Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 18. maí 2000 Sölufólkið sem aðstoðar Vestmanna Gleraugu hafa alla tíð þótt hin þörfustu þing, og í gegnum tíðina hafa viðhorf til þeirra verið með ýmsum hætti. En nú á seinni árum hafa viðhorf til gleraugna orðið jákvæðari og gleraugu jafnvel orðið tískuvarningur eins og svo margt annað. í Vestmannaeyjum hefur aldrei verið starfandi gleraugnaverslun, hins vegar hafa gleraugnasérfræðingar komið til Eyja í mörg ár og þá yfirleitt á sama tíma og augnlæknir hefur verið á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum, en eins og kunnugt er, er ekki föst staða augnlæknis þar. Fréttir langaði að kynnast aðeins nánar sölumönnum sjónglerja í Vestmannaeyjum og um leið hvernig líf sölumanns slíkra tækja væri, en yfirleitt taka þeir niður pantanir á umgjörðum og glerjum sem síðan eru sendar til viðskiptavinarins, auk þess sem þeir sjá um ýmiss konar smá viðgerðir og stillingar. Gleraugu og skór fara vel saman 'n rLDnK Hbtah wW — fHt M HFMT-K iíonöllK kM i™»-- " f i Gleraugnaverslunin Optik hefur þjónað Vestmannaeyingum í 35 ár og hefur allan tímann haft aðstöðu í skóverslun Axels O. Ragnheiður Þengilsdóttir er sölumaður hjá Optik og hefur komið til Eyja meira og minna á fjögurra til sex vikna fresti í 15 ár. Þegar hún er spurð að því hvort að hún sé hreinlega ekki orðin sérfræð- ingur í sjóntækjamenningu í Eyjum, svarar hún því til að gjaman megi orða það svo. „Að minnsta kosti er ég farin að þekkja mörg andlit í Eyjum og hef hitt þá Eyjamenn víða um land á ferðum mínum. En mér finnst mjög gaman í þessari vinnu.“ Ragheiður er ekki menntaður sjón- tækjafræðingur heldur hefur starfs- þjálfun í sölu gleraugna og mælingum. „Þessa þjálfun hef ég fengk’h' Optik og hjá sérfræðingunum þar. Eg er búin að starfa við þetta í sextán ár, þannig að þetta er orðinn nokkuð langur tími.“ I hverju er starfið fólgið í stœrstum dráttum? „Það er nú aðallega að leiðbeina fólki um val á gleraugnaumgjörðum, ólíkum tegundum glerja og misjöfn- um eiginleikum þeirra.“ Eru gleraugu á Islandi dýr í dag? „Eg held að þau séu ekki mjög dýr miðað við víðast hvar annars staðar í Evrópu. Það er þá helst í Ameríku að framboð á nýtísku umgjörðum er ekki svo mikið. Að minnsta kosti heyrir maður Ameríkana kvarta undan því. Sérverslanir þar virðast vera um tíu ámm á eftir tímanum, þegar gleraugu voru stór og mikil um sig. Það kom kona til okkar í búðina í Reykjavík sem hafði keypt hjá okkur gler- augnaumgjörð fyrir tveimur árum og kom aftur, því sagðist ekki fá það sem hún vildi í Ameríku.“ Ragnheiður segir að ákvarðanir um söluferðir til Vestmannaeyja tengist því að augnlæknir sé á staðnum hveiju sinni. „Síðan tekur maður sig til og pakkar niður og leggur af stað með sitt hafurtask. Þetta er þess vegna nokkur rútína. Nú það er engin sérstök Vest- mannaeyjalína í gangi, svo að ég tek með mér það sem er í tísku hverju sinni. Einnig er þjónustan ekki bara bundin við nýja viðskiptavini heldur er maður ekki síður að þjónusta þá sem vantar viðgerðarþjónustu og þurfa að endumýja gleraugu sín. Og það em margir sem hafa verslað hjá mér síðan ég kom hingað fyrst fyrir fimmtán árum. Svo hittir maður fólkið á götu og er orðinn svolítið kunnugur mörg- um andlitum þó að ég muni kannski ekki öll nöfh. Eg er búin að fara mjög víða um landið, en nú fjölgar hins vegar gleraugnaverslunum á lands- byggðinni, þannig að stöðunum fækkar sem maður kemur á. Eg hef farið til Víkur, í Stykkishólm, Ólafsvík og Borgarnes, en nú er komin verslun á Akranesi, sem Borgnesingar fara þá frekar í.“ Augnlæknir skilyrði fyrir gleraugnaverslun Nú hefur aldrei veríð gleraugna- verslun í Vestmannaeyjum, hvemig stendur á því? „Eg held að það sé nú einföld skýring á því og hún er sú að hér er ekki fastur augnlæknir, en það er minni gmndvöllur fyrir verslun ef ekki er augnlæknir á staðnum. Svo fremi sem ekki verður breyting á því, þá sé ég ekki annað en að ég eigi eftir að koma til Eyja í nokkur ár enn þá, eins og staðan er í dag. Eg er að minnsta kosti ekki á leiðinni að hætta í vinnunni.“ Hvað leggurþú til grundvallar þegar fólk œtlar að fá sér gleraugna- hentar hveijum og einum, því andlits- fall fólks er svo misjafnt. Það er svo margt sem spilar inn í það, jafnvel húðlitur og hárlitur. Þannig reynir maður að leiðbeina fólki. Stundum kemur fólk líka inn með ákveðna hugmynd, sem gengur svo ekki á við- komandi, þó hann hafi kannski ímyndað sér það án þess að hafa prófað." Ragnheiður segir að sú tíska sem nú sé ríkjandi einkennist af litlum gler- augum. „Þessi tíska hefur verið áberandi undanfarin ár, einnig em plastumgjarðir vinsælar. Hins vegar era ekki mjög örar breytingar í gleraugnalínum. Eins og þegar stóm umgjarðimar vom rfkjandi þá minnkuðu þær rólega niður á nokkmm ámm.“ Hugsa Vestmannaeyingar vel um gleraugun sín? ,Já þeir era duglegir að koma og láta gera við, ef eitthvað ber út af og fylgjast vel með tískustraumum." Nú ertu með aðstöðu í skóverslun í Eyjum, hvemig finnst þér það fara saman við gleraugnasölu? „Það fer bara ágætlega saman og ekki ólíklegt að fók haft sameinað gleraugnakaup og skókaup,“ segir Ragneheiður og hlær. Nú notar þú gleraugu, velur þú þín gleraugu sjálf? ,,Já það geri ég sjálf.“ Ragnheiður vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til dyggra Vest- mannaeyinga sem verslað hafa við hana í þessi fimmtán ár. umgjörð? „ Það er að sjálfsögðu misjafnt hvað Það er aldrei neitt vesen á Markus Stephan Klinger er aust- urrískur, kom fyrst til Islands árið 1988 og hefur búið á Islandi síðan, fyrir utan tvö ár, 1995 til 1997 þegar hann var í linsunámi. Markus fór að læra þessa iðn vegna þess að honum þótti starfið skemmtilegt og fjölbreytt, einnig vegna þess að starfið er mikil ná- kvæmnisvinna, alltaf eitthvað nýtt. „S vo er ég líka alltaf í tengslum við fólk á öllum aldri,“ bætir hann við. Hann kom í fyrsta skipti í skoðun- arferð til Eyja árið 1989, en svo ekki aftur fyrr en fyrir einu og hálfu ári, þegar hann hóf að selja gleraugu í Eyjum. Markus rekur gleraugna- verslunina Sjón í Reykjavík, en fyrirtækið var 18 ára gamalt þegar hann keypti það af Gunnari Klinbeil. Markus segir að á þeim tíma hafi margir Vestmannaeyingar verslað við Gunnar og þeir séu nú tryggir við- skiptavinir hans. „Mér fmnst mjög gaman að sjá gamla viðskiptavini aftur, ekki síst eftir að ég hóf rekstur verslunarinnar.“ Markus lærði sjóntækjafræði og sjónmælingar í Austurríki. „Reyndar má ég ekki stunda sjónmælingar hér á landi. Það em eingöngu augnlæknar sem mega það hér. Sjóntækja- fræðingar selja líka kíkja af ýmsu tagi og smásjár, en það er hins vegar ekki eins mikið um það á Islandi. Eg hef hins vegar ekki starfað erlendis í tólf ár, en mikið af slíkum tækjum er komið inn í stórmarkaðina." Nú hafa stórmarkaðir líka byrjað að selja gleraugu, hvemig líst þér á þá þróun? „Já, það er alltaf að aukast, bæði hér og erlendis, en þar er miklu meiri hraðafgreiðsla og úrvalið minna. Gleraugu eru hins vegar það persónulegur hlutur og fólk í dag vill frekar kaupa merkjagleraugu frá ákveðnum framleiðendum, en ekki gleraugu, sem allir em með. Einnig skipta gæðin mjög miklu máli og við emm að bjóða þjónustu sem oft er ekki hægt að fá í stórmörkuðunum. Fyrir fimmtán ámm var ekkert eða lítið verið að spá í hvemig gleraugu klæddu fólk. Nú er það orðið þannig að miklu meira er lagt upp úr tísku varðandi gleraugu og hvemig gleraugu falla að andliti, klæðnaði og jafnvel háralit fólks. I dag vinna sjóntækjafræðingar, snyrtifræðingar og hárgreiðslustofur oft saman. I þessu sambandi hef ég til dæmis verið í samvinnu við Förðunar- skólann og hárgreiðslustofur." Markus hefur komið í söluferðir til Vestmannaeyja í eitt og hálft ár og ég spyr hann hvernig sé að koma til Eyja þessara erinda? „Það er nú stundum svolítið sér- stakt vegna þess að ekki er alltaf hægt að fljúga til Eyja, eins og til dæmis í síðustu viku þegar ég var í Eyjum. Þá varð ég að fara með Heijólfi, það er allt í lagi og gaman að gera það stundum, en ég myndi nú samt sem áður ekki vilja gera það í hvert skipti. Eg kem alltaf einu sinni í mánuði, en það fer nú líka eftir því hvenær augnlæknirinn kemur. Eg reyni samt að vera með betri þjónustu en hinir, því það er auðvitað samkeppni á milli gleraugnasala. Mér finnst að Vest- mannaeyingar eigi að fá jafngóða þjónustu og Reykvíkingar og er því með það nýjasta hverju sinni. Eg er til dæmis nýkominn af sýningu í Mflanó þar sem ég pantaði nýju línuna sem kemur í haust. Fólk vill alltaf fá það nýjasta hvort heldur um er að ræða föt eða annað, þannig að ég reyni að bjóða upp á það nýjasta og það sem er í tísku hverju sinni.“ Markús segir að mikil breyting haft orðið á viðhorfum fólks til gleraugna og þeirra sem þurfa að nota þau. „Það er mikil breyting á því og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.