Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Page 10
10 Fréttir Föstudagur 11. september 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 13. september Kl. 11.00 messa. Sr. Bára Frið- riksdóttir predikar. Altarisganga. Viðtalstímar prestanna í sal'nað- arheimilinu eru alla virka daga. Mánudaga kl. 17-18 og þriðju- dagatil föstudaga kl. 11-12. Síminn er48l 2916. Boðsími er 845 2834. Sr. Kristján Bjömsson, sóknar- prestur, býr í prestsetrinu að Hólagötu 42. Síminn er481 1607 og farsfminn er 893 1606. Sr. Bára Friðriksdóttir, prestur býr til bráðabirgða að Áshamri 75. Síminn er 481 3185. Framtíðar- prestsetur hennar verður Smára- gata 6, en símanúmerið er ekki enn ákveðið. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Samkomuriiar verðu: Fimmtudag kl. 20.30 samkoma með Mike Bradley trúboða í Ungverjalandi. Föstudagur kl. 20.30 samkoma ineðMike Bradley. Laugardagur kl. 20.30 brotning brauðsins, ræðumaður Mike Bradley. Sunnudagur kl. 15.00 vakn- ingarsamkoma ræðumaður Mike Bradley samskot tekin til trúboðsins íUngverjalandi. Allir hjartanlega velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðventkirkjan Laugardagur 12. september Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir vclknmnir. BahÁÍ SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 HITACHI Ævintýri líkast segir bílstjóri Keikós Halldór fékk haó mikiluæga hlutuerk að aka Keikó frá fluuelli að Bása- skersbniggju. Kcikó er að koma ómaði um alln bæ í gær og greinilegt að börninn voru vel með á nótunum þegar Kcikólestin kom niður Heiðarveg- inn. Allir vildu vera þátttakendur í þessum heimsviðburði. Samt mátti heyra á mörgum að ekki sæist hvalurinn og olli það mörgum vonbrigðum. Skýringar voru samt nægar en allir samt með á hreinu að þessi flutningur væri ekki plat. „En hvað er í kassanum?" ómaði samt og fólk vildi sjá, þó ekki væri nema ugga. Var furða þó að fólki væri spurn í annari eins uppákomu og flumingur Keikós til Eyja var. Þrátt fyrir vel bónaðan bílinn þakinn auglýsingum sem renndi niður Heiðarveginn með hvalinn var spenningur í loftinu og löngun til að fá meira að sjá. Fjölmennið sem fylgdist með fékk þó sjónlöngun sinni svalað þegar kassinn var hífður um borð í pramm- ann sem lá bundinn við Básaskers- bryggju, því þá hallaði kassinn það mikið að bak hvalsins sást lítilega og staðreynd að Keikó var í kassanum en ekki einhver hugmynd um Keikó. Halldór Gíslason sem ók bifreiðinn með hinum dýrmæta farmi sagði að þessi flutningur haft verið ævintýri líkast. „Þetta var náttúrulega mikil ábyrgð sem ég tókst á hendur og kannski gerði ég mér ekki alveg grein fyrir stærðinni og umfanginu þegar ég ákvað að taka þetta að mér. En þetta tókst mjög giftursainlega og ákveðinn léttir að þessu skuli vera lokið.“ Halldór er ekki að flytja milljóna- dæmi fyrsta skipti á löngum bflstjóraferli sínum. ,,Eg hef verið við ýmsa flutninga á æfinni, en aldrei flutt neitt þessu líkt. Ég var hins vegar aldrei í neinum vafa með að Keikó var í kassanum, enda einn fárra sem fékk að kíkja ofan í hann,“ sagði Gísli Atvinna Getum bætt við okkur starfsfólki í fiskvinnslu. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 488 8000. Vinnslustöðin hf. Árnað heilla Foreldrar okkar Pétur Sveinsson og Henný Dröfn Ólafsdóttir urðu 50 ára núna 9.9. og 9.10. Af því tilefni ætla þau að halda veislu í Akóges föstudaginn 11. Sept. kl. 20.00 og bjóða þau vini og velunnara velkomna að samfagna þeim. Bömin. Fjögur ■ banda- rísk fengu að sjá heimkomu Keikós Nan Marr frá Jean-Michel Coustau stofnuninni kom frá Santa Barbara var hér með fjögur bandarísk börn sem fylgdust með komu Keikós til Vestmannaeyja. Stofnunin einbeitir sér að því að sameina jarðarbúa í að varðveita heimshöfin. Er í því sambandi reynt að höfða til allra ráðandi afla hvar sem er í heiminum. Nann Mar sagði í samtali við Fréttir að hún hefði fýlgst með Keikó í nokkur ár og sagði það merkilegan hlut hvað myndin Free Willie hefði vakið sterkar tilfinningar, sérstaklega hjá bömum. ,JLöngu áður en Free Willie Keikó sjóðurinn var stofnaður vom böm farin að senda framleiðundum myndarinnar peninga til að hægt yrði að frelsa háhymingin," segir Nan „En við emm ekki aðeins að leyfa bömunum að kynnast Keikó því við viljum að þau fái að kynnast náttúrinni á sem flestum sviðum." Jean-Miehel Coustau stofnunin er nefnd eftir stofnanda hennar Jean-Michel Coustau sem var heimsfrægur fyrir gerð mynda um lífið í sjónum. Stofnunin starfar báðum megin Atlantshafsins og hefur sonur Jean-Michel Coustau tekið upp merki hans og veitir henni forstöðu. Nýtt gistíheimlli, Nlaría uar opnað í Vestamannaeyjum sunnudaginn. Það eru Maria Tegeder, Guðlaugur Friðhórsson, Hólmf ríður Björnsdóttir og Sæuar Sueinsson sem standa fyrir rekstrinum. Þau hafa ekki staðið í gistiheimilarekstrí áður, en segjast hafa faríð út í hennan rekstur. Dagur hafsins á laugardaginn Árið 1998 var valið ár hafsins. Þetta var gert í alþjóðlegu samhengi til að vekja athygli á hafinu sem umhverfi, þeim vandamálum sem að því steðja á ýmsan máta og því fjölbreytilega lífríki sem það fóstrar. I tilefni af því hafa verið settar upp margar sýningar og ráðstefnur um allan heim til að kynna hafið og lífríki þess. Laugardagurinn 12. september hefur síðan verið valinn alþjóðlegur dagur hafsins. Af því tilefni hafa Rannsóknasetrið í Vesmianneyjum og Náttúrugripasafn Vm. ákveðið að standa fyrir kynningu á hafinu umhverfis ísland og lífrfki þess í Náttúrugripasafninu. Ýmiskonar kynningarefni verður hengt upp til sýnis og skoðunar í safninu frá 12 - ló.september. Niðurstöður úr lundaverkefni grunnskólanema í Vestmannaeyjum verða kynntar, en verkefnið vann til fyrstu verðlauna íkeppni Hugvísis s.l. vor og verður kynnt á umhverfisráðstefnu íBerlín íhaust. Þá verða teikningar úr teiknisamkeppni bama, sem Rannsóknasetrið og Nátt- úrugripasafnið hafa efnt til, sýndar í safninu. Vestmannaeyingar og aðrir eru hvattir til að koma og kynna sér efhi sýningarinnar og í leiðinni safnið, sem ávallt hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða.. Aðgangur að safhinu verður ókeypis þessa daga. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.