Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Blaðsíða 20
20
Fréttir
Fimmtudagur 20. janúar 2000
Jean-Michel Cousteau, forseti Ocean Future:
Ætlum að sleppa Keikó í sumar
-Ef það næst ekki verður að að endurskoða allar áætlanir og við erum
undir það búnir en takmarkið er að Ijúka verkefninu á árinu
Um helgina funduðu yfirmenn
Ocean Future með flestum starfs-
mönnum sínum sem komið hafa að
Keikóverkefninu í Vestmanna-
eyjum. Farið var yfir starfið
undanfarið og línurnar iagðar fyrir
næstu mánuði. Á allra næstu vikum
verður Keikó slcppt út í Kletts-
víkina en net var strengt fyrir
innsta hluta hennar á iöstudaginn.
Þar með er stórum áfanga náð í
áætlun samtakanna um að sieppa
háhyrningnum í sitt náttúrulega
umhverfl í hafinu umhverfis Island.
Nú er áætlað að það gerist í sumar á
tímabiiinu frá maí til september.
Jean-Michei Cousteau, forseti
Ocean Future, sagði í samtali við
Fréttir að áætlun samtakanna um að
gefa Keikó frelsi hefði staðist að öllu
leyti til þessa. Áætlunin nær aftur til
þess tíma þegar Keikó var að veslast
upp við ömurlegar aðstæður í Mexíkó.
„Þetta var fyrir fimm eða sex árum en
þá var ég ekki kominn að verkefninu,"
sagði Jean-Michel. „Þá var ákveðið að
flytja Keikó frá Mexíkó og koma
honum í hreinan sjó og ferskara lofts-
lag þar sem hann gæti náð heilsu á ný.
Niðurstaðan varð sú að flytja hann til
Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna
þar sem byggð var upp sérstök aðstaða
fyrir hann. Þá var komið að þeim hluta
áætlunarinnar að koma Keikó heim og
í sjókví. Það hefur verið gert og nú er
komið að því að sleppa honum út í
Klettsvíkina. Ég get ekki sagt
nákvæmlega hvenær það verður gert.
Við höfum tekið eitt skref í einu og
náð að ljúka hverju þeirra með
fullkomnum árangri. Þökk sé frábæru
starfsfólki og Keikó sjálfum sem hefur
sýnt að hann hefur vilja til að komast
af.“
Áfram er haldið og nú er komið að
síðasta áfanganum, að sleppa Keikó.
Jean-Micheal segir að það eina sem
ekki liggi fyrir sé hvenær það verður
gert. „Éftir að við komum til Islands
þurfti að mörgu að hyggja, t.d. heilsu
Keikós og hvemig hann líffræðilega
brygðist breyttum aðstæðum. Þama
vomm við að framkvæma hluti sem
aldrei höfðu verið reyndir áður, að
koma hval, sem í áratugi verið háður
manninum, í sitt náttúrlega umhverti “
Jean-Michel segir að það að sleppa
Keikó út í Klettsvíkina sé stórt skref í
þá átt. Núna sé verið að finna leið til
að hafa samband við Keikó eftir að
hann sleppur úr kvínni. „Við verðum
að frnna eitthvert merki sem við
gætum gefið honum og er ekki í hans
náttúrulega umhverfi. Við þurfum líka
að sannfæra okkur um hann geti veitt
fisk sér til matar. Þegar þjálfaramir
álíta að hann sé tilbúinn verður honum
sleppt út í víkina. Það gæti orðið á
næstu þremur til fjórum vikum.“
Hann vill ekki gera mikið úr þeim
erfiðleikum sem samtökin hafa lent í
eftir komu Keikós til Vestmannaeyja.
Veðrið hér hafi ekki komið þeim á
óvart en straumur er miklu meiri í
Klettsvíkinni en þeir gerðu ráð fyrir.
„Hefðum við vitað það hefðum við
hannað kvína öðm vísi. En allt em
þetta smámunir því mestu skiptir að
Keikó sé heill og það er hann svo
sannarlega."
Næst kemur Jean-Michel að loka-
takmarkinu, að sleppa Keikó sjálfum.
„Við ætlum okkur að sleppa honum í
sumar, einhvem tímann á tímabilinu
maí til september. Ástæðan fyrir
þessari tímasetningu er að þá em
frændur Keikós, háhyrningarnir, við
Vestmannaeyjar."
Ef Keikó verður ekki tilbúinn að
ykkar mati áður september er úti, hvað
gerist þá? „Þá verðum við að
endurskoða okkar áætlanir og emm
undir það búnir en takmarkið er að
ljúka verkefninu í sumar.“
Jean-Michel segir að allt verði gert
til að undirbúa Keikó sem best undir
frelsið en ekki ætla þeir að sleppa
alveg af honum hendinni því ætlunin
er að setja á hann sendi til að hægt
verði að fylgjast með honum. „Við
vitum að aldrei verður við öllu séð og
ekkert er ömggt í þessu h'fi. Við getum
heldur ekki ábyrgst að Keikó nái að
lifa af í sínu náttúmlega umhverfi. Ég
KEIKÓ verður sleppt út í
Klettsvík á næstu vikum. Netið
var sett niður um síðustu helgi.
get ekki einu sinni ábyrgst að ég verði
lifandi á morgun. En hvað sem því
líður þá höfum við lært margt og
safnað saman ómetanlegum vísinda-
legum upplýsingum. I dag skiljum við
líka betur líf hvala, ekki bara
háhyminga, heldur allra hvala og
lífsins í sjónum. Þama emm við að
fjárfesta fyrir ffamtíðina," sagði Jean-
Michel forseti Ocean Future að
lokum.
STARFSMENN Ocean Future búa í Drífanda þar sem þeir hafa komið sér upp tómstundaaðstöðu í
glerhýsinu. Á myndinni eru flestir þeirra sem sóttu fundinn á sunnudaginn, Jean-Michel Cousteau,
forseti samtakanna er standandi lengst til hægri á myndinni.
Sjómenn framtíðarinnar á námskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna:
Þekking og rétt handtök til sjós get<
Dagana 4. til 13. janúar hélt
Slyasavarnaskúli sjómanna
tvö námskeið fyrir sjómenn,
skólafólk og annað
áhugafólk um sjómennsku
hér í Vestmannaeyjum.
Þátttakendur voru m.a.
sjómenn, vélstjórnar-
nemendur og nemendur á 30
tonna skipstjórnarnámskeiði
Framhaldsskólans og
Barnaskólans, alls 47
nemendur, þar á meðal ein
stúlka. Mikill meirihluti
nemenda var ungt skólafólk.
Farið var yfir öll helstu atriði er
varða öryggi skips og manna á sjó og
í höfn. Bókleg kennsla fór fram í
húsnæði sjómannafélagana í Básum.
NEMENDUR rétta við björgunarbát sem hafði hvolft með þá
innanborðs. Kafari er til taks ef eitthvað skyldi út af bera.
Verkleg útikennsla fór fram í höfninni
þar sem æfð voru handtök við hin
ýmsu björgunartæki s.s. björgunar-
báts, Markúsamets, Björgvinsbeltis,
neyðarblysa ýmiss konar og björgun
manna með aðstoð þyrlu. Einnig var
æfð reykköfun, sem fór fram í Sigurði
VE, og notkun handslökkvitækja inn
á Eiði.
Um miðjan júní kemur Sæbjörgin
til Eyja og verða þá haldin námskeið
fyrir sjómenn.
Slysavamaskóli sjómanna var
stofnaður 1985 og lagði ríkissjóður til
varðskipið Þór en 1998 fékk skólinn
Akraborgina að gjöf og heitir hún nú
Sæbjörg. Að sögn Hilmars Snorra-
sonar skólastjóra starfa nú sex manns
hjá skólanum sem rekinn er af Slysa-
vamafélaginu Landsbjörgu. Framlag
úr ríkissjóði stendur staum af 85%
rekstrarkostnaði en námskeiðsgjöld
15%.
Árin 1998 og 1999 lést einn sjó-
maður hvort ár sem er mikil fækkun
frá fyrri ámm og þakkar Hilmar það
m.a. markvissri fræðslu og hugar-
farsbreytingu sjómannanna sjálfra.
Á þessu ári mun líta dagsins ljós
reglugerð sem kveður skýrar á um
ýmis öryggisatriði, s.s. reglubundnar
æfingar um borð samkvæmt fyrirfJam
ákveðinni áætlun sem gerð er fyrir
hvert skip og vill Hilmar kalla árið
2000 ,/Efmgar um borð í skipum". í
raun er hvert skip fjölmennur vinnu-
staður sem miklir peningar eru að
auki bundnir í og því skipta rétt og
skjót viðbrögð öllu máli þegar vá ber
að höndum, til dæmis þegar eldur
kviknar um borð, sem Hilmar segir að
sé of stórt vandamál í íslenskum
skipum.
HALLDÓR Almarsson,
yfirleiðbeinandi
Slysavarnaskólans, við
kennslu í Básum.