Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Page 15
Fimmtudagur 24. september 1998 Fréttir 15 Á tindl Mount Blanc í fimnitíu metra skyggni -Þrír Eyjapeyjar Idiíii þetta hæsta íjall Vestur-Evrópu í sumar og gekk allt að óskum á uppleiðinni. Á leiðinni niður snerist dæmið við og komust þeir í hann krappan svo um munaði. Á meðan þeir tókust á við íjallið fórust 15 manns á tveimur dögum. Sjálfir lentu þeir í að bjarga manni sem hafði gefist upp ísstálið klifið. Einar örn oa Dauíð bera síy fay inannlega að við klifur á leiðinni á tindinn. Nauðsynlegur búnaður kostar ekki undir 400 búsund krónum. Að eiga sér draum um fjall er eitthvað sem flestir láta sér nægja að eiga með sjálfum sér og eru sáttirvið að horfa á það úr hæfilegri fjarlægð. En ekki eru allir þannig þenkjandi og ráðast til uppgöngu og iinna ekki Iátum fyrr en toppnum er náð. I þeim hópi eru Eyjapeyjarnir Bjarni Halldórsson, Davíð Friðgeirsson og Einar Örn Arnarsson sem þann 16. ágúst sl. stóðu á tindi Mount Blanc. Bjarni og Davíð voru í sömu sporum á síðasta ári en núna átti að reyna við Matterhorn sem ekki gaf færi á sér og til að gera eitthvað ákváðu þrímenningarnir að ráðast til atlögu við Mount Blanc sem reyndist engin skemmtiganga. Sérstaklega er niðurleiðin þeim minnisstæð þar sem þeir urðu að fara yfír nær ófæran skriðjökul. Segjast þeir ekki hafa séð hann svartari í áralangri fjallamennsku. Allt fór þó vel og allir þrír komust þeir heilir til byggða. Fjöllin írcista Bjami, Davíð og Einar Öm, sem allir eru félagar í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja, em ekki fyrstu Eyja- mennimir sem sigrast á Mount Blanc. Það gerðu nokkrir ungir menn úr Hjálparsveit skáta í Vestmanna- eyjum árið 1973. En nú eru þessir ungu menn orðnir gömlu mennimir að mati Bjama sem gaf sér tíma til að rekja ferðasöguna fyrir blaðamann Frétta. Þrátt fyrir ungan aldur eru þeir engir nýgræðingar í fjallamennsku. Bjami, sem er 20 ára, byrjaði tólf ára, Davíð er jafngamall, byrjaði ári seinna og Einar Örn sem er 23 ára hefur stundað klifur í nokkur ár. „Við byrjuðum í fjöllunum hér heima og fómm svo upp á land þar sem gengið var á jökla og sigið,“ segir Bjarni. Þama kviknaði sá neisti sem skilað hefur þeim upp á hæsta tind í Vestur- Evrópu og e.t.v. alla leið upp á tind allra tinda, sjálfan Mount Everest. Bjami segir að þeir hafí ekki þurft að leggja sérstaka áherslu á æfingar íyrir ferðina, reynslan hafi þegar verið til staðar. „Við emm orðnir vanir jöklum og þurftum aðallega að koma okkur í gott form. Það gerðum við sem kom sér líka vel því daginn sem við fómm á toppinn urðum við að ganga sleitulaust í 22 klukkutíma." Tólcst í annarri tilrann Frá Islandi flugu þeir til Múnchen þaðan sem haldið var til Charmonix sem er franskur bær á landamæmm Frakklands og Italíu. Þaðan er lagt á Mount Blanc sem trónir 4803 metra upp úr Ölpunum. Charmonix er í 1000 metra hæð og fyrsti áfanginn er farinn í kláf sem er sá lengsti í heimi og nær upp í 3842 metra hæð. Þar sváfu þeir í kofa til klukkan eitt um nóttina þegar lagt var á fjallið. Reyndar var þetta önnur tilraunin í þessari ferð en fjómm dögum áður urðu þeir að hverfa frá vegna veðurs. Var bæði hvasst og rigning og aðstæður mjög erfíðar. „Sumarið var erfitt í Ölpunum í sumar og um það leyti sem við vomm þama fómst 15 manns á tveimur dögum við að reyna við Mount Blanc. Allan tímann sem við vorum þama voru þyrlur að sveima yfír að leita að líkum Ijallgöngumanna sem höfðu hrapað.“ Þessar staðreyndir öftmðu ekki þremenningunum frá því að leggja í hann. „Við fómm erfiðari leiðina og urðum að klífa þijá tinda áður en við komust á leiðarenda. Veðrið var mjög gott og færið gott eftir að veður hafði kólnað aftur. Heiðskírt var og gott skyggni en fljótt skipast veður í þetta mikilli hæð og því áttu félagamir eftir að kynnast áður en yfír lauk. Bjami segir að þessi leið sé ekki talin hættuleg nema á einum stað en þó megi alltaf búast við snjóflóðum eins og er á ljöllum yfirleitt. Uthcimtir þjálfun og th'ran búnað Ganga á Mount Blanc telst ekki lengur til stærstu afreka í fjalla- mennsku en það er ekki þar með sagt að hver sem er sem telur sig í þokka- Iegu Iíkamlegu formi geti smeygt sér í gönguskó og lagt í’ánn. Þetta gera menn ekki nema að hafa reynslu í klifri og vel út búnir. Telur Bjami að búnaður hvers og eins kosti ekki undir 300 - 400 þúsund krónum á mann. A nokkrum stöðum þarf að klífa með öllum tilheyrandi fjalla- búnaði og á leiðinni er einstigi, um metri á breidd og til beggja handa er hyldýpi svo skiptir þúsundum metra. En vom þeir í hópi með öðmm? „Nei,“ segir Bjami að bragði. „Við vorum bara þrír saman á línu. Það kostar offjár að fá leiðsögumann, einar 40 þúsund krónur. Við Davíð höfðum farið þetta áður og við treystum á okkur sjálfa." Hann segir að slysasögurnar hafi ekki haft svo mikil áhrif á þá því oftast sé það illa búið fólk sem lendir í slysum. „Við rákumst á einn sem var orðinn kaldur og búinn að gefast upp. Hann var illa haldinn af hæðar- veiki og lá þama fyrir fótum okkar ásamt vini sínum. Við kölluðum á þyrlu til að bjarga þeim með því að skjóta flugeldi niður í fjallið. Þyrlan kom og hirti upp jxssa tvo menn sem eru dæmi um menn sem fara illa búnir á fjallið.“ Bjami segir að lítið sé fylgst með fólki sem leggur á fjallið, þar fer hver á eigin ábyrgð en fundu þeir fyrir hæðarveikinni? „Við tókum verkja- töflur áður en við lögðum af stað og tókum þær nokkmm sinnum á leið- inni. Við fengum því ekki hausverk en önnur einkenni hæðarveiki í þessari hæð eru ælupest og niður- gangur. Það er svo aftur þegar menn eru komnir í enn meiri hæð að hætta er á lungna- og heilabjúg." Ferðin upp gekk að óskum enda færið gott en lítið fór fyrir útsýninu þegar toppnum var náð. „Þegar við stóðum á tindi Mount Blanc var skyggnið ekki nema 50 metrar. Við Davíð urðum því að láta okkur nægja að rifja upp hvemig útsýnið var árinu áður þegar við stóðum í sömu sporum í heiðskíru veðri. Það var frábært og ekki hægt að lýsa því hvað það var fallegt. Aftur á móti verður Einar að láta sér nægja að hlusta á lýsingar okkar af dásemdinni," segir Bjami. Aldi'ei orðið eins hræddir Eftir að tindinum var náð var bara um eina leið að ræða, niður. Þeir fóm aðra leið niður og átti gatan framundan að vera greið. Annað átti eftir að koma á daginn og á niður- leiðinni urðu þeir fyrst hræddir. „Þessi leið er löng og aflíðandi og því oftast valin til niðurferðar. A leiðinni er þó skriðjökull sem í fyrra var enginn farartálmi. Þegar við komum að kofa rétt fyrir ofan skriðjökulinn kemur í ljós að hann hafði skriðið mikið fram og var sem næst ófær. Um leið kom í ljós að Davíð hafði týnt broddunum,“ segir Bjami. Það var því dökkt útlit en kalla þurfti til þyrlu til að finna nýja leið yfir jökulinn. Þeir ætluðu að ná að kláfferjunni fyrir klukkan 6 um kvöldið en þá fór hún síðustu ferð niður. Töfin ofan við skriðjökulinn gerði allar áætlanir um að ná kláfferjunni að engu. „Klukkan var orðin 6 þegar við loksins komumst af stað. Eg var fremstur og Einar Örn aftastur og á milli okkar var Davíð sem var broddalaus. Leiðin var í einu orði sagt hrikaleg. Jakar á stærð við Landakirkju og Hvítahúsið héngu yfir okkur og var virkilega tvísýnt að reyna að fara með broddalausan mann. Á sumum stöðum varð Einar Öm að láta Davíð sfga og svo þurfti ég að hífa hann upp. Ofan á allt var myrkrið að skella á. Spmngumar lágu í allar áttir, við heyrðum stöðugar sprengingar í jöklinum og undir honum heyrðum við í beljandi fljóti. Það var því margt sem gerði þetta ferðalag ógnvekjandi og á eftir vomm við sammála um að við hefðum aldrei orðið lrræddari á ævinni,“ segir Bjami en þeir voru þrjá tíma að klöngrast yfirjökulinn. „Við komum af jöklinum um klukkan 9 og þá áttum við eftir sem nemur einum Hvannadalshnjúk niður í bæ. Leiðin þangað lá eftir göngustíg og vorum við komnir niður um miðnætti. Þá vorum við búnir að vera 22 klukkutíma á göngu. Vorum við gjörsamlega að niðurlotum komnir og ég var með harðsperrur í þrjá daga á eftir. Andlega vomm við líka algjör- lega búnir.“ Aðaspurður segir Bjami að það hafi verið mistök að týna broddum og að athuga ekki hvemig færðin var á leiðinni niður. „Við töldum þetta allt í lagi vegna þess að jökullinn var greiðfær þegar við fómm þessa leið í fyrra. Eftir því sem okkur skildist hafði jökullinn hlaupið fram nóttina á undan þannig að það var ekki von að við vissum af því," svaraði Bjami. Hann segir erfitt að útskýra hvað menn fá út úr fjallamennsku. „Maður fær mikið út úr því að sigra eitt fjall og ég mæli með fjallgöngu við hvern sem er. Þetta tekur fram öðra sporti sem ég hef reynt,“ segir Bjarni en hvað um framhaldið. Er Mount Everest inni í myndinni. „Næsta ár emm við ákveðnir í að komast á Matterhorn. Mount Everest er æðst allra fjalla og æðsta takmark allra fjallgöngumanna. Ég get ekkert sagt um það núna hvort við eigum eftir að reyna við þetta hæsta fjall heims. Það verður alla vega ekki fyrr en eftir átta til tíu ár,“ sagði Bjarni að lokum. Staddir á hæsta tindi Vestur Evrópu Mount Blanc í 50 metra skyggni. F.v. Einar Örn, Bjarni og Davíð. Kláfurinn nær að tindínum lengst til vinstri en baðan burftu beir að klífa brjá tinda áður en kom að Mount Blanc. Neðst til hægri er skriðjökullinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.