Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 1
GÚSTI á Lóðsinum og Sigga í Skuld skemmtu sér vel í Skvísusundi.
Loðnu og kolmunna landað í Eyjum:
Unnið á fullu í
báðum bræðslunum
íslensk matvæli í startholunum:
Vinnsla í Eyjum
hefst í næstu viku
-Auglýst eftir fólki í blaðinu í dag
í blaðinu í dag er auglýsing frá
fyrirtækinu Islcnsk matvæli ehf.
þar sem óskað er eftir fólki til
starfa við pökkun og vinnslu á
laxi og sfld.
Fyrirtækið var fyrir skömmu keypt
til Eyja fyrir atbeina Þróunar-
félagsins og nú er komið að því að
rekstur þess hefjist. Þorsteinn
Sverrisson, framkvæmdastjóri Þró-
unarfélagsins segir að vinnsla muni
hefjast fljótlega í næstu viku, ekki
þó á fullum alköstum heldur er það
hluti framleiðslunnar sem þá fer í
gang. Undanfarna daga hafa farið
fram viðræður um húsnæði fyrir
starfsemina og Þorsteinn segir að
þau mál verði til lykta leidd um
helgina.
Ný tækjalína kemur til Eyja í dag
og verður sett upp strax eftir helgi.
Þorsteinn segir að nú sé auglýst
eftir átta til tíu manns til pökkunar
og vinnslu. „Við erum að leita að
góðu fólki með reynslu af fisk-
vinnslustörfum. Ingvar Karlsson,
framleiðslustjóri hjá Islenskum
matvælum, mun stjórna vinnslunni,
a.m.k. til að byrja með en vinna á
bæði lax og síld fyrir Bandaríkja-
markað," sagði Þorsteinn.
Þurrkvíin:
Málin ættu að skýr-
ast í næsta mánuðf
í vor var frá því greint að í
athugun væri að setja upp þur-
rkví í Vestmannaeyjum. Aætlað
var að hún yrði sett upp á at-
hafnasvæðinu á Eiðinu og miðað
við að hún gæti tekið öll skip í
Eyjaflotanum.
Gunnlaugur Axelsson í Skipa-
lyftunni segir að verið sé að vinna í
þessu máli, fyrsta skrefið hafi verið
að kanna væntanlegan hluthafahóp.
Reyndin sé sú að flestir hlutir gangi
rólegar yfir sumartímann en á
öðrum tíma árs og það sé eins með
þetta, menn í sumarfríum og allt
taki tímann sinn. En væntanlega
ættu þessi mál öll að skýrast þegar
líða tekur á ágúst, að sögn
Gunnlaugs.
Hin ágætasta loðnuveiði hefur
verið undanfarna daga á
miðunum norðvestur af landinu.
Talsverðu niagni hefur verið
iandað í Vestmannaeyjum hjá
báðum bræðslunum þrátt fyrir
að siglingin af miðunum taki
nokkuð á annan sólarhring. Þá
hefur kolmunna einnig verið
landað hér til hræðslu.
Guðjón Engilbertsson, verk-
smiðjustjóri hjá FES, segir að þeir
hafi byrjað að taka á móti loðnu í
júnímánuði, reyndar aðeins einum
farmi í þeim mánuði, en það hafi
verið mjög líflegt síðustu daga. A
föstudag í síðustu viku landaði
Antares 900 tonnum og síðan hafi
Sigurður. Harpa og Guðmundur
landað loðnu, þetta hali verið eitt
skip á dag sem sé ágætt og með
þessu hafist vel undan að vinna
aflann. I gær var búið að taka á
móti um 5000 tonnum hjá FES.
Guðjón segir að þetta sé þokkaleg
loðna en nokkuð misjöfn og þoli
ekki geymslu, vinna verði hana
strax og hún er komin í land.
Sigurður Friðbjörnsson, verk-
smiðjustjóri hjá Fiskimjölsverk-
smiðju Vinnslustöðvarinnar, segir
að undanfarið hali þar verið unnin
loðna og kolmunni til skiptis. Kap
er á loðnuveiðum, landaði á sunnu-
dag 850 tonnum og var væntanleg í
nótt með svipað magn. Sighvatur er
á kolmunnaveiðum og landaði 1360
tonnum á þriðjudag. Sigurður segir
að þetta sé ekki nægilegt magn til
að sjá .fyrir samfelldri vinnslu,
aðeins hafi slitnað á milli en þetta
sé engu að síður mjög gott og mun
betra en var á sama tíma í fyrra.
„Þetta er allt saman ntjög jákvætt
og við getum ekki annað en verið
ánægðir með lífið og tilveruna,"
sagði Sigurður.
Lítið mál er þótt landað sé til
skiptis loðnu og kolmunna til
vinnslu, vinnsluferlið er hið sama
þó að sjálfsögðu sé þessum af-
urðum ekki blandað saman.
„Ég var sjálf þátttakandi í
sýningunni og kynntist ég
fjölda fólks um helgina sem
er að vinna við það sama og
ég,“ sagði Selma
Ragnarsdóttir sem tók þátt í
MSFS sem haldið var hér
um helgina. Og hún bætti
við: „Langflestir voru yfir sig
hrifnir af Eyjunum og öllu því
sem kom að skipulagi
Vestmannaeyinga. Tekið var
gríðarlega mikið af myn-
dum og sjónvarpsvélarnar
rúlluðu allan tímann. Sjálf
fékk ég mikla athygli vegna
tengsla minna við
Vestmannaeyjar."
Bls. 14 og 15.
EKKI vitum við hvað þær heita en sætar eru þær.
Bílaverkstæðið pri
LK@I TM-ORYGGI Bragginn s-f. CjSS»gi
fyrir fjölskylduna Flötum 20 * .
tm sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Viðgerðir og srrurstöð Sími 481 3235
Réttingar og sprautun SimiÆUL535
SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS
Júní - september Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn
Alla daga. 8.15 12.00
Aukaferð mán., fim., fös. og sun. 15.30 19.00
H ERJÓLFU R
NánarÍ upplýsingar: Vestmannaeyjar: Sími 481-2800 Þoriákshöfn: Sími 483-3413 • Fax 481 2991 •Fax 483 3924 .andflutningar / SAMSKIP