Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Page 1
Velkomin í heimsókn! 430 sjómenn Sjómannslíf, sjómannslíf, draum- ur hins djarfa manns... orti Ási í Bæ forðum. Sjómenn í Vestmannaeyjum munu um ókomna tíð gegna lykilhlutverki í okkar sjávarplássi. í dag eru fastráðnir sjómenn á Eyjaflotanum hvorki fleiri né færri en 430 eða tæplega 10% af heildarfjölda Vestmannaeyinga. Eyjaflotinn meO fjóranng loanukvótans Nýi Lóðsinn verður til sýnis á laugardaginn. Hann var smíðaður í Skipa- lyftunni í Vestmannaeyjum, til hægri má sjá gamla Lóðsinn. Skipum sem eru með skráða heimahöfn í Vestmannaeyjum er úthlutað hvorki meira né minna en tæplega fjórðungi loðnukvót- ans, eða 24,2%. Þá hefur Eyjaflotinn yfir að ráða 19,8% af síldarkvótanum, 18% af humarkvóta, 16,4% af ýsu, 15% af ufsa og 7,3% af þorski. Samtals er úthlutað aflamark skipa í Eyjaflotanum fyrir fiskveiðiárið sem er nýhafið, þ.e. 1. september 1998 til 31. ágúst, 42.303.811 tonn. Á laugardaginn eru allir bæjarbúar velkomnir að kynna sér útgerð, fiskvinnslu, fiskimjölsverksmiðju, Eyjaís og Lóðsinn. Kosta smiai hafrann- sóknaskíps íslenskir útvegsmenn eru í farar- broddi íslensks sjávarútvegs og stuðla að margþættum rann- sóknum, menntun og fræðslu á sviði hans. Sérmenntuðu fólki á ólíkum sviðum sjávarútvegs fjölgar. Hafrannsóknir eru nauðsynlegar til að afla sem gleggstra upplýsinga um lífið í sjónum en nú þegar hafa íslenskir útvegsmenn samþykkt að kosta smíði hafrannsókna- skips. Það er hlutverk íslensks sjávarútvegs að styrkja hafrannsóknir og þróun vísinda á sviði sjávarlíffræði og hafrannsókna. Heimboð vestmanneyskra útvegsbænda á laugardaginn frá kl. 15-18 í 5 skip í Eyjaflotan- um, í vinnslusal (sfélagsins, fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og Eyjaís. rm rið 1998 er AR HAFSINS. f _ 1 Útvegsbændur í Vest- mannaeyjum ætla á laugar- daginn, frá kl. 15 - 18, að bjóða Vestmannaeyingum í heimsókn í nokkur skip í Eyjaflotanum, í vinnslusal ísfélagsins, fiski- nijölsverksmiðju Vinnslustöðv- arinnar, Eyjaís og nýja Lóðsinn. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir alla bæjarbúa til að koma um borð í frystitogara, loðnuskip, vertíðarbáta, skoða vinnslusal með nýjustu tækni, fiskimjölsverksmiðju sem upp- fyllir ströngustu reglugerðir um mengunarvarnir og verksmiðju sem framleiðir ís í bátaflotann. Skipin 5 og Lóðsinn munu verða til sýnis við Binnabryggju í Friðarhöfn gegnt Vinnslustöðinni. Sjómenn taka á móti fólki og skýra út það sem fyrir augu ber. Veitingar verða urn borð, tóniist o.fl. I Isfélagi, Vinnslustöðinni og Eyjaís mun starfsfólk taka á móti gestum og leiða ykkur í allan sannleika um framleiðsluna. Veitingar verða á þessum stöðum og um borð í bátunum verða fræðslumyndir um sjávarútveg í sjónvarpstækjum. Fyrir skömmu hleypti Lands- samband íslenskra útvegsmanna af stokkunum fræðsluátaki sem kynna á nokkur grundvallaratriði fiskveiða og fiskveiðistjórnunar fyrir almenningi. Atakinu er ýtt úr vör í tilefni af ári hafsins og vonast er til þess að það muni glæða áhuga og auka þekkingu landsmanna á undirstöðuatvinnu- vegi íslensku þjóðarinnar. Afkoma okkar byggist á fisk- veiðum. íslenskir útvegsmenn telja mikilvægt að Islendingar hafi glögga mynd af viðfangsefnum sjávarútvegs, möguleikum hans og þýðingu fyrir þjóðarbúið. Útvegs- mönnum þykir það einnig miklu varða að landsmenn hafi þekk- ingu á því með hvaða hætti verðmætasköpun í útveginum verður til; á veiðum og vinnslu og við hvaða aðstæður íslensk útvegsfyrirtæki búa með tilliti til alþjóðlegrar samkeppni. Að auki er mikilvægt að kynna hvernig veiðum er stjórnað til þess að tryggja skynsamlega og hag- kvæma nýtingu mikilvægustu auðlindar íslensku þjóðarinnar. Vel rekin útvegsfyrirtæki auka almenna hagsæld á Islandi. Þau hleypa lífi í verslun og þjónustu og skapa fjölda atvinnutækifæra. Sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífs á landsbyggðinni. Útgerð, fiskvinnsla og skyid atvinnustarfsemi verður í fyrir- sjáanlegri framtíð uppistaðan í atvinnulífi Vestmannaeyinga og flestra byggðarlaga allt í kringum landið. mmmm Á morgun, föstudag, verður dreift getraunablaði til grunnskólanema í tilefni af ÁRI HAFSINS og heimboði útgerðar og fiskvinnslu á laugardaginn í Vestmannaeyjum frá kl. 15-18. Allir krakkar eru boðnir sérstaklega velkomnir í fylgd með fullorðnum um borð í bátana og í ísfélagið, Vinnslustöðin og Eyjaís. Svarið spurningunum á getraunablaðinu sem þið fáið í skólanum á morgun og skilið vel merktum í kassa um borð í einhverjum af bátunum sem verða til sýnis. Dregið verður úr réttum svörum. í vinning eru þrír tölvuleikir og 20 bolir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.