Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 3
_______________________
Hvað
Viö erum öðruvísi en við vorum.
Hilmir er ekki með, bla, bla, bla og það er
kominn nýr leikstjóri, bla, bla, bla.
Það voru allir sammála um að gömlu þættirnir
voru snilld, bla, bla, bla.
Nýju þættirnir eru samt betri, bla, bla, bla.
Tvíhöföarnir, Helga Braga og Steini skrifuöu
nýju þættina saman.
Þau hittust heima hjá Steina í 6 vikur og
skiptu í tvö lið og skrifuðu fjóra sketsa á
dag, alls 260 sketsa.
Það var óþolandi á tímabili af því að það
komu svo margar vondar hugmyndir og það
má geta þess til gamans að Helga Braga fór
einu sinni að grenja inni á klósetti af því að
nong
bændur?
henni leið svo illa.
Steini var ekkert vondur við hana.
Steini er fljótastur að skrifa á tölvu, Sigurjón
slær æðislega fast á lyklaboröiö
(en skrifar mest), Jón skrifar með tveimur
puttum og Helga Braga skrifar hægast.
Hún er samt með stærstu brjóstin.
Svo fórum við oft út að borða í hádeginu.
Við fórum tvisvar á Holtiö og það var frábært
(við áttum reyndar ekki fyrir nema súpu og
brauöi). Helga vildi oft fara á G rænan kost
sem er grænmetisstaður.
Oftast fórum við held ég og fengum okkur
mexíkóskan mat á Gott í gogginn.
Svo drukkum við mjög mikiö kaffi.
Meðan á þessum skrifum stóð kom
leikstjórinn öðru hvoru og henti lélegu
sketsunum.
það var frekar leiðinlegt.
Hann er samt ágætur og frægur af því að
hann er Skari skrípó og getur dregiö smokk
í gegnum nefið á sér.
Hann var samt aldrei með smokk í nefinu
þegar við hittum hann.
Eftir þessar 6 vikur æfðum við í tvær vikur
og Steini var rosalega taugaveiklaður.
Svo tókum við allt helvítis draslið upp á fjórum
vikum, lifðum á Prins-Póló og kaffi og fengum
magasár.
Við vorum samt ekki komin með magasárið
þegar Helga átti afmæli (5. nóv.) hún fekk
rosalega flotta köku en á eftir var hún hengd
upp á löppunum í skets sem heitir Dómsdagur.
Nú fylgjumst viö með þáttunum í sjónvarpinu
og reynum að vera æðislega miklar stjörnur
og voða klár og fyndin og bla, bla, bla.
Hey! Ef þið getið gert miklu betur en viö
drullist þið þá bara til að gera það!!!!!
1
Neistinn er hreinasta bái!
Saga Red Hot Chili Peppers er eins og
væmnasta kerlingabók. Strákagreyin eru
alltaf að lenda í einhverju rugli en nú hafa
þeir tekið sig saman í andlitinu og rokka
sveittari á nýjustu plötunni sinni en þeir hafa
gert í átta ár.
„Blood Sugar Sex Magik" var snilld sem
seldist eins og lummulegasta lumma og gerði
Red Hot Chili Peppers að stjörnum. Platan
kom út 1991 en fyrir þann tíma hafði bandið
gert hverja rokkfönksnilldina af annarri,
gengið með sokka á tillunum og misst
gítarleikarinn sinn, Hillel Slovak, í hendur
heróíndjöfulsins. Gítarleikarinn John
Frusciante fyllti skarðið og spilaöi á plötunni
„Mother's Milk" og þar til RHCP hafði fylgt
eftir „Blood Sugar" með tónleikaferðum. Þá
var gaurinn líka alveg búinn með
yfirdráttarheimildina í rokkbankanum, hætti
og sukkaði frá sér vit og rænu. Restin;
stofnmeðlimirnir Flea bassaleikari og Anthony
Kiedis söngvari, og trommarinn Chad Smijth
reyndu að starfa áfram en það var eins og
allt færi jafnhqrðan í steik. Þeir lentu í tómu
rugli með gítarleikara, notuðu eina þrjá frá
1991-1998 og þeirra seigastur var Dave
Navarro (úr Jane’s Addiction) sem spilaöi á
einu plötunni sem hræið af bandinu kom út,
hinni slöppu „One Hot Minute" frá 1995.
Sættir á sjúkrastofnun
Platan hlaut eðlilega falleinkunn og RHCP
drabbaðist enn meira niður. Strákarnir fóru
inn og út af meðferðarstofnunum og reyndu
að halda glórunni í Los Angeles, borg sem
er ekki beint þekkt fyrir að fara vel með tæpa
rokkara. Flea var oröinn svo leiður á
aðgerðaleysinu að hann kallar tímabilið áður
en hjólin fóru að snúast aftur „ár einskis" og
ætlaði að gera sólóplötu. En nú komum við
að gleðifréttunum: bandið er komiö aftur á
gott ról og eftir helgi kemur ný plata. Þegar
John sagði óvænt upp í maí 1992, rétt áður
en bandið átti að spila sem aðalband á
Lollapalooza, urðu aðrir meðlimir eðlilega
drullufúlir út í hann. Þeir töluðust ekki við
árum saman og John var svo út úr því að
hann viöurkennir að hafa aldrei hlustað á
plötuna sem gerð var í fjarveru hans. Það
var svo í hittifyrra sem Anthony braut odd af
oflæti sínu og heimsótti John á
meðferðarstofnun: „Það var stórkostlegt
þegar við horfðumst í augu á ný (fiðlumúsik)
og það sem á undan var gengið var
umsvifalaust grafið og gleymt."
Rokkgredda
Nýjasta platan, Californication, er gerð af
mönnum sem er umhugaö um að sanna sig.
Þeir sátu í hásætinu og þá langar þangað
aftur. Það er þó ekkert örvæntingarfullt eða
rembingslegt við þessa plötu, rokkgreddan
skín í gegn. Þeir voru búnir aö semja ein 30
lög í bllskúrnum hjá Flea þegar haldið var í
upptökur en skáru niður. Platan er fimmtán
laga. „Við vitum ekkert hvað þessi neisti
varir lengi," viðurkennir bílskúrseigandinn,
„en akkúrat núna er neistinn hreinasta bál!"
Hljómurinn á plötunni er kraftmikill og skær
og tónlistin ekta Red Hot; rokkað pönkfönk
og gítarballöður I bland. Það kæmi ekki á
óvart þó bandinu tækist að komast hátt á
kortiö á ný því þessi plata verður mjög líklega
spiluö grimmt í partíum heimsins í sumar.
En hvað hafa stákarnir (eða karlarnir,
meðalaldurinn er 35 ár) lært af öllu saman?
Söngvarinn er forlagatrúar: „Það er ástæða
fyrir þessu öllu; mistökunum, vonbrigðunum
og líka því sem við höfum áorkað. Maður
verður aldrei veikur að ástæðulausu. Og allt
endar eins og það á að enda. Ég held að við
hefðum ekki það sem við höfum í dag ef allt
þetta rugl og kjaftæði hefði ekki hent okkur."
Unglingar mánaðarins
Að þessu sinni eru unglingar mánaðarins tveir.
Þelr eiga það báðlr sameiginlegt að hafa orðið
fyrir barðinu á eldri nemendum í busaviku sem
haldin var hátíðleg, ja eða allavegana af eldri
nemunum, nú fyrr í mánuðinum. Þetta eru þær
Hanna Guðný, sem á frægan pabba og íris
sem á ekki eins frægan pabba.
Nafn: Hanna Guðný Guðmundsdóttir og íris
Elíasdóttir
ASK (aldur/staður/kyn) Báðar:
16/Eyjar/kvk
Eruð þið í skóla: Já við erum busar í FÍV og
erum mjög stoltar af skólanum okkar
Hvernig er að vera unglingur í dag (bannað
að segja bara fínt): Það er frekar súrt en fer
batnandi
Eigið þið gemsa: Auðvitað eigum við gemsa,
hvernig spyrðu!
Hve mörg prósent af símareikningnum fer í
sms: íris: svona 95 % og þá til Atla sæta.
Hanna: Svona 20 %
Eigið þið kærasta: (ris: Já, gettu. Hanna: Ja,
svona eiginlega nei, eða jú, hann er frá
Seyðisfirði
Hver er uppáhalds sjoppan ykkar: Báöar
samtaka, Tvisturinn af því að Erna Ósk vinnur
þar
Hvað finnst ykkur um komu L! Peng til íslands:
Ha, hver er það?!?
Vinnur ÍBV bikarmeistaratitilinn: Auðvitað,
ekki spurning og Steingrímur og Atli skora
mörkin.
Hvenær hættir maður að verða unglingur og
verður gamall: Þegar maður er svona 21 árs
segja þær báðar.
Eru foreldrar ykkar cool: íris: Þau eru
ógeðslega svöl, sérstaklega pabbi þegar hann
er í tölvunni. Hanna: Já, þau eru ágæt,
sérstaklega pabbi, hann er frægur.
Uppáhalds hijómsveit: íris: Skunk Anansie,
Hanna: Sálin er snilld
Eigið þið plöntur í herberginu ykkar: íris: Neibb
Hanna: Nei, nema stundum þegar Grettirgefur
mér blóm
Ef já þá hvernig: Hanna: Þetta voru rósir
Uppáhalds snyrtivara: íris: Tannburstinn klikkar
aldrei Hanna: Kantskerinn
Hvernig er að láta busa sig: íris: Það er ágætt
í skólanum en svolítið gróft nióri í bæ
Hanna: Það er ágætt, böðlar eru bestir, busar
eru fífl
A að leyfa ólympíska hnefalelka á Islandl: Iris:
Þokkalega, ógeðslega gaman Hanna: Glætan,
þetta er fáránleg íþrótt.
Hvert er ykkar mottó í lífinu: íris: Að veröa
gömul og feit og eiga mörg börn með Atla
mínum, oooo hann er svo sætur!
Hanna: Að prufa að kyssa franskan koss.
Segðu eitthvaó gáfulegt að lokum: íris:
500.000.000.000 flugur geta ekki haft á
röngu að standa: étiö skít!!!!
Hanna: í í ÍBV, nei eitthvað gáfulegt hérna,
ég er orðin sein í tíma og Einar Fidda drepur
mig!