Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 12. júlí 2001 Viðbót til Þróunarfélags Fyrir fundi bæjarráðs á mánudag lá bréf frá Þróunarfélagi Vestmanna- eyja þar sem farið er fram á aukinn styrk að upphæð ein milljón kr. Þá er farið fram á ábyrgð vegna skuldbindinga Þróunarfélagsins, vegna atvinnuuppbyggingar, er nemur 10 milljónum kr. Þetta erindi var samþykkt íbæjairáði og er bæjarlögmanni falið að ganga frá ábyrgðinni í samræmi við sveita- stjórnarlög. Þá verður og gert ráð fyrir einni milljón króna til ÞV í endurskoðaðri fjárhagsáætlun árs- ins. Fasteignagjöld hækki ekki Ragnar Óskarsson lagði á síðasta l'undi bæjarráðs fram svohijóðandi tillögu: „1 framhaldi af breytingum á fasteignamati, sem taka eiga gildi 15. sept. nk„ samþykkii'bæjan'áð að gera viðeigandi ráðstafanir þannig að fasteignagjöld, vegna þeirra breytinga, hækki ekki á fasteignum íVesunannaeyjum" Þessaritillögu var vfsað til afgreiðslu bæjar- stjómar. Hverjar eru tekjurnar? A fundi bæjarráðs á mánudag lagði Ragnar Óskarsson fram fyrirspurn unt hve mikið lekjur bæjarsjóðs Vestmannaeyja hefðu aukist vegna yfirtöku grunnskólans frá því að sveitarfélaginu var falinn rekstur hans. Samþykkt var í bæjarráði að fela Deloitte & Touche að gera úttekt á málinu. Róðuneytið synjar um breytingu Fyrr á árinu sendi Vestmanna- eyjabær heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu erindi þess efnis að heimilt yrði að breyta þremur dvalarrýmum að Hraunbúðum í hjúkrunarrými. Nú liefur ráðuneyt- ið svarað þessu erindi og er þvf synjað. Samkvæmt bréfi ráðu- neytisins verður þetta erindi þó skoðað vegna tjárlaga ársins 2002. Eyjabústaðir fó afslótt Bæjarráð hefur samþykkt tillögu Þróunarfélagsins um að Eyja- bústaðir fái afslátt af gjöldum vegna nýsköpunar. Jakob Smóri fer fram ó styrk Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá bréf frá Jakobi Smára Erlingssyni, myndlistarmanni þar sem farið er fram á styrk vegna málverkasýn- ingar hans í Eden í Hveragerði. Þessu erindi var vísað til menning- armálanefndar. Vilja merkja söfnin A síðasta fundi menningarmála- nefndar var m.a. rætt um merkingar á Safnahúsinu og aðkomuleiðir að því. Nefndin vekur athygli á því að merkja þarl' betur söfn bæjarins og aðkomuleiðir að þeim. Kanínuplága í Eyjum? Nýir ferfætlingar hafa á síðustu árum verið að gera sig heimakomna í dýraríkinu í Eyjum. Hér er um að ræða kanínur sent upphaflega hafa verið fluttar hingað sem gæludýr en hafa sloppið út í náttúruna og náð að laga sig að staðháttum. Asmundur Pálsson, meindýraeyðir, segist, í viðtali við Morgunblaðið, hafa lagt að velli um 300 kanínur á síðustu sex ámm, þar sem þær voru farnar að valda ónæði í lunda- byggðum og görðum. Fyrir tveimur árum sögðu lundaveiðimenn í Sæfjalli að stefndi í óefni vegna ágangs kanína og ástandið hefur ekki batnað síðan. Fyrir um sex til sjö ámm varð fyrst vart við kanínur sern lifðu villtar fyrir ol'an hraun og töldu flestir að þær myndu ekki lifa af harðan vetur. Annað hefur komið í ljós og nú skiptir fjöldi kanína í Eyjurn ekki lengur tugum eða hundruðum, heldur þús- undum. Kanínur hafa náð að hreiðra um sig annars staðar á landinu en ekki í jafnmiklum mæli og í Eyjum enda eru aðstæður líklega hvað bestar hér á landinu, hlýtt og milt loftslag og engin rándýr í náttúrunni á borð við ref og mink. Líklega dettur fáum í hug að þessi fallegu og gæfu dýr geti orðið að plágu en það eru þær víða um heim, t.d. í Astralíu þar sem þær valda bændum þungum búsifjum. Kanínur em sérlega frjósamar, hvert kanínupar getur eignast 20 unga á ári sem síðan halda áfram að fjölga sér og gæti fjöldinn því orðið ógnvænlegur ef allt lifði af. Sem betur fer er þó ekki hætta á slíku og óblfð náttúra sér um að takmarka fjölda þeirra. „Jú, jú, ég hef orðið var við kanínur, aðallega suður á eyju, við Lyngfell. Hamarinn og í Helgafellsdal og einnig á Haugununt," segir Kristján Bjarna- son garðyrkjustjóri. „Þær skemma trjágróður, naga börkinn allan hring- inn þannig að tré drepast. A því hefur borið t.d. í gróðurlundinum við Flug- stöðina svo og í Gaujulundi. Ég held að við séum svo sem ekkert að dmkkna í kanínum en ég er ekki hress með þær og yrði ekkert sorgbitinn þótt þeim fækkaði eitthvað," segir Kristján Bjamason. Þegar verið var að rífa gamla Golfskálann fyrir rúmu ári, kom í ljós að svört kanína hafði hreiðrað um sig undir honum. Hún fann sér nýjan verustað, undir veröndinni við Golf- skálann, lengi vel ein en í vor fann hún sér félaga. Menn héldu lengi í þá von að þessi félagi væri af sama kyni eða þá að þarna væm félagar úr „Sam- tökunum 78“ en þær vonir hafa brugðist því að í sumar hefur fjölgað svörtum kanínum við golfvöllinn. Ennþá hafa kanínumar við golfvöllinn ekki verið til vandræða en nú óttast kylfingar að breyting kunni að verða þar á. Golfíþróttin byggist á holum á réttum stöðum og líf kanínunnar byggist líka á því að eiga sér holu á réttum stað. Gallinn er hins vegar sá að þessar tvær gerðir af holum fara ekki vel saman og kylfingum gest lítt að því að kanínur taki að sér holugerð í stað vallarstarfsmanna. Nú er það helsta von kylfinga, sem og lundaveiðimanna og trjáræktar- fólks að náttúran grípi í taumana og sendi okkur þokkalega harðan vetur þannig að eitthvað megi draga úr fjölgun þessara annars geðugu en heldur óvelkomnu nýbúa. DAVÍÐ í Tölvun kom með þessa tösku og riffilskot sem hann sagði að hefðu fundist á Stakkó þar sem mikið jarðvegsrask hefur verið undanfarið. Giskar hann á að þetta sé frá síðari heimstyrjöldinni. Skemmdir á vatnslistaverki Vatnslistaverk var vígt sl. laugardag á Stakagerðistúni. Er það hið fallegasta og setur skemmtilegan svip á túnið og miðbæinn. Stax á sunnudeginum höfðu verið unnar skemmdir á umhverfi verksins. Sefgras sem prýðir tjömina sem listaverk Páls Guðmundssonar stendur í hafði verið rifið upp ásamt festingum og búnaði og eyðilagt þannig að tjömin var sem forarpyttur. Lagfæringar fóm fram á sunnudeginum en það dugði skammt því gróður hafði aftur verið rifinn upp úr tjöminni og umhverfis hana á mánudagsmorgun. Er ljóst að skemmdir em töluverðar og eru foreldrar bama hvattir til að tala um fyrir bömum sínun ef þau koma rennblaut heim. Það er óþolandi ef þau verk sem em sett upp til þess að fegra bæinn eru skemmd og eyðilögð. Friðbjöm vill lýsa upp Heimaklett Friðbjörn Valtýsson skrifaði fyrir skömmu stjóm Bæjarveitna bréf þar sem hann varpaði fram þeirri hug- mynd að lýsa upp Heimaklett. Bæjarráð fjallaði um þetta erindi á síðasta fundi og lýsti sig hlynnt hugmyndinni en vísaði rnálinu að öðru leyti til sjómar Bæjarveitna. Slfkar framkvæmdir eru ekki ó- þekktar á Islandi, t.a.m. hefur Reykjanesbær lýst upp bergvegg við Helguvík og þykir hafa tekist vel þar. Þessi hugmynd hefur áður komið til umræðu innan Bæjarveitna. Biddý skoraði Bryndís Jóhannesdóttir skoraði annað af tveimur mörkum tslenska U-21 árs landsliðsins þegar það lagði Ira að velli 2-1. Liðin léku tvo leiki og skiptu með sér sigrunum. Elfa Asdís Olafsdóttir og Lind Hrafnsdóttir vom einnig með liðinu. Þá vom þær Elva D. Grímsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir með U- 17 ára liðinu á Norðurlandamótinu þar setn Island endaði í neðsta sæti og tapaði öllunt Ieikjunum. Mar- grét skoraði tvö mörk í síðasta leiknum, gegn Hollandi en sá leikur tapaðist 3-4. Pústrar á goslokum Ekki fór goslokahátíðin árekstra- laust fram og vom þrjár líkams- árásir kærðar til lögreglu eftir helgina. Áttu þær sér allar stað í Skvísusundi. Ekki var um alvarlega áverka að ræða, þó varð að flytja eitt fómarlambanna á sjúkrahús. Sá fékk skurð á höfuð eftir að hafa fengið fiösku í höfuðið. Gekk berserksgang Fjögur skcmmdarverk vom kærð til lögreglu í vikunni. Það alvarlegasta átti sér stað aðfaranótt 7. júlí en þá gekk ungur maður berserksgang í íbúð þar sem hann var gest- komandi. Skemmdi hann nánast allt sem þar var lauslegt og henti m.a. örbylgjuofni út um glugga. Var hann handtekinn og fékk að gista fangageymslu þar til af honum hafði runnið víma og vígamóður. Rúðubrot Um helgina var brotin rúða á veitingahúsinu Lundanum. Einn af gestum var ekki sáttur við að vera vísað út af staðnum og sparkaði í rúðu í kveðjuskyni. Þá var rúða brotin í verslun ÁTVR við Strandveg og ekki vitað hver var þar að verki. Ekki er heldur vitað hver var að verki þegar tvær rúður voru brotnar að Bröttugötu 18. Hjóli stolið Einn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni. Hjóli var stolið frá Búastaðabraut 3 aðfaranótt 8. júlí. Hjólið er af gerðinni TREK, hvítt og blátt að lit. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: ÓmarGarðarsson. Blaðamenn: Sigurgeir Jónsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjaf retti r. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.