Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. september 1998 Fréttir 9 Séra Kristján Björnsson og séra Bára Friðriksdóttir nýju prestarnir í Vestmannaeyjum héldu sína fyrstu guðsþjónustu í Landakirkju á sunnudaginn var. Prófastur Kjalarnespréfastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson setti bau inn í embætti. MmsigurgeirJónasson. Séra Kristján Bjömsson og séra Bára Friðriksdóttir nýju prestamir í Vestmannaeyjum héldu sína fyrstu guðsþjónustu í Landakirkju á sunnudaginn var. Jafnframt setti prófastur Kjalarnesprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson þau inn í embætti. í spjalli við Fréttir sögðust þau vera ánægð með athöfnina og hversu söfnuðurinn hefði verið áhugasamur í messunni. Yndæl stund og hátíðleg „Þetta var mjög indæl stund og hátíðleg," segir Kristján og Bára tekur undir með honum. „Eg var Ifka mjög ánægður, svona í septemberbyrjun að fá á annað hundr- að manns til kirkju. Það er mjög gott fyrir okkur að byrja með þennan fjölda og geta aukið hann. En þetta var góð stund, almenn altarisganga og góð þátttaka í messunni. Söfnuðurinn svaraði líka mjög vel. Þetta er lifandi kirkja. Ég fann það mest í predik- uninni hversu fólk var með vakandi athygli í messunni." Kristján lagði útaf dæmisögunni um miskunsama samverjann í predikun sinni og einnig kom hann inn á fótbolta í ræðu sinni. „Það var nú kannski nokkuð veik tenging, en snerist um það að okkur hættir til að dæma. Við erurn lesendur eða áheyr- endur að þessu guðsspjalli og manni hættir til að dæma þann sem gengur framhjá dauðvona manninum í veg- kanntinum. Alveg eins og við dæm- um leikmann út af vellinum án þess að þora sjálf að setja okkur í þau spor. Ef við værum sjálf á vellinum væri þetta flóknari staða að vinna úr, heldur en að vera upp á bekk og hrópa. Þetta er líklega í annað sinn sem ég nota fótbolta að einhvetju marki í predikun. Hins vegar var forveri minn í Breiðabólstaðarprestakalli, séra Róbert Jack mikill fótboltaáhuga- maður og meðal annars þjálfari hjá Val. Það var sagt um hans prestskap, að hann hafi aldrei flutt svo ræðu að ekki væri nefndur fótbolti þar. annað hvort í líkingamáli eða sögu. Hann stóð til dæmis fyrir fótboltamessu, þar sem hann auglýsti messu og bað fólk um að taka með sér bolta, því það yrði farið í fótbolta á eftir. Það er aldrei að vita nema ég auglýsi fótboltamessu einhvem daginn. Sjálfur kann ég hins vegar ekkert í fótbolta." Kristján hefur víða komið við Séra Kristján Bjömsson þjónaði síðast í Breiðabólstaðarprestakalli, þar sem hann þjónaði fjómm sóknarkirkjum og ágætum söfnuði. „Ég og fjöl- skyldan vorum búin að vera fyrir norðan í níu ár. Ég vígðist að því prestakalli í Hóladómkirkju 1989. Á þessum tíma var ég við kennslu jafnframt prestsstarfinu og kenndi eðlisfræði og stærðfræði. Ég tók Iíka fljótlega að mér að ritstýra Kirkju- ritinu, sem gefið er út af Prestafélagi íslands. Mér fannst líka betra að vera í aukastörfum sem tengdust þá meira kirkjunni, eða vom innan kirkjunnar á öðmm sviðum. Ég var líka í full- trúaráði Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ég tók þátt í Prestafélagi Hólastiftis, sem er mjög merkilegur félagsskapur og var formaður þar núna síðast. Ég var líka í skátunum og hjálparsveitum skáta og eitt áhugamál sem ég hef alltaf reynt að stunda, en það er hestamennska.“ Séra Kristján segist einnig hafa verið blaðamaður á Tímanum í tvö ár áður en hann tók víxlu. þegar Indriði G. Þorsteinsson var ritstjóri. „Það var mjög skemmtilegur tími. Með náminu var ég í lögreglunni í Reykja- vfk, sendibílstjóri og í bygginga- vinnu.“ Þig liefur ekki lcmgað til að halda áfram blaðamennskunni? ,Jú mig blóðlangaði til þess og það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég tók að mér ritsjóm Kirkjuritsins. Þannig fæ ég svolitla útrás í útgáfu- málum og skrifum." Þú ert kannski góður og gegn fram- sóknarmaður hafandi verið á Tímanum? „Ég er ekki í neinurn stjóm- málafloki, vegna þess að ég held ég hafi allt of sjálfstæðar skoðanir til þess að rekast vel í flokki. Það er líka mjög hagnýtt að geta myndað sér skoðanir í hverju máli án þess að vera bundinn af pólitík eða flokkahagsmunum. Ég vil frekar geta tekið upp einhver ákveðin mál óháð flokkum.“ Góð aðstaða Hvernig fiiinst ykkur sú aðstaða sem ykkur stendur hér til boða í safnaðarstarfimi ? , J>etta er mjög góð aðstaða sem þarf reyndar að bæta við. Ég sé það fyrir mér í fljótu bragði að það vanti fræðslustofu og aðra skrifstofu. Við ætlum að kappkosta að nýta þennan húsakost vel og skipulega. Kirkjan sjálf er mjög góð og og falleg, og hæfir vel þessum stóra söfnuði." Hafið þið staifað eitthvað saman áður? „Mjög lítið,“ segir Bára. „Við höfum hist á æskulýðsmótum og prestastefnum, en ekki þar fyrir utan.“ Kristján segir þetta kannski ekki einfalt mál vegna þess að þau séu að byggja upp samstarf og ákveðið starfsmunstur í sama prestakalli. „Það hefur ekki gefist annað eins tækifæri til þess eins og núna. Kosturinn er sá að við komum bæði á sama tíma. Við höfum bæði ákveðna reynslu og leggjum hana á borðið. Það eru líka miklir kostir fólgnir í því að við erunt tveir prestar sem þurfum ekki að fara í sumarfrí á sama tíma.“ „Já það koma tvær fjölskyldur í staðin fyrir eina," segir Bára. „Og lífgar vonandi enn frekar upp á mannlífið. Það fjölgar þá líka á- skrifendum af Fréttum. Það eru líka tvö prestsetur. sem er breyting sem er að koma aftur síðan 1973. Þaðerhins vegar mikil og sterk hefð hér í Eyjum fyrir tveimur prestum." En hvemig hyggistþið liaga samstarfi ykkar? „Við ætlum nú ekki að reyna að finna upp hjólið,“ segir Kristján. ,J>að er heilmikil saga og hefðir sem við göngum inn í hér Eyjum.“ „Svo má ekki gleyma öðru starfsfólki hér," segir Bára. „Við göngum til samstarfs við það fólk og erum þakklát fyrir að hér er fólk til staðar sem hægt er að leita til.“ Bára þekkir návígið við sjóinn Bára er fædd og uppalinn í Hafnar- firðinum og hefur búið þar það sem af er. „Þannig erég úr útgerðarbæ og hef verið í návígi við höfnina. Ég vann í frystihúsi og hef verið á trillu. Ég hef verið læknaritari og á elliheimili. Frá 1983 hef ég unnið í kristilegu starfi. Meðal annars var ég í fimm ár hjá Samhjálp. Frá 1989 byrjaði ég í starfi innan kirkjunnar f bama- og unglingastarfi og hef unnið við ýmsar nýjungar í safnaðarstaifi sem verið hafa að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Ég hef líka verið sumarbúðastjóri í kristilegum sumarbúðum. stjómað leikjanámskeiðum og kom á fót mömmumorgnum í Laugarneskirkju ásamt séra Bjama Karlssyni, þannig að maður hefur komið víða við í þessu kirkjulega starfi. Veturlangt starfaði ég hjá félagsmálastofnun og kenndi sið- fræði við Verzlunarskóla íslands." Af hverju fórstu í guðfrœðina. Var þetta einhver köllun? „Ég fór í guðfræðideildina með það í farteskinu að ég ætlaði aldrei að verða prestur. Ég ætlaði meira í guð- fræði námsins vegna og af áhuga. Námið gerði mér mjög gott og hefur aukið mér þroska og víðsýni og styrkt trúargrundvöll minn. Hins vegar þegar fór að líða á námið fór ég að spyrja mig að því hvað ég ætlaði að gera við mitt nánt. Þetta þróaðist svo út í það að ég gat ekki hugsað mér að gera neitt annað, en að verða prestur. Þannig leiddi hvað af öðru og ég komst ekki undan þessari kröfu.“ Eii þú Kristján er einhver ceðri köllun sentdróþig íguðfræðina? „Ég er nú af miklum prestaættum og það hefur trúlega haft áhrif á mig og mótað mig mikið. Það er líklega ekki alveg út f hött þegar gamla fólkið spyr hverra manna ertu, þá er verið að átta sig á því hver vikomandi er. Þetta ýtti á mig og margir sögðu við mig að ég yrði líklega prestur. Ég var kannski ekki allt of ákveðinn í fyrstu, eins og störf mín í gegnum árin sýna. En svo opnaðist einhver áhugi fyrir prestsskap og fer harð ákveðinn út í það þegar að því kemur. Það er eins og þetta starf hér hafi allt í einu opnast. Ég get ekki litið á það öðru vísi en sem köllun. Þegar einhver möguleiki opnast að komast hingað til starfa. hefur hvert atvikið leitt af öðru svo maður er sallarólegur yfir þessum breytingum. Tilfinningin er meira sú eins og að maður sé leiddur út í staifið “ Kristján segir að margt spennandi sé fyrir þau að takast á við í jafn stórum söfnuði eins og Landakirkja er. „Maður fær meira að gera í sambandi við barna- og æskuilýðsstarf. Mér finnst að vaxtarbroddurinn í mínu stari fyrir norðan hafi verið á þessu sviði og hefur kannski aldrei staðið í jafn miklum blóma ef svo má segja. Þannig held ég að uppskeran hafi verið góð og maður fær ákveðna svörun til baka.“ „Þannig er þetta ekki ósvipað og í fótboltanum," segir Bára. Ef maður stendur ekki vel að baki æsku- lýðsstarfmu fær rnaður ekki upp- skeruna síðar. Það er æskan sem er grunnurinn að öllu öðru starfi. Maður sér þetta mjög skýrt í íþrótta- félögunum. Grunnurinn að góðu kirkjustarfi er að halda utan um bömin." Bára segist hafa núkinn áhuga á fjölskyldunni og hafi unun af góðum bókmenntum og skrif sjálf bæði smásögur og ljóð og segist líka hafa mikl ánægju af hannyrðunt. „En kannski hef ég mestan áhuga á fólki. sem er mjög nauðsynlegt í þessu starfi.“ Einnig eru þau hjónin mikið áhugafólk um skútusiglingar og er Guðmundur eiginmaður hennar er ný kominn úr hálfsmánaðar siglingu til Skotlands með viðkomu í Færeyjum. Eignmaður Báru heitir Guðmundur Ásmundsson. Þau eiga eina dóttur Önnu Guðrúnu sem er fimm ára. Bára á einn son Halldór Levi frá fyrra hjónabandi Eiginkona Kristjáns er ættuð úr Vallartúni í Eyjum og heitir Guðrún Helga Bjarnadóttir. Þau eiga tvo stráka, Bjama Benedikt og Sigurð Stefán og em í Hamarsskóla. Krisján á líka tvær dætur af fyrra hjónabandi, Ólöfu og Kristínu Rut.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.