Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Síða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 Að vera dóttir lista- manns s -Olöf Anna myndlistarkona og Helga Jónsdætur, dætur Jóns Gunnars Arnasonar myndhöggvara, rifja upp samskiptin við föður þeirra sem lést fyrir nokkrum árum. Ollýoy Helga fyrfr framan myndina af Heímakletti sem faðir þeírra málaði í einni af heimsóknum sínum tíl Eyja. Ólöf Anna myndlistar- kona og Helga Jónsdætur eru dætur eins þekktasta mynd- listarmanns þjóðarinnar, Jóns Gunnars Árna- sonar myndhöggvara sem lést langt um aldur fram úr hvítblæði. Jón Gunnar vann lengi hjá Sindra við járnsmíðar en rak líka eigið verk- stæði. Jón Gunnar á myndir á opinberum stöðum víða um land og er líklega þekktasta verk hans Sólfarið sem stendur við Sæbrautina í Reykjavík. Helga hefur búið í Vestmannaeyjum í 21 ár, en Ólöf kemur reglulega til Eyja til að heimsækja systur sína og taka inn stemmningu Eyjanna, og rifja upp gamla tíma þegar hún var á vertíðum í Eyjum. Þriðja dóttir Jóns Gunnars er Þorbjörg og er heimspekingurog kennir í námsflokkum Reykjavíkur. Ólöfeða Ollý eins og hún er kölluð, var í Eyjum á dögunum við ákváðum að hittast og spjalla um listina, lífið, dauðann og Eyjar. Síðar um daginn bættist Helga svo í spjallið. VlL SJÁ EINN AF BÁTUNUM HANS PABBA í EYJUM „Það er fallegt hérna,“ segir Ollý. „Fólkið vinalegt, andrúmsloftið gott og margt við að vera. Ég vcit að pabba leið mjög vel að koma hingað. Helga systir er með nokkur verka pabba heima hjá sér og þar á meðal tvo báta, en við systurnar eigum helling af verkum sem liggja eftir hann. Líklega eru bátarnir níu eða ellefu sem við skiptum á milli okkar. Fyrir utan það að Eyjar eru nú mikill útgerðarstaður gæti ég séð fyrir mér einhvern bátinn stækkaðan upp og honum komið tyrir á fallegum stað hér í Eyjum. Það yrði mikil prýði að slíku.“ Ollý segir að pabbi hennar hafi legið mikið rúmfastur þegar hann var barn. „Hann var með astma, svo að hann lá mikið í rúminu. Hann skoðaði því bækur og myndir og teiknaði mikið og fór þá að fá áhuga á myndlist. Ég á meðal annars mynd eftir hann frá því hann var sjö eða níu ára gamall og Helga systir á líka eina mynd eftir hann frá þessum tíma.“ Jón Gunnar og Anna Sigurborg Thorlacius móðir þeirra systra skildu 1968 eftir tólf ára hjónaband, þegar Ollý var þriggja ára. „Þá bjuggum við á Flókagötunni. Mamma er mjög jarðbundin, róleg og góð kona. Ég held hún hafi aldrei hækkað róminn einu sinni. Síðan hvorki heyrði ég hann né sá þar til ég var tíu eða ellefu ára gömul. Þá var hann með vinnustofu uppi á Grettisgötu. í sama húsi og Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir búa núna. Ég man alltaf eftir því að skúlptúrinn Hjartað stóð þar á miðju gólfi. Þá var hann líka mikið í kringum Súmarana og ég að þvælast með honum. Á þessum árum var hann einnig farinn að búa með Elísabetu Gunnarsdóttur. Þá var hann líka að vinna í Sindra sem jámsmiður. Hann lærði jámsmíði, en hann langaði alltaf til þess að verða myndlistarmaður. Foreldrar hans vildu hins vegar að hann færi í hagnýtt nám og jámsmíði varð fyrir valinu, sem kom svo sannarlega að notum í listinni því flest verka hans em unnin í jám. Ég man til dæmis eftir því þegar hann var á Grettisgötunni og ég var að korna þangað með vinkonur mínar að hann var með hænu þar í búri. Síðan vissi ég ekki meira af honum, eða hafði lítið samband við hann fyrr en ég er sautján eða átján ára. Þá byrjuðum við fyrst að kynnast almennilega. Hann var reyndar aldrei mikið fyrir böm. „Þetta eru svoddan óvitar að það er ekkert hægt að tala við þetta. Hvað haldiði að þau skilji,“ sagði hann. Á þessum ámm er hann skilinn við Elísabetu og farinn að búa með myndlistarkonunni Rúrí í Garðastræti 2.“ Eyjalíf Ólöf segir að eyjalíf hafi einhvern veginn fylgt henni í lífinu, því hún fór oft með pabba sínum út í Flatey á Breiðafirði á þeim tíma þegar Jón Gunnar var með vinnustofu á Grettisgötunni. „Ég á mjög góðar og skemmtilegar minningar þaðan með pabba. Þar kenndi hann mér allt varð- andi fuglalífið, steinana, náttúruna og leyndardóma hennar, enda var hann mikill náttúruunnandi og veiðimaður. Þar bjó hann til fyrsta hnífinn handa mér og kendi mér að beita honum, jafnt til að tálga og skera út með, en líka til þess að beita honum gagnvart manni í bardaga. En einnig kenndi hann mér að bera virðingu fyrir vopninu. Seinna kenndi hann nrér svo að skjóta af riffli. En það var skemmtilegur félagssakpur úti í Flatey. Þar komu margir listamenn, eins og bræðumir Sigurður og Kristján Guðmundssynir, Ólafur Jónsson. Einar litla skáld, Hreinn Friðfinnsson Guðmundur P. Ólafsson, Þór Vig- fússon og fleiri. Það var alltaf mikið að gerast í kringum þá og aldrei dauður tími. Ég var náttúrulega ung þá en ég fékk að vera með í öllum samræðum. Það voru haldin heljar- innar matarboð og veislur og mikið bras og læti og spekúlasjónir í kring- um listina. Það voru allir alltaf að gera eitthvað og skapa.“ SkAPMTKTT ,T. LJÚFLINGUR Sérðu þig dálítið líka honunt í skapi og háttum? „Já ég geri það. Ég held að ég sé mjög lík honum í skapi. Hann var skapmikill og skapbráður, en um leið gat hann verið mikill ljúflingur, blíður og hjartahlýr. Hins vegar drakk hann mikið og alveg frá því ég man eftir honum, var hann með whisky eða campari í glasi. Hann bar drykkjuna hins vegar vel og ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni séð vín á honum fyrr en undir það síðasta þegar hann var orðinn veikur." Ollý byrjaði í Myndlista- og hand- íðaskólanum árið sem Jón Gunnar dó og segir að myndlistin hafi verið eins og sjálfsagður hluti af lífinu. Hins vegar hafi myndlistin og fjölskyldan átt betri samleið hjá henni heldur en hjá Jóni Gunnari. „Ég vil samt ekki láta þekkja mig á þeirri forsendu að ég sé dóttir Jóns Gunnars og vil ekki kynna mig þannig. Ég vil bara vera sjálfstæð í minni list. Ég vann samt mikið með honum síðustu fjögur árin sem hann lifði. Fyrri tvö árin þegar hann var með vinnustofu uppi á Korpúlfstöðum og seinni tvö árin bjó ég með honum í bakhúsi við Lauga- veg 28. Þá kenndi hann mér mjög ntikið í sambandi við jámið og grjótið, þessi hörðu efni og eitt og annað kom í ljós sem hefur blundað í mér lengi." Ollý hefur aldrei haldið sýningu og finnst það ekkert atriði að vera búin að hrúga niður tugum sýninga. „Ég vil bara koma fram þegar ég er tilbúin. Að vísu er ég að vinna að minni fyrstu einkasýningu, sem mig langar til að halda í Ásmundarsal. Ég hef tekið þátt í tveimur samkeppnum og fengið verðlaun fyrir þær báðar. Önnur var á vegum Útflutningsráðs þar sem búa átti til skúlptur sem átti að vera viðurkennigargripur ráðsins það árið. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónas- sonar fékk þá viðurkenningu og þar er skúlptúrinn sem ég kalla ..Kverkina". Svo tók ég þátt í samkeppni á vegum Seltjamamesbæjar. Ég vann þessa samkeppni, en verkið er úr ryðfríu stáli og heitir Speglun. Það erfjönjtíu metra langt og þrír metrar á hæð og er ætlað á vegg sundlaugarinnar á Seltjarnamesi. Þetta eru nú þær tvær viðurkenningar sem ég hef fengið fyrir mína list í lífinu. Þetta verk verður afhjúpað í mars eða apríl á næsta ári, en í kjölfarið á því langar mig að halda einkasýningu. Mér finnst ég vera tilbúin núna.“ Hugmyndin SKIPTIR MESTU MÁLI Ollý segir að hún sé þannig gerð að hún vilji geta gert grein fyrir sínum hlutum og láti ekkert frá sér nema hún sé fullkomlega sátt við það. „Hug- myndir mínar em kannski að þróast í mörg ár, og ég bæti svo við smátt og smátt. En hugmyndin hjá mér er númer eitt tvö og þrjú. Hún er alltaf grunnurinn að verkinu. Hugmynda- laust verk er ekki neitt neitt. Útfærsla í efni kemur svo á síðari stigurn. Þetta er líka það sem pabbi kenndi mér, að þróa hugmynd. Pabbi kenndi mér að vera alltaf með eitthvað að skrifa á, því allt í einu kæmi einhver hugmynd. Kannski yrði hún að einhverju eða þá að ekkert varð úr henni. Hann var alltaf sískrifandi niður. fór í göngu- ferðir, sat á kaffihúsum og spáði í málin. Þannig vann hann og ég ólst upp við þessi vinnubrögð í listinni." Nú hefur ekki farið mikið fyrir þér í íslenskum myndlistarheimi. Finnur þú ekki til einhverrar einangrunar? „Ég held ekki. Reyndar á ég þrjú böm og hef kannski þess vegna látið sjálfa mig sitja svolítið á hakanum. Listin er þannig að ég sest ekkert niður og ætla mér að fæða einhverja hugmynd. Hún kemur bara allt í einu og ég get geyrnt rnínar hugmyndir og gert eitthvað annað á meðan. Þá sinni ég mínum bömum, vaska upp og baka. en ég get ekki unnið úr þeim á meðan umhverfið truflar mig með einhverju öðm. Þetta tekur allt sinn tíma. Góðirhlutirgerasthægt. Éghef líka trú á því að annað hvort sé maður fæddur listamaður eða ekki. Þetta er ekkert sem hægt er að læra. Annað hvort ertu listamaður eða ekki og það fylgir þér þar til þú deyrð. Hver segir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.