Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Side 2
2 Fréttir frettir Einnísteininn Alls voru 148 færslur í dagbók lögreglu í sl viku, sem eru færri færslur cn í vikunni þar á undan. Frckar rólegt var um síðustu helgi, eða 31 færsla frá föstudagskvöldi fram á föstudagsmorgun og einn fékk að gista fangageymslu lögregl- unnar aðfaranótt laugardagsins sökum ölvunar og óspekta. Hættavið gangbrautir Lögreglan vill ntinna ökumenn á að samkvæmt 28 gr. umferðarlaga má eigi stöðva eða leggja ökutæki á gangbraut eða í minna en 5 metra fjatiægð áður en komið er að henni. Þetta er tekið fram vegna þess að lögreglumenn hafa orðið varir við að ökumenn sem eru að aka börnum til skóla stöðvi ökutækin jafnvel nær gangbraut en leyfdegt er, eða á gangbrautinni sjálfri. Með þessu getur skapast slysahætta og geta ökumenn átt von á sekt vegna þessa. Færri stútar AUs komu upp níu umferðar- lagamál og voru flest minni háttar, utan einn ökumaður sem stöðvaður var vegna gruns um ölvun við akstur aðfaranótt laugardagsins. Mun það vera stútur númer 22 í ár á móti 20 á sama tíma í fyrra. Tværlíkamsárásir Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í vikunni. önnur aðfaranótl síðast liðins sunnudags og hin á mánudaginn. Ekki var um alvar- lega áverka að ræða að þessu sinni. Tóbakiogskotum stolið Farið var urn borð í Valdimar Sveinsson VE og stolið einu kartoni af vindlingum og sjö pökk- um afriffilskotum. Verknaðurinn hefur verið kærður. Eru foreldrar hvattir til að kanna hvort börn þeirra séu með skot í fórum sínum, því þarna er um hættulegan hlut að ræða. Þá ent allir sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir um bryggjusvæðið beðnir að hafa samband við lög- reglu. Skemmdarverká bilreiðum Eitt skemmdarverk var tilkynnt til lögreglu. Var þar um að ræða rúðubrot í þremur langferðabílum í eigu Páls Fielgasonar þar sem bifreiðarnar stóðu við smábáta- höfnina á móts við Geirseyri. Alls votii 11 rúður brotnar í bifreiðunum og leikur grunur á því að annað hvort hafí verið skotið á bfíana tneð loftbyssu, eða notaður oddhvass hlutur til verksins. Skemmdar- verkið átti sér stað að kvöldi 31. október, eða 1 nóvember. Em allir sem geta gefið upplýsingar um skemmdarverkið beðnir um að hafa samband við lögreglu. Bakkað á bifreíð Eitl umferðaróhapp varð í síðast- liðinni viku á Vestmannabraut. þar sem bifreið var bakkað framan á aðra bifreið. Ekki urðu slys á fólki. Ársfundur Þróunarfélags Vestmannaeyja: Starfseminní haldið áfram -en reikna má með einhverjum breytingum Ársfundur Þróunarfélags Vest- mannaeyja fyrir árið 1998 var haldinn á sunnudagskvöldið í Rannsóknasetrinu. Þar kom fram að miðað við starfsmannafjölda hefur umfang félagsins verið með ólíkindum mikið. Reyndar komu fram raddir um annað á fundinum en verkefnaskrá fráfarandi fram- kvæmdastjóri sýndu mikia grósku í starfscminni. Samþykkt var breyting á iögum félagsins um fjölgun stjórnarmanna úr þremur í timm. Er það verkefni nýrrar stjórnar að móta stefnu félagsins fyrir næstu ár og ráða nýjan fram- kvæmdastjóra. Bjarki Brynjarsson, sem lét af störfum framkvæmdastjóra 1. sept- ember sl., flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 1998. Þar kom m.a. fram að starfsmenn félagsins eru aðeins þrír í tveimur og hálfu stöðugildi. Auk framkvæmdastjóra starfa ferðamála- fulltrúi og ritari hjá félaginu. „Tekjur félagsins á árinu voru 29 milljónir króna og hagnaður nam tæpum ijórum milljónum króna. Verður þessi góði árangur í rekstri félagsins að teljast nokkuð sérstakur meðal atvinnuþróunarfélaga," sagði Bjarki. Hann sagði að ÞV hefði komið að Qölda verkefna á árinu 1998 en tiltók þijú verkefni sem staðið hefðu upp úr. „Mesta athygli vakti Keikóverkefnið sem hófst með undirbúningi ÞV og Rannsóknaseturs Vestmannaeyja á vormánuðum ársins. Eftir að ákvörð- un hafði verið tekin um að Keikó skyldi fluttur til Vestmannaeyja 16. júní lagðist gríðarleg vinna á hendur ÞV í tengslum við byggingu kvíar- innar, flutning Keikó til Eyja, móttöku blaðamanna osfrv. Það skal sér- staklega tekið fram að Free Willy Keikó samtökin tóku þátt í rekstri félagsins með fjárframlögum á þessum tírna," sagði Bjarki. Annað mjög stórt verkefni sem Bjarki nefndi ér IT FOR FOOD verkefnið sem hann sagði komið í fullan gang. „Hér er einnig um mjög umfangsmikið fjölþjóðlegt verkefni að ræða þar sem ÞV hefur með höndum verkefnisstjóm. Verkefninu lýkur í lok þessa árs en það hefur vakið verðskuldaða athygli á alþjóða- vettvangi." Þriðja stóra verkefnið sem Bjarki nefndi er stofnun Fjárfestingafélags Vestmannaeyja sem varð að veruleika á árinu eftir töluverðan undirbúning ÞV. I tengslum við félagið var lagður gmnnur að því að Kaupþing hf. hæfi starfsemi í Vestmannaeyjum. Það kom fram í máli Bjarka að ÞV stendur á ákveðnum tímamótum. Sjálfur er hann að hætta eftir að hafa lokið þriggja ára starfssamningi. Bjarki sagði eðlilegt á þessum tímamótum að fara ítarlega yfir starfsemi félagsins með það fyrir augum að kanna hvort gera eigi breytingar á rekstri þess eða áherslum. Ekki síst í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur á starfseminni og þróunar í atvinnu- og byggðamálum almennt. „Leita þarf svara við því hvernig gera megi vægi aðgerða í atvinnu- og byggðamálum sem mest. Ljóst er að þróunarfélag með tveimur til þremur starfsmönnum getur ekki tekið beinan þátt nema í mjög takmörkuðum íjölda verkefna á hverju ári og stærri verkefni sem geta spannað lengri tímabil,“ sagði Bjarki. Breytingar voru gerðar á lögurn félagsins um að fjölga í stjóm úr þremur í fimm. Ný stjóm var kosin en hana skipa Þorsteinn Ingi Sigfússon. Páll Rúnar Pálsson frá Rannsókna- setrinu og Guðjón Hjörleifsson, Bjarki Brynjarsson og Bjöm Elíasson frá Vestmannaeyjabæ. Veisluþjónusta án leyfls Sýslumanni hafa borist ábend- ingar um að aðiiar í bænum sem ekki hafa til þess tilskilin leyfi hafi verið að selja veisluföng til neyslu í samkvæmum svo sem afniælum og brúðkaupum. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður segir að þessar ábendingar hafi verið teknar til skoðunar enda ýmis sjónar- mið sem líta ber til og lúta að lögum og reglugerðum. „Sjónarmiðin sem ráða em ekkert ólík þeim er lúta að atvinnustarfsemi almennt og tekur til löggjafans. Þetta em atriði er varða samkeppnisaðstöðu, opinbert eftirlit, skattlagningu og atvinnuöryggi þeirra sem greiða sína skatta og gjöld af löglegri starfsemi í þessum geira atvinnulífsins. Við sendum út fyrir- spuming til nokkurra aðila þar sem skýrt var út að að slíkur atvinnurekstur væri leyfisskyldur og háður opinbem eftirliti og skorað á viðkomandi aðila að sækja um leyfi, ef þeir væm að selja matvæli til veisluhalda." Karl Gauti bendir á að vissulega hafi komið upp spurningar um hver væri munurinn á vinargreiða og sölu, en það sé ljóst að ef afhent er gegn endurgjaldi, hvort heldur það endur- gjald er í formi peninga vöm eða þjónustu, þá sé um sölu að ræða og sala tilbúinna matarfanga er leyfisskyld. „En það sem kannski vegur þyngst er sú ábyrgð sem felst í því að selja fólki matvæli ef eitthvað kæmi upp á og engin leyfi em fyrir starfseminni. Eg bið fólk að íhuga það,“ sagði Karl Gauti að lokum. Róma yfirtekur Oddinn Það er ekki bara í sjávarútvegi sem fyrirtæki eru að sameinast þessa dagana. Tvær verslanir hafa nú sameinast í Eyjum, önnur gamal- gróin en hin nýrri af nálinni. Eigendur verslunarinnar Róma, þau Jarl Sigurgeirsson og Helga Dís Gísladóttir, hafa stofnað hlutafélag um verslunina og munu yfirtaka rekstur Oddsins sem þau Sigurgeir Jónsson og Katrín Magnúsdóttir hafa átt í tíu ár. Verslunin Róma verður áfram við Bámstíginn og þar verður gjafavaran sem fyrr ásamt föndurvöm. Oddurinn við Strandveg skiptir nú um nafn, mun framvegis heita Krakkakot og þar verða leikföngin til húsa. Þá verður áfram um sinn verslun að Bámstíg 9, einnig undir nafninu Krakkakot og þar verða barnaföt og leikföng fyrir þau yngstu. Oddurinn, sem var stofnaður fyrir 25 árum, af þeim Magnúsi Kristinssyni og Sigurfinni Sigur- finnssyni, heyrir því sögunni til. Oddurinn hefur verið á söluskrá í tvö ár og segir Katrín að þau hafi verið orðin þreytt á rekstrinum, ekki vegna þess að illa hafi gengið heldur hins að þau séu bæði í fullri vinnu annars staðar og útilokað að sinna hvom tveggja. Helga Dís, verslunarstjóri í Róma, segir að haldið verði áfram á svipaðri braut í gjafavöm, föndurvöm og leikföngum. Aftur á móti verða ritföng ekki á boðstólum. Ymsar aðrar breytingar em fyrirhugaðar en opnað verður í hinum nýju verslunum, sem heita Krakkakot, á morgun, föstudag. Helga Dís segir að í tilefni þessa verði ýmis opnunartilboð, m.a. verulegur afsláttur á nokkmm vöm- flokkum. fréttir íljósaskiptunumá Bókasafninuog finnsk byggingalist Nú verður haldin í þriðja sinn bókasafnsvikan „í ljósaskiptunum" og er þema hennar að þessu sinni þjóðsögur og sagnir fyrr og nú. Markmiðið með þessari viku er að auka samvinnu og samstarf á milli noirænna bókasafna. Á mánudaginn kernur þann 8. nóvember kl. 18.00 hefst upplestur á Bókasafni Vestmannaeyja. Þá verður á sarna tíma slökkt á íjósum á almenningsbókasöfnum á öllum Norðurlöndunum. Lesinn verður kafli úr finnska verkinu „Kalevala" og nútíma þjóðsagan Rottupítsan og er upplesturinn í höndum félaga í læikfélagi Vestmannaeyja. Af þessu tilefni verða kynntar finnskar bókmenntir í eigu Bóka- safns Noiræna hússins og Bóksafns Vestmannaeyja. Á mánudaginn 8. nóvember opnar í anddyri Safnahúss sýningin FINNSK BYGGINGALIST á vegum Finnska sendiráðins. Mun hún standa uppi í mánuð. Meðal þeirra sem sýna er arkitektinn Alvar Alto, en hann hannaði Norræna húsið í Reykjavík og er einnig þekktur fyrir hönnun á húsgögnum og eru húsögn í eigu Bókasafns Vestmannaeyja hönnuð eftir hann. Allir velkomnir. Villibráöarkuöld Fjörunnar Næstkomandi laugardag mun Fjaran bjóða Vestmannaeyingum til villibráðarveislu við góðu verði. I boði verður glæsilegur matsesðill að hætti Gríms Gíslasonar sælkera- ástmögurs. Eins og unnendur girnilegrar matreiðslu vita, hefur Grími ekki brugðist bogalsitin við eldavéiina og mun beita öllum sínum töfrum við villibráðina nú sem endranær. Á matseðlinum verður bæði fugla- og hreindýraréttir og sem dænii má nefna: Villigæsabringu með sól- berjasósu og gljáðum lauk, svartfugls- og lundabringur með ýmsum bragðlostavekjandi sósum og meðlæti að ógleymdri léttreyktri súlu, sem aldrei hefur brugðist. Eitthvað óvænt mun verða til að gleðja vestmanneyska sælkera af báðurn kynjum og Austurbakki mun verða með vínkynningu fyrir matargesti og hefst hún klukkna 20.00. Ekki er vitað hveijir sjá um splirí en Ema lofar lifandi tónlist sem enginn verður svikinn af. ÁTVRásamastað Bæjarráð fundaði síðastliðinn mánudag og var það fúndur núrner 2508. Fyrir ráðinu lágu tjögur mál og voru þau afgreidd á tíu mínútum. Meðal mála sem lágu fýrir fundinum vai' bréf frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins þar sem sótt er urn endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar við Strandveg 50. Bæjarráðs samþykkti erindið fyrir sitt leyti. (fréttir) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.