Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Side 17
Fimmtudagur 24. september 1998 Fréttir 17 varðar gæði kennslu og námsárangur. Þessari spumingu svöruðu einungis kennarar. Mjög vel sögðu 3,85%, nokkuð vel 50%, svipað sögðu 34,62%, nokkuð illa og mjög illa enginn og ekkert svar gáfu 11,45%. Mögulegt er að spyrja hvort önnur viðhorf í könnuninni endurspegli þessa afstöðu kennaranna sjálfra. Þetta álit kennara endurspeglast hins vegar í því áliti sem þeir telja að skólinn hafi hjá bæjarbúum. Slíkri spurningu var beint til allra sem þátt tóku í könnuninni (kennarar og starfsfólk). Mjög gott álit sögðu 9,52%, gott álit- sögðu 42,86% hlutlausir voru 35,71%, slænrt álit og mjög slæmt álit sögðu engir og 11.9% svöruðu spurningunni ekki. Sum sé, kennarar álíta að bæjar-búar hafi svipaða skoðun á skól- anum og þeir sjálfir. Þrátt fyrir að 65% foreldra lýsa viðhorfum sínum til skólans sem nokkuð jákvæðum. En rétt er að gera hér greinarmun á foreldrum og almennum bæjar-búum í könnuninni. Að lokum er svo þátttakendum gefinn kostur á að taka frarn eitthvað annað sem þeinr finnst ábótavant eða af hinu góða. Hér koma nokkrar athugasemdir, jafnt frá kennurum sem öðru starfsfólki: „Vantar rneira fjármagn í skólakerfið." „Ég vil taka fram að þótt hér komi margt neikvætt fram í svörum er margt annað sem er jákvætt, enda kýs ég að vinna þrátt fyrir allt á þessurn vinnustað. Tel ég að þar vegi þyngst bömin sjálf sem skólann sækja, vinnutíminn og launin." „Þarf að ítreka aftur ýmsar reglur við kennara. Eins með þá og bömin. „Þeir finna ekki allt á sér.“ Hrósa þeim öðm hvoru.“ „Síðan foreldrakönnunin var gerð hefur orðið mikil breyting til batnaðar og eru það einkum stundatöflur yngri bama. Nýtt húsnæði og samfelldari skólatími." „Ég vona að þessi könnun komi til með að bæta gæði skólastarfsins." Könnun á viðhorfum nemenda í Barnaskóla Vestmannaeyja Könnunin var lögð fyrir 20. nóvember 1997. Alls svöruðu 236 nemendur eða 94,4% af þeim 250 nemendum sem skráðir voru í 5. - 10 bekk. Könnunin var nafnlaus og lögð fyrir að kennurum fjarstöddum. Úrvinnsla fór fram í Kennaraháskóla Islands. Eftirfarandi formáli var að spum- ingalistanum. „Hér fyrir neðan eru nokkrar spumingar um viðhorf þín til skólans. Þessum spumingum ert þú beðin(n) að svara eftir bestu samvisku. Svör þín em afar mikilvæg því verið er að meta skólann í því skyni að gera hann enn betri. Þú svarar spumingunum með því ða setja X við það svar sem þér finnst best eiga við hverju sinni. A nokkmm stöðum þarftu að skrifa stutt svör. Einnig getur þú sett athuga- semdir á línumar aftast. Nafnið þitt kemur hvergi fram.“ Það gætir líklega sjaldnast meiri hreinskilni en þegar böm og unglingar fá að tjá sig í könnunum, samt er líka ákveðin tilhneiging hjá þeim til þess að ýkja og jafnvel vera með svo kallaða „stæla“ og töffaraskap. Þó virðast ekki vera neinar afgerandi öfgar í svömnum, hvort sem þau bjóða upp á neikvæð eða jákvæð svör. Við fljótlegan yfirlestur má því sjá að toppar í svörum verða meira á meðalkúrfunni. Þar má sjá ákveðna fylgni við álit kennara á skólanum og viðhorfum sem kennarar telja að bæjarbúar hafi til skólans. Annað er það í þessari könnun urn viðhorf bamanna að þau em miklu persónulegri og snerta meira til- finningar nemandanna. Á meðan hinar tvær kannanirnar bjóða frekar upp á almennari spurningar. Strákunum líður veiT Fyrsta spumingin sem lögð er fyrir nemendur er: Finnst þér skólinn þinn góður eða slæmur'? Mjög góður segja 14,47%, nokkuð góður 45,96%, sæmilegur 32,34%, ekki góður 4,68%, mjög slæmur 2,13% og 0,43% svara ekki spumingunni. Hvort líður þér vel eða illa í skólanum? Afar vel Fjöldi: 59 %: 25,11% Nokkuð vel 87 37,02% Sæmilega 69 9,36% Illa 10 4,26% Mjög illa 7 2,98% Ekkert svar 3 1,28% Þessi 1,28%, sem ekki svara, jafngilda þremur nemendum. Þessi tala kemur mjög oft upp og ósjálfrátt fær maður á tilfinninguna að þetta séu alltaf sömu nemendumir sem neita að svara. Ef svörin við líðaninni í skólanum eru skoðuð eftir kynjum, þá líður strákum verr í skólanum og er það í samræmi við aðrar hliðstæðar kannanir á landinu. Eftir kynjum líta niðurstöðumar svona út. 21,55% drengja líður afar vel, en 28,95% stúlkna, 33,62% drengja líður nokkuð vel. en 41,23% stúlkna, 32,76% drengja sæmilega og 27,19% stúlkna, 6,03% drengja líður illa en 1,75% stúlkna, 5,17% drengja líður mjög illa en engri stúlku. 0,86% drengja og 0,88% stúlkna svara ekki spurningunni. Ef svörin eru skoðuð eftir bekkjum virðist nemendum líða verst í áttunda bekk eða 11,43% segist líða mjög illa. Hvað finnst þér um að skipta hópum í hægferð/hraðferð eins og gert er í efstu bekkjunum? Fjöldi % Mjög gott 67 29,91% Nokkuð gott 57 25,45% Sæmilegt 48 21,43% Slæmt 20 8,93% Mjög slæmt 32 14,29% Varðandi afstöðuna til hægferðar og hraðferðar eru hér til samnaburðar skoðanir foreldra úr foreldraönnuninni Fjöldi % Mjög sátt(ur) 128 41,4% Nokkuð sátt(ur) 74 23,9% Hef ekki skoðun 46 14,9% Fremur ósátt(ur) 28 9,1% Mjög ósátt(ur) 31 10% Ekkert svar 2 0,6% Nemendum var líka gefinn kostur á því að gera athugasemdir. já- kvæðar/neikvæðar við námið, skól- ann, kennarana, félagslífið o.s.fr. Hér fara á eftir nokkrar athugasemdir. Flestar athugasemdir voru gerðar við kennarana eða 43 nemendur. Við námið gera 38 nemendur athuga- semdir, 30 nefna félagslífið, 26 að- stöðu/aðstöðuleysi og 19 hrósa skól- anum og náminu, 12 gera athuga- semdir um skólareglur, 7 segjast engar athugasemdir hafa, 6 kvarta yfir gangavörðum, 2 leggja til að skipt verði um skólastjóra, 2 nefna stríðni og leiðinleg samskipti. Aðrar athuga- semdir: „Ekki vera leiðinleg því að við erum bara krakkar ekki fullorðnar manneskjur", „kennari á að tala við böm eins og fullorðna.“ Einhver mótsögn er f þessari setningu. En svo er nú það. LESENDABREF - Ragnar Oskarsson bæjarfulltrúi skrifar ,4gj|^ Hlegið og grátíð Sigurður Einarsson upplýsir okkur bæjarbúa um það í síðustu Fréttum að hjá sér sé oft skammt milli hláturs og gráts. Þetta virðist í fljótu bragði hin merkilegasta yfirlýsing og sjálfsagt léttir hún nokkuð á Sigurði. Ég held hins vegar að margir hafi vitað þetta fyrir fram því Sigurður getur að sögn verið ódrepandi gleðigjafi þegar sá gállinn er á honum og öllum er auk þess kunnugt um þátttöku hans í grátkór Kristjáns Ragnarssonar og félaga þar sem Sigurður fer með eitt af mikilvægustu hlutverkunum. Hann er því svo sannarlega vanur hvoru tveggja, að hlæja og gráta. Kannski á hann eftir skrifa fasta dálka um gráts- og hlátursreynslusögur sínar í kom- andi framtíð. Við hljótum að bíða spennt. Krafa Vestmannaeyjalistans Öll urðum við Vestmannaeyingar vitni að þeim gleðilega atburði er háhymingurinn Keikó kom hingað til Vestmannaeyja. Framkvæmd flutn- ingsins tókst í alla staði vel ef frá er skilin bilun í hjólaútbúnaði flugvélar bandaríska hersis sem flutti hvalinn hingað. Sú bilun olli því hins vegar að Vestmannaeyjaflugvöllur var lokaður almennri flugumferð frá föstudags- morgni til sunnudagsmorguns. Á þeim tíma lágu flugsamgöngur niðri. Víst geta óhöpp af þessu tagi lokað flugvelli um stundarsakir. En það er jafn víst að bandaríski herinn, sem hefur yfir að ráða fullkomnustu tækni og tólum gat að sjálfsögðu þegar á föstudeginum gert ráðstafanir til þess að flytja flugvélina úr stað svo að unnt væri þá þegar að taka upp flug- samgöngur til og frá Eyjum. Þá kröfu settum við bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans fram og studdum hana rökurn. Við þessari kröfu „brast“ Sigurður hins vegar í hlátur, honum fannst það einfaldlega hlægilegt að setja fram kröfu um að samgöngur okkar Vestmannaeyinga væru með eðlilegum hætti. Sigurður var meira að segja svo „smekklegur" í grein sinni að búa til úr þessu brandara þar sem hann m.a. gerir lítið úr ungum og efnilegum íþróttamanni héðan úr Eyjum. Á meðan Sigurður síðan sló sér á lær hló að brandara sínum „verndaði" bandaríski herinn okkur Vestmannaeyinga frá „óþarfa“ flug- umferð. Sorglegur undirlægjuháttur I grein sinni lýsir Sigurður yfir van- þóknun sinni á göngu minni yfir Vestmannaeyjaflugvöll laugardaginn 11. sept sl. Sú gagnrýni á í raun fullan rétt á sér við allar venjulegar aðstæður. Ég gekk hins vegar yfir flugvöllinn umræddan dag til þess að ganga úr skugga um hvort íslensk eða banda- rísk yfirvöld hefðu lögsögu þar. Bandaríski herinn taldi sig svo sann- arlega hafa þessa lögsögu þvf ein- kennisbúinn hermaður stöðvaði mig og vísaði mér út af vellinum. Hann gat hins vegar ekki sýnt mér nein skilríki sem heimiluðu honum þessa lögsögu svo ég taldi mér ekki skylt að hlfta fyrirmælum hans. Hefðu íslensk yfirvöld hins vegar vísað mér frá hefði ég að sjálfsögðu hlítt slíku. Mér finnst Sigurður ætti frekar að mótmæla því harðlega að bandarískur hermaður reyni að hindra ferðir íslensks ríkisborgara á gönguferð í stað þess að hnýta í mig vegna málsins. Ég hef þó grun um að heilagleiki bandaríska hersins sé svo mikill í huga Sigurðar að slík mótmæli komi hreint ekki til greina af hans hálfu. Slíkur undir- lægjuháttur er sannarlega dapurlegur og sorglegur og væri full ástæða fyrir Sigurð að sýna á sér hina hliðina og gráta hástöfum þennan undirlægjuhátt sinn. Ýmsirmöguleikar Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans studdu komu Keikós hingað til Vest- mannaeyja m.a. með því að sam- þykkja aðkomu bæjarins að málinu á mörgum sviðum. Við höfum á engan hátt viljað gera málið pólitískt eins og sjálstæðismenn hafa því miður gert. Við sjáum fjölmarga möguleika í náinni framtíð varðandi hvalinn. í því sambandi má nefna vísindarannsóknir af ýmsu tagi, möguleika á sam- þættingu ýmissa raungreina í skólum bæjarins við þessar vísindarannsóknir, möguleika í ferðamannaiðnaði o.s. frv. Við teljum það hins vegar vera grundvallaratriði að tekjur sem af þessum möguleikum hljótast verði eftir í Vestmannaeyjum en renni ekki eitthvert annað eins og því miður gerðist þegar ferðaskrifstofa í Reykja- vík hagnaðist verulega á sölu gistingar þegar hingað komu ýmsir gestir til að fylgjast með komu Keikós. Þar stóðu sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sig heldur betur illa í stykkinu. Við treystum því að slíkt eða annað svipað komi ekki upp aftur. Við bæjar- fulltrúar Vestmannaeyjalistans erum ávallt tilbúnir til þess að leggja okkar af mörkum svo vel megi til takast. Reynslan sýnir einfaldlega að á því sviði er okkar sannarlega þörf. Möguleikarnir eru margir og full ástæða er til að nýta þá með bjartsýni og samstöðu að vopni. Höfundur er bœjarfulltrúi Vestmaimaeyjalistans

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.