Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Qupperneq 13
Fimmtudagur 4. nóvember 1999 Fréttir 13 Húsfyllir var í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöldið þar sem Lionsklúbbur Vestmannaeyja hafði boðið eldri borgurum til skemmtunar í tilefni að ári aldraðra. Ingimar Georgsson, formaður Lionsklúbbsins var mjög ánægður með hvernig til tókst. „Alls mættu um 100 eldri borgarar sem er nijög góð mæting,“ sagði Ingimar. „Við Lionsmenn ákváðum að efna til þessa fagnaðar í tilefni árs aldraðra. Ætlunin var að kynna um leið þriðja blað okkar af Tímamótum, sem helgað er málefnum aldraðra. það hafðist því miður ekki en það er væntanlegt á næstunni.“ Ymislegt var til skemmtunar. Meðal annars var Leikfélag Vestmannaeyja með skemmtiþátt. Gísli Óskarsson kennari las smásögu eftir Sigurbjörn Sveinsson, Bára Grímsdóttir fór með rímur og sjálfir voru Lionsmenn með skemmtiatriði. Að skemmti- atriðum loknum var ball til klukkan 1 og sáu Eymenn um tónlistina. „Þetta kvöld var mjög skemmtilegt og ánægjulegt fyrir okkur Lionsmenn. Hafi eldri borgarar skemmt sér eins vel og við er tilganginum náð,“ sagði Ingimar að lokum. JÓHANNA hló dátt af framlagi Leikfélagsins og það er ekki annað að sjá en að Fríða og Diddi skemmti sér vel. GÚSTI í Mjölni, Siggi í Húsavík, Jói danski, Gísli Óskars og Bjarni Sam áttu saman skemmtilega stund í Alþýðuhúsinu. ÞÆR fylgdust af athygli með því sem fram fór. r ~i Bjórinn flæddi á minnstu bjórhátíð heimsins Minnsta bjórhátíð í heimi var haldin á Mánabar um síöustu helgi. Reyndar byrjaði hátíðin á fimmtudegi, en það virtist ekki draga úr áhuganum, því mjög góð mæting var á fimmtudagskvöldið að sögn þeirra Mánabarsverta. Það er skemmst frá því að segja að bjórhátíð af téðri stærðargráðu virðist eiga góðan hljómgrunn meðal Eyjamanna, því fullt var út úr dyrum hina tvo dagana sem hátíðin stóð. Ölið kneifað úr líterskrúsum við undirleik heimamanna og þess á milli hljómaði þýsk Týrólamúsík af geisladiskum við mikinn fognuð gesta. Það var og tekið til þess hversu ailir voru prúðir í allri framkomu og kom aldrei til neinna ryskinga þrátt fyrir þann mikla fjölda sem rann á öllyktina. Greinilegt að fólk kann að skemmta sér með ölið annars vegar og ef fram fer sem horfir segja aðstandendur þessarar „minnstu bjórhátíðar í heimi”að hún verði örugglega endurtekin að ári og ekki með minni bravúr en þessar þrjár kvöldstundir sem hún stóð nú að þessu sinni. SÖNGURINN þykir sjálfsagður á öllum bjórhátíðum. HANDBOLTASTRÁKARNIR töldu sig hafa ástæðu til að fagna og fá sér bjór eftir sigurinn á IR á föstudagskvöldið. L J

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.