Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Blaðsíða 22
22 Fréttir Fimmtudagur 18. maí 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 18. maí Kl. 14.00 Útfararguðsþjónusta Unnar Pálsdóttur Kl. 14.30 Helgistund á sjúkra- húsinu þriðju hæð, heim- sóknargestir velkomnir Kl. 17.30Tónleikarbamakórannaí Bamaskólanum, Hamarsskóla og Rauðagerði Kl. 20.00 Fundur í Safnaðar- heimilinu með lista- og hand- verksfólki í Eyjum vegna kristnihátíðarafmælis Laugardagur 20. maí Kl. 10.30 Útfararguðsþjónusta Haraldar Hannessonar Kl. 14.00 Útfararguðsþjónusta Sigríðar Guðmundu Pétursdóttur Sunnudagur 21. maí Kl. 11.00 Guðsþjónusta safn- aðarins, vori fagnað. Miðvikudagur 24. maí Kl. 20.00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Bibh'ulestur Föstudagur Kl. 20.30 Unglingamir á sam- komu. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma. Brotning brauðsins. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Samskot til trúboðsins. Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 13. maí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 10.00 Guðsþjónusta. Gestur helgar- innar er Eric Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Knattspyrna: Fréttir kynna meistaraflokk IBV í knattspyrnu Léttleikínn verður LEIKMENN og þjálfarar mcistaraflokks ÍBV í knattspyrnu árið 2000: Aftari röð f.v. Kristinn R. Jónsson þjáfari, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Davíð Egilsson, Páll Almarsson, Baldur Bragason, Olgeir Sigurgeirsson, Kjartan Antonsson, Magnús Sigurðsson, Atli Jóhannsson, Páll Guðmundsson, Unnar Hólm Ólafsson og Elías Friðriksson aðstoðarþjálfari. Fremri röð: Allan Mörköre, Hjalti Jónsson, Bjarni Geir Viðarsson, Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Ingi Sigurðsson og Steingrímur Jóhannesson. A myndina vantar Guðna Rónar Helgason, Momir Miieta, Goran Aleksic, Jóhann Möller og Kristin Geir Guðmundsson. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, þekkir líklega flesta þætti er snóa að knattsparki. Enn eitt árið ætlar Hlynur að ljá ÍBV liðinu krafta sína, enda nýtast þeir kraftar liðinu vel og hafa gert undanfarin ár. Fréttir fóru þess á leit að fyrirliðinn fræddi Iesendur sína um komandi tímabil. Hvernig leggjast komandi átök í þig? „Þetta leggst alveg ágætlega í mig. Spá þjálfara og fyrirliða var nýlega gerð opinber og þar var okkur spáð þriðja sæti, á eftir KR og ÍA en auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að snúa röð þessara þriggja liða við. Við tökum þessa spá ekki það hátíðlega að við förum að svekkja okkur eitthvað á henni, ÍBV er lið sem hefur unnið þrjá titla á undanfömum þremur ámm og leikmenn liðsins vita alveg hvemig það er að standa uppi sem sigurvegari. Við höfum reyndar nússt sterka leikmenn fyrir tímabilið, ívar Ingimars, ívar Bjarklind, Zoran, Sindra Grétars og Kidda Hafliða en þetta em allt mjög sterkir leikmenn og ekki öll lið sem mættu við því að missa þá. En við höfum verið að fá mjög sterka unga leikmenn upp í meistaraflokk sem eiga eftir að fá smjörþefinn af þessu í sumar og við bindum miklar vonir við þá. Mér sýnist að á næstu árum eigi eftir að fara fram kynslóðaskipti hjá IBV, gamlir refir eins og Birkir Kristins., Ingi Sig. og Steingrímur eiga eftir að hverfa á braut og þá munu ungu leikmennimir taka við. En það þarf að halda réttri blöndu í þessu og ég vona að við eigum eftir að finna hana, ef við eram ekki þegar búnir að því. Svo em á leiðinni til okkar tveir útlendingar, Goran þekkjum við en hinn er dálítið spumingarmerki og þar sem þeir koma ekki fyrr en í þriðja leik þá er tíminn fyrir þá að aðlagast liðinu ekki mikill. En við emm með topplið þrátt fyrir að þeir séu ekki til staðar.“ Hver eru markmið liðsins fyrir sum- arið? „ Við ætlum okkur að sjálfsögðu að halda okkur í toppbaráttunni. Eigum við ekki að segja að við stefnum á Evrópusæti, það er gott markmið fyrir tímabilið og getur tryggt liðinu góðan pening fyrir framtíðina. En eins og ég hef sagt þá em menn í iiðinu sem hafa unnið til titla og þá hungrar enn í þá. Annars hefur öll athygli beinst að KR og IA þar sem þeirra leikmannamál hafa verið í brennidepli og ég tel það ágætis kost fyrir ÍBV að vinna dálítið bak við tjöldin." En hvernig finnst þér undirbúningur liðsins hafa verið? „Undirbúningur liðsins hefur verið eins góður og möguleiki hefur verið á. Eins og allir vita þá var veturinn sérstaklega erfiður í ár og ekki sást í malarvöllinn svo mánuðum skipti þannig að maður varð bara að ná í gamla vetrargallann og hlaupa í skjóli húsanna héma. En þessar tvær utanlandsferðir hjá okkur hafa hjálpað okkur mikið þar sem við höfum náð að stilla saman strengi okkar, þó það hefði óneitanlega verið gott að hafa útlendingana með í för þá verður ekki á allt kosið í þessu. Annars er ég bara passlega bjartsýnn á sumarið, það verður stefnan hjá okkur í ár að léttleikinn fái að ráða ríkjum eftir frekar þungt og erfitt tímabil í fyrra og aðungumennimirfáisíntækifæri. Ég vona bara að áhorfendur eigi eftir að HLYNUR Stefánsson. sýna okkur þolinmæði, þessir strákar verða ekki toppfótboltamenn á einum degi, þeir þurfa tíma og með góðum stuðningi bæjarbúa held ég að IBV eigi eftir að vera í toppbaráttunni í mörg ókomin ár.“ Verður jafnt í sumar Hjalti Jónsson er fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar sem nú er að banka hressilega á dyr byrjunarliðs ÍBV. Hjalti hóf feril sinn í meistaraflokki á síðasta tímabili, en fékk fá tækifæri með liðinu og var á endanum lánaður til FH þar sem hann var í byrj- unarliðinu. Fréttir náðu tali af Hjalta þar sem hann sat í hárgreiðslustólnum og lét gæla við hárið. Nú er stutt ífyrsta leik, hvemig leggst hanti í þig? „Ja, ég hlakka bara til að spila fyrsta leikinn á Islandsmótinu héma heima. Við álpuðumst til að tapa fyrir þeim í deildarbikamum þannig að ég held að menn séu alveg tilbúnir í leikinn. Vinnuveitandi minn, Stebbi í Eyjablikk, er Fylkismaður og ég hef varla fengið frið fyrir honum þannig að við verðum eiginlega að vinna KRISTINN þjálfari. leikinn svo maður fái nú frið. En annars má segja að ég sé bara nokkuð bjartsýnn á sumarið sem framundan er. Hópurinn sem við erum með er bæði breiður og jafn þar sem allir hafa fengið að spreyta sig í þeim leikjum sem við höfum spilað á undir- búningstímabilinu. En það sýnir sig strax í byrjun móts þegar við spilum sex leiki á 22 dögum að allir þurfa að vera klárir í slaginn." Þatmig að menn eru bara vel stemmdirfyrir sumarið ? „Já mér finnst það. Við vorum á Hvolsvelli um helgina þar sem við æfðum við góðar aðstæður, en fyrst og fremst náðum við saman sem hópur sem hefur mikið að segja.“ Nú varstu lánaður í fyrra til FH þar sem þúfékkstfá tœkifœri tneð liðinu, verður ekki annað á döfinni í ár? „Júégætlaaðvonaþað. I fyrravar ég kannski ekki alveg tilbúinn í slaginn og var lánaður til FH þar sem ég öðlaðist dýrmæta reynslu. Per- sónulega tel ég þetta rétt í þeirri stöðu að þegar ekki er pláss fyrir leikmenn og skera þarf hópinn niður þá á að láta viðkomandi vita strax fyrir tímabilið hver staðan sé. Þá er hægt að spila út frá því og jafnvel fara eitthvað annað í eitt ár og öðlast reynslu. En eins og ég segi þá vona ég að ég verði allavega í 16 manna hópnum en þetta er undir mér sjálfum komið. Kiddi hefur verið að berja því í hausinn á manni undan- farin ár að maður uppsker eftir því sem maður sáir og ég hef lagt mikið á mig til að vera sem best í stakk búinn þegar kallið kemur." Hvaða lið eiga eftir að vera í toppbaráttunni? „Þetta á eftir að verða mjög jafnt í sumar og þessi helstu lið eiga líklega eftir að vera við toppinn. Annars hef ég lítið verið að velta mér upp úr því hvemig hin liðin séu, við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leik, og hver að sjálfum sér, þá eiga hlutimir að ganga upp. Þetta er bara undir okkur sjálfum kornið."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.