Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 18. maí 2000 Greinargerð bæjarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga: Stórfelld lækkun útsvarstekna -og fækkun íbúa helsta ástæðan fyrir lakari stöðu bæjarsjóðs Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, hefur fyrir hönd bæjarstjórnar samið greinargerð til Eftirlits- nefndar með fjármálum sveitar- félaga. Eins og flestum mun í fersku minni var Vestmanna- eyjabær eitt þeirra sveitarfélaga sem fengu aðvörun frá nefndinni vegna fjármálalegrar stöðu. I greinargerðinni er helsta skýringin á þeirri breytingu, sem orðið hefur á atkomu bæjarsjóðs, talin stórfelld lækkun útsvarstekna. Síðan er í greinargerðinni rakin breytingin frá árinu 1994 til ársins 1999, í álögðu útsvari, meðalútsvarstekjum og íbúa- fjölda. Þar kemur fram að meðalút- svarstekjur 1994-1996 á verðlagi dagsins í dag, eru liðlega 745 milljónir á móti liðlega 655 milljónum kr. fyrir árin 1997-1999. Sá mismunur er 90 millj. kr. á ári eða 270 milljónir á þessu þriggja ára tímabili. Fram kemur að íbúum hefur fækkað úr 4.888 í 4.585 á þessu tímabili. Þá kemur fram að ekki hefur tekist að ná þeim útsvarstekjum sem áætlaðar vom á árinu 1999. Helsta skýringin er sú að fiskveiðar hafa verið minni en vonir stóðu til, bæði í uppsjávarfiski og bolfíski. Sérstaða í uppbyggingu þjónustu I greinargerðinni segir að endalaust megi deila um hvort skuldir séu miklar eða litlar en meta þurfí hver staða sveitarfélagsins sé í uppbygg- ingu á þeirri þjónustu sem til staðar er. Vestmannaeyjabær sé vegna land- fræðilegrar legu í þeirri stöðu að við þurfum einir að byggja upp alla okkar þjónustu. Mjög algengt sé í dag að sveitarfélög hafí sameinast um upp- byggingu eða útboð á ýmissi þjónustu sem veita þarf. Hátt þjónustustig Vestmannaeyjabær hefur staðið mjög myndarlega að allri uppbyggingu og þjónustu við íbúana, samanborið við önnur sveitarfélög, segir í greinar- gerðinni. Við sem stjómum þessu bæjarfélagi teljum að þjónustustig sé það hátt hjá okkur að við gætum verið með 5.500 - 6.000 manna samfélag án þess að það kostaði miklar fram- kvæmdir í viðbót en myndi gerbreyta öllu rekstrarumhverfi bæjarfélagsins. Rekstur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans er í góðu jafnvægi. Aukist tekjur ekki á ný er ljóst að bregðast verður við því með enn frekari sparnaði í rekstri svo að hægt sé að greiða niður lán. Ljóst er að það mun að mestu koma niður á skertri þjónustu og fækkun á starfsfólki bæjarins því að launakostnaður er stór hluti af rekstri Vestmannaeyjabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Vestmannaeyjabær hefur skapað gott umhverfi í atvinnu- og mannlífi. Síðan sjálfstæðismenn tóku við í bæjarstjóm 1990 hefur bærinn hvorki fjárfest í atvinnulífi né gengið í ábyrgðir heldur reynt að skapa skilyrði sem hvatningu til nýrra verka. Sem dæmi um það má nefna að Þróunarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1996 til að vinna sjálfstætt að alhliða atvinnuuppbyggingu og ráðgjafaþjónustu í Eyjum. Þá hefur bærinn veitt afslætti til fyrirtækja sem koma með nýsköpun í bæinn og em ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki. Niðurgreiðsla lána Rekstur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans er í góðu jafnvægi. Aukist tekjur ekki á ný er ljóst að bregðast verður við því með enn frekari spamaði í rekstri svo að hægt sé að greiða niður lán. Ljóst er að það mun að mestu koma niður á skertri þjónustu og fækkun á starfsfólki bæjarins því að launakostnaður er stór hluti af rekstri Vestmannaeyjabæjar eins og annarra sveitarfélaga. Framkvæmdum er að mestu lokið og ætti því, miðað við forsendur tekna og jafnvægi í íbúaþróun, að vera hægt að greiða niður lán bæjarsjóðs á eðlileg- um tíma. Með greinargerðinni fylgir tíu ára áætlun um rekstur Vestmannaeyja- bæjar, raunar tvær áætlanir, en munur á þeim áætlunum miðast annars vegar við að byggja upp grunnskólana miðað við núverandi áætlun og hins vegar við þær hugmyndir sem uppi em í dag. Hvað á eftir að gera? Þá er rakið hvað eftir er að gera í uppbyggingu þjónustunnar. Er fyrst tekin einsetning grunnskólanna og kostnaður við hana áætlaður 300 milljónir en sú upphæð gæti þó lækkað vemlega vegna skipulags- breytinga í skólunum. Samkvæmt ESB samþykktum þarf að fara í framkvæmdir við frá- veitumál. Fyrir liggur framkvæmda- áætlun næstu 8-10 ára sem gert er ráð fyrir í þriggja ára fjárhagsáætlun. Þá er menningarhús eitt af því sem eftir er. í greinargerðinni segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka þátt í uppbyggingu fimm menningar- húsa í sveitarfélögum á lands- byggðinni og séu Vestmannaeyjar eitt þein a. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Þriggja ára áætlun í þriggja ára fjárhagsáætlun 2001- 2003 er gert ráð fyrir niðurgreiðslu skulda upp á tæpar 73 milljónir kr. Gangi þær skipulagsbreytingar eftir, sem unnið er að með einsetningu skólanna, mun það breyta og llýta fyrir frekari niðurgreiðslum og verður Eftirlitsnefndinni gerð grein fyrir því þegar það liggur fyrir. íbúaþróun Ljóst er að landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja og íbúum hefur fækkað á flestum stöðum þrátt fyrir þokkalegt atvinnuástand, miðað við það sem áður var. Eyjamenn hafa ekki farið varhluta af því að þessi þróun hefur verið óhagstæð hér. Þó svo að nokkur hálaunastörf séu hér, þá er það aðallega sjómennska. Atvinnumál Atvinnumál eru í nokkuð góðu jafn- vægi en vantar meiri fjölbreytni. Vegna landfræðilegrar legu hefur það háð okkur að vera í samkeppni í þeim greinum þar sem flutningskostnaður getur haft áhrif á vöruverð öðru fremur. Samt sem áður hafa verið stofnuð hér mörg fyrirtæki á síðustu árum, önnur hafa hætt starfsemi sinni en það er fyrst og fremst frumkvæði Eyjamanna sem við treystum á og Aðrar breytingar Þá er vikið að rekstrarumhverfi veitu- fyrirtækja, bæði vegna sameiningar og breytinga yfir í hlutafélagaform. Þar segir að Bæjarveitur Vestmannaeyja séu myndarlegt og vel rekið fyrirtæki með eignir töluvert meira virði en skuldir. Því sé ljóst að stjómendur bæjarins verði vel vakandi yfir þeirri þróun sem fram undan er í þeim malum. I lok greinargerðarinnar segir: „Þessar breytingar, ef af þeim yrði, myndu einnig gerbreyta skuldastöðu og greiðslugetu bæjarsjóðs til hins betra. Það kæmi okkur ekki á óvart að þau mál skýrðust á næstu einu til tveimur árum. Sálin, Sóldögg og Móti sól -munu leika á stóra pallinum á þjóðhátíðinni - Kim Larsen jafnvel væntanlegur Búið er að ganga frá ráðningu hljómsveita á stóra pallinn á þjóðhátíðinni í sumar. Það verða Sálin hans Jóns míns, Sóldögg og Móti sól sem þar munu leika. Ólafur Týr Guðjónsson, sem er í þjóðhátíðamefnd, segir að verið sé að ganga frá öðmm málum, t.d. sagðist hann eiga von á að ráðið yrði á litla pallinn á næstu dögum. Ráðning annarra skemmtikrafta er einnig í vinnslu en þau mál segir Ólafur Týr að ráðist nokkuð af því hvort sá þekkti Dani Kim Larsen komi hingað en talsverðar líkur em á því. Verði af því kemur það til með að hafa nokkur áhrif á ráðningu annarra. Ólafur Týr segir að hátt í 20 lög hafi borist í samkeppnina um þjóðhátíðarlagið í ár en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði valið. Sjöundi bekkurmáekkivinna Fram til þessa hefur starflð í Vinnuskóla Vestmannaeyja náð til 7., 8. og 9. bekkinga í grunnskólunum. Nú verður á því breyting. Vinnueftirlit ríkisins hefur sent félagsmálaráði bréf þar sem fram kemur að börn yngri en 13 ára megi ekki stunda störf við vinnuskóla sveitarfélaga. Sigþóra Guðmundsdóttir, tómstundafulltrúi, sem hefur yfimmsjón með Vinnuskólanum, segir að þessi tilkynning hafi komið sér nokkuð á óvart en ljóst sé að 7. bekkingar megi ekki vinna í sumar samkvæmt þessu. „Ég er þessa dagana að kanna hvað önnur sveitarfélög ætla sér að gera og eins hvaða úrræði við höfum fyrir þessa krakka fyrst búið er að meina þeim aðgang að Vinnuskólanum," sagði Sigþóra. Leyndir gallar í Lóðsinum Á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku lá fyrir bréf frá kaupendum gamla Lóðsins, sem nú heitir Elding, þar sem fram kemur að leyndir gallar og skemmdir hafa komið í ljós á skipinu. Olíuleki er í skiptibúnaði auk þess sem fremra þil í íbúðum er ónýtt og þarf að rífa mikið til að lagfæra skemmdimar. Kaupendumir leggja til að loka- greiðsla upp á eina milljón króna verði felld niður og ekki komi fleiri kröfur á hafnarsjóð vegna kaupanna. Þessi tillaga var samþykkt í hafnarstjóm og var hafnarstjóra falið að ljúka málinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.