Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 16
IJr Fréttir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Setið fyrir svörum - Sigurjón Guðmundsson talar til Eyja Að passa inn í samfélagið Sigurjón Guðmundsson er brottfluttur söng- og bankamaður. „Það gerði mér gott að læra að vinna með fullorðnu fólki. Ég byrjaði að vinna í fiski þegar ég var ellefu ára og vann í einn mánuð. Þegar maður byrjar svona snemma að vinna fyrir peningum lærir maður að bera virðingu fyrir því að hafa atvinnu.“ Þetta segir Sigurjón Guðmundson, 44 ára brottfluttur Vestmanna- eyingur sem býr í Vesturbænum í Reykjavík. Hjá Sigurjóni er stutt í glettni og húmor en hér er hann spurður spjörunum úr um lífið og tilveruna og þá er hann íhugull og alvarlegur. Hann heldur áfram að tala um sumarvinnuna. „Sumarkaupið dugði allan veturinn, maður keypti sér fatnað á haustin sem entist fram að næsta hausti og svo dugðu vasapeningamir fram á vor. Þegar ég var í fram- haldsdeildinni í Gagganum veturinn 1971-72 skammtaði ég mér 500 krónur á viku og lifði kóngalífi. Eg hef alla tíð verið sjálfbjarga með peninga og það hefur skipt mig miklu máli.“ Sigurjón segir það hafa verið mikil- vægt að taka ungur þátt í atvinnulífinu, það hafi líka þótt sjálfsagt á þessum tíma, áður en reglur frá Evrópu- sambandinu gerðu það að verkum, „að þetta heilbrigða uppeldi er kallað barnaþrælkun. Mér finnst þetta rugl," segir hann. ÞAÐ ÞÓTTI FÍNT AÐ VINNA í BANKA Sigurjón var 25 ára þegar hann flutti til Reykjavíkur 1979, þá hóf hann söng- nám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan áttunda stigi 1984. "Mér l'annst gott að flytja til Reykjavíkur. Þegar ég var lítill þá þótti manni alltaf dálítið hátíðlegt að koma til höf- uðborgarinnar þannig að ég hafði góða tilfmningu fyrir borginni. Reykjavík er falleg borg sem tók mér vel. Þegar ég kom hingað hafði ég ákveðnar fyrirætlanir um framtíðina. Ég hafði fengið loforð fyrir vinnu í Útvegsbankanum og fengið inn í Söngskólanum. Ég hafði markmið sem ég fylgdi eftir, ég fór úr einni rútínunni inn í aðra ekki ósvipaða. Þannig að ég varekki beinlínis að leita að sjálfum mér þegar ég kom hingað. Það kom seinna.“ í söngnum eru margir kallaðir en fáir útvaldir. „Þegar ég var búinn með áttunda stig í almennu deildinni, var ég orðinn leiður á þeim fylgifiski námsmannalífsins að vera alltaf blankur svo ég ákvað ég að taka mér tveggja ára frí sem stendur enn.“ Og ertu sáttur við það? „Já ég er það. Auðvitað stóð alltaf til að fara í framhaldsnám til útlanda en á þessum tímamótum varég orðinn þreyttur á námsmannlífinu. Við leigðum þrjú systkinin saman íbúð og leigumakaðurinn var mjög erfiður þá ekki síður en nú svo að ég keypti mér íbúð og hélt áfram að vinna.“ Með námi vann Sigurjón í Útvegs- bankanum. En af hverju valdi hann banka? „í minningu bamæskunnar situr það í mér að það þótti fínt að vinna í banka og þar hefði fólk ágætar tekjur. Sú minning hefur örugglega sín áhrif. En svona ef maður horfir á þetta al- varlegri augum þá held ég að það hafi haft sitt að segja að banki er stór vinnustaður sem býður upp á möguleika á því að maður vinni sig upp og ég heíd að ég hafi haft það á bak við eyrað að ef söngurinn yrði ekki ofan á þá yrði ég vel settur með vinnu íbankanum.“ Sigurjón vinnur nú sem þjónustufulltrúi og veitir ráðgjöf við verðbréfakaup í íslandsbanka í Lækjargötu. Hann hefur bæði langa starfsreynslu í bankanum og hefur sótt námskeið hjá Bankamannaskólanum sem er rekinn af Samtökum banka- manna. „Bankinn er skemmtilegur starfsvettvangur, ég hef mikið samband við fólk og það frnnst mér ánægjulegt. Ég vildi ekki vinna í svokölluðum bakdeildum bankans, það væri meira eins og hrein skrifstofuvinna, en hugsanlega færir maður sig þangað einhvem tímann." Ætlar AÐ ENDA Á Hraunbúðum Sigurjón hefur mikil tengsl við Vestmannaeyjar. Foreldrar hans og tveir eldri bræður búa þar en tvö syst- kini hans búa í Reykjavík. „Héma áður fyrr sagði ég oft að ég byggi í Reykjavík en ætti heima í Vest- mannaeyjum, en þá var mér bent á að Árni Johnsen segði þetta alltaf og þá hætti ég að nota þennan frasa. Staðreyndin er nú samt þessi og ennþá er það meira en helmingur ævinnar sem ég hef búið í Vestmanneyjum. Ég hef hugsað mér að enda á Hraunbúðum,“ segir hann ákveðinn. „Mér finnst Vestmannaeyjar ennþá fallegasti staður á jarðrfki og þar á ég heima.“ Afhverju? „Bemskuslóðirnar eiga oft mjög sterk ítök í huga fólks og einhvem veginn held ég að rætumar segi meira til sín hjá fólki sem kemur frá svona smáu og nánu samfélagi þar sem samkenndin er meiri en annars þekkist. Fólk gleðst vel saman og tekur þátt í lífi hvers annars hvað sem á gengur." Hann veltir þó vöngum og segir: „Auðvitað sé ég samfélagið ennþá eins og það var fyrir 20 ámm þegar ég flutti. Ég hugsa t.d. til þeirra daga fyrir gos þegar fólk klæddi sig upp til að fara í bíó á sunnudagskvöldum. Það var sýnd ný mynd á hverju sunnu- dagskvöldi og það fóm allir í bíó. Þetta var fyrir daga myndbands- væðingarinnar. Ég held að mynd- bandsvæðingin hafi farið illa með félagslífið á landsbyggðinni. Áður þurfti fólk að hafa fyrir allri af- þreyingu sjálft, skapa eitthvað og skemmta sér saman. Þegar ég bjó í Eyjum tók ég mikinn þátt í fé- lagslífinu, ég var í kórunum og Leikfélaginu. Ég veit að það hefur margt breyst t.d. eru samgöngur orðnar mjög góðar núna. Fyrir gos þótti fólki það mikið ef einhver fór tvisvar á ári upp á land. Það hét að vera alltaf uppi á landi. Núna þykir það ekkert tiltökumál þótt fólk fari tvisvar í mánuði upp á land!“ Leikhúsið BYGGÐI MIG UPP En hvers vegna fórstu og hvers vegna ertu ekki fluttur þangað aftur fyrst að Eyjamar em þér alltaf efst í huga? „Hér í Reykjavík á ég mitt líf. Óperukórinn skiptir mig miklu máli og bankinn líka. Ég er hommi,og ég held að það væri ekkert auðvelt líf í Eyjum. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að það hafi átt sinn þátt í þvi að ég fór þaðan. Innst inni vissi ég strax sem unglingur að ég var hommi en ég afneitaði ég því lengi. Núna hefur samfélagið breyst. það er orðið opnara og kannski breytir það engu hver kynhneigð manns er, en um það get ég í rauninni ekkert sagt. Þannig er það nú bara. Fólk sem ekki fcllur inn í samfélagið á einhvem hátt þarf oft að fara burt í stærra samfélag til að þroskast og hafa möguleika á að rækta það sem í þeim býr. Hjá mér er það söngurinn og samkynhneigðin. Ég er þeim hæfi- leika gæddur að geta sungið og það hefur gefið mér óskaplega margt. Ég hef verið í Ópemkórnum frá 1982 og tekið þátt í mörgum skemmtilegum uppfærslum. Þarna fær maður líka útrás fyrir sýningarþörfma, að vera uppi á sviði og syngja fallega tónlist. Þetta hefur gefið mér mikið félagslega og andlega. Persónulega hefur það hjálpað mér mikið að í leikhúsinu sér maður margt ólíkt fólk sem er metið af verkum sínum. Það fær viðurkenningu fyrir það sem það er að gera og er viðurkennt eins og það er. Þar skiptir ekki máli hvort fólk er samkynhneigt eða gagnkynhneigt. Þetta hjálpaði mér mjög mikið þegar ég var að stíga það skref að koma út úr skápnum. Það skref steig ég ekki til fulls fyrr en fyrir fjórum árum. Það er mikilvægt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og samfélaginu hver maður er og þegar mér leið sem verst og togstreitan var sem mest óttaðist ég bæði umhverfíð og sjálfan mig. Þá byggði mig upp andlega að sjá til fólks af sama sauðahúsi sem fékk viðurkenningu fyrir verk sfn og var metið út frá eigin forsendum." SÖNGURINN GERIR MÉR LÍFIÐ BÆRILEGT „Síðan ég kom úl úr skápnum hef ég verið virkur í Samtökunum '78, þar er ég í hópnum „Ást“, (áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf) sem samanstendur af fólki sem hefur á- huga á kristinni trú og stöðu samkyn- hneigðra innan Þjóðkirkjunnar. Þetta er líf mitt í hnotskum. Oft kem ég þreyttur á kóræfingar en í lok þeima líður mér bæði andlega og líkamlega betur. Söngurinn gerir mér lífíð bærilegt. Afkomu mína á ég hins vegar undir vinnunni í bankanum og alla jafna vegur hann þyngra. En söngurinn er vitanlega stór hluti af mér.“ Sigurjóni líkar vel lífíð í dag. „Ég hef góða vinnu, skemmtilegt áhugamál, hitti stráka öðru hvoru og allt þetta gefur lífinu gildi.“ Texti: Þórný Jóhannsdóttir Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóhi Islands Fulltrúar Vestmannaeyja í sýningu íslensku óperunnar á Aidu 1987. Sigurjón með Bryndísi Brynjúlfsdóttur, Bryndísi í Brynjólfsbúð og Ragnheiði Sigurðardóttir, Röggu í Stakkagerði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.