Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 20. janúar 2000 Fréttir 17 Á Pæjumótinu sigraði ÍBV í fjórum flokkum, 4. flokki A, 5. flokki A og 6. flokki A og B. Á Gull og Silfurmótinu sigraði IBV í þremur flokkum, 3. flokki, 6. flokki A og B. ÍBV sigraði svo í íjórum flokkum á pæjumótinu á Siglufirði, í 2. flokki, 3. flokki A og B, og 4. flokki A. Handbolti, meist- araflokkur karla Karlalið ÍBV átti misjöfnu gengi að fagna tímabilið 1998-99, einkum reyndust útleikimir Þrándur í Götu liðsins. Liðið náði að vinna sinn fyrsta útileik í síðustu umferð og kom sigurinn liðinu upp í fjórða sæti sem gaf liðinu heimaleik í úrslitunum ef kæmi til oddaleiks. Svo fóren Haukar úr Hafnarflrði stóðust álagið sigmðu IBV hér heima. IBV var þar með úr leik í Islandsmótinu og spumingin var hvort liðið hafí ekki toppað of snemma. Sigmar Þröstur Oskarsson fyrirliði liðsins lagði skóna á hilluna eftir tímabilið, enda skómir þeir orðnir vel nýttir. Tímabilið 1999-2000 hefur verið verið upp og ofan það setn af er. Nýr þjálfari var ráðinn og IBV spilaði hræðilega í upphafi mótsins en að undanfömu hefur liðið verið að sækja í sig veðrið og virðist vera að ná tökum á nýjum leikstíl. En betur má ef duga skal, liðið er sem stendur í 10 sæti með 11 stig eftir 12 umferðir, en næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en í bytjun febrúar. I bikarkeppninni sigraði IBV lið Fjölnis í fyrstu umferð en tapaði í þeirri næstu fyrir 1. deildarliði Gróttu/KR, þar sem Belló fór fremstur í flokki. Meistaraflokkur kvenna Eyjastúlkur háðu erfiðan róður tímabilið 1998-99. Liðið var ungt að ámm og hafði orðið fyrir nokkru brottfalli úr leikmannahópi sínum. ÍBV náði þó að komast í úrslita- keppnina og mætti þar hinu geysi- sterka liði Fram. Stelpumar sýndu mikinn karakter eftir að hafa tapað lyrsta leik liðanna, og unnu Fram hér í Eyjum. Grípa varð til oddaleiks þar sem reynsluleysi liðsins kom í ljós og Fram tryggði sér ömggan sigur. I ár hefur leikmannahópurinn ekki mikið breyst, liðið hefitr reyndar styrkst enda er það að spila mun betur en tímabilið áður. íslandsmótið hefur líklega aldrei verið jafnara en í ár, 7-8 lið verða í einum hnapp og því mikilvægt fyrir ÍBV að koma vel til leiks eftir jólafríið. Liðið er í 6. sæti með 13 stig eífir 10 leiki, en á leik inni á hin liðin og ef sigur vinnst í þeim leik þá getur það fleytt ÍBV alla íeið í 3. sæti. Ekkert bikarævintýri var þetta árið frekar en í karlaboltanum. ÍBV átti JÓN ÓIi með Shell-mótsmeistarana 1999. ÍRIS Sæmundsdóttir með stelpunum í 4. flokki sem náðu einstæðum árangri síðasta sumar. odidas iTlglt^ - C. MA| Wf . " gr^öl ^ \ Á J j þ Æ MEISTARAFLOKKUR ÍBV í handbolta og Sigbjörn Óskarsson þjálfari. MEISTARAFLOKKUR ÍBV í handbolta ásamt stjórn og þjálfara. heimaleik gegn Haukum úr Hafnar- fírði, en sá leikur tapaðist naumlega. Yngri flokkarnir Fjórði flokkur karla er áberandi þegar rennt er yfir yngri flokkana í handbolta. Strákamir gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar. Strákamir spiluðu einnig til úrslita í Islandsmótinu en töpuðu naumlega. Körfubolti ÍV lauk keppnistímabilinu 1998-99 á eftirminnilegan hátt. Liðið fór ósigrað í gegnum riðlakeppni 2. deildar og komst þ.a.l. í úrslitakeppni deild- arinnar annað árið í röð. IV gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína þar og þar með eignuðust Vestmannaeyingar sína fyrstu deildarmeistara í körfu- knattleik. ÍV hefur hafið tímabilið í ár með miklum glans. Liðið er eins og er í þriðja sæti með tólf stig eftir 9 leiki og hefur komið öllum nema sjálfum sér á óvart. Hópurinn er mjög sterkur og liðið virðist vera til alls líklegt í vetur, því enn á ÍV eftir að fínpússa leik sinn. Fimleikar Ein fjölmennasta íþróttagrein yngstu kynslóðarinnar er fimleikar. Iðkenda- fjöldi er á bilinu 90-110 krakkar, og hefur iðkendafjöldinn nánast staðið í stað síðustu þrjú ár. Mesta afrekið vann Ama B. Sigurbjömsdóttir þegar hún varð Islandsmeistari í öðm þrepi stúlkna á aldrinum 10-12 ára. Ánna K. Magnúsdóttir varð í þriðja sæti í sama aldursflokki. Félagið hélt innanfélagsmót í vor og aftur í haust og hélt einnig jóla- sýningu. Núna stendur undirbúningur fyrir Islandsmótið sem hæst en mikið er af ungum og efnilegum stelpum í félaginu. Það virðist því vera nokkuð bjart framundan í fimleikunum. Frjálsar íþróttir Frjálsar íþróttir hafa oft mátt muna sinn fífil fegurri en síðustu ár hefur hins vegar verið unnið markvisst að eflingu íþróttarinnar í Vestmanna- eyjum og er sú uppbygging að skila ágætis árangri. Æft er allan ársins hring, inni á vetuma en á sumrin eflist starfið til muna. í sumar vom í kring- um 70 krakkar á aldrinum 10 ára og yngri á leikjanámskeiði hjá félaginu, en einnig var um 15 manna æfinga- hópur 11 ára og eldri. Farið var á íslandsmeistaramót bæði inni og úti og náðist nokkuð góður árangur þar. Félagið átti tíu ára afmæli í mars og vom 12 manns heiðraðir sérstaklega á þeim tímamótum. Ámi Óli Ólafsson var kosinn frjálsíþróttamaður ársins annað árið í röð. Golf Landsmót unglinga var haldið hjá GV í sumar. Var það fjölmennasta mót sumarsins með 168 keppendum. Þar eignaðist GV í fyrsta sinn í langan tíma unglingameistara en Karl haraldsson sigraði í llokki drengja 14- 15 ára. Karl var einnig valinn af GSÍ sem „efnilegasti unglingurinn." Þá sendi GV tvær sveitir í flokki drengja í Sveitakeppni unglinga sem haldin var á Akranesi. A-sveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði í mótinu. Sveitina skipuðu þeir Brynjar S. Unnarsson, Garðar H. Eyjólfsson, Hlynur Stefánsson, Hörður O. Grettisson og Karl Haraldsson. Örlygur Helgi Grímsson var valinn af GSI til að taka þátt í Evrópumóti U- 18 fyrir Islands hönd en mótið fór fram í Svíþjóð. Þá var Ragnar Guðmundsson valinn í A-öldunga- landslið karla og tók hann þátt í Evrópumeistaramóti í Austurríki. Meistaramót GV fór fram í júlí og urðu eftirtaldir meistarar: Mfl. karla Örlygur Helgi Grímsson 1. fl. karla Jónas Þór Þorsteinsson 2. fl. karla Hörður Orri Grettisson 3. fl. karla Ragnar Þór Baldvinsson 4. fl. karla Gísli Steinar Jónsson Kvennafl. Jakobína Guðlaugsdóttir Unglingafl. Gísli Stefánsson Öldungafl. Atli Aðalsteinsson án forg. Öldungafl. Guðni Grímsson m. forg. Golfævintýrið var haldið í Ijórða sinn og hefur þátttaka í því aldrei verið meiri en í sumar eða 156. Það er nú orðinn fastur liður í starfi margra golfklúbba að senda efnileg böm og unglinga á Golfævintýrið og hefur GSI tekið það inn í uppbyggingu unglingastarfs sem fram kemur í áætlun þeirra um stefnu í golfi fram til 2005. Mót voru haldin á golfvellinum um nær hverja helgi í sumar og var þátttaka í þeim mun betri en á síðasta ári. Fjölmennustu mótin voru eins og áður sagði Landsmót unglinga og Golfævintýrið. Á Landsmóti Oddfell- owa vom þátttakendur 101, á Toyota mótaröðinni 90, í Volcano Open 80, Flugfélagsmótinu 55 og Cantat 3 mótinu 44. I innanfélagsmótum var mest þátttaka í Sjómannamótinu 71, en yfirleitt var þátttaka í öðrum mótum milli 40 og 60. Á síðasta ári var samþykkt að setja upp golfhermi í golfskálanum og em miklar vonir bundnar við hann enda gjörbreytir hann allri aðstöðu til æfinga yfir vetrartímann. Kylfingar í Eyjum nota hverja stund til golfleiks, einnig í svartasta skammdeginu. í hópi þeirra hörðustu eru þau Hrefna Sighvatsdótt- ir, Gunnar Stefánsson og Katrín Magnúsdóttir en þau stunda sína íþrótt ótrauð og bregða sér hvorki við sár né bana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.