Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 7
Fimmtudagur 12. júlí 2001
Fréttir
7
ÞANNIG Ieit Nausthamarsbryggan út fyrir rúmri viku en þá var búið að aka úr henni um 8000 rúmmetrum af
sandi. I staðinn kemur bögglaberg sem á að þola betur álagið.
, Framkvæmdirnar á Nausthamarsbryggju:
Atta þúsund rúmmetrum
af sandi ekið í burtu
Miklar framkvæmdir standa nú
yfir á Nausthamarsbryggju. Segja
má að bryggjan sé öll endurbyggð,
því að bæði er stálþil endurnýjað í
henni, skipt um fyllingu og svo sett
nýtt dekk yfir.
Það er Gáma- og tækjaleiga
Austurlands sem sér um verkið en
sömu aðilar sáu um framkvæmdir á
Friðarhafnarbiyggj un n i. Samkvæmt
samningi átti verkinu að vera lokið um
næstu mánaðamót en Olafur Krist-
insson, hafnarstjóri, segir ljóst að sú
tímasetning standist ekki.
300 metrar af stálþili hafa verið
reknir niður á níu metra dýpi við
bryggjuna norðanverða en niður á
fimm metra að sunnan.. Gífurlegu
magni af sandi hefur verið ekið úr
uppfyllingu bryggjunnar, um átta
þúsund rúmmetrum. Fyllingin, sem
kemur í staðinn er svokallað böggla-
berg, blágrýti sem er malað hér.
Olafur segir að nauðsynlegt haft
verið að skipta um uppfyllingarefni,
sandurinn sé ekki gott efni til slíks,
stór og þung tæki séu f notkun á
bryggjum og sandurinn geti gefið sig
undan þunga þeirra og hafi raunar gert
það. Þá þurli ekki að koma stórt gat á
bryggjuþilið til að sandurinn renni
burt.
Olafur segir að bryggjan verði ekki
endanlega tilbúin fyrr en einhvem
tíma á næsta ári en stefnt að því að
hún verði komin í gagnið í haust þótt
þá verði eftir að ganga ífá einhveiju af
lögnum í hana og eftir að steypa
dekkið.
Byrjað að byggja
ísfélagið upp
Framkvæmdir eru hafnar við
enduruppbyggingu á húsnæði Is-
félags Vestmannaeyja við innan-
verðan Strandveg, húsnæðinu sem
brann í desember á síðasta ári.
„Þetta er svona rétt að komast í gang,
enginn skriður kominn á það ennþá
enda ekki fullmótað," segir Hörður
Óskarsson, fjármálastjóri Isfélagsins.
„Það sem nú er verið að vinna í er að
færa vélahúsið í þann hluta þar sem
eldri frystiklefamir vom. Byggður
verður nýr frystiklefi sunnan við þann
eldri og síðan byggt þak yfir portið.
Austan við það koma síðan ný
frystitæki.“
Hörður segir að enn sé verið að
forma framkvæmdir og skipuleggja
frekari uppbyggingu á hæðinni, svo
sem aðstöðu fyrir starfsfólk og fleira.
Þá sé verið að semja við aðila um
framkvæmdir. „En við ætlum að
byrja í nóvember, stefnum að því að
þá verði allt klárt til að hefja vinnslu á
síld og ég á von á að fljótlega verði
tekin ákvörðun um áffamhald þessarar
uppbyggingar," sagði Hörður.
Friðþjófur í Vallhöll kíkti undir hjá sér í vikunni og komu þá í ljós
Ijómandi myndarlegar kartöflur. Friðþjófur setti niður á 2. í páskum.
Uppskera krakkanna í fimleikum
Á þessu ári hafa verið haldin ýmis
mót á vegum fimleikafélagsins
Ránar, þessi mót eru Nýársmót,
Fantamót og Vestmannaeyjamót.
Urslit frá þessum mótum koma hér
á eftir, einnig voru veittir minn-
ingabikarar Kristbjargar og Rán-
arstyttan en þær viðurkenningar
eru veittar fyrir efnilegasta ein-
staklinginn og bestan árangur á
árinu.
Úrslit á Fantamóti:
í 1. sæti var Ingibjörg Ólafsdóttir,
2. sæti SvavaTaraÓlafsdóttirogí3.
sæti Jóhanna Svava Gunnarsdóttir
A nýársmóli vont úrslit þessi:
I 1. sæti var Rakel Hlynsdóttir,
2. sæti María Rós Sigurbjömsdóttir
og í 3. sæti Halla Björk Jónsdóttir.
Vestmannaeyjameistarar 2001:
II. þrepi Díana Ólafsdóttir, í 2. þrepi
Ása G. Guðmundsdóttir, í 3. þrepi
Ema Sif Sveinsdóttir. í 4. þrepi Ama
Björg Sigurbjömsdóttir og 5. þrepi
Þórsteina Sigurbjömsdóttir
hebiólfvr Hr
12800
VESTMANNAEYJAMEISTARAR, hver í sínu þrepi: F.v. Díana
Ólafsdóttir, Ása Guðrún Guðmundsdóttir. Erna Sif Sveinsdóttir, Arna
Björg Sigurbjörnsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir.
ÚRSLIT á nýársmóti, samanlagður árangur. F.v. María Rós
Sigurbjörnsdóttir, Rakel Hlynsdóttir og Halla Björk Jónsdóttir.
VERÐLAUNAHAFAR á Fantamóti, f.v. Jóhanna Svava Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir.
SIGURBJORG Jóna
Vilbjálmsdóttir hlaut
Kristbjargarbikarinn sem
efnilegasti fimleikaniaðurinn.
RAKEL Hlynsdóttir hlaut
Ránarstyttuna fyrir besta árangur
á árinu.