Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Fréttir 15 Aðgangur er ókeypis Vinsamlegast skráið þátttöku hiá íslandsbanka í Vestmannaeyjum, Kirkjuvegi 23, í síma 481 1800 fyrirkl. 16:00 þriðjudaginn 17. nóvember nk. ;Xiölldaber,lK' $3*0* Kristín Halldórsdóttir, Sædís Eva Birgisdóttir og Sigurður Einisson. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 8900 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is Fylgi maður Guð -Litið við á námskeiði fyi Á föstudaginn var var haldið námskeið fyrir fermingarbörn í Eyjum. Það var Hreiðar Örn Stefánsson sem var umsjónar- maður og mótsstjóri fermingar- námskeiðsins, en honum til að- stoðar var Kristín Þórunn Tómas- dóttir héraðsprestur Kjalarness- prófastsdæmis. Námskeiðið fór fram í Safnaðarheimili Landa- kirkju, en einnig var stunduð útivera, farið í sund, kvöldverður í hoði sóknarnefndar og kvöldvaka. Auk þess voru haldnir fræðslu- fundir. I lok dagsins var svo andakt í Safnaðarheimilinu. Mikið fjör var á námskeiðinu þegar blaðamaður Frétta leit þar við á föstudaginn, en þá var svokallaður samhristingur í gangi, þar sem krakkarnir voru að kynnast hver öðrum og brjóta ísinn. Áuk þess sem mikið var sungið og ekki annað að sjá en allir hafi verið með á nótunum. Hreiðar Örn segir að tilgangurinn með námskeiði af þessu tagi sé að fræðast um kirkjuna og Jesú Krist. „Venjulega hugsum við um kirkjuna sem stórt hús með krossi á tuminum. En kirkjan er miklu meira, því hún er samfélag þeirra sem eru helgaðir Kristi í heilagri skím og vilja hafa Jesú sem leiðatoga lífs síns.“ Hreiðar Örn segir að hver og einn sé einstakur. Hins vegar séu allir ómissandi í þeirri byggingu, þar sem Kristur sjálfur er homsteinninn. „Við getum byggt ömggt líf okkar á honum.“ Séra Kristján Bjömsson, prestur í Landakirkju, segir að um 180 manns hafi mætt um kvöldið, jafnt foreldrar og systkini fermingarbamanna. „Þetta var góð stund og fór vel fram. Það var haldin kvöldvaka þar sem bömin kynnlu afrakstur dagsins og var hann túlkaður í leikþáttum og söng, auk þess sem gefið var út blað. Mótinu lauk svo með bænastund og allir ánægðir að mótinu loknu." íkemmtilegt og skandi prosKanc Kristín Halldórsdóttir, Sædís Eva Birgisdóttir og Sigurður Einisson em í Hamarsskóla og vom meðal þeirra fermingarbama sem þátt tóku í námskeiðinu. Þau voru á einu máli um að námskeiðið hafi verið mjög skemmtilegt og þroskandi og þau margs vísari um fermingar- undirbúninginn og hvað það er að fermast og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Kristín segir að þau hafi kannski átt von á því að fá fleiri verkefni en raun varð á. „Það var öllum skipt í hópa og verkefnum útdeilt á þá. Einnig var sungið mikið og búnir til stuttir leikþættir sem voru svo fluttir á kvöldvökunni." Sædís segir að hópamir hafi svo farið út í bæ og rætt við versl- unareigendur. „Við spurðum þá að því í hvaða löndum varan væri búin til sem þeir væm að selja. Markmiðið var að athuga hvort einhver vara væri til sölu hjá þeim sem framleidd væri í löndum þar sem böm ynnu að framleiðslunni. Einnig spurðum við fólk á fömum vegi hvemig feimingar- undirbúningi þess hefði verið háttað. Þetta var mjög skemmtilegt.“ Sigurður segir að honum hafí litist vel á námskeiðið og hann hafi haft mikið gagn af. „Samt fannst mér skemmtilegast að fara í rútuferðina og inn í Dal. Við fukum um allt og mikið Qör.“ Stelpumar taka undir þetta hjá Sigurði. „Við áttum að leita að einhverjum hlut þar sem skæri sig frá öðmm. Reyndar fundum við ekkert sem ekki átti heima þar. En það var samt mjög gaman.“ Finnst ykkur ekkert of snemmt að vera að fjalla um ferminguna og þið eigið ekki að fermast fyrr en í vor? „Nei alls ekki," segja stelpumar. „Það er byrjuð fermingarfræðsla, sem er einu sinni í viku, þannig að það er allt í lagi með að halda svona námskeið núna. Það gæti jafnvel verið sniðugt að hafa annað svona mót í febrúar. Sigurður segir að þetta sé ekkert of snemmt. „Hins vegar held ég að það sé ekki nauðsynlegt að halda annað svona mót, þó að það hafi verið gaman núna." Foreldrum barnanna var boðið að koma á kvöldvökuna og sjá hvað börnin höfðu verið að vinna um daginn. Þeim fannst ekkert að því að foreldramir væm viðstaddir og í raun sjálfsagt og Sædís Eva bætir við að sér finnist nauðsynlegt að foreldramir fái að vita hvernig fermingamndir- búningnum er háttað. „Einnig var töluvert um að yngri systkini komu líka,“ segir Kristín. Um kvöldið var boðið til mikillar veislu og munu bömin hafa sporðrennt um 30 pizzum sem boðið var upp á. „Það var auðvitað mjög fínt að fá pizzuveislu líka um leið og ferm- ingarfræðsluna. Nú höfum við kynnst krökkunum í Bamaskólanum miklu betur, sem er mjög nauðsynlegt.“ Emð þið mjög trúuð? „Já, ég tel mig vera það,“ segir Sigurður. „Og þetta námskeið hefur eflt trú mína á Jesú.“ „Já, ég trúi sko alveg á guð,“ segir Sædís Eva og Kristín tekur undir með henni: „Ef maður fylgir guði, ratar maður rétta leið.“ Hreiðar Örn segir að tilgangurinn með námskeiði af liessu tagi sé að fræðast um kirkjuna og Jesú Krisl Finnst ykkur eifitt að tala um trúmál, eða finnst ykkur kristin trú vera feimnismál í samfélaginu í dag hjá ungu fólki? „Nei,“ segja þau einum rómi. „Trúmál em engin feimnismál og eiga ekki að vera. Okkur finnst að allir eigi að hafa tækifæri til þess að vita hvað guð er og fyrir hvað hann stendur í samfélaginu í dag.“ Kökubasar Styrktaifélag Þroskaheftra heldur kökubasar í Kvenfélagshúsinu Faxastíg 35 föstudaginn 13. nóvember kl. 15.00 Hjálpið okkur að styrkja gott málefni. - Vorið Námstefna VIB og Islandsbanka í Vestmannaeyjum Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20:00 -22:00 í Akogeshúsinu Erindi: Kl. 20:00 - 20:45 Lífeyrisspamaður á nýrri öld. Breytingar í kjölfar nýrra laga. Rósa Jónasardóttir, ráðgjafi í lífeyrismálum Kl. 20:45 -21:15 Veitingar Kl. 21:15 - 22:00 Ávöxtun og horfur á innlendum og erlendum verðbréfamarkaði á árinu 1999. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB Rósa og Sigurður verða í útibúi íslandsbanka fyrir hádegi 18. nóvember til að veita ráðgjöf og svara fyrirspumum. Þjóðhildur Þórðardóttir, verðbréfafulltrúi, veitir einnig alla almenna ráðgjöf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.