Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 11
Fimmtudagur 24. september 1998 Fréttir 11 að rétti tíminn sé endilega þegar maður er ungur. Það er ekkert að því að nota límann til þess að hugsa og þroskast. Og talandi um einangrun, þá man ég eitt skondið sem pabbi sagði við mig og það var að bjóða aldrei öðrum listamönnum inn á vinnustofuna þína, sama hversu góðir vinir þeir annars væm.“ Helga systir, Keikó og Sjónþingið Fram að þessu höfum við Ollý setið á kaffihúsi að spjalli og við ákveðum að rölta upp á Hásteinsveg þar sem Helga systir hennar býr og halda áfram spjallinu þai' og skoða nokkrar myndir eftir Jón Gunnar sem em í eigu Helgu. Eg spyr hana á göngunni hvað hafi rekið hana til Eyja að þessu sinni? „Eg er að heimsækja Helgu systur og skoða Keikó í leiðinni og svo fór ég auðvitað á Sjónþingið hans Bjama.“ Það rennur eitt og annað í gegnum hugann á göngunni sem ekki verður tíundað að þessu sinni. Innan stundar emm við komin á Hásteinsveginn og göngum inn í reisulegt hús. Helga tekur á móli okkur og býður kaffi í eldhúsinu. Helga fluttist til Eyja árið 1975 og hefur því búið í Eyjum í 23 ár. Hún er gift Erling Arnasyni sem hefur verið kokkur á Sighvati Bjamasyni VE 81 í fimmtán ár en sjálf hefur hún unnið í fiskvinnslunni. Þau ráku kjötvinnslu fyrstu árin sem þau bjuggu í Eyjum en hættu því. Einnig var hún að vinna hjá Verkakvennafélaginu Snót í nokkur ár en fór svo aftur í fiskinn. „Við komum hingað til þess að prófa og ætluðum að vera í tvö ár, en svo ílengdist maður og er hér enn. Það em engar sérstakar skýringar á því. Maður hélt bara áfram að vera héma, en það fylgja því líka margir kostir og mér finnst rosagott að búa hér.“ Athvarf í Eyjum Helga segir að Jón Gunnar hafi komið nokkrum sinnum til Eyja og hafi þá dvalið hjá henni. „Hann kom til Eyja til þess að heimsækja dóttur sína,“ segir Helga. „En líka til þess að komast í samband við eitthvað annað en Reykjavík. Hann var mikill nátt- úmmaður og skynjaði hana mjög sterkt hér í Vestmannaeyjum. eins og sést kannski á mynd sem hann málaði út um gluggann hjá mér af Heima- kletti. Hann hini krossviðarplötu sem hann fann sig knúinn til þess að mála eitthvað á. Þetta er grófmáluð mynd af Heimakletti og bænum. Þessi mynd er mjög ólík öllu sem hann gerði síðar í sinni myndlist þar sem ákveðinn fínleiki og ró er yfir.“ GÓÐIR TEIKNARAR Langaði þig aldrei í myndlistina Helga? „Nei, en hins vegar erum við syst- umar ágætir teiknarar og mamma reyndar líka, þannig að við höfum þetta í okkur. En ég og Tobba höfum aldrei farið út á þessa braut. Tobbaer meira á heimspekilegu nótunum.“ Er það inspírandi fyrir þig sem myndlistarmann að koma til Eyja Ollý? ,Já það er það. Alveg rosalega gott. Það er líka alltaf gott að skipta um umhverfí og hreinsa hugann og drekka inn sjóinn og náttúruna. Eg geng mikið héma og reyni að vera snemma á morgnana til þess að geta hugsað í ró og næði. Þannig er þetta svipað atferli og hjá pabba. Samt er þetta mér algerlega ómeðvitað. Það er ekki fyrr en maður fer og sest niður og fer að spá í það og maður vaknar við það að svona fór pabbi minn að. Hann gerði líka eitt sem kom sér ágætlega fyrir mig. Hann tók mig líka oft með á alla fundi í sambandi við kaup og sölu og staðsetningu verka. Mér þótti það reyndar hundleiðinlegt og skildi ekkert í því hvers vegna ég þyrfti að koma með á þá. En ég held að hann hafi verið meðvitað að búa mig undir það sem að koma skyldi og ég held að ég hafi lært mikið á því. En það getur verið mikið þrekvirki að tala við embættismenn og sérfræðinga á þeirra vegum." Galdurinn Ólöf segir sem dæmi um það, verk sem heitir „Galdur“ og Jón Gunnar gerði fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur. „Það er reyndar ekki komið upp enn þá og er skömm að finnst mér. Verkið á að vera framan við aðalinngang sjúkrahússins og kemur þar í hring- lagaform eða brunn sem þar er. A börmum hans rísa svo galdrafígúrur úr ryðfríu stáli, þær ná síðan niður fyrir barmana og út á stéttina í kring þar sem aðrar fígúrur rísa svo líka. I brunninum er svo vatn sem fígúrumar speglast í. Hins vegar ef verkið er séð úr lofti þá blasir við gamalt galdratákn sem lækningakraftur fylgir. I þessu verki er grunnhugmyndin hins vegar Sólfaríð sem stendur uið Sæbraut í Reykjauík. Jon Gunnar flrnason myndhöggvari. sú að lækna og Ifkna, og á að höfða beint til þeirra sem berjast við sjúkdóma og dauða á spítalanum. Hann gerði þetta verk þegar hann lá á spítalanum og hélt einnig sýningu þar á teikningum og skissum að því. Með honum vann að þessu verki, ásamt mér, Kristinn Hrafnsson mynd- listannaður. En það var eins og hann ætlaði ekkert að deyja fyrr en hann væri búinn með þetta verk, en hann dó tveimur dögum eftir að hann lagði blessun sína yfir verkið 21. apríl 1989.“ Benedikt Gestsson Jón Gunnar var maður sem tekið var eftir s -segir Þór Astþórsson eða Fúddi á Sóla um kynni sín af listamanninum Þó að Jón Gunnar hafi ekki dvalið langdvölum í Vestmannaeyjum, þá kom hann fyrst til Eyja 1957 og vann þar við samsetningu olíugeyma. I Eyjum kynnist hann Þór Astþórssyni (Fúdda), bróður Gísla J. Ástþórssonar blaðamanns og teiknara, en Fúddi aðstoðaði Jón Gunnar síðar við nokkur verkefni. Árið 1962 - 63 rak hann lítið fyrirtæki með Fúdda um nokkurra mánaða skeið, en það hafði að markmiöi að framleiða stálgrindur utan um mjólkurhyrnur. Jón Gunnar hannaði svo sérstaka vél sem sá um framleiðsluna, sem gekk það vel að þeir félagar ákveða að hætta. Fúddi segir að Jón Gunnar hafi komið til Eyja á vegum Sindra hf„ til þess að setja upp svartolíutank íyrir gúanóið og var hér á þriðja mánuð. „Þessi tankur stendur held ég enn vestan við Lifrarsamlagið. Þeir komu þrír frá Sindra hingað og Jón Gunnar var strax áberandi, vegna þess hve ákveðinn hann var. Það var Ifka gott að fá nýjan mann. Hann talaði allt öðm vísi, en heimamenn. Hann dreymdi opinskátt, ef svo má segja. Hann var kannski einum of hreinskilinn stundum, en ég hreifst af þessum náunga og við urðurn góðir vinir. Hann var mjög flinkur smiður og smíðaði tank eins og honum sýndist.“ Síðar endumýjuðu Fúddi og Jón Gunnar kynni sín í Reykjavík. „Hann var að smíða grátumar í Skálholts- kirkju og fékk mig til að aðstoða sig við það. En það varð allt að list í höndunum á honum. Hann átti alltaf skemmtilegar og óvenjulegar lausnir á öllu sem hann fékkst við og það sem hann gerði hafði karakter. Seinna fómm við svo í þessa mjólkurhymugrindaframleiðslu og vomm við það í bílskúr á Hringbrautinni. Það gekk svo ______________________ vel að við ákváðum að hætta því, enda átli ekki við Jón Gunnar að framleiða sama hlutinn daginn út og inn.“ Fúddi segir að Jón Gunnar hal'i verið kjaftfor maður, stundum grimmur en líka blíður. „Við einhvern veginn smullum saman. Þegar hann kom til Eyja bauð ég honum heim og reyndar þeim þremur frá Sindra sem voru að vinna við tankinn. Mér fannst þeir svolítið einmana og við fengum okkur whisky Jón Gunnar drakk alla tíð whisky og ég held líka daginn sem hann dó. Eg veit ekki hvemig stóð á því að við náðum saman. Eg held að kannski hafi ég aldrei tekið mark á honum, þegar hann var með töffarastælana sína. En hann var maður sem tekið var eftir. því hann hafði allt annan stíl en hér tíðkaðist í Eyjum. Hann sýndi alveg nýja hlið á tilverunni og var orginal.“ „Það hefur aldrei hvarflað að þér að fara út í listsköpun? „Nei. Kannski langaði mig. Ég hef kannski handlagnina, en ég var frekar rnikil gunga, en það var nokkuð sem Jón Gunnar var ekki." Fúddi segist hafa hitt Jón Gunnar síðustu mánuði og daga áður en hann dó. „Ég vissi hins vegar ekki að hann væri svona veikur. Ég man að ég keyrði hann upp á Korpúlfsstaði, líklega einum þremur mánuðum áður en hann dó. Ég fór ekki rétta leið og allt í einu erum við í kirkjugarðinum í Gufunesi. Þá sagði Jón Gunnar: „Mér liggur ekki þetta mikið á.“ Fúddi segir að hann telji Jón Gunnar einn besta skúlptúrista á Islandi. „Það var gaman að fá að kynnast honum og vinna með honum frá olíutanki í Eyjum að listaverki. Hann var stórkostlegur listamaður í öllu sem

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.