokaður og því ekki hægt að komast flugeiðis frá Eyjum. Guðlaugur Sigurgeirsson, blaðafulltrúi Keiks sem ekki var meðal þeirra sem sátu fyrir svörum, var þá kallaður á pall til að svara þeirri spurningu sem hann gerði samviskusamlega. Þegar Guðlaugur hafði lokið svarinu rétti Ingvar upp hönd og hóf upp raust sína á íslensku. Sagðist hann vera með eina spurningu til Guðlaugs. Hann vildi vita hvað þessi flugvél yrði staðsett lengi á krossinum á „flugvellinum okkar" og hann vildi fá svar við þessari spurningu og það á íslensku. Guðlaugur hrökk aðeins við, og sjá mátti að það seig aðeins í hann. Hann leit á Ingvar stórum augurn en gekk svo fram í sal án þess að segja orð. Nærstaddir heyrðu hann hins vegar „úlkynna" Ingvari, þegar hann gekk fram hjá honurn. að þetta væri blaðamannafundur og einungis þeir sem hefðu sérstakan blaðamannapassa ættu að vera þarna inni. Áðrir ættu að halda sig utan dyra. Robert Rattliffe, sem stjómaði fundinum, brást hins vegar ótrúlega fljótt við spurningu Ingvars. Einhver snéri henni greinilega á ensku fyrir hann, því hann vísaði spumingunni umsvifalaust til bandaríska hersins. Einn úr áhöfn vélarinnar fór því í pontu og reyndi að svara spumingu Ingvars, en reyndar á ensku, svo ekki fékk Ingvar svar á íslensku eins og hann hafði krafist. Sumarhappdrætti Þroskahjálpar Dregið var í suiruirhappdrætti Þroskahjálpar og íþróttafélagsins Ægis hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum 20. júní s.l. og eftirtalin númer hlutu vinning: 173, 800, 378. 12, 965. 692, 20f, 335, 305.276,277,758,862.631 738, og 681. Vinninga skal vitja á Búhamri 72. Frekari upplýsingar í síma 894 1344. Þroskahjálp og íþróttafélagið Ægir. Lundinn í gagnið Lundinn hefur nú opnað aftur með nýjunt eigendunt. Stofnað hefur verið hlutafélag um reksturinn sem heitir Jos hf. Það er Jón Ingi Guðjónsson sem mun sjá um reksturinn. Jón Ingi segir að stefnt sé að því að hafa opið að deginum til og bjóða upp á létta rétti. En um sinn mun þó staðurinn verða opinn á hefðbundnum tíma um helgar. Á myndinni má sjá starfsfólk staðarins ásamt Jóni Inga sem er þriðji frá vinstri á myndinni. FRETTIR s Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar i 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.