Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 4
Nú á haustdögum voru nýnemar “boðnir
velkomnir” inn í Framhaldsskólann í
Vestmannaeyjum. Að venju fengu nýnemarnir
að finna ærlega fyrir því hverjir eru þeim æðri
og máttugri fyrstu viku annarinnar. Þessa
viku fá eldri nemendur að láta hugmyndaflugið
ráða og er oft brugðið á leik. Uppboö eru
haldin á nýnemum þar sem tyggjópakki, Top
of pops plata og tóm kókómjólkurferna eru
gjaldmiöilinn. Einnig er það mjög vinsælt að
láta busana taka til í bílum eldri nemenda og
bera töskur þeirra á milli kennslustofa. Að
sjálfsögðu er þetta gert í hinu mesta bróðerni
og hafa allir gaman að.
Hápunkti vikunnar var náö með hinni eiginlegu
busavígslu þar sem allir busarnir voru vandlega
brennimerktir með tússi, strákarnir látnir vera
berir að ofan og stúlkurnar greiddar í anda
The Flinstons og að lokum eru nokkrir vel
valdir busar látnir sýna hvað í þeim býr á
leiklistarsviöinu í sal skólans. Að endingu
voru allir busarnir kældir vel niður í þrautabraut
þar sem ís og vatn réðu ríkjum.
Eftir aö allar ofangreindar hremmingar þá eru
nýnemarnir formlega boðnir velkomnir inn í
skólann með svokölluðu busaballi. í ár lék
hljómsveitin Á móti sól fyrir dansi og var
mikið fjör þegar Ijósmyndari NONG leit við og
greinilegt var að allir voru orðnir bestu vinir.
Því eins og segir í leikritinu þá eiga öll dýr í
skóginum að vera vinir!
En eins og svo oft áöur þá segja myndir meira
en mörg orð og að sjálfsögðu var Ijósmyndari
NONG á svæðinu. Hér gefur að líta myndir frá
vígslunni og busaballinu.