Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Page 13
Fimmtudagur 18. maí 2000 Fréttir 13 leyinga við að sjá hlutina í réttu Ijósi Hittumst bara á flug- vellinum Daniel Edelstein er sjóntækja- fræðingur hjá Linsunni sem þjónað hefur Vestmannaeyingum í ein fimmtán ár. Linsan hefur haft að- stöðu hjá tveimur verslunum í Vestmannaeyjum á þessum tíma. I fyrstu hjá Þórunni í Ninju, sem nú er hætt og hýsir reyndar ritstjórn Frétta núna. En síðastliðin tvö ár hefur Linsan haft aðstöðu í versl- uninni Miðbæ. Daniel segir að hann reyni að koma til Eyja þegar augnlæknirinn er á Heilbrigðisstofnuninni og komi þá með gott úrval af þeim gleraugum sem eru í tísku á hverjum tíma. Daniel segir að hann komi með umgjarðir aðallega frá Italíu og Frakk- landi. „Bæði er það merkjavara og ekki merkjavara, en engu að síður leggjum við áherslu á vandaðar, sterkar og endingargóðar umgjarðir. Það er mjög gott andrúmsloft hér í Miðbæ hjá henni Dúddí. Þetta er dálítið tengdur bransi, þar sem hún er með tískufatnað og snyrtivörur. Gler- augu eru að verða meira og meira aukahlutir, því fólk notar fleiri gler- augu í dag og skiptir oftar eftir því hvert tilefnið er. Fólk notar þess vegna sín hver gleraugu eftir því hvort það er í garðvinnu heima hjá sér eða er að fara í veislu. Þetta er eins og með margt annað, við erum til dæmis ekki alltaf í sömu fötunum." En er ekki mismunandi gleraugnatíska á milli kynjanna? , Jú þetta er nokkuð aðskilið. Konur eru duglegri að kaupa gleraugu, þær skipta oftar, enda meðvitaðri um tísku og annað slíkt. Karlmenn leggja hins vegar meira uppúr styrkleika og endingu, og minna upp úr tísku- sveiflum. Það má kannski segja að þeir séu aðeins íhaldssamari." Daniel segir að frá 1970 til 1980 hafi umgjarðir verið óvenju stórar, jafnvel að þær þöktu hálft andlitið. „Það var mikil tíska að vera með sem stærst gleraugu, en í dag má segja að meira sé lagt upp úr þægindum, það eru notuð léttari efni í umgjarðir, eins og títan, einnig er glerið alltaf að verða þynnra og léttara. Þannig að aðal- byltingin og meginþróunin felst í því að efnin eru að verða léttari og þægi- legri, sem þýðir minna álag á nefið og eyrun, sem er mikill munur fyrir fólk sem notar gleraugu allan daginn." Lærði í Berlín Daniel lærði sjóntækjafræði í Berlín í tæp fjögur ár og segir hann námið sambland af anatómíu augans, hand- verki og verslun. „Allt skiptir þetta máli þegar gleraugu eru annars vegar. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eru ekki einungis fullorðnir sem nota gleraugu, heldur líka böm. Þess vegna em líka mismunandi umgjarðir fyrir hvem aldursflokk svo starfið byggist líka á því að leiðbeina um hvað hentar hvetjum best. Þannig em nokkrar viðmiðunarreglur sem hægt er að notast við, eins og ef fólk er kringluleitt, þá borgar sig frekar að forðast kringlótt gleraugu og fá sér heldur gleraugu sem brjóta upp formið. Eins ef fólk er mjög langleitt, þá er oft gott að rúnna örlítið af með því að taka mýkri línur í umgjörðum, VESTMANNAEYINGAR eru mjög góðir viðskiptavinir, segir Daníel. því það gefur heildarútlitinu aðeins mýkri tón. Einnig skiptir máli að augnmillibil sé rétt. Einnig má benda á liti. Svört gleraugu gera fólk kannski ögn fölara, þannig að við sem búum á norðurhjara þurfum kannski aðeins að spá í rétta litinn, nú eða stunda ljósabekkina til þess að heildarmyndin fari vel, því við,viljum gleraugu sem henta við sem flestar aðstæður, og þannig mætti lengi telja.“ Daniel segir að ekki séu sjón- tœkjafrœðingar íjjölskyldunni, svo ég spyr hvernig haji staðið á því að hann fór íþessa iðn ? „Mér fannst hún áhugaverð, bæði viðskiptin og mannlegu samskiptin, eins langaði mig að fara til Þýskalands því ég á ættir að rekja þangað, svo þetta hentaði mér ágætlega." Hvemig gleraugnapœlarar eru Vest- manneyingar? „Þeir eru nú kannski eins og þversnið af þjóðfélaginu, hér eru allar týpur, alveg ífá þeim sem leggja mest upp úr styrkleika og endingu og upp í fólk sem er mjög meðvitað um tísku og hvað sé vinsælast á hverjum tíma. Vestmannaeyingar eru mjög góðir viðskiptavinir í einu orði sagt.“ En hvað um samkeppnina á gleraugnamarkaði, er góður andi á milli ykkar þegar þið eruð öll þrjú hér í Eyjum. „Það er mikill kærleikur á milli okkar. En eins og oft er, ef eitthvað gengur vel, þá eru fleiri sem sýna því áhuga. Við höfum komið hingað í mörg ár og eigum trygga viðskiptavini. Nú, aðrir hafa séð að við erum að skila árangri og þess vegna sækja fleiri á þennan markað og vilja gera vel líka. En á milli okkar gleraugnasala eru kannski ekki mikil samskipti þannig, nema við hittumst kannski á flugvellinum við komu og brottför.“ Daniel segir að viðskiptavinimir gangi á milli gleraugnasalanna, kynni sér hvað þeir hafi í pokahominu og segir það af hinu góða „Því auðvitað á fólk að hafa val, en við erum heldur ekki með sömu vömna. Sumt er auð- vitað sambærilegt og annað mjög ólíkt eins og gæði og ending, einnig er mikill munur á sjónglerjum, því að eftir því sem sjónglerin em vandaðri því betur sér maður og sjónin verður skýrari, sem aftur þýðir að fólk þreytist minna í augunum. Linsan hefur verið þekkt fyrir að vera með hágæðavömr og lagt sig fram við að bjóða aðeins það besta, en auðvitað emm við með ýmsa verðflokka, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Þú ert ekki með gleraugu sjálfur, er það ekki vont íþessum hransa ? „Eg er reyndar með linsur og á gleraugu, því ég er örlítið nærsýnn. En ég þarf ekki að ganga með gler- augu daglega. Eg hins vegar valdi mín gleraugu sjálfur, en með sam- þykki samstarfsstúlkna minna, sem em mjög smekklegar.“ Eyjamönnum þannig er það, sérstaklega úti í Austumki, Italíu og fleiri löndum að fólk á fleiri en ein gleraugu, sem það notar við mismunandi tækifæri, og þetta á ekki síður við sólgleraugu. Einnig vill fólk gjaman fá sér sólgleraugu með mismunandi styrkleika." Hvemig viðskiptavinir eru Vest- mannaeyingar? „Mér finnst Vestmannaeyingar æðislegir. Það er aldrei neitt vesen á þeim. Um daginn kom það slys fyrir að einn viðskiptavinur fékk send vitlaust gler og hann sagði að það væri ekkert mál, en í Reykjavík myndi fólk kannski verða óþolin- móðara. Eg auðvitað bjargaði svo manninum með rétt gler eins og skot. Þannig að ég er mjög ánægður með Vestmannaeyinga. Það er alltaf góð tilbreyting að koma hingað, í gær greip ég tækifærið og keyrði aðeins um eyjuna sem býr yfir stórkostlegri náttúru. Einnig er rétt að það komi fram að ég er með aðstöðu hjá Steingrími gullsmið, sem er mjög hentugt, því að Steingrímur getur framkvæmt ýmsar viðgerðir, þannig að þetta er mjög góð tenging.“ Markus er fjölskyldumaður og konan hans vinnur í búðinni hjá honum, hvemig finnst henni þegar þú ert að fara slíkar söluferðir út á land? „Hún vildi auðvitað frekar að ég værihjáhenni. En hún hefur nú van- ist þessu og finnst ánægjulegt að fyrirtækið eigi viðskiptavini víðar en í Reykjavík, en ef eitthvað er þá á ég líklega eftir að fjölga þeim stöðum sem ég fer á úti um landið.“ Eru gleraugu dýr á Islandi? „Eg myndi nú segja að svo væri ekki, að minnsta kosti ekki lengur. Það var mikill verðmunur á gler- augum hér og erlendis íyrir svona tíu árum síðan. En það er orðin svo mikil samkeppni og núna finnst mér eiginlega betra verð hér á landi, en til dæmis í Austurríki eða Þýskalandi. Auðvitað eru gæðin misjöfn, en það er úl dæmis allt að tveggja ára ábyrgð á umgjörðum sem ég er með og alltaf hægt að fá varahluti. Ég tel að gæðin skipti miklu máli, vegna þess að gleraugu em í notkun allan daginn, bæði í vinnu og heima. Þess vegna þurfa gleraugu að vera bæði falleg og sterk.“ En sérðu fyrir þér í framtíðinni að fólk hœtti að nota gleraugu og eitt- hvað annað komi ístaðinn ? „Það em auðvitað ýmsar framfarir í t. d. augnuppskurðum. En kannski eftir svona 50 ár verða komnar ein- hverjar aðrar lausnir í stað gleraugnanna,“ sagði Markus. Samantekt: Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.