Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 Fjölmennf Hafnarsambandsþing haldið í Eyjum í síðusfu viku: Haflö er flutninga- leið f ramtíðarinnar Ráðstefnugestum uar boðið til ueislu um borð í Herjólfí. Um 123 fulltrúar sóttu ársfund Hafnarsambands sveitarfélaga sem haldinn var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Meginviðfangsefni fundarins var umijöllun um flutningaleiðir framtíðar og fram- tíðarskipan hafnarmála. I ályktun fundarins unt ílutninga- leiðir framtíðar er því beint til samgönguráðherra að mótuð verði stefna í flutningamálum á sjó, landi og lol'ti. Ut frá þeirri stefnumótun verði lögð fram flutnipgaáætlun til áranna 2000 til 2015. í greinargerð kemur fram að mikill kostnaðarmunur er á vegakerfmu annars vegar og sjóleiðunum hins vegar. „Kostnaður við uppbyggingu og rekstur hafnarmannvirkja er mikill en kostnaður við siglingaleiðir er lítill meðan kostnaður við lagningu og viðhald vega er gífurlegur," segir í frétt af fundinum. Áréttað var að tryggja þurfi jöfn samkeppnisskilyrði flutningamáta og er minnt á að sjóflutningar séu umhverfisvænni en landflutningar. „Fundurinn telur mikilvægt að notendur greiði eðlilega kostnaðarhlutdeild í uppbyggingu og rekstri samgöngumannvirkja en það hefði í för með sér aukna sjóflutninga á kostnað landflutninga," segir í greinargerð með tillögunni. I álykun um framtíðarskipan hafnarmála segir að Hafnarsambandið muni hafa frumkvæði að því að skipaður verði samráðshópur samgönguráðuneytis og sambandsins er vinni tillögur unt að breyta skipan hafnarntála þar sem fjögur atriði verði höfð að leiðarljósi. I fyrsta lagi að endurskoða yfirstjórn hafnamála og leikreglur um samskipti ríkis og sveitarfélaga hvað varðar fjármögnun framkvæmda og ákvörðun gjaldskrár. Frelsi hafna verði aukið í gjaldskrármálum þannig að notendur greiði í auknum mæli kostnað við mannvirkjagerð og þjónustu. Hafnir verði flokkaðar eftir fjárhagslegri getu og hafnargjöld ákveðin þannig að stærri hafnir geti staðið undir og borið fulla ábyrgð á rekstri og nýfram- kvæmdum. I fjórða og síðasta lagi segir að setja eigi reglur um hvernig styðja skuli litlar hafnir sem ekki hafa tekjur eða aðrar forsendur til að standa undir rekstri eða nýframkvæmdum. Árni Þór Sigurðsson Reykjavík er formaður Hafnarsambandsins. Aðrir í stjóm eru Pétur Jóhannsson hafnar- stjóri Keflavík, Gísli Gíslason bæjar- stjóri Akranesi, Halldór Jónsson hafnamefndarmaður Isafirði, Brynjar Pálsson formaður hafnamefndar Sauðárkróki, Isak Olafsson sveitar- stjóri Þórshöfn, Sturlaugur Þorsteins- son bæjarstjóri Höfn og Ólafur M. Kristinsson hafnarstjóri Vestmanna- eyjum. Stefnt að fjarnámi á háskólasfigi í Eyjum -Tilraunaverkefni þar sem boðið verður upp á nám í ferðamálafræðum Athyglisvert framtak Stjórnunarfélags I/m: Fundurínnuarvelsöttur. Stjómendur leiddir I allan sannleika um 2000 vandamálið Á föstudagsmorguninn stóð Stjórnunarfélag Vestmannaeyja fyrir morgunverðarfundi um 2000 vandamálið sem öll heimsbyggðin stendur frami fyrir þegar alda- mótin ganga í garð. Vandamálið snýr að tölvum og tölvukerfum sem ekki gera ráð fyrir árinu 2000 í kerfum sínum. Verði ekkert að gert geta afleiðingarnar orðnar afdrifaríkar á sviði viðskipta og samskipta gegnum tölvur og tölvunet. Fundurinn er gott framtak af hálfu Stjórnunarfélagsins sem þama fékk sérfræðing um aldamótavandamálið sem nú steðjar að tölvuheiminum til að útskýra fyrir stjómendum fyrir- tækja og stofnana í hverju vandinn felst. Hjalti Sölvason, framkvæmda- stjóri ráðgjafarsviðs Nýherja, er helsti ráðgjafi fyrirtækisins í alda- mótavandanum. Hann segir að enginn sleppi algjörlega við afleið- ingamar sem má rekja til þess þegar geymslurými í tölvum var það dýrt að það munaði um hvort ártöl vom táknuð með tveimur eða fjórum tölustöfum. Hjalti sagði að íslendingar væm enn ekki famir að bregðast við alda- mótavandanum. Reyndar væri búið að skipa opinbera nefnd sem fjalla á um efnið en Hjalti sagði að það ntundi koma í hlut hvers og eins að takast á við þennan vanda. Á fundinum kom fram að ráðgjafasvið Nýherja hefur lagt mikla vinnu í að þróa og staðfæra aðferðafræði sem dugar íslenskum fyrirtækjum til að glíma við 2000 vandann. Aðferða- fræðin kallast ÁRNÝ og skiptist í fimm þætti, stöðumat, forgangs- röðun, verkáætlun, verkífamkvæmd og endurskoðun árið 2000. Þessi þjónusta stendur fyrirtækjum til boða og verða menn þá að meta hvort þeir þurfa allan pakkann eða einungis hluta hans. Að því er kom fram hjá Hjalta þurfa minni fyrirtæki og einstakl- ingar ekki að hafa svo miklar áhyggjur af vandanum nema hvað lýtur að samskiptum við önnur tölvukerfi. Hann ráðleggur öllum sem kaupa tölvu í dag að prófa hvort hún sé gerð til að takast á við ártalið 2000. Til þess er hægt að fá forrit sem sýnir hvort tölvan er til þess gerð eða ekki. Vilja Fasteignamatið til Eyja: Búum við óskilvirkni Nú er unnið að því að koma á fjarnámi á háskólastigi í Vest- mannaeyjum. Þetta kom í ljós á fundi bæjarráðs síðastliðinn mánu- dag. Þetta er tilraunaverkefni sem er að fara í gang núna og Ijóst að Vestmannaeyjum stendur til boða að taka þátt í þessu verkefni. Bjarki Brynjarsson framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins segir að unnið hafi verið að þessu í nokkurn tíma og það nám sem farið verður af stað með sé í ferðamálfræði. „Það er öll aðstaða til staðar í Vestmannaeyjum til þess að taka þátt í þessu verkefni. Það er til tjarfundabúnaður í Athafnaverinu þar sem kennslan mun fara fram, þá er hægt að fá aðgang að tölvum þar líka.“ Rögnvaldur Ólafsson dósent við Háskóla Islands sem haldið hefur utan um þetta verkefni segir að því sem boðið verði upp á í fjarnáminu megi skipta í tvo hluta. „Annars vegar er um að ræða endurmenntunamámskeið á vegurn Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands. Þau námskeið sem í boði verða í vetur í fjarnámi á vegum Endurmenntunarstofnunar eru spænska fyrir byrjendur og íslenska þar sem farið verður í Grettissögu og námskeið í töflureikninum Exel 97 fyrir fjármálafólk, en það nám fer fram á Intemetinu. Hins vegarerum að ræða tilraun til þess að koma almennu námi við Háskólann á fjarkennslubrautina. Þetta er nýtt íjögurra eininga valnámskeið við jarð- og landfræðiskor er nefnist inngangur að ferðamálafræðunt en til að geta skráð sig í það nám þarf stúdentspróf eða sambærilega menntun." Rögnvaldur segir að námið sé í fyrirlestraformi, en nemendur geti svo nálgast fyrirlestrana og ýmiss konar ítarefni á Intemetinu. Síðan fara sam- skipti milli nemenda og kennara fram á tölvupósti, eins og skil verkefna og slíkt. „Við emm að þreifa okkur áfram á þessu sviði, en ef vel gengur er stefnt að því að kenna fleiri námskeið í ferðamálafræði á þennan hátt á næstu misserum. Námskeiðið hófst 7. september og enn geta nem— endur skráð sig á námskeiðið, ef þeir telja sig geta unnið upp tveggja vikna vinnu.“ Þeim landshlutum sem gefst kostur á að taka þátt í námskeiðinu þar sem fjarfundabúnaður er til staðar auk Vestmannaeyja em Neskaupstaður, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir, ísa- fjörður, Blönduós og Reykjavík. Á námskeiðinu er markmiðið að kynna viðfangsefni ferðamálaffæði og helstu hugtök. Fjallað er unt samfélagslegar orsakir ferðamennsku og áhrif á umhverfi, samfélag og hagkerfi. Jafn- framt er fjallað um sköpun ímyndar ferðamannastaða, hagsmunaárekstra við aðra landfreka atvinnustarfsemi og ýmis form ferðamennsku svo sem fjöldaferðamennsku og sjálfbæra ferðamennsku. Kennari á námskeið- inu er Anna Dóra Sæþórsdóttir. Fastir fyrirlestrar verða á mánudögum kl. 17:00. Rétt er að hvetja Vestmannaey- inga til þess að nýta sér þennan möguleika. Hægt er að skrá sig í síma 5254923 /24 og /25, senda fax 5254080, nota tölvupóstinn endurm@rhi.hi.is, eða skrá sig um Intemetið http://www.hi.is/Endurm. Einnig geta áhugasamir haft samband við Rannsóknarsetur HÍ í Vest- mannaeyjum í síma 481-1111. Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var samþykkt að fela bæjarstjóra að skrifa Fasteignamati ríkisins og óska eftir því að að það setji upp útibú nú þegar í Vestmannaeyjum. Kvartað hefur verið yfir óskilvirkri þjónustu Fasteignamatsins í Eyjum og brýna nauðsyn beri til þess að bæta skilvirknina með því að opna útibú í Eyjum. Þorgerður Jóhannsdóttir bæjarfull- trúi segir að fasteignamatinu hafi nú verið skipt niður á landshluta og að Vestmannaeyjum sé nú þjónað frá Selfossi og það sé engan veginn fullnægjandi. „Hér áður var maður í hlutastarfi við fasteignamat í Eyjum og var full þörf á og þörfin hefur ekkert minnkað og sérstaklega í Ijósi þess að kvartað hefur verið um þjón- ustu fasteignamatsins sé nauðsynlegt að fá mann til starfa hér í Eyjuni." Ekki náðist í Samúel Smára Hregg- viðsson umdæmisstjóra Fasteigna- mats Suðurlands sem Vestmannaeyjar heyra undir og haldið hefur utan um fasteignamat í Eyjum. Ólafur Magnússon forstjóri Fast- eignamats ríkisins, sagði að meint óskilvirkni fasteignamats í Eyjum kærni sér á óvart. „Eg get ekkert sagt um þetta mál á þessu stigi og rétt að fá bréf ífá bæjarstjóra áður en ég tjái mig um málið.“ Sigurður Einarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það vera skoðun bæjaryfirvalda að nauðsyn- legt sé að hafa útibú frá Fast- eignamatinu í Eyjum og að það líði allt of langurtími milli þess að maður komi frá Selfossi, sem þjónar Vest- mannaeyjum nú. „Þjónustan hefur ekki þótt nógu góð og fólki hefur fundist þetta ganga hægt fyrir sig, og því væri best að hafa mann hér sem hefði umsjón með þessum málum. Þetta er nauðsynlegt fyrir bæjarfélagið vegna álagningar fasteignagjalda, ekki síður en fyrir einstaklinga sem eru í íbúðakaupum.“ Sigurður segir að breyting á þessu muni auka þjónustuna og hlutastarf muni koma í bæinn. „Þá munu verða ferskari og réttari upplýingar um fasteignir í bænum og óþarfi að senda mann á einhverra mánaða fresti til þess að taka út fasteignir hér í bæ,“ sagði Sigurður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.