Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 2
2 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 E352J3 Öttast læknar atvinnuleysi beri starfsemi íslenskrar erfðagreiningar árangurP -Þessari spurningu var varpað fram á almennum fundi um frumvarp um miðlægan gagnagrunn íAkóges á þriðjudaginn Kári Stefánsson sagði meðal annars að með miðlægum gagnagrunni næðist betri stjornun á heilbrigðisbiónustu á íslandi Rólegt Dránfyrir Lundaball Færslur í dagbók lögreglu sl. viku voru 141 sem ekki telst rnikið, enda rólegt að sögn lögreglu. Helgin sjáli' var frekar róleg, þrátt fyrir að mikill fjöldi hafi verið að skemmla sér á Lundaballinu í Týsheimilinu að kvöldi sl. laugardags og langt fram á sunnudagsmorgun. Gamlarkærurog nýjar Þrjú þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu. Tvö þessara mála voru þjófnaðir á GSM símum, annað málið frá Þjóðhátíð en í hinu tilvikinu var sírna stolið í Týs- heimilinu aðfaranótt laugardagsins 12. september sl. Þriðja niálið var þjófnaður á reiðhjóli frá Búhamri 42 þann 10. ágúst sl. Það vekur nokkra furðu að verið sé að kæra þjófnaði svo seint sem raun ber vitni samanber GSM símann frá Þjóðhátíð og reiðhjólaþjófnað frá því í águst sl. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki mjög óalgengt að kærur berist seint, sérstaklega varðandi reiðhjól. Fólk reynir að hafa upp á hjólunum sjálft, en þegar fokið er í flest skjól er málið kært og beðið um lögregluskýrslu. Er það sérstaklega vegna tiyggingamála sem málin eiu kærð. Arnað heilla Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti, Sólhlíð 21 er 70 ára 27. sept- ember. Þórunn verður að heiman á afmælisdaginn. Elsku amma Vídó. Hjartanlegar hamingju óskir með 70 árin. Þú ert alltaf fallegust og best. Við elskum þig. Englarnir þínir. Kristín Haraldsdóttir Sóleyjar- götu 3 verður 60 ára á morgun, 25. september. Kristín verður að heiman á afmælisdaginn. íslensk erfðagreining og Heilbrigð- isstofnunin í Vestmannaeyjum buðu til alinenns borgarafundar um frumvarp til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í Akóges síðastliðinn þriðjudag. Fundurinn var ágætlega sóttur og boðskapurin virtist falla í ágætan jarðveg hjá áheyrendum. Þrjár framsögur vom haldnar. Kári Stefánsson talaði um notagildi gagna- gmnnsins, Hákon Guðbjartsson talaði um persónuvemd og tæknileg atriði dulkóðunar og Jóhann Hjartarson talaði um lögfræðileg atriði og þjóð- réttarleg álitamál. Að lokum var svo fundarmönnum boðið að varpa fram spurningum til frummælenda. Ekki varð það fjömgur spumingatími, en þó vandaður. Hins vegar fannst mér vanta áhugasaman þingmann, fylgj- andi frumvarpinu þar sem þarna var verið að kynna fmmvarp til laga. Fundurinn var því nokkuð einhliða með frumvarpinu, en samt vegnir kostir og gallar. Kári sagði að ávinninginn af téðum gagnagmnni mætti setja fram í fimm atriðum. í fyrsta lagi væri um fyrir- byggjandi atriði að ræða í læknisfræði, í öðru lagi að hægt væri að ná tökum á kostnaði í heibrigðisþjónustu, en aukinn kostnaður væri eitt stærsta vandamál heilbrigðisþjónustunnar á fslandi í dag. Hvort tveggja þessara markmiða má öðlast með líkanasmíði sem fengist með miðlægum gagna- gmnni. I þriðja lagi benti Kári á þann skilning sem mönnum opnaðist á flóknustu erfðaþáttum heilsu og sjúkdóma. I fjórða lagi næðist betri stjómun á heilbrigðisþjónustu á ís- landi og í fimmta lagi efldi starfsemi fyrirtækisins atvinnuþróun og benti Kári á að nú þegar væm 230 manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Benti Kári á að öll þessi rök réttlættu þá áhættu sem tekin væri með því að fara út í þessa starfsemi, þar sem miðlægur gagna- grunnur hefði úrslitaáhrif á að vel tækist til. Hákon Guðbjartsson útskýrði tæknilega útfærslu dulkóðunar og sagði að persónuvemd yrði tryggð og hún yrði tryggari heldur en sjúkra- skýrslur em nú og hvarflaði því hugurinn að títtnefndum „glámbekk". Hann sagði að upplýsingamar sem unnið yrði úr yrðu dulkóðaðar af starfsmönnum einstakra stofnana og lykillinn geymdur hjá þriðja aðila síðan yrðu upplýsingamar einnig dul- kóðaðar hjá sérleyfishafa. Jóhann Hjartarson útiistaði ýmsa lögfræðilega þætti og sagði að ekkert í íslenskum lögum og alþjóðareglum væri á skjön við útfærslu miðlægs gagnagmnns, eins og hann er hann- aður af íslenskri erfðagreiningu. Kári benti og á að þeir sem gagnrýnt hafa miðlæga gagnagmnninn teldu að þeir sem að honum stæðu væru að því til að blekkja fólk og brjóta lög. Kári sagði þetþa ekki góða forsendu á þeirri leið sem Islensk erfðagreining ætlaði. Vissulega væri verið að skapa verðmæti, en þau væm ekki eingöngu peningalegs eðlis heldur og hagur þjóðarinnar allrar, því að verið væri að búa til þekkingu, sem hins vegar væri erfitt að meta til fjái'. Að lokum svaraði Kári nokkrum spumingum úr sal og vom þær fáar og skorinortar og þeim svarað skil- merkilega samkvæmt bestu manna yfirsýn. Meðal spuminga sem bmnnu á vömm fundarmanna vom: Hvemig verður aðgangur seldur að upp- lýsingunum sem fást með tilkomu gagnagrunnsins? Er Islensk erfða- greining íslenskt fyrirtæki? og svo framvegis. Svo var fundi slitið með þeim orðum fundarstjóra að þeir sem mest hefðu gagnrýnt gagnagmnninn, þ.e. læknar óttuðust líklega að með til- komu hans yrði stigið stórt skref í að eyðaþjáningunni. flrehsturog útafahstur Tvö umferðaróhöpp urðu í sl.viku en engin slys urðu á fólki. Á laug- ardaginn varð árekstur á gatna- mótum Foldtihrauns og Hraunvegar og skemmdust bifreiðarnar tölu- vert. Á sunnudaginn var einnig til- kynnt um útafakstur á Fellavegi, en engar skemmdir urðu á bifreiðinni. Rispuð bífreíð og hraóahstur Tilkynning barst lögregu um að bifreið hafi verið rispuð við verslunina Klett að kvöldi 14. september. Lögreglan óskar eftir vitnum að þessu skemmdarverki. Fimm umferðarlagabrot vom skráð hjá lögreglu sl. viku og þrjú þeirra má reka til hraðaksturs. Sá er hraðast ók var mældur á 74 km/klst á Kirkjuvegi þann 19. september sl. Umboðsmaður barnahomstehhi Þriðjudaginn 22. september átti umboðsmaður bama, Þórhildur Líndal að koma til Vestmannaeyja. Því miður var ófært en Þórhildur segir að markmiðið með heim- sókninni hafi verið að kynna hlutverk umboðsntanns barna og fjalla almennt um réttindamál bama og eiga fundi með nemendaráðum skólanna. Þetta er í áttunda sinn sem umboðsmaður bama hugðist leggja land undir fót til þess að heimsækja umbjóðendur sína í grunnskólum landsins. Þórunn ætlaði að funda með bæjarfulltrúum, formönnum nefnda og embættismönnum bæjarins, en slíkir fundir hafa einnig verið haldnir í fyn'i ferðum hennar. Bærinnkaupirnýtt launakerfi Bæjatráð hefur samþykkl að keypt verði nýtt stýrikerfi og nýtt launakerfi frá Almennu Kerfis- fræðistofunni. Kostnaður við þetta nýja kerfi nernur 575.000 með uppsetningu. Gert er ráð fyrir fjár- hæðinni í endurskoðaðri fjárhags- áætlun. Smáar í óskilum Barnakerra, vínrauð grind en að öðru leyti græn- og bláköflótt. Upplýsingar í síma 481-3054 Ein með öllu PC-tölva til sölu. Cyrix 166+ örgjörvi, 2,5GB harður diskur, 32 MB vinnsluminni, 28,8 Modem, 8X CD-ROM, hljóðkort með útvarpi, 15” tölvustýrður skjár, Office-pakkinn, Windows ‘98, fullt af leikjum og forritum. Sanngjarnt verði. Upplýsingar í síma 481 -2269 og 481 -2241. FRETTIR S Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.