Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Síða 13
Fimmtudagur 24. september 1998 Fréttir 13 a fer hann til KR-inga sem beðið hafa í 30 ár? Þurfum að eiga toppleik segir Hlynur Stefánsson, fyrirliöi ÍBV „Blessaður vertu, ég er ekkert að velta mér upp úr þessu, það er allt of snemmt, ég er bara í vinnunni núna,“ sagði fyrirliði ÍBV, Hlynur Stefánsson þegar við töluðum við hann í gær og inntum hann eftir hvernig leikurinn á laugardaginn legðist í hann. „Ég hugsa að knattspyrnuráðsmenn séu langtum spenntari en við í liðinu. En sjálfsagt á eftir að magnast upp einhver spenna þegar nær dregur helginni." Hlynur sagði að farið yrði á Hótel Örk í dag og dvalið þar fram að leik. Það hefði verið gert fyrir bikar- úrslitaleikinn og gefist vel. En nú er þetta útileikur hjá ÍBV. Hvemig leggst það í fyrirliðann? „Já, það er rétt og út af fyrir sig gæti það haft eitthvað að segja. Og KR- ingar verða trúlega f nreirihluta meðal áhorfenda. En við eigurn líka okkar stuðningsmenn og þeir ná langt út fyrir raðið ÍBV, t.d. á ég ekki von á öðru en að Ólafsfirðingar styðji okkur. Svo hlýtur það að vera okkur til góða hve marga úrslitaleiki við erum búnir að spila undanfarin tímabil, við stöndum vel að vígi þar.“ Nú dugar ÍBV jafntefli til að ná fslandsmeistaratitlinum. Verður spilað upp á það? „Nei, það verður spilað til sigurs. Það hefur aldrei hentað okkur að spila vamarleik og við förunr ekki að taka upp á því í síðasta leiknum, það er bara ekki í okkar eðli. Þó er það ákveðinn plús fyrir okkur að staðan skuli vera þessi. Þetta þýðir að þeir verða að skora, þeir verða að taka ákveðna sénsa og þá gæti opnast hjá þeim og skapast möguleikar fyrir okkur. Ég er hóflega bjartsýnn eins og alltaf. Við þurfum að eiga toppleik á laugardaginn og eins þarf heppnin að vera með okkur. En gangi það hvort tveggja upp þá emm við óhræddir,“ sagði Hlynur Stefánsson að lokum. Hlynur hefur með mönnum sínum haft í mörg horn að líta í sumar. fl hað við bæði deild og bikar auk hess sem ÍBV tók hátt í Európukeppninni. Á myndinni sést hvar hann skiptist á fánum við fyrirliða júgóslavneska liðsins Obelic sem var andstæðingur Eyjamanna í Evrópukeppnínni. ÍBV-ballí Týsheimilinuá laugardaginn ÍBV-íþróttafélag í samráði við þjóðhátíðamefnd stendurfyrir ÍBV- balli í Týsheimilinu á laugardags- kvöldið. Hljómsveit GEIR- MUNDAR VALTÝSSONAR mun leika fyrir dansi. Ef ÍBV verður íslandsmeistari má búast við mikilli sigurhátíð í Týsheimilinu. Við skulum að sjálfsögðu vona hið besta! Sáfimmti íröðhjáZoran? Zoran Miljkovic, vamarjaxl ÍBV, er sigursælasti útlendingurinn í íslenskri knattspyrnu. Hann varð íslandsmeistari með Skaga- mönnum þrú ár í röð. í fyrra varð hann íslandsmeistari með ÍBV og nú á hann möguleika á því að verða íslandsmeistari fimmta árið í röð! Geri aðrir betur. Hittumst á Glaumbar Stuðningshópur IBV í Reykjavík vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu Eyjamanna og stuðningsmanna ÍBV sem tóku þátt í að skapa þá umgjörð sem var í kringum bikarúrslitaleikinn þann 30. ágúst. Um leið viljum við minna ykkur á að við ætlum að hittast á Glaumbar laugardaginn 26. september og hita upp fyrir leik KR og ÍBV. Húsið verður opið frá hádegi og verðum við með IBV-vaming til sölu og einnig verða seldir miðar á leikinn. Rútuferðir verða á leikinn. Mætum tímanlega og byggjum upp hina einu sönnu Eyjastemmningu og látum heyra vel í okkur á vellinum. Nú er að duga eða drepast. Allir á völlinn. Komum fagnandi. Stuðningsmannahópur IBV. Ekki fyrsti úrslitaleikurinn ÍBV hefur einu sinni áður spilað hreinan úrslitaleik um ís- iandsmeistaratitil, 1972 gegn Keflavík sem ÍBV tapaði 0-4. Liðin höfðu verið jöfn að stigum en þá gilti ekki að vera með betri markatölu sem ÍBV hafði. á KR-velli laugardaginn 26. sept. 1998 kl. 16.00 Fjölmennum á mikil- vægasta leik í sögu ÍBV. FORSALA aðgöngumiða hjá ESSO Básaskersbryggju. Miðaverð: Fullorðnir 1000 • Börn 300 HERcTÓLFSPAKKI Á LEIKENN: Pullorðinspakki S800 Unglingapakki 1650 Ssso oííii fiJOM fitnin ~2EOO kall samipakkili/rir12-15 ára kostar kr. 1650 Herjólfur og Sérleyfísbílar Selfoss hafa einnig ákveðið að slá af g jaldskrám sínum. Pakkaferð með Herjólfi á Keikinn kostarbvíaðeins 2800krónur. Æm. Allir ér leikinn afram Innifalið í pví verði eru ferðir með Herjólfi báðar leiðir, rúta til og frá Reykjavik og miði á leikinn ■II

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.