Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 18. maí 2000 Tónleikar Brasskvintets og Tónsmíðafélags Vestmannaeyja: Kyndill listgyðjunnar logaði skært Síðastliðinn föstudag héldu Brasskvintet Vestmannaeyja og Tónsmíðafélag Vestmannaeyja tónleika í Gallerí Áhaldahúsinu við miklar og góðar undirtektir um hundrað tónleikagesta. Mikið var var lagt í tónleikana, bæði hvað sviðsmyndinni við kom og Hutningi tónlistarinnar. Tókst allur flutningur með ágætum og var aðstandendum sínum til mikils sóma. Kannski má segja að um tvenna tónleika hafí verið að ræða, vegna þess hversu ólíka tónlist hljóm- sveitimar flytja, þar sem Brass- kvintetinn flutti háldassíska tónlist, en Tónsmíðafélagið frumsamda tónlist með rætur í ýmsum greinum nútíma dægurtónlistar. Engu að síður kunnu tónleikagestir vel að meta og ljóst að salurinn í Áhalda- húsinu hentar ekki síður til tón- listarflutnings en myndlistar- sýninga. Á veggjum Áhaldahúss- ins héngu uppi myndir Birgis Andrésssonar, Kristjáns Guðmuds- sonar, Olafs Lárussonar og Ásgeirs Lárussonar. Var og ekki annað að sjá en að tónlist og myndir ættu ágætlega saman og lýstu því sama ljósi og nauðsynlegt er að stafi frá kyndli listagyðjunnar. Þetta var gott framtak tónlistarfólks í Eyjum og bráðnauðsynlegt að gera meira af slíku. Myndimar hér til hliðar eru frá þessum bráðskemmilegu tónleikum. Tuttugu naktar stelpur á barnum Öðru hverju eru fréttir í erlendum fjölmiðlum um ísland og íslend- inga. Slíkar frétti vekja stundum nokkra athygli fyrir þá sýn sem erlendir fjölmiðlamenn miðla heimsbyggðinni um land og þjóð. Ein slík frétt er í nýjasta hefti tímaritsins STUFF, sem er blað sem ætlað er karlmönnum ef mark er tekið á haus blaðsins. I blaðinu er sumsé grein um ýmsar hátíðir sem haldnar em víðsvegar um heiminn og að sjálfsögðu kemst þar Þjóðhátíð í Eyjum á blað undir fyrirsögninni -Frídagar nautnaseggj- anna-. Blaðið gefur síðan nokkram hátíðum einkunnir fyrir kynlíf, tónlist, mat og áfengi. Fjöldi tákna fyrir hvert þessara atriða á viðkomandi hátíð á síðan að segja til um við hverju menn Þessi mynd er frá Þjóðhátíð, en allir sæmilega klæddir í rigningunni. geta búist. Einhverra hluta vegna fær þó Þjóðhátíðin enga slíka einkunn, hvort það er vegna þess að Eyjamenn standa sig ekki, eða þeir hafi sprengt alla skala skal ósagt látið, en hér fer á eftir textinn um Þjóðhátíð í Eyjum í lauslegri þýðingu. Vestmannaeyjar, Islandi Jú víst er kalt, en innfæddir gætu kennt Hugh Hefner sitthvað um hvernig eigi að halda partý. Varla hefur jafn leiðinlegur atburður - eins og staðfesting íslensku stjómarskrár- innar 1874 - haft slík heiftarleg áhrif á fbúana eins og Þjóðhátíðin er. Þjóðhátíð í Eyjum er 48 stunda stór- furðuleg svallveisla brennivíns, flug- elda og grillfæðis á lítilli eldfjallaeyju undan suðurströnd íslands. Mið- punktur hátíðarinnar er einstök tegund af íslenskri þríþraut þar sem þátt- takendur hlaupa frá barnum út í heitan hver, þaðan í ískaldan sjóinn og svo aftur á barinn. Að sjá tuttugu naktar stelpur taka þátt í slíkri keppni og enda á bamum til þess sturta niður vodkaskotum er nokkuð sem maður gleymir ekki alveg á næstunni. Frekari upplýsingar: Hægt er að fljúga með Flugleiðum til Reykja- víkur, og þaðan geta svallarar farið í 20 mínútna skemmtiferð með leigu- flugi á hverja þá eyju sem hver og einn vill. I raun og vera byrjar svallið um leið og vélin sleppir flugbrautinni. I----^-------------------------------------------1 | Islandsbanka- | I kórinn syngur í I | Eyjum | ■ Næstkomandi föstudag mun íslandsbankakórinn halda í i ■ menningarreisu til Eyja og troða upp með söng og skemmtilegheitum. ■ ■ Islandsbankakórinn hóf starfsemi sína fyrir sjö árum, þá sem . ! blandaður kór, en nú er hann eingöngu skipaður föngulegum konum ! I útibúa Islandsbanka í Reykjavík. Á föstudeginum kl. 15.30 mun kórinn syngja í afreiðslu Islandsbanka og I I svo aftur um kvöldið á opnun Vors íEyjum kl. 20.00. Á laugardeginum | | mun kórinn svo aftur hefja upp raust sína kl. 15.00 og síðar sama dag eða | ■ kl. 16.00 á Hraunbúðum. Á efnisskrá kórsins era bæði erlend og innlend i ■ lög þar sem meginþemað er vorið. I kómum núna era nítján konur og ■ ■ gaman að geta þess að þrjár þeirra eiga ættir að rekja til Eyja. Svo er ekki . ! annað en að Vestmanneyingar láti seiðast af fögram tónum kórsins á meðan J * hann dvelur í Eyjum. Stjómandi Islandsbankakórsins er Helgi Einarsson ‘ I og undirleikari er Helga Laufey Finnborgdóttir. Kór Strandamanna í Listaskólanum Kór Strandamanna heldur tónleika í sal Tónlistarskólans n.k. laugardag, 20. maí, kl. 17.00. Efnisskráin er létt og skemmtileg með innlendum og erlendum lögum. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík stofnaði kórinn 1958 og hefur hann starfað nær samfellt síðan. I gegnum árin hefur kórinn haft nokkra stjómendur en nú stjómar honum Þóra V. Guðmundsdóttir. Á tónleikunum mun afleggari Strandamanna í Eyjum, Védís Guðmundsdóttir, koma fram ásamt föður sínum og leika Chant D' oiseau, (Söng fuglanna) eftir Wilhelm Popp. Vestmannaeyingar eru hvattir til að mæta á tónleika Kórs Strandamanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.