Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 12. júlí 2001
Golfeeviniýri íslandsbanka:
Þar var golf númer 1,2 og 3
Mjög góð þátttaka var í Golfævintýri Golfklúbbs
Vestmannaeyja en það var nú haldið í sjöunda sinn.
Golfævintýrið stóð frá 2. til 5. júlí og þátttakendur
voru 140 á aldrinum átta til fimmtán ára, 40 frá
Eyjurn en um 100 frá hinum ýmsu golfklúbbum á
landinu.
Yflrumsjón með Golfævintýrinu hafði Júlíus
Hallgrímsson og hafði sér til aðstoðar flokk vaskra
kylfinga úr GV. Félagar úr GV aðstoðuðu cinnig við
mótshaldið á ýmsan annan hátt, t.d. við störf í eldhúsi
og sal en hin ágæta aðstaða í Golfskálanum nýttist vel
á Golfævintýrinu þar sem unnt var að sjá um mat
fyrir alla þátttakendur á staðnum.
Eins og gefur að skilja var golf númer eitt, tvö og
þrjú, æfingar, leiðbeiningar, þrautir og kcppni en að
auki var ýmislegt fieira gert, þátttakendum til ánægju,
svo sem bátsferðir og skoðunarferðir. Hið ágætasta
veður var alla dagana sem auðveldaði mjög alla
framkvæmd auk þess sem mun skemmtilegra er að
leika golf í góðu veðri.
Fréttir litu við á golfvellinum á miðvikudag í síðustu
viku og smelltu nokkrum myndum af kylfingum
framtíðarinnar.
Á miðvikudag voru þessir ungu menn við æfingar og golfþrautir á æfingasvæðinu við 2. og 3. braut. Þeir eru
flestir á aldrinum 13 til 15 ára og koma víðs vegar að af landinu, allt frá Hafnarfirði austur til Hornafjarðar. Þeir
voru ánægðir með Golfævintýrið, sumir voru að koma í fyrsta sinn, aðrir voru Iíka í fyrra og tveir voru að koma
í þriðja sinn. Þeir sögðust ýmislegt hafa lært þessa daga, m.a. hvernig ætti að hemja skabolta. Allir hafa þeir verið
að lækka forgjöfina sína í sumar, Hornfirðingurinn sagðist hafa verið með 19 í forgjöf þegar hann kom hingað en
eftir mótið á þriðjudag hefði hann lækkað og hann ætlaði sér að lækka enn meira. Þeir voru því sem næst
sammála um að Tiger Woods bæri af öðrum ikylfingum í dag, þó svo að hann hefði verið í einhverri smálægð
síðustu daga, það væri nokkuð sem kæmi fyrir alla golfleikara.
Þessir f jórmenningar voru búnir með hringinn og voru að ganga frá skorkortunum inni í skála. Þeir eru allir 13
ára og eru, frá vinstri: Jón G. Ragnarsson GKG, Sigurberg Guðbrandsson GK, Vignir Jónsson GK og Sæþór
Þórðarson GV. Þeim bar saman um að Golfævintýrið hefði verið ánægjulegt og þeir væru um margt fróðari en
áður eftir þessa dvöl í Eyjum. Allir töldu þeir Tiger Woods besta golfleikarann í dag en töldu þó að Spánverjinn
ungi, Sergio Garcia ætti góða möguleika á að ná honum.
Kylfuhlífin hljóp í burtu
Margt gerist oft skondið og
skemmtilegt í golfi. Þetta ár hafa
tvær kolsvartar kanínur gert sig
heimakomnar undir veröndinni
við Golfskálann og verið fáum til
ama. Nú gæti hins vegar farið að
kárna gamanið því þær hafa tekið
upp á að fjölga sér og sýnt að
atkomendurnir muni ætla sér
búsetu við golfvöllinn með
tilheyrandi holugerð sem ekki
hugnast öllum vel.
í rökkrinu á föstudag, þegar
langt var komið að lcika 18 holur í
Volcano Open, var sá ágæti
kylfingur Sigurjón Aðalsteinsson
á leið upp á 3. teig með félögum
sínum. Þá sá Sigurjón að einhver
úr næsta holli á undan hafði misst
svarta kylfuhlíf (cover) sem lá í
grasinu. En þegar Sigurjón
beygði sig niður og hugðist taka
kylfuhlífina, brá svo við að hún
híjóp í burtu. Þarna var sem sé
einn af áðurnefndum
ferfætlingum af héraætt.
Sigurjóni varð svo um þetta að
hann gleymdi að taka kylfu með
sér á teig og varð að hlaupa til
baka eftir hcnni. Ekki hafði
atvikið þó nein meiri áhrif á hann
og Sigurjón sló léttilega sína 250
metra enda högglangur eins og
hann á kyn til.
• ) '\ r
Þetta holl var að búa sig undir annað höggið á 18. brautinni. Frá vinstri:
Þorleifur Sigurlásson GV, Jón G. Jónsson GS, Sigurgeir I. Ágústsson GV
og Gylfi Andrésson GK. Þeir voru allir mjög ánægðir með Golfævintýrið
og sögðu frábærlega gaman að spila golf á góðum velli.
Júlíus Hallgrímsson (í miðið) bar hitann og þungann af dagskránni fyrir
þá 140 ungu kylfinga sem mættu til leiks á Golfævintýrið. Hér er hann
ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum, þeim Viktori Pétri Jónssyni og
Karli Haraidssyni en þeir voru valdir í unglingalandsliðið í golfi og eru
þessa dagana að leika fyrir Islands hönd úti í PóIIandi. Þeir Viktor Pétur
og Karl stigu báðir sín fyrstu golfspor á Golfævintýri, rétt eins og svo
margir ungir og efnilegir kylfingar sem í dag eru í fremstu röð í sínum
klúbbum.
Þessir ungu menn voru að Ijúka við að pútta á 17. flötinni á miðvikudag
þegar myndin var tekin. Þeir eru allir átta ára og eru frá vinstri: Emil
Atlason GK, Ólafur J. Ólafsson GKG, Bjarnþór I. Sigurðsson GKG og
Egill Sigurjónsson GKG. Aðstoðarkonur þeirra sem einnig eru á
myndinni eru þær Tinna Ósk Óskarsdóttir og Ester Viktorsdóttir. EgiII
setti niður sannkailað meistarapútt á þeirri 17., tíu metra pútt með
talsverðu broti og hefði hver atvinnumaður getað verið fullsæmdur af því.
Ólafur sagði að sér þætti mest gaman að slá upphafshöggin en Bjarnþór
sagði að skemmtilegast væri að slá yfir vatn. Emil tók í sama streng en
sagði að það væri þó ekki alltaf gaman, t.d. hefði hann slegið bolta í sjóinn
rétt áðan og það fannst honum ekki gott.