Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Page 10
10 Fréttir Fimmtudagur 12. júlí 2001 Lisa Chaichitwanitkun er ótján ára gömul tælensk stúlka sem hér lýsir dvöl sinni í Vestmi Nei þýðir nei -þegar foreldrar í Tælandi setja börnum sínum lífsreglurnar LÍSA: - „Mér fannst fyrst og fremst spennundi að fara til fjarlægs lands og kynnast framandi menningu. Ýmislegt virkaði heillandi eins og veðurfar og eldfjöll en þau eru ekki til ú Tælandi. Ég vildi sjú eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og öðlast nýja þekkingu. Það er talsvert um að skiptinemar komi hingað til Eyja og dvelji um lengri eða skemri tíma. Oft koma nemar frá fjarlægum löndum og ólíkum menningar- heimum. Fjölskyldur sem taka að sér skiptinema gera það með þeim formerkjum að neminn hafi sömu réttindi og beri sömu skyldur sem hver annar fjölskyldumeðlimur. Lisa Chaichit- wanitkun er átján ára gömul tælensk stúlka sem dvaldi sem skiptinemi í Vestmannaeyjum í eitt ár. Hún bjó hjá þeim hjónum Jóhönnu Júlíus- dóttur og Theódóri Theódórssyni og þeirra fjölskyldu að Faxastíg 13. Þegar viðtalið var tekið við hana voru einungis þrír dagar þar til hún héldi heim á leið aftur en hún var fús til að segja frá dvöl sinni hér og hvernig land og þjóð kom henni fyrir sjónir. Fjarlægðin heillaði þegar kom að því að velja land Lísa kemur fyrir sem róleg og yfir- veguð stúlka og hefur tamið sér kurteisi og lítillæti. Hún er dökk á brún og brá og það er áberandi hversu fíngerð hún er. Um ástæður þess að hún valdi að fara til íslands sagði hún vera að hún vildi kynnast landi sem væri langt í burtu frá heimalandi hennar. „Mér fannst fyrst og fremst spenn- andi að fara til fjarlægs lands og kynnast framandi menningu. Ymis- legt virkaði heillandi eins og veðurfar og eldfjöll en þau eru ekki til á Tæ- landi. Ég vildi sjá eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og öðlast nýja þekkingu." Lísa er fædd og uppalin í norð- austurhluta Tælands og á einn yngri bróður. Faðir hennar er læknir og þingmaður og móðir hennar er með BA í stjórnmálafræði en er heima- vinnandi húsmóðir. Þegar hún er spurð hver sé helsti munur á íslandi og heimalandi hennar segir hún að það sé ckki svo erfitt að koma í svo ólíkt land. „Mestur munur er á veðri og mér finnst stundum óþægilega kalt hér á landi. Samt er ég mjög spennt fyrir snjónum en ég sakna sólarinnar heima. Þar er ekki mikill munur á vetri og sumri og miklu heitara en hér, ég gæti trúað að meðalhiti sé um 35° C og fer alveg upp í 45° C. Maturinn hér er líka frábrugðinn, meginuppi- staðan heima eru hrísgrjón og græn- meti. Hér borða menn kjöt og fisk í miklu meira mæli þó svo við höfum einnig kjöt í okkar réttum. Hér er líka mikið verið með osta en við erum ekki með þá. Mér finnst maturinn héma ágætur og borða fisk og mér finnst lax og harðfiskur mjög góður. Ég er ekki vön kartöflum og mér finnst þær ekkert sérstakar. Við borðum hrís- grjón í staðinn og við emm með þrjár máltíðir á dag morgunverð, hádegis- verð og kvöldmat. Við erum ekki með kaffiu'ma og aukamáltíðir á milli. Skólinn er líka mjög ólíkur. Skóla- ganga hefst hjá fimm ára börnum og skólastig em tvö fyrir háskólanám. Fyrsta stig er fyrir böm á aldrinum frá fimrn til tólf ára og í skólanum sem ég geng í eru um sex þúsund nemendur á aldrinum frá tólf til átján ára. Nemendur þurfa að leggja mjög hart að sér því samkeppni er mjög mikil. Þeir hafa ekki tíma til að vinna með skólanum eins og virðist mjög algengt hér. Við emm í skólanum frá klukkan átta til þrjú og erum að vinna heimavinnu eftir það. Ég læri yfirleitt frá fjögur til sex en margir eru að til níu á kvöldin. Við höfunt alls ekki tíma til að vera í vinnu þar sem við verðum að nota tímann til undirbún- ings fyrir próf. Mismunandi viðhorf hjá unga fólkinu Það er lika mikill munur á viðhorfum til míns aldurshóps hér og í Tælandi. Heima ert þú bam þegar þú er sautján ára en hér ertu fullorðinn. Ef stúlka ætlar að fara í framhaldsnám og hefur hug á að mennta sig þá þarf hún að einbeita sér að því. Hún á ekki að gifta sig og ef stúlka verður barns- hafandi þá verður hún að hætta námi í almennum eða einkaskóla til þess að hafa ekki áhrif á aðrar stúlkur. Hún er ekki litin söntu augum og missir í raun fyrri stöðu. Stúlkan á að vísu mögu- leika á að fara í sérstakan skóla sem er ætlaður fyrir stúlkur sem eins er ástatt fyrir og eða hafa af einhverjum ástæðum flosnað upp úr námi. Það er mjög erfitt að komast í háskóla því samkeppni er mjög mikil. Um hundrað þúsund manns sækjast eftir að komast inn í hvern ríkisrekinn háskóla, um tíu þúsund fá inngöngu og allir taka inntökupróf hvort sem skólinn er einka- eða ríkisrekinn. Einkareknir skólar eru mjög dýrir og ekki á færi nema þeirra sem eru í góðum efnum og þar eru ströng inn- tökupróf. Mér finnst skólinn heima miklu strangari og kennarinn kennir allt, við skilum verkefnum og mér finnst kröfurnar miklu meiri. Það er borin miklu meiri virðing fyrir kennurum og krakkamir héreru miklu sjálfstæðari. Hér eru svo margir að vinna og hafa þar af leiðandi laun og geta séð um sig sjálfir. Auðvitað er þetta mismunandi eftir stöðum í mínu heimalandi en minn félagahópur heldur kannski partý einu sinni á ári og við krakkamir fömm saman á bíó. Það er miklu meira frjálsræði hér en þar sem ég er alin upp. Heima hjá mér er samfélagið líka stéttskiptara.“ Pabbanum leist illa á kennaraverkfallið Þegar Lísa er spurð hvort hún hafi mætt fordómum hér á landi svai-ar hún því til að svo hafi ekki verið utan eitt skipti þegar hún var í Reykjavík. Þá var hún ásamt stúlku sem einnig er skiptinemi frá Tælandi á gangi á götu í borginni þegar bíll ók framhjá og farþegar öskruðu að þeint ókvæðis- orðum. Lísa segir að það hafi komið sér vel að hér í Eyjum búa nokkrar tælenskar konur sem hún hafi haft samskipti við og þær hafi boðið sér heim í tælenskan mat. Hefurþér aldrei leLðst og Itvcið Itefitr þú helst lœrt af verit þinni hér? „Tíminn. þegar kennaraverkfallið varði, var mjög erfiður og þá vildi faðir minn fá mig heim. Honum leist ekkert á að tíminn færi svona til spillis hjá mér. En ég get sagt að enskan mín er betri en þegar ég kom hingað fýrst. Ég reyndi mjög mikið að læra íslensku en það gekk ekki nógu vel. Mamma lagði mikla áherslu á að ég lærði hana en þegar ég sagði henni að ég hefði lagt mig alla fram þá sætti hún sig við það.“ Jóhanna „mamma" hennar segir að Lísa lesi íslensku og skilji heilmikið þó svo hún tali ekki mikið. „Það er líka okkur að kenna við höfum talað of mikla ensku og einnig skiptir máli að dóttir okkar var skiptinemi í Tælandi og þær hafa talað tælensku,“ segir Jóhanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.