Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. nóvember 1999 Fréttir Helena Jónsdóttir leikskólastjóri: in forsendum Hjallastefnan í hnotskum Að mæta hverju barni Böm eru eins misjöfn og þau em mörg. Öll böm em sérþarfaböm og leikskólanum ber að mæta þörfum allra bama því að skólar em til fyrir böm en ekki böm fyrir skóla. Hjallakennarar fagna fjölbreytileik- anurn innan bamahópsins og breyta starfsháttum sína eftir stöðu „sinna bama“ hverju sinni. Fastur kennari/hópstjóri er heilt skólaár til að tryggja hvert bam. Fastir hópar em til að tryggja vináttu og samstöðu. Vinimir eiga að vera aðal- atriðið og hverju bami er gagnlegra að þekkja fáa vel en marga illa og „líkir jafnan leika best“. Aldursskiptir jafningjahópar eru síðan til að mæta jafningjaþörfum og skapa jafningja- vináttu. Kynjaskipting er notuð til að tryggja bæði kyn og gefa stúlkum og drengjum uppbót fyrir það sem þau hafa farið á mis við vegna kynferðis í samfélagi sem ekki hefur enn náð jafnréttis-markmiðum sínum. VlÐHORF í LEIKSKÓLASTARFI Viðhorf Hjallakennara til starfsins er að böm komi í leikskóla til að æfa vináttu og samskipti gegnum leik og leiki. Því er áherslan lögð á þá þætti sem helst skapa farsæld í vináttu og samskiptum einstaklinga og hópa á millum. Jákvæðni, gleði og kærleikur ásamt samkennd, ábyrgð og aga em því mikilvægustu náms-greinamar sem allt starf á að miðast við og allt annað verður fyrir að víkja. Samfélag leikskólans Leikskóli er fyrsta þjálfunin sem böm fá sem þátttakendur í opinberu samfélagslíft og þau þurfa að læra hvaða leiðir em færastar til að komast af meðal margra, þ.e. samskipti, vinátta og góð hegðun. Einkaheimili kenna einkalíf og byggja upp tilfinninga- og tengslagmnn sem enginn leikskóli getur kennt. Þess vegna leggja Hjallaskólar ofuráherslu á umhverfi, búnað og skipulag dagskrár á sundurgreindan, einfaldan og ömggan hátt til að samfélagið virki, umferðin gangi skv. umferðarreglum og gagnsæi og einfaldleiki gerir bömum kleift að læra að ferðast um samfélagið fljótt og ömgglega. Sköpun og leikefni Leikföng em ekki af hinu illa en gildi þeirra ræðst af því hvemig og hversu mikið þau em notuð. Leikskólinn á að vera viðbót við uppeldi heimilanna en ekki eftiröpun eða samkeppni. Því er hlutverk leikskólans í dag að bjóða upp á leikefni frábmgðið því sem böm eiga heima. Leikföng er búið að úthugsa áður en þau komast í hendur bama og fela oftast í sér leit að hinni einu „réttu lausn“. Það er í sjálfu sér allt í lagi, svo fremi sem eitthvað fleira og meira skapandi fyrir hugsun bama er í boði. Ofnotkun á leikföngum getur valdið því að böm festist í innantómri afþreyingu og jafnvel að bam einangri sig frá samskiptum þar sem þeirra er oft ekki krafist í leikfanganotkuninni. Hófsemi og nægjusemi Nægjusemi er að læra að una við sitt. Grasið er ekki grænna „hinum megin“ og öllum er hollt að láta sig vanta eitthvað og láta á móti sér öðm hvom. Nægjusemin eykur einbeitingu og minnkar spennu. Nýtni og umhyggja fyrir umhverfí sínu kennir virðingu íýrir því sem til er. Til hvers að kaupa nýja liti ef hægt er að spelka þá gömlu? Hamingjan verður víst ekki keypt hvað svo sem auglýsingavaldið segir. Þjálfun í að bjarga sér sjálf/ur og bíða ekki eftir að einhver komi og bjargi málinu styður böm til sjálf- stæðis og trúar á eigin getu. Agi, rósemd og friður Agi er óendanlega mikilvægur. Agi gefur öllum öryggi sem ekki fæst án aga. Að auki geftir agi rósemd og frið og minnkar öllu betur hættu á spennu, streitu og ótta sem veldur ofbeldi og einelti. Agi er einfaldlega að fara eftir reglu og halda sig innan iammans og slíkt kostar æfíngu. Agi gefur síðan hverjum og einum vald yfir aðstæðum sínum og slíkt vald gefur frelsi. Að auki er aginn tamning þess guð- dómlega vilja sem böm koma með í farteskinu og slík taming er forsenda þess að viljinn nýtist þeim sem jákvæður drifkraftur í stað þess að vaxa villt yfír höfuð þeim eða vera brotinn og þar með gagnslaust. Hvers vegna KYNJASKIPTING? Markmið kynjaskipts leikskólastarfs er jákvæð kynjablöndun þar sem báðum kynjum er gert kleift að mætast á jafningjagrundvelli þar sem hvomgt kyn þarf að gjalda fyrir kyn sitt.Annars vegar em kynin styrkt hvort í sínu lagi og hins vegar hittast kynin daglega í sérstökum stundum þar sem fullorðnir tryggja jákvæð samskipti og raunvemlegt samstarf. Kynjaskipting er aðeins leið að markinu. Leikskólastarf í hjallaleikskólum á að einkennast af: Gleði og ánægju Gleði og ánægja bama og fullorðinna er fulkomið markmið fyrir hvem dag.Kærleika. Gmndvöllur þess að vinna með bömum er að þykja vænt um þau og sýna það í orði og verki. Jákvæðni Vönduð orðanotkun, jákvæð, hlýleg og uppörvandi orð og setningar. Aga. Agi er einfaldlega að fara eftir reglu og viðbrögð annara við hegðuninni ákvarðar hvers konar regla lærist. Agi á að vera 99% jákvæður.Agi án kærleika er jafn hættulegur og kærleikur án aga. Að lokum. Starfsfólk Sóla er mjög ánægt með það starf sem unnið hefur verið og þróast hér á Sóla og leggur óhikað út í framtíðina. Það er von okkar, að þeir sem lesa þessa stuttu kynningu verði einhveiju nær um starf okkar hér á Sóla. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemina á Sóla nánar, er velkomið að hafa samband við Margréti Brandsdóttur leikskóla- stjóra í síma 481 1928. Opið bréf til Vestmannaeyinga Þau skrif sem hér fara á eftir skrifa ég í umboði bama á leikskólanum Rauðagerði. Þau em skrifuð vegna þess að mikið hefur borið á kisum og hundum í kringum leikskólann. Þessi dýr em ekkert öðmvísi en önnur dýr að þau þurfa að gera sínar þarfir sem er afskaplega eðlilegt mál. En einn gallinn er sá, að þau gera mikið af því í sandkassana við leik- skólann, sem og á grasið innan girð- ingar. Þegar bömin em síðan að leika sér við að moka eins og ber að gera í sandkössum, þá róta þau upp kattaskít sem er afar hvimleitt og sóðalegt. Þar sem að aldur bama í leik- skólanum er allt frá eins árs uppí sex ára þá er leikur þeirra mismunandi. Þau allra yngstu sitja stundum í sand- kassanum og em að smakka sandinn. Þegar kisumar em búnar að vera að gera sínar þarfír þá vitum við ekki hvað fer uppí bömin og hvað ekki. Við viljum því beina þessum skrifum til allra gæludýraeigenda og þá sér- staklega þeirra sem búa í nágrenni við Rauðagerði að íhuga hvar gæludýr þeirra losa sig við sínar daglegu þarfir. Þetta bréf er ekki skrifað vegna þess að við höfum eitthvað á móti gælu- dýmm, síður en svo. Við emm til dæmis með í leikskólanum fiska sem bömunum þykir afskaplega vænt um. Einnig höfum við fengið til okkar í heimsókn gæludýr starfsmanna og þykir það hin mesta skemmtun að fá að leika við þau. Það sem fer aðallega í taugamar á okkur er sá óþrifnaður sem skilinn er eftir á lóðinni og þá aðallega í sandkössunum og bíður eftir því að verða rótaður upp og það af sak- lausum bömum. Okkur langar líka til að athuga hvort fólk geti ekki aðstoðað okkur í að veija sandkassana þannig að við getum lokað þeim og komið í veg fyrir að sandkassamir verði notaðir sem salemi fyrir gæludýr. Við höfum reynt að loka þeim með neti en því miður þá hefur það ekki fengið að vera í friði fyrir krökkum sem leika sér á lóðinni eftir lokun skólans. Þannig að við leitum eftir hjálp frá bæjarbúum um vemdun svæða sem tilheyra bömunum og em allar upp- ástungur velþegnar. F.h. leikskólans Rauðagerði Helena Jónsdóttir leikskólastjóri. Sonja Hand skrifar - Síðari hluti Hvert er fólk að flýta sér svona mikið á þessari eyju Það á ekki að ganga þrautalaust að koma því ágæta bréfí í Fréttir sem Sonja Hand sendi inn til birtingar íyrir margt löngu. Vegna handvammar af hálfu undirritaðs vantaði niðurlag bréfsins sem birtist að öðm leyti í síðasta tbl. Frétta. Einnig slæddist inn orðið þýska orðið Aufenthalt í lok einnar setningar sem merkir dvöl í samhengi textans. Niðurlag setning- arinnar er því: „smá hugleiðingu sem kom í hug mér meðan á dvöl minni stóð“. Biðst undirritaður velvirðingar á hugsanlegri skelfíngu sem þetta kann að hafa valdið góðu fólki. En héma kemur niðurlag bréfsins og vonandi óbrenglað. Með góðum kveðjum, Benedikt Gestsson blm. Fréttum I algerri andstöðu við hinn fagra suðurhluta Eyjarinnar er norðaustur hluti eyjarinnar ekkert annað en stór illa lyktandi ruslahaugur. Eg skil þörfína fýrir því að nýta malamámur á eyjunni og að eyjamenn þurfí að losa sig við sorp, en námasvæðin virðast hafa verið valin af handahófi, því um allt svæðið virðast menn hafa þurft að grafa út nýjar námur. Og til þess að kóróna ósómann er msli hent á öllum þessum stöðum og það brennt hvar sem henta þykir. Einnig virðist hæð- ótt landslagið vera óskastaður þeirra sem þurfa að reyna bíla sína í torfæmm. Lýtin sem slfk umgengni setur á landið hefur valdið varanlegum skaða á nýja hrauninu. Eldfellið getur þó hrósað sigri vegna þess að það hefur verið friðlýst sem náttúruminjar, en þrátt fyrir það er útsýnið af Eldfellinu náttúruunnendum til skap- raunar og lítils augnayndis. Stundum hvarflaði það að mér að þessi eyði- legging hraunsins væri unnin vegna einhverrar hefndarhvatar gagnvart náttúmöflunum, vegna þess tjóns sem eldgosið olli. Jafnhliða þessu hegð- unarmynstri sumra eyjamanna hef ég þó hitt fólk sem veit að Vestmanna- eyjar em gersemar. Margir þeirra em vel að sér um sögu Eyjanna, sumir fanga andrúmsloft þeirra í fallegum málverkum, einnig em margir sem nostra við garðana við hús sín, en eitt er þeim öllum sameiginlegt og það er söngurinn og viljinn til þess að njóta lífsins. A meðan ég var í Eyjum söng ég um tíma með Kirkjukór Landakirkju og hafði ég mjög gaman af því enda gaf það mér tækifæri til þess að læra meira j íslensku og kynnast fleira fólki. A þessum fimm mánuðum sem ég dvaldi í Eyjum náðu Vest- mannaeyjar mjög sterkum tökum á mér og aldrei fann ég fýrir heimþrá, en ég mun ábyggilega sakna Heimaeyjar þegar ég er aftur komin til Þýskalands, því eyjan varð mér raunverulegt „Heima“ og ég á mér draum um að geta komið til Eyja oft í framtíðinni. 23. júlí 1999, Sonja Hand Þakkir til ykkar allra Ragnheiði Borgþórsdóttur, sem stóð fyrir Franska kvöldinu s.l. laugardag, langar að koma þakklœti til þeirra 420 gesta, sem þáðu boð hennar. Þátttakan var framar mínum björtustu vonum. Ég þakka ykkur innilega íýrir komuna og verið ávallt velkomin á snyrtistofu og verslun mína. Vil ég þakka eftirtöldum aðilum sértaklega: Guerlain í París, Amaud Montfort, Heildverslun Th. Stefáns- sonar, Þórami Stefánssyni, Helgu Sigurbjömsdóttur, Rósu Rúnudóttur, Franska sendiráðinu og starfsfólki, Gilbert Krebs og frú, Guðmundi R.C. Barker, Akóges félögum, og þó sérstaklega Stefáni, Eiríki, Bjarni, Magnúsi, Huginn og Kára, Flugfélagi Islands, Braga Ólafssyni, Hótel Þórs- hamri, Jóhanni Heiðmundssyni og starfsfólki, Veitingahúsinu Fjömnni, Emu Jónsdóttur og Andra, Tískuvöm- versluninni Flamingó, Gunnhildi Jónsdóttur, Geisla, Petri Jóhannssyni og starfsfólki, Tréverki, Garðari Björgvinssyni og starfsfólki, Selmu Ragnarsdóttur, Heildverslun Karls Kristmanns, Kristmanni Karlssyni og Ingólfi Amarssyni, Magnúsarbakari, Andresi og Rúrý, Herði og Matta um- boðsmanna Renault bifreiða, Sjálf- stæðiskvennafélaginu Eygló, Hressó, Kára, Jóhönnu, Vigni og Onnu Dóm, Petri Sturlusyni, Stefáni Pétri Bjama- syni og Áslaugu Steinunni Kjartans- dóttur, Karli Guðmundssyni, GV Heildverslun Völu og Guðjóni, Heildverslun Rolf Johanssen Stefáni og Birgi, Heildverslun Gunnars Kvaran, Halldóri Kvaran, Islensku Frönsku eldhúsi, Þráni Þorvaldssyni og starfsfólki, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Aka Heins Haraldssyni, Fotó Guðmundi Sigfússyni, Fréttum, Gísla, Benedikt og Guðmundi, Prentsmiðj- unni Eyrúnu Gísla og Óskari, Sigurgeiri Jónassyni, Utvarpi Suður- lands, Hárgreiðslustofunni Enn EU, Nönnu Leifsdóttur, Kristni Jónssyni, Ragnheiði Guðnadóttur, Eyrúnu Siguijónsdóttur, Dagmari Skúladóttur, Evu Sveinsdóttur, Telmu Róberts- dóttur, Telmu Rós Tómasdóttur, Hrefnu Díönu Viðarsdóttur, Guð- björgu Guðmannsdóttur, Helgu Inga- dóttur, Líney Benediktsdóttur, Ingu Bimu Sigursteinsdóttur, Emu Jónsdóttur, Emilíu Borgþórsdóttur, Sól, Bimu Böðvarsdóttur, Bjarneyju Pálsdóttur, Jónu S. Guðmundsdóttur, Svanhvíti Friðþjófsdóttur, Hörpu Hauksdóttir, Ester Helgu og Guðmundi Inga og síðast en ekki síst, hægri hönd minni Bjama Hilmari Jónssyni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.