Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. janúar 2000 Fréttir 13 Nú er margt breytt ípóstþjónustunni og ekki laust við að maður velti jyrir sér samgöngum þegar póstur er annars vegar og þá sérstaklega hér í Eyjum, voru menn að bíða lengi ejtir pósti og sendingum? „Það var mjög erfitt stundum. Ég man eftir að einu sinni hafði ekki verið fært á milli lands og Eyja. Þá kom bátur frá Stokkseyri. Þetta var fyrir jólin og verið ófært í tvo daga. Klukk- an þrjú á aðfangadag kom báturinn loksins og pósturinn var kominn á pósthúsið klukkan fjögur. Ég vissi af því að margir vom búnir að bíða eftir sendingu, svo ég tók upp eitthvað af póstinum og fór meðal annars upp á sjúkrahús og austur á bæi með póst sem ég vissi að fólk beið eftir. Nú það stóð á endum að ég rétt gat haft mig til áður en messa byrjaði í Landakirkju klukkan sex, þar sem ég átti að syngja með kórnum." Talandi um póstkröfur, þá þurfti að panta áfengi til Eyja á tímabili í póst- kröfu og til er saga um þyrstan mann sem þurfti nauðsynlega flöskuna sína og vitjaði þín þar sem þú varst að syngja í kirkjukómum við messu, er einhver flugufótur fyrir þessari sögu? „Jú þessi háttur var hafður á um tíma, þegar ekki var áfengisútsala í Eyjum. Eins og gengur ftnna menn ýmsar smugur og menn fóm að fá ýmsar raðsendingar. Menn pöntuðu kannski tvær flöskur af einhverju eða fjómm sinnum tvær og áttu þá á lager á pósthúsinu, leystu svo út eina og síðar aðra. Sagan af því þegar mér er boðin afleysing við sönginn er mjög skemmtileg, þó hún sé nú ekki sönn. Ég nenni hins vegar ekki að leiðrétta hana vegna þess að hún er svo skemmtileg. En Sævar vinur minn í Gröf átti að hafa komið upp í kirkju, gert boð eftir mér og bað mig að koma niður á pósthús. Ég spurði hvort hann væri alveg vitlaus þar sem ég er að syngja. Þá á hann að hafa boðist til að syngja fyrir mig á meðan. En það er enginn fótur fyrir þessu.“ En hvemigfer svona saga afstað? „Ég veit það ekki og ómögulegt um það að segja. En Sævar var skemmti- legur og einn af þeim mönnum sem maður gat varla neitað um greiða. En oft á sunnudögum fór ég kannski í göngutúr út í hraun til þess að losna frá svona kvabbi. Hins vegar komu upp ýmis mál, til dæmis ef vél bilaði í bát og varahlutur var á pósthúsinu, þá var auðvitað sjálfsagt að fara niður eftir, þó ekki fengi maður krónu fyrir það. En þetta var ánægjulegur tími á póstinum og það kemur stundum fyrir að mig dreymir að ég sé þama niður frá. Þá er það venjulega vegna þess að eitthvað er að, kassinn stemmir ekki og eitthvað vesen í gangi, hins vegar dreymir mig aldrei að ég sé niðri í Sjúkrasamlagi." Hræddur við grásleppuna Jóhann segir að starf sjúkrasamlags- stjóra haft verið ágætt og að mörgu leyti betur borgað en á póstinum. „Það versta við það starf var hins vegar að Sjúkrasamlagið var rekið af ríki og bæ sameiginlega. Bærinn varð að standa skil á sínu, sem var 42 prósent minnir mig og ef bærinn stóð ekki við sitt, þá komu engir peningar frá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta var því miður nokkuð algengt og olli manni áhyggjum. Það voru því meiri fjárhagsáhyggjur á Sjúkrasamlaginu, enda var ég kominn með of háan blóðþrýsting þegar ég hætti þar. Ég var reyndar nokkra vetur gangavörður í Bamaskólanum, en það var nú eiginlega að fara úr öskunni í eldinn, því það var ekki alltaf auðvelt að eiga við krakkana. Einn daginn urðu svo einhver þrengsli við hjartað og ég sá að ég varð að taka upp nýja lífshætti. Ég og konan fómm þá að ganga, synda og hjóla og höfum gert það síðan, auk þess sem við höfum ferðast mikið alla tíð jafnt innan sem utanlands. Það held ég að hafi verið rétt ákvörðun. Það geta verið dýr ár að rembast í starfi og vera orðinn aldrei fullyrða of mikið. Við ættum að segja: - Það Iítur út fyrir að þetta eða hitt sé svona og þetta eða hitt virðist vera svona, eða sumir segja þetta eða hitt -. Ekki að fullyrða of mikið og það hagnýtti ég mér.“ Á 50 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyja 14. febrúar 1969. Bæjarfulltrúarnir, Gunnar Sigurmundsson, Garðar Sigurðsson og Jóhann Björnsson. Heimskasti bæjarfulltrúinn Eru þetta ekki hálfkveðnar vt'sur eins og stundum er sagt. Menn eru að slá úr og í? „Nei ég held að það sé mjög góð regla að fullyrða ekki of mikið eins og að einhver sé bölvaður asni, eða sekur um hitt og þetta. Þá er ekkert hægt að hafa af því. Guðlaugur stefndi mér svo fyrir meiðyrði og ég stefndi hon- um á móti. Fyrir orð góðra manna var sú stefna svo látin falla niður svo og málið, sem ég gerði og viðurkenni að það var með nokkurri eftirsjá, því ég taldi mig hafa unnið mál.“ Um hvað snerist þetta mál? „Við skulum sleppa kæruatriðum okkar Guðlaugs en það sem olli því að Guðlaugur taldi mig heimskasta bæjarfulltrúa sem setið hefur í bæjar- stjórn kom fram í sambandi við skýrslu sálfræðings. Það snerist um íyrsta sáltfæðinginn sem starfaði í smá tíma við Bamaskólann. Þá kom upp úr kafinu og voru kannski engar nýjar fféttir að um íjögur prósent úr hveijum árgangi þyrftu einhverja aðstoð. Ég færði skýrslu hans í tal í bæjarstjóm og Guðlaugur varð alveg æfur yfir þessu. Þetta mátti ekki spyrjast þó að það væri kannski svona í raun, það mátti ekki tala um þetta. I þessu sambandi sagði hann mig þann heimskasta bæjaríulltrúa sem verið hefði í Eyjum. Ég hló nú bara að því. En þegar ég var hættur í bæjarstjóm hitti ég Guðlaug á Skólaveginum og hann spyr mig hvernig sé að vera hættur í pólitíkinni. Ég segi það bæði eftirsjá og gott að vera laus. Þá segir hann við mig: „Þú varst góður bæjarfulltrúi,“ þannig að þó að við hefðum atast svona risti þetta ekki djúpt og það var trúnaður á milli okkar. Hann var harður og ekki síður við samherja sína í pólitík, en andstæðinga." Að vera innan girðingar Það er oft talað um aðkomumenn og Eyjamenn, finnst þér þú vera Eyja- maður, sérstaklega í Ijósi þátttöku þinnar í pólitík? , Já, ég er það. Ég er kannski Aust- firðingur í verunni. Það var nú talað um það og ekki síður í pólitíkinni að engir væm Eyjamenn nema vera fæddir hér og hinir kallaðir flækingar. En tilfellið var að mjög margir af þessum framámönnum í pólitíkinni vom ekki fæddir hér, en höfðu kannski búið hér í yfir tuttugu ár. En það var dálítið erfitt að segja hvort menn vom viðurkenndir sem Vest- mannaeyingar fyrr en að þrjátíu ámm liðnum. Eg veit ekki hvort ég hef fengið slíka viðurkenningu ennþá, jú líklega. Þetta var einhver lenska hér að þeir sem vom innan girðingar sem kölluð var austur á bæjum litu á sig sem hina einu og sönnu Vest- mannaeyinga, hitt vom eins og einu sinni var sagt, fuglar og flækingar. Kannski má kalla þetta hroka, en er nú löngu breytt, sérstaklega eftir gosið.“ Jóhann segir að hann hafi alltaf verið talinn mjög heitur framsóknar- maður, þó að hann hafi til dæmis verið mikið íhald þegar hann var í Menntaskólanum. „Ég hef alltaf átt góða kunningja í öðmm flokkum og ekki síður þar. Dags daglega er engin ástæða til þess að blanda saman pólitík og vinskap, það fer ekki saman og em tveir ólíkir hlutir." Jóhann bendir á að kannski sé rótin að meinsemdum mannlegra samskipta skortur á umburðarlyndi. „Það er stórt orð að tala um kærleika, en ef menn gætu tileinkað sér umburðarlyndi kæmust menn kannski næst því að starfa saman með því að sýna hver öðmm kærleika." Benedikt Gestsson BRÆÐUR Jóhanns í aldursröð, ívar, Ragnar, Hörður, Jóhann, Magnús, Sigurður og Björn. Myndin er tekin 1928 en þá átti einn eftir að bætast við. þreyttur á því. Það eru allt of margir sem unnið hafa of lengi og svo þegar þeir ætla að njóta lífsins á efri árum, þá er heilsan farin.“ Þú hefur aldreifarið til sjós? „Ekki get ég nú sagt það. Sem smástrákur var ég við að breiða fisk á Vopnafirði eins og algengt var þá íyrir tíu aura á tímann og mér þótti það gaman. Pabbi hafði líka rauðmaganet iyrstu árin sem ég man eíltir. Hann tók mig einu sinni með sér, en þegar ég sá grásleppu, minnir mig, sem kom inn yfir borðstokkinn varð ég svo hræddur að hann fór með mig í land, en svo var ég ekki sjóhraustur. Ég hef þó síðan farið á handfæri og var sæmilega fiskinn, en þetta átti ekki við mig.“ Blaðamennska og pólitík Jóhann vann sem blaðamaður og var ábyrgðarmaður Framsóknarblaðsins sem gefið var út í Eyjum. Hann segir að fyrstu ferðimar sem hann fór til útlanda hafi verið í boði Flugfélags íslands. „Flugfélagið bauð blaða- mönnum, eða aðstandendum blaða úti á landsbyggðinni í ferðir, bæði til Englands og Þýskalands. Það var skrifað um þessar ferðir og sagt frá þeim í blöðunum, en það var enginn áróður í því. Sveinn Sæmundsson, sem þá var blaðafulltrúi Flugfélagsins, hafði skilning á því að veita blaðamönnum á landsbyggðinni einhveija umbun fyrir störf sín að standa í útgáfustússi. En núna í mjög mörg ár höfum við hjónin ferðast ÍSLENSKIR póstmenn á erlendri grund. Hér eru þeir við hús Önnu Frank í Amsterdam, Jóhann, Sindri Sigurjónsson, Tryggvi Haraldsson og Ásgeir Einarsson. mjög víða.“ Hvemig stóð á því að þú fórst að skrifa í Framsóknarblaðið? „Það var nú kannski tilviljun. Sig- urgeir Kristjánsson. vinur minn og seinna bæjarfulltrúi, var þá ritsjóri Framsóknarblaðsins. Hann hafði sótt hér um stöðu yfirlögregluþjóns, en fékk ekki og aðkomumaður tekinn fram yfir hann. Það var álitið af flestum að pólitík væri í spilinu, svo ég skrifaði grein í blaðið um þetta sem síðan vatt upp á sig og var á blaðinu sem kom út hálfsmánaðarlega um tuttugu ára skeið.“ 1 framhaldi af starfi sínu á Fram- sóknarblaðinu fer Jóhann að hafa afskipti af bæjarmálapólitíkinni og fer á lista hjá Framsóknarflokknum. Hann segir að pólitíkin hafi verið hörð á þessum ámm. „Ég hafði verið vara- bæjarfulltrúi Hrólfs Ingólfssonar og kom inn í bæjarstjómina, þegar hann flutti burtu. Flokkurinn náði svo tveimur fulltrúum í kosningunum 1966 og þá kem ég inn sem aðal- maður eftir tvísýnar kosningar. Menn gátu verið rætnir og ég lenti til að mynda í ritdeilu við Guðlaug Gíslason, en við vorum báðir skömmóttir. Ég hafih lært það í Samvinnuskólanum hjá Ólaft heitnum Jóhannessyni prófessor sem kenndi okkur verslunarrétt og ýmislegt hagnýtt í sambandi við það. Hann kenndi okkur það að við mættum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.