Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Side 13
Fimmtudagur 12. júlí 2001
Fréttir
13
Jóhanna María Einarsdóttir Kaupþingi skrifar:
Afkomuspár greiningardeildar
Því er ljóst að hagnaður mun minnka verulega á fyrri
helmingi ársins og munu fjölmörg fyrirtæki verða
rekin með tapi. Þau fyrirtæki sem við teljum að komi
verst út úr þessum uppgjörum eru flutnings- og
samgöngufyrirtækin, Flugleiðir og Eimskip.
Tap þeirra verður væntanlega verulegt á tímabilinu.
Fyrirtækin tvö eru mikið skuldsett í erlendum
gjaldeyri og þá hefur hækkandi olíuverð á tímabilinu
einnig haft mikil áhrif og hækkað rekstrarkostnað
félaganna svo um munar.
Eins og fyrri
ár hefur
Greiningar-
deild Kaup-
þings spáð
fyrir um
milliuppgjör
félaga á
Verðbréfa-
þingi Islands.
Má búast við
að fyrstu upp-
gjör fyrir-
tækjanna verði birt í lok júlímánaðar.
Að mati Greiningardeildar kveður við
svipaðan tón og við birtingu ársupp-
gjöra fyrirtækja eftir áramótin. A
fyrstu sex mánuðum ársins veiktist
krónan um rúmlega 16% og mun það
án efa hafa slæm áhrif á afkomu
fyrirtækja, þó minni áhrif á fyrirtæki í
útflutningi.
Fjármagnsliðir fyrirtækjanna eru
það sem hefur mest áhrif á afkomuna
en þess má geta að hagnaður íyrir af-
skriftirog fjánnagnsliði (EBITDA) er
almennt að aukast hjá fyrirtækjum.
Því er ljóst að hagnaður mun minnka
verulega á fyrri helmingi ársins og
munu fjölmörg fyrirtæki verða rekin
með tapi. Þau fyrirtæki sem við teljum
að komi verst út úr þessum uppgjömm
em flutnings- og samgöngufyrirtækin,
Flugleiðir og Eimskip.
Tap þeirra verður væntanlega vem-
legt á tímabilinu. Fyrirtækin tvö eru
mikið skuldsett í erlendum gjaldeyri
og þá hefur hækkandi olíuverð á
tímabilinu einnig haft mikil áhrif og
hækkað rekstrarkostnað félaganna svo
um munar. Sjávarútvegsfyrirtækin
fara ekki varhluta af slæmum rekstrar-
skilyrðum á síðustu mánuðum og mun
gengistap af skuldum einstakra félaga
nema allt einum milljarði króna. Þá
dregur hátt olíuverð einnig niður
EBIDTA félaganna. Gjaldeyristap hjá
olíufélögunum mun verða gífurlegt en
þau hafa komið mjög illa út úr þróun í
gjaldeyrismálum að undanförnu.
Tekjur þeirra em í krónum en öll
viðskipti þeirra við birgja fara fram í
dollurum. Þá nemur gengistap þeirra
af erlendum skuldum hátt á annan
milljarð á fyrstu fímm mánuðum
ársins.
Þau fyrirtæki sem Greiningardeild
telur að muni koma vel út em m.a.
lyljafyrirtækin Pharmaco og Delta.
Tekjur Pharmaco em t.a.m. um 80% í
erlendum gjaldmiðlum og þá hefur
vöxtur fyrirtækjanna verið gríðarlegur
undanfarin misseri. Tekjur Pharmaco
aukast mikið á milli ára en hjá Delta
verður tekjuaukningin heldur minni.
Fyrirtæki í verslun og þjónustu korna
einnig ágætlega út þó svo að fjár-
magnsliðir hjá þeim verði neikvæðir.
Flest fyrirtækin verða fyrir nokkm
gengistapi en þó í mjög misjöfnum
mæli. Við teljum einnig að fjármála-
fyrirtækin komi ágætlega út og að
hærri vaxtatekjur gera það að verkum
að fyrirtækin verða rekin með
hagnaði. Aðrar rekstrartekjur, þ.á.m.
af eigin fjárfestingum, minnka milli
ára sökum erfiðra skilyrða á fjánnála-
mörkuðum.
Fljá tryggingafélögunum tveimur á
VÞI er reksturinn af vátrygg-
ingastarfsemi farin að gefa betur af sér
en undanfarin ár en þau hækkuðu
iðgjöld undir lok síðasta árs. Tekjur af
iðgjöldum aukast um 30% milli ára.
Aftur á móti minnkar hagnaður af
fjárfestingarstarfsemi félaganna vem-
lega milli ára en þaðan hel'ur hagnaður
þeitra komið að undanfömu. Astæðan
líkt og hjá bönkunum er erfítt
umhverfi á fjármálamörkuðum.
Sparisjóðsfólk lét úrhellið ekki stöðva sig
Sparisjóðsdagurinn var haldinn
sl. laugardag. Bæjarbúar létu
ekki rigningu á sig fá heldur
mættu vel búnir til
hátíðahaldanna. Stjórn og
starfsfólk sparisjóðsins grilluðu
pylsur fyrir gestina og ýmislegt
var til skemmtunar.
Götuleikhús var á staðnum og
mátti meðal annars sjá
eldgleypa og kynjaverur á
stultum. Setti þetta mjög
skemmtilegan svip á
skemmtunina og óskandi að
krakk-arnir í götuleikhúsinu
haldi áfram á sömu braut.
Króni og Króna mættu á
staðinn og hlaup voru fyrir
þrettán ára og yngri. Einnig
var boltakeppni og svo hið
árlega Sparisjóðshlaup og
verðlaun veitt þeim sem best
stóðu sig.
MÆTING var þokkaleg þrátt fyrir rigninguna og fólkið í götuleikhúsinu var tilbúið í slaginn og
lét ekki sitt eftir liggja.
HJL p?' j " *
’Æ
ÝMSAR furðuskeppnur mættu á
Bárustíginn á laugardaginn.
ÓLA í Sparisjóðnum með keppendum í Sparisjóðshlaupinu sem er orðið fastur liður í dagskrá ÓLI sparisjóðsstjóri lagði sig allan fram í pylsunum sem komu sér
Sparisjóðsdagsins. vel í vætunni.