Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 1
Forsíðu
Kristín Hartmannsdóttir
Eina nong með öllu
- nema hráum!
Eina unglingablað veraldar sem kennir sig viö pylsu er nú að koma út í 10.
skipti. En eins og margir vita, og þá einna helst aðdáendur vitleysinganna
í Tvíhöfða, þá merkir NONG pylsa. Einnig heyrði ég einhverntíma að NONG
þýddi líka ungur á tælensku. Hverju sem því líður má segja að NONG sé að
verða hálfgerður unglingur sem á vel við því þaö er stefna blaðsins að vera
með hresst og skemmtilegt efni fyrir lesendur sína sem eru einmitt unglingar
upp til hópa.
í vetur verður bryddað upp á ýmsu nýju efni sem ætti að falla vel í geð
lesenda. NONG mun verða í góðu samstarfi við Nemendafélag
Framhaldsskólans í vetur og munu fréttir þaðan ásamt tengdu efni eiga gott
pláss í blaðinu. í þessu tölublaði munu til að mynda busavígslunni verða
gerö góö skil.
Meðal efnis í blaðinu í dag ásamt busavígslunni er tónlistargagnrýni, fréttir
héðan og þaðan úr heiminum, unglingur mánaðarins (að þessu sinni tveir)
og skemmtileg grein um eöalhljómsveitina Red Hot Chili Peppers.
Það er þv! von okkar sem stöndum að blaðinu að það verði lesiö upp til agna
og allir geti haft gaman af.
Lifió heil og athugið það að best er að lesa blaðið með því að fá sér eina
NONG með öllu nema hráum og skola henni niður með einni lítilli kók.
Skapti Örn
ritstjóri
Loksinsy
ioksins!
Nú á haustdögum þegar skólarnir eru að byrja og allt að komast í sinn
vanalega gang geta söngglaðir unglingar farið að kætast. Fyrirhugaö er
að koma upp kór við Framhaldssólann í Vestmannaeyjum. Það eru þeir
Högni Hilmisson og Ósvaldur Freyr Guðjónsson sem hafa haft veg og
vanda að þessu uppátæki sem ætti að geta glatt söngþyrstan unglinginn.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum er skráning í kórinn hafin og gengur vel,
en skráning fer fram á skrifstofu Framhaldsskólans. Stefnt er að því að
byggja prógrammið upp með léttum og skemmtilegum lögum, þannig að
allir ættu að geta veriö með. Hvetur NONG sem flesta að kynna sér málið
og skrá sig.
Það er því Ijóst að vakning í menningarmálum á sér stað í
Framhaldsskólanum, því samkvæmt heimildum NONG er stefnt að því að
gefa út stórt og veglegt skólablað, í takt við stóru skólana ofan af landi,
snemma á nýju ári. Loksins, loksins eiga eflaust einhverjir eftir að segja
og verður fróðlegt að sjá og heyra afrakstur framhaldsskólanema.
sko
heiminn!
Karlmenn hafa víst tilfinningar
Því hefur oft veriö haldið fram að karlmenn séu tilfinningalaus svín, en svo er ekki. Karlmenn eru nefnilega mjög
líklegir til að sýna tilfinningar svo lengi sem fótbolti á í hlut. Samkvæmt rannsókn Breska sálfræðifélagsins eru
karlmenn fimm sinnum líklegri að gráta af hamingju en þá er það yfirleitt vegna úrslita fótboltaleikja. „Þeirgráta
ekki eingöngu ef liðið þeirra vinnur," segir Moira Maguire sálfræðingur, „heldur líka þegar þeir eru að ná sér eftir
upplifun knattspyrnuleiksins."
Dr. Maguire spurði konur og karla við hvaða tækifæri þau hefðu grátið síðast. Einn af hverjum tíu karlmönnum
sagöist hafa grátið síðast úr gleði, og 90% þeirra sögðu það út af úrslitum knattspyrnuleikja. Aðeins ein af hverri
fimmtíu konum sagðist síðast hafa grátið úr gleöi og yfirleitt þegar þær sættust við menn sína eftir rifrildi.
Það virðist vera sem fólk gráti yfirleitt vegna sambandsslita eða tveir af hverjum fimm karlmönnum en einungis
ein af hverjum fimm konum. Að jafnaði líða tvær vikur á milli grátkasta kvenna, en sex mánuðir á milli þess sem
karlar gráta, þar með talið fótboltaleikir.
Málleysingi lætur lögregluna heyra það
Breskur mállaus maður var handtekinn af lögreglunni fyrir að blóta henni, án þess þó að segja neitt því hann
lét lögregluna „heyra" það á táknmáli. Lögreglan hugðist sleppa hinum 31 árs gamla Balraj Gill eftir að hann
hafði tjáð sig við þá, en það var ekki fyrr en túlkur sagði þeim hvað Gill meinti með táknum sínum, að þeir tóku
hann fastan. Hinn mállausi hefur verið sektaður, fyrir að óvirða lögregluna og þarf að greiða 300 pund eða um
30.000 fsl. krónur. Að sögn yfirvalda sáu lögreglumennirnir að maðurinn var mjög svo reiður en þeir skildu ekki
hvað hann var að segja. „Því miður fyrir hann var túlkur nálægt sem útskýrði hvað hann meinti." Sérfræðingur
í táknmáli segir þaö færast mjög í aukana að fólk blóti á táknmáli. „Þetta er eins og að blóta á öðru tungumáli,
stundum skilst það en stundum ekki. Þetta færist mjög í aukana og besta dæmið er unga fólkið í dag."
Vændiskonur stunda sjálfsþurftarbúskap
Vændiskonur í Rúmeníu bjóða nú uppá nýja frábæra þjónustu sem felst í nokkurs konar sjálfsþurftabúskap.
Vændiskonurnar misstu alla kúnnana sína og kenna um hversu illa borguð störf eru í Rúmeníu, en hver dráttur
þar í landi kostar 50.000 lei, sem samsvara 97 ísl. krónum. Vændiskonur buðu dráttinn á hálfvirði en allt kom
fyrir ekki, drátturinn var of dýr. Vændiskonur hafa því tekið upp nokkurs konar vöruskipti, þ.e. fyrir hvert verk,
sem einhver vinnur fyrir þær, borga þær til baka með blíðu sinni. Sem dæmi borga þær einn drátt fyrir matarbita,
fimm fyrir að láta veggfóöra herbergi og ef menn veggfóðra allt húsið, á þá ekki að vanhaga um kynlíf það sem
eftir er.
Ástin blómstrar allsstaðar
Kvenkyns fangavörður í fangelsi í Mexíkó fann ástina á bak við rimlana. Vörðurinn Guard Yadira og fanginn Victor
Torres höfðu átt í leynilegu ástarsambandi í um 5 mánuði þegar hún loksins ákvað að færa sambandið út fyrir
múrana. Ekki alls fyrir löngu sendi hún samstarfsmann sinn í bæinn til að ná í hádegismat og á meðan hleypti
hún unnusta sínum út. Lögreglan í Mexíkóborg leitar nú glæpamannsins og fangavarðarins.
Tölva í beltinu
Ert þú ein af þessum týpum sem þarft alltaf að hafa tölvuna við hendina? Þolir þú ekki þessar litlu lófatölvur
og vilt Pentium? Þá er þetta lausnin. Fyrirtækið Xybernaut hefur nú gefið út 233 Mhz Pentium tölvu sem fer í
belti vinstra megin á líkamann og batteríið hægra megi n. Tölvan hefur 128 MB minni og 4 GB harðan disk.
Með henni fylgir svo headset en á því er skjárinn, míkrafónn og myndavél. Lyklaborðið er strappað á hendina
og er músin innbyggð I lyklaborðið. Skjárinn er sagður á við 17 tommu skjá þegar horft er inn í litla augnstykkið
Og hvað kosta svo herlegheitin? 6000 dollara eða um 450.000 kall!
Setning mánaðarins:
Akkurru eru allir sona lélegir í stavsetningu
(Borgþór Ásgeirsson)
Opnuð hefur verið ný og glæslleg heimasíða Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum undir slóðlnni
http://school.hkarl.com . Á síðunni kennlr margra grasa svo sem upplýslngar um stjórn, myndir af atburðum
vetrarins, dagbók formanns og ýmislegt annað sem þér kemur við.
„HKarl” vefstjóri síðunnar sagðl í samtali við NONG að séð yrðl til þess að síðan yrði uppfærð reglulega og
nemendur ættu að geta farið Inn á síðuna daglnn eftir ball og skoðað myndir til að fríska upp á mlnnið. Elnnlg
hvattl hann alla eindregið til að skoða síðuna og taka þátt í æslspennand! vikulegrl skoðanakönnun.
nong