Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 4. nóvember 1999 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 4. nóvember: Kl. 17:30 TTT - Allir fá að leika sér að gipsi... Spennandi verkefni og fjör og fróðleikur. Allir tíu til tólf ára mæta. Föstudagur 5. nóvember: Kl. 10:00. Foreldramorgunn. Mæður og feður með ungum bömum sínum. Laugardagur 6. nóvember: Kl. 14:00. Utfararguðsþjónusta Njáls Andersens. Sunnudagur 7. nóvember, Allra heilagra messa: Kl. 11:00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng, fræðslu og upplifun. Mætum vel. K. 14:00. Guðsþjónusta á allra heilagra messu. Minnst verður látinna, og sérstaklega þeirra sem andast hafa næstliðna tólf mánuði. Kaffisopi og spjall eftir messu. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur - Guðmundur í hælnum mætir og splæsir, en hverju skyldi hann splæsa? Mánudagur 8. nóvember: Kl. 20:00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 9. nóvember: Kl. 16:30. Kirkjuprakkarar. Farið í heimsókn til lög- reglunnar með söng og myndir. Mætum á réttum tíma. Miðvikud. 10. nóvember: K120:00. Opið hús í KFUM & K húsinu - Hvað skyldi Skapti tapa fyrir mörgum í borðtennis íkvöld:) Fimmtud. 11. nóvember: Kl. 11:00. Helgistund í Hraun- búðum. K1 17:30. TTT - Nú verður sko spriklað - Allir tíu til tólf ára endilega að mæta að taka þátt í meiriháttar fjöri... Kl. 18:05. Bæna- og kyrrð- arstund með Taize-söngvum. Föstudagur 12. nóvember: Kl. 09:00. Fermingarmót í safnaðarheimilinu fram á kvöld. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur: - Snorri Óskarsson Laugardagur Kl. 20:30 Brotning brauðsins Sunnudagurinn Kl. 15:00 Vakningarsamkoma Ræðum. Snorri Óskarsson Efni: Eru íslendingar að glata kristinni trú? Samskot tekin til kristni- boðsins. Þriðjudagur Kl. 17:30 Krakkakirkjan fyrir öll böm á öllum aldri undir stjóm Sólrúnar Bergþórsdóttur Ailir hjartanlega velkomnir Aðvent- KIRKJAN Föstudagur 5. nóvember Kl. 20. Myndasýning - Net 98 Efni: Þegar mannkynssagan blekk- ti okkur. Laugardagur 6. nóvember Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Kl. 12.00 Guðsþjónusta Gestur helgarinnar Jón Hj. Jónsson Allir velkomnir. Knattspyrna: Lokahóf 2. og meistaraflokks Birkír 03 Si&a Asa best -ívar Ingimarsson og Lind Hrafnsdóttir efnilegust - Jóhannes formaður hættir eftir 13 ár Lokahóf knattspyrnudeildar ÍBV- íþróttafélags fyrir meistaraflokk og 2. flokk karla og kvenna var haldið með miklum glæsibrag í Kiwanis- húsinu á laugardagskvöidið. Þarna voru veittar viðurkenningar fyrir afrek sumarsins en hæst bar að Jóhannes Ólafsson, sem setið hefur í stjórn knattspyrnuráðs og síðar knattspyrnudeildar ÍBV í 13 ár, þar af tíu ár sem formaður, hefur ákveðið að hætta. Birkir Kristins- son markmaður var valinn besti leikmaður sumarsins hjá körlunum og varnarmaðurinn Sigríður Asa Friðriksdóttir hjá konunum. Dagskráin var með hefðbundnum hætti og hófst með ávarpi Jóhannesar formanns sem skýrði frá því að nú væri hugmynd hans um að mynda hlutafélag um rekstur meistaraflokks og 2. flokks karla að verða að veruleika. Vísaði hann til þess að stjóm ÍBV-íþróttafélags hafði þá um morguninn setið fund með stjórn knattspymudeildar þar sem stjóm deildarinnar lagði fram hugmyndir að stofnun hlutafélags. Samkvæmt tilhögunum er gert ráð fyrir stofnun hlutafélags sem ásamt ÍBV stofnaði rekstrarfélag sem hefði meistaraflokk og 2. flokk á sinni könnu. Þá kom fram að búið er að selja ívar Ingimarsson til Brentford, ívar Bjark- lind, Zoran Milkovich, Kristinn Hafliðason em hættir og óvíst er hvort Birkir Kristinsson kemur til með að standa á milli stanganna hjá ÍBV á næsta ári. Jóhannes þakkaði Bjama Jóhanns- syni, fráfarandi þjálfara fyrir vel unnin störf um leið og hann bauð Kristinn R. Jónsson, nýráðinn þjálfara velkomin til starfa. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV valdi, eins og nokkur undanfarin ár, efni- legustu og bestu leikmenn karla og kvenna. Valið fór fram með þeim hætú að hringt var í meðlimi klúbbsins og þeir beðnir um að segja til um hver hefðu skarað framúr á sl. sumri. Þátt- taka var tæp 80% og varð niðurstaðan sú að Birkir Kristinsson var valinn besti leikmaður hjá körlunum og Sigríður Asa Friðriksdóttir hjá konunum. Efnilegasti knattspymu- maðurinn var valinn ívar Ingimarsson og hjá konunum þótti Lind Hrafns- dóttir efnilegust. Markahæstu leikmennimir vom Hrefna Jóhannesdóttir og handhafi gullskóarins annað ári í röð, Stein- grímur Jóhannesson. Þorsteinn Gunn- arsson, framkvæmdastjóri knatt- spymudeildar, sagði við þetta tækifæri að afrek Steingríms væri einstakt. „Eg hef aðeins fundið einn mann sem hampað hefur markakóngstitlinum tvö ár í röð. Það var Eyjamaðurinn Sigurlás Þorleifsson sem varð marka- kóngur með ÍBV fyrra árið og Víkingum seinna árið,“ sagði Þorsteinn. Sú hefð hefur skapast að veita þeim sem ná 100 leikja markinu með meistaraflokki viðurkenningu. Eng- inn náði þeim áfanga að þessu sinni en Ingi Sigurðsson lék sinn 150. leik og tveimur leikjum betur með meist- araflokki fyrir það fékk hann sérstaka viðurkenningu. Auk Jóhannesar hættir Tryggvi Kr. Ólafsson í stjóm knattspymudeildar. Tryggvi hefur eins og Jóhannes formaður átt sæti í stjóminni frá 1986. Voru þeim færðar viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Eins og venjulega á lokahófi fót- boltans, fluttu margir ávörp og ræður. Jóhannes formaður sagði í sínu ávarpi að hann ætlaði að koma sér vel fyrir í stúkunni sem hann vænti að yrði risin við Hásteinsvöll fyrir næsta tímabil. Stúka við Hásteinsvöll hefur verið baráttumál knattspymuforystunnar undanfarin ár enda krafa KSÍ að skipulögð áhorfendasvæði séu við velli liða í efstu deild. Það var því eðlilega nokkur eftirvænting í loftinu þegar Sigurður Einarsson bæjarfulltrúi steig í pontu. Hann gekk ekki lengra í loforðum um væntanlega stúku en að hún rísi einhvern tímann á næstu öld. Jóhann Ólafsson, stjómarmaður í KSI, kom einnig inn á stúkuna í sinni ræðu og sagði að fresturinn til að koma henni upp væri að renna út. MARKAHÆST: Steingrímur Jóhannesson var markakóngur Landssímadeildarinnar í ár eins og í fyrra en Hrefna Jóhannes- dóttir varð markahæst í meist- araflokki ÍBV en hún er nú á leiðinni í Breiðablik. EFNILEGUST: Lind Hrafnsdóttii og ívar Ingimarsson voru valin efnilegust. Eggert Garðarsson, varaformaður stjórnar knattspyrnudeildar, tók við verðlaunum fyrir Ingimar. FYRSTA A-landsliðskona ÍBV: fris Sæmundsdóttir fékk myndarlegan skjöld fyrir þann merka áfanga að vera fyrsta A- landsliðskonan frá Vestmannaeyjum. SIGRÍÐUR Ása Friðriksdóttir þótti skara framúr hjá konunum í sumar. Hér er hún með Eggert sem tók við viðurkenningunni fyrir Birki markmann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.