Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 12. júlí 2001 Ætlaði að verða fegurðardrottning Sumarstúlkukeppnin fer fram á laugardag en þessi keppni erorðin árviss í skemmtanalífi Vestmannaeyja. Að þessu sinni taka 11 stúlkur þátt í keppninni og hafa þær að undanförnu verið kynntar á síðum Frétta. Fram- kvæmdastjóri Sumarstúlkukeppninnar er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Dagmar Skúladóttir. Fæðingardagur og ár? 27. júlí 1971. Fæðingarstaður? Reykjavík en ég er samt Vest- mannaeyingurl! Fjölskylda? í sambúð með Hjalta Einarssyni, tvær dætur. Hvert var draumastarfið þegar þú varst Iftil? Ég ætlaði að verða fegurðardrottning en það varð aldrei neitt úr því. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Volks- wagen Passat, ég á Bora núna og væri alveg til i að skipta. Hver er þinn helsti kostur? Góður kokkur. Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Það væri gott að losna við stressið. Uppáhaldsmatur? Svínakjöt er í uppáhaldi. Versti matur? Allur súrmatur. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Óperusöngvaranum Andrea Bocelli. Hann er blindur og stórkostlegur söngvari. Aðaláhugamál? Líkamsrækt og dans. Og tískan. Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? Alla vega ekki í Reykjavík. Hver fannst þér vera maður síðasta árs? Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona, er alveg frábær. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? ÍBV f íslenska boltanum og Chelsea í þeim enska. Uppá- haldsíþróttamaðurinn er eldri dóttir mín, Erna, Vest- mannaeyjameistari í fimleikum. Svo eru bræður mínir, Friðrik og Siggi auðvitað í uppáhaldi, annar í körfunni, hinn í handboltanum. Stundar þú einhverja íþrótt? Líkamsrækt. Ertu hjátrúarfull? íhófi. Mérerekki vel við svarta ketti. Uppáhaldssjónvarpsefni? Vinir. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Gladiator sá ég nýlega og hún er góð. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Það sem tengist útgeislun, bros og annað jákvætt í framkomu. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Fýla og frekja. Hver er munurinn á Sumarstúlkukeppninni og eiginlegri fegurðarsamkeppni? í Sumarstúlkukeppninni eru ekki þessirföstu staðlar, ákveðin hæð, þyngd og þess háttar. Svo er þetta miklu skemmtilegri keppni, léttara yfir öllu, ekki eins formfast og hitt. í hverju er þitt starf fólgið? Sjá um allar æfingar, semja dansa, innkomur, hafa umsjón með tískusýningu og vaka yfir velferð þátttakenda. Þetta er svona smábrot af því sem ég sé um. Er gaman að þessu? Frábært. Samt er ég ákveðin í því að þetta verður síðasta árið mitt í þessu. Það er kominn tími til að fá nýtt (og yngra) blóð í þetta starf. Eitthvað að lokum? Ég er mjög ánægð með þjóð- hátíðarlagið, alveg í skýjunum yfir því. Svo sjáumst við á Sumarstúlkukeppninni á laugardag. Dagmar Skúladóttir er Eyjamaður vikunnar Matgæðingurinn er Kári Þorleifsson Kjúklingabringur og ostatjúttari Takk Valli minn, ég vissi að þú myndir ekki bregðast mér. Hér koma tvær afbragðs uppskriftir. Pönnusteiktar kjúklingabringur með Dijon-sinnepi og rjóma Hráefni: 4 stk. kjúklingabringur Smjör til steikingar 2 dl rjómi 1 dl vatn 1/2 matsk. Knorr kjötkraftur (Fond- Kalv í flösku) 1/2 -1 matsk. Dijonsinnep Estragon krydd Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar, steikið í litlu smjöri í ca. 20 mín (fer eftir stærð). Setjið vatn, rjóma og kjötkraft út í, hrærið sinnepinu saman við og látið sjóða þangað til sósan er orðin mátulega þykk, Sósan er síðan krydduð með salti, pipar og estragoni eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum, snöggsoðnu spergilkáli eða því grænmeti sem hver og einn hefur smekk fyrir. Þar sem Valli vinur minn er þekktur tjúttari læt ég fylgja með eina góða uppskrift að ostatjútturum. Valla- ostatjúttarar (skinkusnúðar) sesamfræjum stráð yfir, Gott er líka að setja bara smá ost ofan á. Bakað í 10 -15 mín við 250 gráður. (Mjög þægileg uppskrift t.d. fyrir þjóðhátíðina, má frysta) Ég ætla að skora á Einar Frið- þjófsson, sem að eigin sögn er mesti og besti grillari í heimi. Hráefni: 500 g smjördeig (fæst frosið í pökkum) 2-3 matsk. Dijon sinnep 150 g skinka eða pepperoni 150 g óðalsostur 1 egg sesamfræ Fletjið út smjördeig (þunnt) þegar það hefur þiðnað, smyrjið með sinnepi, síðan osti og skinku eða pepperoni dreift ofan á. Rúllað upp og skorið í u.þ.b. 1 cm sneiðar. Penslað með eggi og Kári Þorleifsson matgæðingur vikunnar ?o" Vestmannaeyingar Þann 26. apríl eignuðust Ragna Lára Jakobsdóttir og Ivar Gunnarsson son, sem hefur verið skírður og heitir Davíð Þór. Með Davíð Þór á inyndinni er systir hans Ingunn Sara. Fjölskyldan býr í Bandaríkjunum, þar sem Ivar stundar framhaldsnám í læknisfræði. Ingveldur Hermannsdóttir og Sigurður Magnús Jónsson eignuðust dreng þann 17. mars sl. Hann fæddist á Landspítalanum, vó 13 merkur og var 50 cm á hæð. Drengurinn hefur verið skírður Hennann Páll. Fjölskyldan býr í Reykjavík Á döfinni 4* Júlí 13. KFS ■ ÍH ó Helgafellsvelli kl. 20.00. 14. Golfmót, Opna Samskipamótið. 14. Keppnin Sumarstúlka Vestmannaeyja órið 2001 í Höllinni. 15. Símadeild karla, ÍBV-Breiðablik kl. 20.00. 16. -21. Golfmót, meistaramót Vestmannaeyja. 20. Símadeild kvenna ÍBV-Valur kl. 20.00. 28. Golfmót, Sjómanna- og útvegsmannomótið. 31. KFS ■ GG ó Helgafellsvelli kl. 20.00. Ágúst I. Símadeild karla ÍBV-Fram kl. 20.00. 3. Þjóðhótíð Vestmonnaeyja. II. Golfmót, Suðurlandsmótið. 14. KFS - Njarðvík kl. 19.00 ó Helgafellsvelli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.